Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 59
FÓLK f FRÉTTUM
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason
Hildur Loftsdóttir
BÍÓBORGIN
Mr. Magoo ★
Ofyndin mynd, 20 árum of seint á
ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni
ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo.
The Rainmaker ★★★
Dágott réttardrama með Matt
Damon fínum í hlutverki nýgræð-
ings í lögfræðistétt.
L.A. Confidential ★★★Vií
Frambærilegri sakamálamynd en
maður á að venjast frá Hollywood
þessa dagana. Smart útlit, laglegur
leikur og ívið flóknari söguþráður en
gerist og gengur.
Litla hafmeyjan ★★★‘A
Falleg og fyndin kvikmynd þar sem
töfrar ævintýrsins blómstra að fullu.
Flubber ★★
Dáðlítil, einsbrandara gamanmynd
um viðutan prófessor og tölvufígúr-
ur. Robin Williams hefur úr litlu að
moða. Skemmtun fyi-ir smáfólkið.
SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA
Mr. Magoo ★
Óiyndin mynd, 20 árum of seint á
ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni
ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo.
Fallen
Svæfandi, bitlaus, langdregin og
lítt hrollvekjandi hryllingsmynd.
Sphere ★Vá
Vísinda- og sálfí-æðitryllir sem hittir
ekki í mark og má þar um kenna los-
aralegu handriti og lélegi'i leik-
stjórn.
Rocket Man ★★
Hringavitleysa um fyrstu, mönnuðu
geimferðina til Mars. Fyndin á köfl-
um.
Litla hafmeyjan ★★★V2
Falleg og íyndin kvikmynd þar sem
töfrai- ævintýrsins blómstra að fullu.
Desperate Measures ★★
Formúluhasarmynd frá Bai’bet
Schroeder sem hvorki er fugl né
fiskur
Flubber ★★
Dáðlítil, einsbrandara gamanmynd
um viðutan ptófessor og tölvufígúr-
ur. Robin Williams hefur úr litlu að
moða. Skemmtun fyrir smáfólkið.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond myndirnar eru eiginlega hafn-
ar yfir gagnrýni. Farið bara og
skemmtið ykkur.
HÁSKÓLABÍÓ
Búálfar ★★★
Virkilega skemmtileg barna- og fjöl-
skyldumynd, sem hægt er að mæla
með fyrir alla aldursflokka.
Á hættumörkum ★★
Sæmileg spennumynd sem tekur
stundum á taugarnar en er ekki sér-
lega áhugaverð.
Líf mitt í bleiku ★★★
Lítil og nett mynd sem tekur á stór-
um málum einsog hræsni og þröng-
sýni. Og óvenjuleg þar sem hún
gengur út frá því að sumir séu ekki í
réttu kyni samkvæmt umbúðunum.
Til umhugsunar fyrh’ afhommara og
almenning. Undur vel leikin og sér-
stök.
Kundun ★★!4
Faglega gerð kvikmynd um ævi 14.
Dalai Lama er frekai’ leikin heimild-
armynd en bíómynd.
Anastasia ★★★
Disney er ekki lengur eitt um hituna
í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia
jafnast á við það besta sem gert hef-
ur verið. Frábærar teikningar, per-
sónur og saga, sem fer frjálslega
með sögnina af keisaradótturinni (?)
og byltingu öreiganna.
Wag the Dog ★★'/•2
Sniðug og vel til fundin kvikmynd
sem hefur ýmislegt til síns máls, en
handritið er ekki nógu beitt.
Hnefaleikarinn ★★★
Átakanleg og raunsæ mynd um
ófrjálst líf Norður-íra. Snilldarvel
leikin en persónudramað mætti vera
sterkara.
Bíóstjarnan Húgó ★★V4
Sagan mætti vera skemmtilegri, en
Húgó er sætur og börnum fínnst
hann fyndinn.
Titanic ★★★%
Mynd sem á eftir að verða sígild
sökum mikilfengleika, vandaðra
vinnubragða í stóru sem smáu, virð-
ingu fyrir umfjöllunarefninu. Falleg
ástarsaga og ótrúlega vel unnin end-
urgerð eins hrikalegasta sjóslyss
veraldarsögunnar.
Stikkfrí ★★1/2
Islensk gaman- og spennumynd þar
sem þrjár, barnungar leikkonur
bera með sóma hita og þunga dags-
ins og reyna að koma skikk á mis-
gjörðir foreldranna.
KRINGLUBÍÓ
Mr. Magoo ★
Ófyndin mynd, 20 árum of seint á
ferðinni. Leslie Nielsen lyftir henni
ekki upp, er leiðinlegur Mr. Magoo.
Litla hafmeyjan ★★★>/í
Falleg og fyndin kvikmynd þar sem
töfrar ævintýrsins blómstra að fullu.
Djarfar nætur ★★★
Frábærlega vel gerð mynd um
klámiðnaðinn í Bandaríkjunum í
kringum 1980. Góður leikur.
Flubber ★★
Dáðlítil, einsbrandara gamanmynd
um viðutan prófessor og tölvufígúr-
ur. Robin Williams hefur úr litlu að
moða. Ágæt skemmtun fyrir smá-
fólkið.
