Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Framkvæmdastjóri FSA um neyðaráætlun
Fyrirmæli um áætlun
í samræmi við ijárlög
NEYÐARÁÆTLUN, sem for-
svarsmenn Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri gerðu og kynntu fyr-
ir nokkru, er hluti af heildaráætlun-
argerð vegna reksturs sjúkrahúss-
ins ás þessu ári. „Við fengum fyrir-
mæli um að gera áætlun í samræmi
við samþykkt fjárlög þar sem ekki
væri vitað hvort né hvaða stofnanir
fengju úthlutað úr sérstökvun
„pottum“, sagði Halldór Jónsson,
framkvæmdastjóri FSA, en Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra gagnrýndi við utandag-
skrárumræður á Alþingi í liðinni
viku að verið væri að kynna neyðar-
áætlun á sama tíma og verið væri
að vinna að lausn fjárhagsvanda
sjúkrahússins með ráðuneytinu.
Halldór sagði að forsvarsmönn-
um sjúkrahússins hefði fundist þeir
bera skylda til að upplýsa starfs-
menn um gang mála, en á fundi í
janúar hefði almennt verið rætt um
horfur og lögð áhersla á aðhald í
rekstri. Enn lægi ekki fyrir hversu
mikið fé sjúkrahúsið fengi. „Sjón-
armið okkar var að þeim mun fyrr
sem gripið yrði til aðgerða þeim
mun mildari yrðu þær. Eftir því
sem lengra líður á árið verður erf-
iðara að láta hlutina ganga eftir,“
sagði Halldór.
Ráðuneyti ekki haldið
utan við málið
Hann sagði að aldrei hefði staðið
til að halda ráðuneytinu utan við
málið og gögn hefðu verið send
þangað áður en starfsemisáætlun
ársins var kynnt í fjölmiðlum. „Það
lá fyrir að fjórveitingar dygðu ekki
til að halda úti sörau starfsemi og
verið hefur, Við leituðum leiða í
áætlanagerð okkar til að ná fram
hagræðingu og sparnaði eins og
hægt var án skerðingar á starfsemi
og eins settum við upp áætlun sem
gerði róð fyrir meiri skerðingu á
starfsemi en áður, svokallaða neyð-
aráætlun," sagði Halldór. Hann
sagði alltaf Ijóst og að þannig hafi
málið rækilega verið kynnt til
hennar yrði ekki gripið nema því
aðeins að engir peningar fengjust,
en menn vonast til og telja sig eiga
möguleika á að fá fé úr svonefnd-
um 500 milljón króna pottum til að
ófram verði rekin öflug starfsemi á
FSA og möguleikar gefist til enn
frekari aukningar á þjónustu.
Fjárveitingar til sjúkrahússins
hafa aukist á undanförnum árum
og sagði Halldór það undirstrika
þann vilja sem væri fyrir þvi að
efla og styrkja starfsemi FSA,
DALVÍKURSKDLI
Opið hús
hjá Rala
á Möðru-
Grunnskólakennarar
Lausar eru til umsóknar kennarastöður við Dalvíkurskóla.
Kennslugreinar: íslenska á unglingastigi, handavinna, mynd-
list, heimilisfræði og almenn bekkjarkennsla.
f skólanum eru um 280 nemendur í 1. —10. bekk.
Við auglýsum eftir metnaðarfullu og áhugasömu fólki sem vill
vinna með okkur að þróunar— og uppbyggingarstarfi.
Starfsfólki skólans gefst kostur á að sækja námskeið
innanlands og utan. ( skólanum ríkir góður starfsandi,
starfsaðstaða er góð og vel er tekið á móti nýju starfsfólki.
Bekkjarstærðir eru að meðaltali 17 nemendur.
Upplýsingar um stöðurnar, húsnæði og fl. gefur
skólastjóri í síma 466 1380 (81) og í síma 466 1162.
Flugukast
námskeið
verður haldið í fþróttahöllinni á Akureyri
4., 5. og 6. maí klukkan 20:30 til 22:30 öll
kvöldin ef næg þátttaka fæst.
— Kennarar verða:
• Heimir Jóhannsson
• Júlíus Björnsson
• Ragnar Hauksson.
Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hjá
Einari Long eða Jóni Lárussyni í
Veiðihorninu Lónsbakka fyrir 30. apríl.
J Þátttökugjald er kr: 500,- fyrir kvöldið
Veiðihornið leggur mönnum til
stengur og tilheyrandi sé þess óskað.
völlum
RANNSÓKNARSTOFNUN land-
búnaðarins, Rala, verður með opið
hús á Möðruvöllum á morgun, mið-
vikudaginn 29. apríl, frá kl. 13-17.
Þar gefst bændum og öðrum
áhugasömum kostur á að kynna
sér starfsemi stofnunarinnar.
