Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 15
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
ÓLAFUR ívarsson tæknimaður og Arnar Guðmundsson sölumaður við
eina af prjónavélum Glófa.
Glófí tók þátt í vöruþróunarverkefni
Utivistarsokkar
fyrir börn
Starfslaun listamanns menningarsjóðs Akureyrarbæjar
Dröfn Friðfínnsdóttir valin
Morgunblaðið/Kristján
DROFN Friðfinnsdóttir hlýtur starfslaun listamanns Akureyrarbæjar.
GLÓFI ehf. á Akureyri hefur lokið
vel heppnaðri þátttöku í Vöruþróun
‘97, átaki til atvinnusköpunar og
efndi af því tilefni til kynningar á
starfsemi sinni.
Prjónastofan Glófi var stofnuð í
apríl árið 1982, en stofnendur og
eigendur eru Eðvarð Jónsson, Mar-
grét Jónsdóttir og fjolskyldur
þeirra. Fyrstu árin var áhérsla lögð
á framleiðslu ullarvettlinga, en ull-
arvörur af ýmsu tagi, húfur, vett-
lingar og sokkar eru helstu fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins nú.
Síðustu ár hafa Varma útivistar-
sokkar verið stór þáttur í fram-
leiðslunni og er fyrirtækið með
sterkustu markaðsstöðu íslenskra
fyrirtækja á því sviði. Helstu mark-
aðir eru innanlands en talsvert er
flutt út,
Framleiðsla gengur
samkvæmt áætlun
Logi Arnar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Glófa, sagði að sam-
starfsverkefnið með Iðntæknistofn-
un hefði hafist á liðnu ári og er það
fyrsta verkefnið af þessu tagi sem
starfsfólk fyrirtækisins tekur þátt í.
Verkefnið fólst í þróun á útivistar-
sokkum fyrir börn og hófst fram-
leiðslan nýlega og gengur hún sam-
kvæmt áætlun. Samhliða þessu
verkefni var allt framleiðsluferlið
endurskoðað, vinnuaðstaða endur-
bætt, nýjum línum bætt við og um-
búðum breytt.
DRÖFN Friðfinnsdóttir hlýtur
starfslaun listamanns menningar-
sjóðs Akureyrar en hún flutti
þriggja ára gömul til Akureyrar og
er meðal þeirra akureyrsku mynd-
listamanna sem stunda list sína á
heimaslóð.
Dröfn stundaði myndlistanám í
Handíða- og myndlistaskólanum í
Reykjavík, Myndlistaskólanum á
Akureyri og Listaháskólanum í Lat-
hi í Finnlandi. Hún er afkastamikill
grafíklistamaður og hefur nær ár-
lega síðasta áratug haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga, bæði hér á landi og eins víða
um heim.
Henni hefur verið boðið að taka
þátt í sýningum á Ítalíu og Japan
nú í sumar og einnig í Slóveníu. „Ég
er afskaplega ánægð með að hljóta
þessa viðurkenningu og hún breytir
auðvitað miklu fyrir mig. Ég mun
nú alfarið snúa mér að listsköpun
næsta árið og þau verkefni sem
tengjast mínu starfí munu víkja
þann tíma. Ég stefni að því að
þiggja þossi boð sem ég hef fengið
um að sýna á Ítalíu og Japan í sum-
ar og halda svo ótrauð áfram,“ sagði
Dröfn.
Hún hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir verk sín, m.a.
heiðursviðurkenningu frá alþjóð-
legu tréristusýningunni 1995, en
hún er haldin þriðja hvert ár og hef-
ur sú viðurkenning opnað henni
leiðir inn á ýmsar sýningar í útlönd-
um.
Dröfn hefur verið starfsmaður
Akureyrarbæjar síðustu ár, unnið
við að skipuleggja tómstundastarf
með unglingum í félagsmiðstöðvum
en undanfarið hefur hún starfað við
uppbyggingu í tómstundamiðstöð-
inni Punktinum.
Fjórir heiðraðir
Menningarmálanefnd Akureyrar
hefur síðustu ár einnig heiðrað
nokkra valinkunna samborgara sem
komnir eru á virðulegan aldur og
eiga að baki langt og ötult starf að
menningarmálum í bænum, eins og
Finnur Birgisson formaður nefnd-
arinnar komst að orði. Þeir sem
heiðraðir voru að þessu sinni voru
Hannes Arason fyrir tónlistarstörf,
Þyri Eydal einnig fyrir störf að tón-
listarmálum og systurnar Ragnhild-
ur og Þórhildur Steingrímsdætur.
Ragnhildur hefur mikið starfað við
leiklist og Þórhildur að ýmsum
menningar- og líknarmálum.
Svanhildur í fyrsta sæti
SVANHILDUR Árnadóttir, bæj-
arfulltrúi á Dalvík, skipar fyrsta
sæti á lista sjálfstæðismanna og
óháðra kjósenda við sveitarstjórn-
arkosningar í sameinuðu sveitar-
félagi á Dalvík, Svarfaðardal og
Árskógsströnd.
í 2. sæti er Kristján Snorrason,
Jónas Pétursson er í 3. sæti, Frið-
rik Gígja í 4. sæti, Sigfríð Ósk
Valdimarsdóttir í 5. sæti, Amgrím-
ur Baldursson í 6. sæti, Dórothea
Jóhannsdóttir í 7. sæti, Þorsteinn
Skaftason í 8., Eva Björg Guð-
mundsdóttir í 9. og í 10. sæti er
Sigurður Jörgen Óskarsson.
Fréttir
'ölskylduna
VERÐ FRA 1.369.000 KR.
Aukasendingin af Hyundai Elantra er komin! Vegna hagstæðra
samninga er þessi aukasending nú á ótrúlega góóu verði; kostar
aóeins 1.369.000 kr.! Þessi fíni fjölskyIdubf 11 fæst bæði sjálfskiptur
og beinskiptur. Gríptu gott tækifærí til að komast áfram.
<B>
HYunom
— til framtíðar
Ármúla 13
Sími 575 1220
Skiptiborð 575 1200
Fax 568 3818