Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 41 KOSNINGAR ‘98 AÐSENDAR GREINAR Frásögn af málþingi gagnrýnenda í FRÁSÖGN Kristín- ar Ómarsdóttur af mál- þingi gagnrýnenda vitnar hún orðrétt í er- indi mitt og hefur mál mitt innan gæsalappa. Ymsum setningum hef- ur hún náð og geri ég engar athugasemdir við þær. Fyrstu málsgrein- ina sem Kristín hefur eftir mér er þó hvergi að fínna í erindi mínu, en erindi mitt var skráð niður og flutt af blöðum í samfelldu máli. Ég vil ekki að í víðlesnasta blaði landsins séu höfð eftir mér orð sem ég aldrei sagði og er auk þess algjör- lega ósammála. Um er að ræða eftirfarandi málsgrein sem mér finnst bæði þóttafull og heimskuleg: „Nú ætla ég að vitna í nokkra fræga rithöf- unda og segja ykkur frá því að út- lendir rithöfundar eru jafn þreyttir á gagnrýni og íslenskir rithöfundar Erindi mitt fjallaði einfaldlega, segir Ein- ar Már Guðmundsson, um hið gagnrýna viðhorf sem fólgið er í skáldskap. og útlendum rithöfundum þykir menningarumræðan í sínum lönd- um jafn fábreytileg og sumir hafa verið að segja að væri meinsemd sem kalla mætti íslenska." Erindi mitt hét Gagnrýni skáld- skapar og fjallaði á engan hátt um menningarumræðuna, hvorki hér heima né erlendis. Það fjallaði ein- faldlega um hið gagnrýna viðhorf sem fólgið er í skáldskap. Ég fer þess því á leit við Morg- unblaðið að það birti þann hluta er- indisins, sem skýrir það sem undir- ritaður á við: „Það er fátt fréttnæmt í ljóðum.“ Engu að síður deyja margir á öm- urlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að fínna.“ Þannig yrkir bandaríska skáldið William Carlos Williams í lauslegri prósaþýðingu. Þetta er gagnrýni skáldskapar. Paul Eluard setur sína Gagnrýni skáldskapar nokkuð öðruvísi fram: „Það er útkljáð mál og ég hata ríki borgaranna/ Ríki lögreglu og presta. En ég hata enn meir þann sem ekki hatar það eins og ég af öllum sínum kröftum." Paul Eluard bætir því síðan við að hann sé reiðubúinn að hrækja á þann sem ekki meti þessa gagnrýni hans meira en öll ljóðin sem hann hefur skrifað. Ljóð Paul Eluards heitir einfald- lega Gagnrýni skáldskapar. Annað Ijóð orti hann undir sama heiti. Þar segir í upphafí: Eldurinnvekurskóginn Trjástofna hjörtu hendur lauf Hamingju í einum blómsveig Oviss létt þánandi sæt Hér er heill skógur vina Sem safnast um grænar lindir Hinnar góðu sólar hins logandi viðar Garcia Lorca hefur verið tekinn af lífl. Ég sé í sjálfu sér enga mótsögn á milli viðhorfa William Carlos Williams og Paul Eluards. Ljóð Eluards skírskota augljóslega til sérstakra sögulegra aðstæðna, einsog fas- isma og stríðs, á með- an fullyrða mætti að viðhorfið í ljóði William Carlos Williams búi yf- ir almennri skírskotun: hinna eilífu átaka anda og umhverfis. Bandaríski rithöf- undurinn Bill Holm, sem auðvitað er líka íslendingur, kemur inn á þessi atriði í hinni stórmerku ritgerð sinni The Music of Failure sem ísak Harðarson hefur ný- lega þýtt og birtist í Skírni undir nafninu Auðnuleysis- hljómkviðan. Þar segir hann meðal annars frá fátækum íslenskum innflytjendum, fólki sem einskis var metið á ver- aldarvísu en geymdi andana og menninguna innra með sér. Bill segir: „Litla húsið var einsog geimskip á fórum frá jörðinni, fermt því helsta sem við höfum gef- ið hvert öðru á síðustu 4000 árum í sögu mannlegrar vitundar. Og ekk- ert af því var tíu króna virði í hin- um harða heimi frjálsrar sam- keppni!