Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 11 FRÉTTIR Barnarásin, sjónvarpsstöð krakkanna fer í loftið á föstudaginn Morgunblaðið/Ásdís GUÐRÚN Þórðarddttir dagskrárstjóri og Maríanna Friðjónsdóttir, sérlegur ráðgjafi við stofnsetningu Barnarásarinnar. BÖÐVAR Guðmundsson sjónvarpsstjóri og Saga Jónsdóttir, sem hefur yfirumsjón með talsetningu og leikstjórn á Barnarásinni. Allt efni tal- sett eða textað á íslensku BARNARÁSIN, sjónvarpsstöð krakkanna, hefur útsendingar um Breiðvarp Landssímans nk. fóstudag, 1. maí, með ávarpi Vigdísar Finnbogadóttur, sem er verndari Barnarásarinnar. Hér er á ferðinni fyrsta sjón- varpsstöðin hér á landi sem sérhæfir sig í efni fyrir börn og unglinga á aldrinum tveggja til sextán ára og verð- ur allt efni talsett eða textað á íslensku. Stefnt að innlendri dagskrár- gerð með liaustinu Fyrst um sinn verður sent út 35 klst. á viku. Dagskráin hefst kl. 16 alla virka daga og stendur til kl. 19 en um helgar er sent út kl. 8:30 til 19. Sent verður út í opinni dagskrá fyrsta mánuðinn, að sögn Guð- rúnar Þórðardóttur, dag- skrárstjóra Barnarásarinnar, en ætlunin er að fara í áskriftasöfnun um leið og út- sendingar eru hafnar og mun mánaðaráskrift kosta 1.150 kr. Barnarásin hefur gert sam- starfssamning við barnasjón- varpsstöðina Nickelodeon, sem er að sögn Guðrúnar ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Nickelodeon er í eigu bandaríska fyrirtækisins Vi- acom, sem einnig er eigandi að Paramount kvikmyndafyr- irtækinu og rekur, auk tónlist- arstöðvarinnar MTV, barna- sjónvarpsstöðvar víða um heim. Þá verður Barnarásin í samstarfi við Námsgagna- stofnun, sem mun leggja til fræðsluefni á íslensku. Meðal efnis sem verður á dagskrá á næstunni má nefna myndir um Róbert bangsa, áströlsku kengúruna Skippí, skjaldbökuna Franklín og fjöl- margt fleira. Um helmingur dagskrárefnis Barnarásarinnar kemur frá Nickelodeon en hinn helmingurinn er úr ýmsum átt- um, frá Kanada, Ástralíu, Bret- landi, Frakklandi og víðar. „Svo er stefnt að innlendri dag- skrárgerð með haustinu," segir hún. Barnarásin hefur á súium snærum 15 þýðendur og yfir 20 Ieikarar vinna við að talsetja þætti; svo sem teiknimyndir, brúðumyndir, leiknar myndir, náttúrulífsmyndir og kennslu- myndir. Yfirumsjón með tal- setningu og leiksljórn hefur Saga Jónsdóttir en Böðvar Guðmundsson er sjónvarps- stjóri. Sérlegur ráðgjafi Barnarás- arinnar er Marianna Friðjóns- dóttir, en hún er framkvæmda- sljóri hins nýstofnaða fýrirtæk- is Femi.net í Kaupmannahöfn, sem með hennar eigin orðum mun „framleiða skemmtilegt upplýsingaefni fyrir konur og börn.“ Vegabætur milli Stein- grímsstöðvar og þjóð- garðsmarka Ekki umtals- verð um- hverfísáhrif SKIPULAGFSSTJÓRI ríkisins telur að fyrirhugaðar framkvæmd- ir við þjóðveg nr. 36, milli Stein- grímsstöðvar og marka þjóðgarðs- ins á Þingvöllum, hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir og samfé- lag verði ábendingum skipulags- stjóra fylgt. Fallist er á fyrirhugaðar úrbæt- ur á veginum með þeim skilyrðum að jarðraski verði haldið í lágmarki og samráð haft við Náttúruvernd ríkisins um afmörkun námusvæða, jarðefnisnám, og frágang námu- svæða og vegfláa. Kærufrestur vegna úrskurðarins rennur út 27. maí. Áætlað er að framkvæmdir hefj- ist í vor og ljúki á kaflanum frá Steingrímsstöð að Miðfelli í ágúst en framkvæmdir milli Miðfells og þjóðgarðsins hefjist árið 1999. -------------- Yfirlýsing frá Einari K. Guðfinnssyni VEGNA skrifa Sverris Hermanns- sonar, íyrrverandi bankastjóra Landsbanka Islands, í Morgunblað- inu á sumardaginn fyrsta óskar Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur eftir að koma eftirfarandi á fram- færi: „1. Aldrei hefur lán frá Lands- banka Islands hvílt á húsi undirrit- aðs. Sú fullyrðing í grein banka- stjórans fyrrverandi að ég hefði far- ið fram á „að Landsbankinn gæfi sér eftir háa fjárhæð sem hvfldi á höllinni hans vestra“ fellur því um sjálfa sig. 2. Undirritaður hefur átt viðskipti við Landsbanka íslands eins og mjög margir aðrir Islendingar og tekið þar lán. Nú hefur Sverrir Hermannsson óumbeðið, að minnsta kosti af minni hálfu, greint frá því að bankinn hafi ekki aflétt skuldum af undirrituðum. Það skal jafnframt upplýst að ég hef greitt þær skuldir fyrir löngu og er nú skuldlaus við Landsbanka íslands.