Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli RÓTARAR og grúppíur: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Linda Asgeirsdótt- ir, Sjöfn Everts, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Friðrik Friðriksson í hlutverkum sínum. Yfírvegað samspil og samvirk túlkun Ball í Brekk- unni LEIKLIST Leiklistarskðli fslands í samvinnu við Sjðnvarpið RÓT Handrit: Óskar Jónasson og Einar Kárason. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Kvikmyndataka og lýsing: Arnar Þór Þórisson. Hljóðupptaka: Þorbjörn A. Erlingsson. Hljóðhönnun: Óskar Ey- vindur Arason. Klipping: Sævar Guð- mundsson. Effektar: Jónas Guð- mundsson. Leikmyndahönnun: Guðný Arndís Óskarsdóttir. Búningahönn- un: Ragna Fróðadóttir. Hár og fórð- un: Helga Bjartmars og Ragna Foss- berg. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þor- vaidsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sjöfn Everts. Sunnudag- inn 26. apríl. UM AUÐAN þjóðveginn fýkur þornurtarknippi (veltiviður) eins og í kúrekamyndunum. Þetta myndskeið og tónlistin gefa tóninn fyrir þessa ýktu umfjöllun um is- lenskt dreifbýli og stælgæjana úr bænum. Tveir rótarar berja upp á í félagsheimili í Borgarfirði (raunar á Mýrunum). Þeir tilkynna sveita- varginum að þeir séu komnir til að róta fyrir ball um kvöldið. Heima- menn koma af fjöllum (enda útisenur teknar undir Eyjafjöllum) en leggja sig alla fram við að koma öllu í kring. Ballið er auglýst, fólk flykkist að en hljómsveitin sést hvergi. Hún bíður rótaranna hinum megin á landinu í Þingbrekku í Borgarfírði eystra. Þó að söguþráðurinn sé ekki vandlega spunninn má hafa mikið gaman af þessu sjónvarpsleikriti. Persónusköpunin og samskipti karakteranna eru efniviðurinn og á það vel við þegar sýna á hvað býr í nýútskrifuðum leikurum. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur Benna, rótarann sem gerir þarna mistök lífs síns. Guðmund- ur skapaði trúverðugan karakter sem var samkvæmur sjálfum sér, sletti ensku af miklum móð, en nokkuð skriplaði hann á skötunni í tilraun til að marka framburðinn með flóknu framburðartafsi í hljómfalli; sérstaklega var það áberandi í upphafsatriðunum. Friðrik Friðriksson leikur Inga, nýgræðing í rótarafaginu. Dreif- býlingarnir misskilja - kannski vilj- andi - Reykjavíkurslangrið hans og hann er eins og þorskur á þurru landi utan borgarinnar. Einræður hans þegar honum er mikið niðri fyrir eru óborganlegar, t.d. þegar hann ásakar sveitalubbana um að vera valda að þessum misskilningi vegna þeirrar áráttu að nefna staði of líkum nöfnum. Friðrik lifir sig með ólíkindum vel inn í hlutverk þessa borgarbarns. Ólafl Darra Ólafssyni tekst vel upp að vanda, en hann er í hlut- verki Tótós húsvarðar. Þetta er þriðja frumsýning hans á jafn- mörgum vikum. Ólafur lifir sig sérstaklega innilega inn í hlut- verkið og skapar ógleymanlega persónu sem gengst upp í sam- skiptum sínum við skemmtana- bransaelítuna en er gersamlega undir hæl frekrar eiginkonu. Helga Vala Helgadóttir leikur þá hina sömu, Magneu, sem er stjórnsemin holdi klædd. Þetta hlutverk hæfir henni vel og hún gerir mikið úr því, en nokkuð bar á því að hún léki of stórt fyrir al- nálæga myndavélina. Agnar Jón Egilsson leikur