Kynningin verður í höndum bú-
stjóra og sérfræðinga og munu
þeir segja frá þeim rannsóknum
sem unnið er að og sýna aðstöðuna.
Gestir geta farið fyrst í tilrauna-
fjósið og séð þar fóðurtilraunir með
nautgripi, bæði mjólkurkýr og
kálfa af mismunandi kúakynjum.
Einnig geta gestir skoðað mis-
munandi básamilligerðir sem verið
er að prófa í fjósinu. í jarðræktar-
húsinu verður gerð grein fyrir
rannsóknum á plöntum og smádýr-
um í jarðvegi.
Aksjóim
Þriðjudagur 28. apríl
21.00 |►Grunnskólinn á Ak
ureyri Umræðuþáttur um
skólamál.
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugfost þegar þið akið.
DfOit;nn Guð, voit mer
vernd þlna, og lát mig
minnast ábyrgft»r mtnnar
ct ðci ek bessan hífreið
Fæst í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík, Hljómveri og
Shellstöðinni v/Hörgárbraut,
Akureyri, Litla húsinu,
Strandgötu 13B, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
SIGURBERGUR Konráðsson, framkvæmdasljóri Arnarfells, sem átti
lægsta tilboðið, skrifar undir fundargerð eftir að tilboðin voru opnuð í
húsnæði Vegagerðarinnar á Akureyri í gær. Við hlið hans situr Guð-
mundur Hjálmarsson sem átti næstlægsta tilboðið í verkið.
Tilboð opnuð í lagningu Borgarbrautar
Arnarfell átti
lægsta tilboðið
ARNARFELL ehf, á átti lægsta til-
boð í framkvæmdir við Hlíðarfjalls-
veg um Borgarbraut á Akureyri en
tilboðin voru opnuð í gær. Arnarfell
bauðst til að vinna verkið fyrir rúm-
ar 125 milljónir króna, sem er tæp
76% af kostnaðaráætlun, sem hljóð-
aði upp á rúmar 165,3 milljónir
króna.
Alls bárust fimm tilboð í verkið,
sem er það stærsta sem boðið verð-
ur út á Norðurlandi á árinu og eru
fjögur tilboðanna innan kostnaðará-
ætlunar. G. Hjálmarsson ehf. á
Akureyri átti næstlægsta tilboðið
og hljóðar það upp á rúma 151 millj-
ón króna, eða 91,41% af kostnaðará-
ætlun.
Héraðsverk ehf. á Egilsstöðum
bauð 152,6 milljénir króna í verkið,
sem er 92,29% af kostnaðaráætlun,
G.V. gröfur ehf. og Möl og sandur
hf. á Akureyri buðu sameiginlega
rúmar 164,8 milljónir króna, eða
93,66% af kostnaðaráætlun og ístak
hf. í Reykjavflc bauðst til að vinna
verkið fyrir rúmar 199,7 milljónir
króna, eða 120,78% af kostnaðará-
ætlun.
Borgarbraut
þjóðvegur
Borgarbraut er þjóðvegur en það
eru Vegagerðin og Akureyrarbær
sem stóðu að útboðinu. Langmesti
kostnaðurinn við verkið fellur á rík-
ið en það mun koma í hlut bæjarins
að greiða kostnað við göngustíga og
fleira. Samkvæmt útboðsgögnum
skal verkinu að fullu lokið 1. ágúst á
næsta ári.
í verkinu fellst m.a. lagning 1,5
km vegarkafla milli Glerárgötu og
Hlíðarbrautar, ásamt undirgöngum
undir Borgarbraut, brúm á Glerá og
rofvömum.
Morgunblaðið/Kristján
B ókamarkaðurinn
í Skemmunni
HINN árlegi Bókamarkaður Fé-
lags fslenskra bókaútgefenda var
opnaður formlega í fþrótta-
skemmunni á Akureyri sumar-
daginn fyrsta og stendur til
sunnudagsins 3. maí. Á boðstól-
um eru yfir tíu þúsund bókatitl-
ar, ferðabækur, barnabækur
handbækur, ættfræðirit, Ijóð,
kynlífsbækur, spennusögur, ævi-
sögur, myndabækur, íslendinga-
sögur og margt fleira. Bóka-
markaðurinn er opinn alla daga
frá kl. 10-19.
Starfsfólk bókasafna á Norður-
landi átti þess kost að heimsækja
markaðinn sl. miðvikudag og á
myndinni eru þær Oddný, Guðrún,
Sigrún og Ragnhildur frá Amts-
bókasafninu, að skoða úrvalið.
Verslunarhúsnæði
Af sérstökum ástæðum er til leigu
verslunarhúsnæði í miðbæ Akureyrar,
stærð 73 m2 á jarðhæð.
Húsnæðið er laust nú þegar.
Nánari upplýsingar í síma 462 3072
eða 897 0265 (farsími).