“ Ég er að hugsa um að halda áfram að slá um mig: „Þegar skáld- ið tekur mynd af veruleikanum framkallar filman drauma," segir Gabriel García Márquez. Á ein- hvem hátt minnir þessi setning mig á vígorð stjómleysingja: „Vertu raunsær og framkvæmdu hiðómögulega." Á bak við fjölbreytileikann, sem nútíminn skreytir sig með, býr oft ótrúleg einsleitni. Þrátt fyrir lýð- ræðið og öll frjálsu skoðanaskiptin er hugum okkar beint inn á örfáar rásir. Milan Kundera segir: „Litlu varðar þótt í hinum ýmsu málgögn- um gæti mismunandi hagsmuna. Að baki þeim yfirborðsmun ríkir sami andi. Það nægir að fletta am- erískum og evrópskum vikublöð- um, til vinstri jafnt sem hægri, frá Time til Spiegel. Öll boða þau sömu h'fssýn sem speglast í sama efnisyf- irliti, sömu dálkum, sama blaða- mennskusniði, sama orðaforða, stíl, smekk og gildismati. Þetta sam- lyndi fjölmiðla, falið á bak við póli- tíska fjölbreytni, er andi okkar tíma.“ Milan Kundera telur skáldsög- una andhverfa þessum anda. Hún tjáir önnur viðhorf en handhafar sannleikans, hvort heldur er um að ræða fréttastofur fjölmiðla eða stjórnmálamenn. Verksvið skáld- sögunnar er leitin, samskipti mannanna á bak við vígorðin og tuggumar, gleðin sem rúmast ekki í fréttayfirlitinu og sorgin handan fyrirsagnarinnar.“ Ég skal játa að eftir ívitnunina í Milan Kundera spaugaði ég og sagði að líklega væri menningar- umræðan frjóust í einhverjum allt öðrum sólkerfum, en að ég hafi verið að fella dóm yfir útlendri eða innlendri menningarumræðu er al- gjörlega út í hött og hlýt ég að taka það fram að menningarumræða og gagnrýni eru meðal minna áhuga- mála og ég tel ekki að slíkri um- ræðu verði gefinn einhver gæða- stimpill. Hún mótast af aðstæðum og speglar einfaldlega það sem er að gerast, er auk þess á ýmsum sviðum og fer fram á meðal mai-gra manna. Höfundur er rithöfundur. Einar Már Guðmundsson Það er hægt að styrkja fjár- haginn án skattahækkana TIL eru tvær leiðir til að auka skatttekjur borga. Fyrri leiðin er að hækka skatta á íbúana. Sú leið er oftast greið- fær þegai’ íbúamir hafa ekkert annað val um bú- setu, því annars gætu þeir yfirgefið borgina. Þetta er leið R-listans. Hin leiðin er að skapa svo aðlaðandi umhverfi og aðstæður fyrir íbúa að fleiri sækist eftir að búa þar. Sú leið getur aukið skatttekjur borg- ar vegna meiri fjölda fólks sem velur sér bú- setu á slíkum stað. Hun getur því falið í sér svigrúm til skattalækkunar. Með því að beita nútímalegum rekstri má einnig hag- ræða og lækka þannig kostnað. Þetta er leið D-lista sjálfstæðis- manna. Skattalækkun 1. janiiar nk. Eitt af mikilvægustu stefnumálum D-listans fyrir kosningarnar er að fella niður 27% hækkun R-listans á fasteignagjöldum. Þessi lækkun mun þýða 40-120 þúsund króna kaup- máttaraukningu á hvert heimili í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Það verður gert 1. janúar á næsta ári. Lækkunin nemur holræsaskattinum sem R-listinn hefur lagt á heimilin í borginni. Skattahækkanir R-listans koma verst