“ Einar K. Guðfinnsson alþingis- maður. Mikil umræða um skipulagsmál á aðalfundi BHM Efnt verði til samstarfs um rekstur og þjónustu SKIPULAGSMAL Bandalags há- skólamanna komu til mikillar um- ræðu á nýafstöðnum aðalfundi bandalagsins. í ályktun þingsins var stjórn og miðstjóm falið að vinna að breytingum á starfsháttum banda- lagsins og aðildarfélaga þess fram að næsta aðalfundi. Var stjóm og miðstjórn falið að skýra nánar verkaskiptingu á milli bandalagsins og aðildarfélaganna og vinna að því að aðildarfélögin efni til samstarfs. Er mælt með því að félög taki sig saman um tiltekinn rekstur og þjónustu við félagsmenn í sér- stökum þjónustueiningum, þau hafi samvinnu við gerð og framkvæmd kjarasamninga og stuðlað verði að sameiningu félaga þar sem það eigi við. „Til að greiða fyrir framkvæmd telur aðalfundur að annars vegar þurfi að koma á tilteknu lágmarksfé- lagsgjaldi í aðildarfélögum banda- lagsins til að standa undir nauðsyn- legii þjónustu og hins vegar að vinna að því að öll aðildarfélögin hafi eigin vinnudeilusjóð sem allir félags- menn greiða reglubundið til,“ segir í ályktun aðalfundarins. Ekkert félag hefur að fullu lokið gerð stofnanasamninga Mikil umræða varð einnig um nýtt launakerfi hjá hinu opinbera en ekkert aðildarfélaga BHM hefur enn lokið að fullu gerð stofnana- samninga þótt mörg félaganna séu komin langt áleiðis. I seinustu kjara- samningum var gert ráð fyrir að stofnanasamningum yrði lokið fyi-ir 1. apríl sl. Á þinginu voni Ríkisspít- alar og Sjúkrahús Reykjavíkur gagnrýnd sérstaklega fyrir að hafa gefíð algerlega frá sér að reyna að semja um nýtt röðunarkerfi fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Aðalfundur BHM samþykkti einnig jafnréttisstefnu fyrir banda- lagið og ályktanir um réttindamál félagsmanna, en bandalagið leggur áherslu á að samið verði um þau mál í kjarasamningum eins og gert er ráð fyrir í lögum, að sögn Mörthu Á. Hjálmarsdóttur, formanns BHM. Aðildarfélög BHM eru 24 talsins og félagsmenn þeirra eru nú um 4.600. Bandalaginu hefur borist formleg fyrirspurn um aðild frá Ljósmæðrafélagi Islands og einnig velta rekstrar- og iðnfræðingar um þessar mundir fyrir sér möguleika á aðild stéttarfélags, sem þeir hyggj- ast stofna, að BHM. Martha Á. Hjálmarsdóttir var endurkjörin formaður BHM á þing- inu. Unnur Steingrímsdóttir úr Fé- lagi íslenskra náttúrufræðinga var kosin varaformaður í stað Elnu Katrínar Jónsdóttur, sem gaf ekki kost á sér áfram til varaformennsku í bandalaginu. Útgáfutíðni og útliti Alls breytt Kemur út tvisvar í mánuði GAMLA útgáfufélagið ehf. hef- ur ákveðið að tímaritið Allt sem það gefur út muni koma út í breyttri mynd frá og með júní næstkomandi, auk þess sem út- gáfudögum verður fjölgað. Til þessa hefur Allt komið út átta sinnum ó ári en mun hér eftir koma út tvisvar í mánuði. Að sögn Þórarins J. Magnús- sonar, aðaleiganda Gamla út- gáfufélagsins og ristjóra Alls, verður tímaritið jafnframt með nýju sniði þegar það kemur út í júní. Um sé að ræða samstarfs- verkefni með aðilum utan Gamla útgáfufélagsins, en ótímabært sé að skýra frá hverjir þeir eru. Hann muni rit- stýra tímaritinu en síðan verði tveir ritstjórnarfulltrúar ráðnir til að annast daglegan rekstur tímaritsins. „Allt frá og með júní verður ódýrt og leggur áherslu á fólk og mannlíf og á að höfða til fólks á öllum aldri og af báðum kynj- um,“ segir Þórarinn. Herjar á ódýra markaðinn Aðspurður hvort breyting tímaritsins sé sett tímaritinu Séð og heyrt til höfuðs, kveðst Þórarinn telja of mikla einföld- un að setja málin fram með þeim hætti. „Öll tímarit sem koma út eru í innbyrðis sam- keppni en það er hins vegar ekki ótrúlegt að Allt muni eiga jafn mikla ef ekki meiri mögu- leika á sama markaði og önnur ódýr blöð hafa starfað á til þessa. Við viljum að eitt þeirra þriggja tímarita sem við gefum út sé ódýrt og aðgengilegt les- endum, um leið og það fjalli um fréttatengd málefni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.