LAUGARÁSBÍÓ
Hoodlum *!4
Klisjuverk útí gegn, þar sem svip-
ljótir gangsterar takast á á götum
Harlem
Allir fyrir einn ★★
Ævintýramynd í stíl gullaldarmynda
Hollywood. Vænlegt þrjúbíó en ekki
mikið meira.
Það gerist ekki betra ★★★%
Jack Nicholson í sallafínu formi sem
mannhatari, rithöfundur og geðsjúk-
lingur sem tekur ekki inn töflurnar
sínar - fyrr en gengilbeinan Helen
Hunt, homminn Greg Kinnear og
tíkin vekja upp í honum ærlegar til-
finningar. Rómantískai’ gaman-
myndir gerast ekki betri. Vítamín-
sprauta fyrir geðheilsuna.
REGNBOGINN
Jackie Brown ★★!4
Nýja myndin hans Tarantinos er
fagmannleg, vel leikin, oft fyndin, en
næstum drukknuð í óhófslengd. Allt
snýst um flókna fléttuna (minnir á
The Killing meistara Kubricks), allir
reyna að hlunnfara alla útaf háifri
milljón dala. Persónurnar, allar mis-
miklar minnipokamanneskjur, eru
dýrðlega leiknar af Samuel L.
Jackson, Bridget Fonda, Robert
Forster, Michael Keaton og ekki síst
Pam Giier.
Anastasia ★★★
Disney er ekki lengur eitt um hituna
í gerð úrvalsteiknimynda. Anastasia
jafnast á við það besta sem gert hef-
ur verið. Frábærar teikningar, per-
sónur og saga, sem fer frjálslega
með sögnina af keisaradóttirinni (?)
og byltingu öreiganna.
Good Will Hunting ★★!/>
Sálarskoðun ungs manns í vörn
gagnvart lífinu. Frekar grunn en
ágætlega skemmtileg.
Spice World ★★
Kryddpíurnar hoppa um og syngja
og hitta geimverur einsog Stuðmenn
forðum daga. Allt í lagi skemmtun
fyrir fólk sem þolir dægurflugur
stúlknanna.
STJÖRNUBÍÓ
Skjóttu eða vertu skotinn ★★!4
Stíllinn er á hreinu í þessari mynd.
Töff kvikmyndataka og leikur, en
sagan, sem fjallar um leigumorð-
ingja og hefnd, mætti vera frum-
legri.
Líf mitt í bleiku ★★★
Lítil og nett mynd sem tekur á stór-
um málum einsog hræsni og þröng-
sýni. Og óvenjuleg þar sem hún
gengur út frá því að sumir séu ekki í
réttu kyni samkvæmt umbúðunum.
Til umhugsunar fyrir afhommara og
almenning. Undur vel leikin og sér-
stök.
Það gerist ekki betra ★★★
Jack Nicholson í sallafínu formi sem
mannhatari, rithöfundur og geðsjúk-
Iingur sem tekur ekki inn töflurnar
sínar - fyrr en gengilbeinan Helen
Hunt, homminn Greg Kinnear og
tíkin vekja upp í honum ærlegar til-
finningar. Rómantískar gaman-
myndir gerast ekki betri. Vítamín-
sprauta fyrir geðheilsuna.
Körfuboltahundurinn Buddy ★★
Hundurinn Böddi er mikill leikari og
skytta og það bitastæðasta ásamt
vináttutengslunum sem skapast á
milli drengs og hunds í annars held-
ur ómerkilegri unglingamynd.
Til
bjargar
regnskóg-
unum
TRUDIE Sfyler, skipuleggjandi
tónleika til bjargar regnskóg-
unum, og fatahönnuðurinn
Donatella Versace voru við-
staddar hádegisverð sem „Lad-
ies Earth Day“ héldu í New
York á dögunum.
Hádegisverðurinn var hluti
af fjáröflunarviðburðum og
kynningarátaki vegna verndun-
ar regnskóganna og þeirra sem
’þá byggja. Donatella afhenti
heiðursverðlaun sem voru veitt
í boðinu.
Tónleikarnir, sem Trudie
Styler hefur umsjón með, verða
27. apríl en þar kemur eigin-
maður hennar Sting meðal ann-
ars fram auk Eltons John,
James Taylor og Joe Cocker.
Sérinnflutt frá Þýskalandi á þýsku
Buxur Bolir Ves
kr.1495 lcr. 399 |K|| krLjj
Stuttbuxur Sumarkjólar
kr. 995 kr. 1995-2999
'erði fyrir þig
Dragtir
5 kr. 6999
Blússur 5
kr. 995-1995
Önnur
frábær
tilboð
Verslunarhús €Tuelle Dalvegi 2 - Sími: 564
8 hluta Privileg Privileg Privileg Privileg Privileg 1.8 Itr Privileg Privileg Borvél í tösku m.
pottasett brauðvél ísvél saumavél samlokugrill suðukanna gufustraujám ryksuga öllum fylgihlutum
Kr. 3900,- —W A— Kr. 9900,- Kr. 4900,- Kr. 14900,- Kr. 1895,- Kr. 1890,- Kr. 1890,- Kr. 6900,- kr. 4900 k á
áH fpf æSfi V.W Fw vSajB % ' y
5 { * é W k W J f4 k\ Hv 1
y i i 7 A 1 J ] |
®uelle Queiie Quelle Quelle