niður á eldri borgurum og bammörgum fjölskyldum. Engin sanngimi er í því að t.d. aldraðir, sem nú greiða fasteignagjöldin og berj- ast við að halda eignum sínum, eigi að greiða fyrir allan framkvæmda- kostnað, sem mun nýt- ast öðram skattborgur- um næstu 50 eða 100 ár. D-listinn hóf hreinsun strandlengjunnar árið 1986, án þess að leggja sérstakan holræsaskatt á borgarbúa og mun ljúka þessu verki án sér- stakra skattahækkana. Þrátt fyrir að R-list- inn segðist enga skatta ætla að hækka, fann hann upp heilbrigðisskatt á fyrir- tæki, auk 27% hækkunar fasteigna- gjalda. Þessi skattur er svo ósann- gjarn að R-listinn var skyldaður til að endurgreiða fyrirtækjunum 9 milljónii- kr. á þessu ári. Þessi skatt- ur verður felldur niður náum við sjálfstæðismenn meh’ihluta í vor. Fjölgun íbúa - auknar tekjur Ungar reykvískar fjölskyldur leita nú í auknum mæli eftir búsetu í ná- grannasveitarfélögunum. 60% þeirra sem fluttu inn á höfuðborgarsvæðið á fyrstu 3 mánuðum þessa árs fundu sér eignir í Kópavogi, aðeins 20% í Reykjavík. Enn alvarlegra er að 60% þeirra sem fundu sér heimili í Kópa- vogi í fyrra komu úr Reykjavík. Þetta þýðir að Reykjavík verður af gríðarlegum tekjum sem kemur Besta leiðin til að a^ka skatttekjur borgarínn- ar, segir Ami Sigfús- son, er að skapa Svo að- laðandi umhverfi og að- stæður að fleiri sækist eftir að búa þar. fljótt niður á þjónustu við borgarbúa. Reykjavík á alla möguleika á að nýta sér hagkvæmni stærðarinnar, þannig að tekjur til framkvæmda aukist með fleiri íbúum. Með því og aukinni hagræðingu má lækka skatta. Ef ekki verður blásið til sóknar boðar leið R-listans stöðnun í Reykjavík. Sjálfstæðismenn hafa lagt fram tillögur sem munu stuðla að því að hér verði áfram öflug borg sem stenst samkeppni við aðrar heimsborgir. Borg sem býður góða menntun, góð atvinnutækifæri, að- laðandi umhverfi og aðstæður fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Tillögur < okkar um lækkun skatta, ný íbúða- svæði með ströndinni, aukið val for- eldra með fjölskyldugreiðslum og umbyltingu í öryggi og þjónustu við íbúðahverfin með hverfisvakt og auknu lýðræði verða framkvæmdar fáum við stuðning þinn í vor. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Reykjavik. Árni Sigfússon Mesta tromp Rey kj avíkurlistans UM daginn var ég spurð að því hvemig mér þætti að vera tromp. Ég spurði til baka hvað viðmælandi minn ætti við og hann svaraði því til að aug- ljóslega væri ég skraut- fjöður í hatt Reykjavík- urlistans; kvenkyns læknir í hjólastól í Graf- arvogi. Ég varð svolítið hugsi yfir þessari spurn- ingu vegna þess að ég hef litið á þátttöku mína í framboði Reykjavíkur- listans með svolítið öðr- um hætti. Það er sann- færing mín að fólk þurfí ekki að vera margskólað í stjórnmálaskólum hinna og þessara flokka til þess að taka þátt í stjórn- málum. Það er vissulega gott fyrir borgarfulltrúa að hafa reynslu í stjórnmálum, og sem betur fer er margt reynt fólk bæði á R-lista og D-lista. En er það skilyrði? Þarf fólk virkilega að hafa prófskírteini úr * gj ivi^yui/uiu bakher- bergjum til að taka þátt í stjórnmálum? Til að hafa skoðanir? Til að láta sig málin varða? Önnur sýn á líf almennings Reynsla fólks er af mörgum toga og ólík eftir hverjum einstak- lingi. I starfi mínu sem læknir hitti ég ijöldann allan af fólki á degi hverjum. Einstaklinga og fjölskyldur sem til mín leita. Það kemur sjálfsagt engum á óvart að ekki er umræðuefnið ávallt af læknisfræðileg- um toga. Þetta þekkja allir sem ein- hvern tíma hafa leitað til læknis; hvort sem er sjálfs sín vegna eða vegna bama sinna eða ástvina. Við tölum um hluti sem líka skipta máli hvað varðar heilsu manna; fjöl- skylduaðstæður, efnahag og lífsaf- komu. Heilsugæslulæknir öðlast Það er mikilvægt að á vettvangi stjórnmál- * anna, segir Anna Geirsdóttir, sé fólk með fjölbreytta lífs- og starfsreynslu. aðra sýn en gengur og gerist á líf al- mennings í nágrenni sínu. Og ég er sannfærð um að sú sýn getur komið að góðum notum í stjórnmálunum. Það er mikilvægt að á vettvangi stjórnmálanna, þar sem teknar em ákvarðanir sem varða líf okkar allra, sé fólk sem hefur margvísleg kynni af samfélaginu, fólk með fjölbreytta lífs- og starfsreynslu. Reykjavíkur- listinn hefur borið gæfu til þess að hafa þetta í huga þegar kemur að vali á framboðslista. Þar eru fulltrú- ar allra vegna þess að Reykjavíkur- listinn hefur stjórnað fyrh’ alla. Það eru mörg „tromp“ á R-listanum, en þessi staðreynd er mesta tromp Reykjavíkurlistans. Höfundur er heilsugæslulæknir i Grafarvogi og skipar 9. sæti Reykjavikurlistans við borgar- stjómarkosningamar í vor. Hingað og ekki lengra LENGI hefur það verið venja hér fyrir kosningar að þeir flokk- ar sem bjóða sig fram rífist um málefni aldr- aðra og allra þeirra er minna mega sín. Núna þegar borgarstjómar- kosningar era framund- an er farið að heyrast sama kvakið. Allir ætla að gera svo mikið fyrii’ litla manninn og það er nú gott mál að vilja gera það, en því miður hafa þessi loforð gleymst furðu fljótt að mestu leyti að kosningum lokn- um. Það er ömurlegt til þess að hugsa að aldrað- ir, öryrkjar og fátækt fólk skuli vera peð á taflborði flokkanna. Núna undanfarið hef ég heyrt uppgjafartón í svo mörgu fólki er borgarstjómarkosning- ar nú í vor ber á góma. „Ég held ég verði bara heima á kjördag“ eða „það þýðir ekkert að að kjósa því allir skrökva að okkur“. Það er lítill eldmóður í mörgu fólki nú. Við blasir dapurt fólk sem vinnur myrkr- anna á milli og ber harla lítið úr býtum. Er það þetta sem við viljum, góðir borgarar? í þessum kosningum býður Húmanistaflokk- urinn fram og kjörorð okkar er „Hingað og ekki lengra, við viljum mennska borg“. Er ekki mál til komið að við stöndum saman, sýnum samstöðu og einbeitni fyrir borg þar sem hinn örþreytti laun- þegi, jafnt sem hinn eldri borgari og Framtíðarsýn húman- ista er, segir Sigrún -----------------—... Armanns Reynisdóttir, að sjá glaðlegt og hamingjusamt fólk í borginni. aðrir, geti lifað mannsæmandi lífi með þau sjálfsögðu mannréttindi að -c hafa öruggt þak yfir höfuðið og geti lifað af launum sínum eða lífeyri. Framtíðarsýn okkai’ húmanista er að sjá glaðlegt og hamingjusamt fólk sem býr í borginni við sundin þar sem ekkert er fallegra en vorkvöldin. Höfundur er frambjóðandi á lista Húmanistaflokksins í borgarstjómarkosningum. Sigrún Ármanns Reynisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.