Hlölla sem dreymir um að fá að róta fyrir hljómsveitir að sunnan. Sjálfsmynd hans byggist á afar takmörkuðum samskiptum sem hann hefur átt við hið íslenska glyshyski. Agnar hefur mikla hæfileika í gamanleik en grínið var hafið á hærra plan í samleik hans og Friðriks þegar Ingi kem- ur út að bíl Hlölla til að sleikja úr honum fýluna. Þarna runnu sam- an lýsingin á þessum tjáningar- heftu einstaklingum og einstakur leikur þeirra félaga í afar raun- sönnu og afburðafyndnu atriði. Sjöfn Everts leikur hina klaufa- legu, ósjálfstæðu og einfóldu Gurrý. Hlutverkið var nokkuð klisjukennt en Sjöfn stóð sig prýði- lega. Edda Björg Eyjólfsdóttir er hin yfirþyrmandi Sæunn sem stjómar vinstúlkum sínum með harðri hendi og útdeilir þeim veiði- leyfum á aðkomumenn. Hún fyllir vel út í hið ýkjukennda hlutverk og leikur stórt, sem er við hæfi hér. Linda Ásgeirsdóttir leikur Huldu, að því er virðist einu öfgalausu per- sónuna í myndinni. Samspilið milli Lindu og Friðriks léði sjónvarps- myndinni jarðtengingu sem ekki hefði mátt vanta. Þessi sjónvarpsmynd var veru- lega smellin og höfiindareinkenni Óskars Jónassonar skýr og allt skörulega unnið. Hins vegar er ekki að ætla að verkið skilji mikið eftir sig - en er þá ekki líka til of mikils mælst, þetta þjónar fullkom- lega tilgangi sínum að skapa ramma utan um gleðileikstilþrif út- skriftamemanna? Tæknihliðin virkar öll eins og vel smurð vél og er sjónvarpinu greinilega ekkert að vanbúnaði að framleiða góðar sjón- varpsmyndir ef hentug handrit finnast. TIÍMIST Listasafn íslands KAMMERTÓNLEIKAR Rúnar H. VUbergsson og Guðríður St. Sigurðardóttir fluttu íslensk og erlend verk fyrir fagott og píand og frumfluttu fagottsónötu eftir Ríkharð Öm Pálsson. Sunnudagurinn 26. apr- fl, 1998. EFNISSKRÁIN mótaðist af því, að til eru frekar fá verk samin fyrir fagott og píanó (sembal) og er t.d. fýrst viðfangsefnið sónata í f-moll eftir Telemann, líklega umrituð fyrir fagott, því í tónverkalista Tel- emanns er hvergi að finna sónötu í f- moll fyrir fagott. Hvað um það, þá er þessi sónata gott verk og var mjög vel fiutt. Fagott sónata (1995) eftir Ríkharð Óm Pálsson er skemmtilega unnið verk og eins og í mörgum verka Ríkharðs, leitar hann til ýmissa stílgerða og vinnu- aðferða, eins og t.d. í lokakaflanum, sem er eins konar tilvitnun í kontrapúnktískar vinnuaðferðir barokkmanna, með nútímalegri, jafnvel djass-mótaðri tónskipan í bland. Miðþátturinn er fallegur leik- ur með einleikstónhendingar fyrir fagottinn. I heild er verkið eins kon- ar sátt þess liðna og nýja, skemmti- lega unnið verk, sem var mjög vel flutt. Ekld eru til mörg íslensk verk samin fyrir fagott og píanó og því verulegur fengur að þessu ágæta verki. Fantasíuverk, op. 73, nr. 1, eftir Schumann er upphaflega samið fyrir klarínett en oft flutt af sellói og hljómar ágætlega fyrir fagott, enda var það sérlega fallega flutt. Eftir hlé var flutt 10 þátta einleiksverk eftir Jónas Tómasson. Kaflarnir byggja á mismunandi tónmyndum og leikaðferðum. I þeim fimmta bregður fyrir tónhend- ingu, sem vel má taka sem brot úr íslensku þjóðlagi og í áttunda kafl- anum bregður fyrir útfærðu broti að sálmalagi en í tveimur síðustu köflunum er lögð áhersla á syngj- andi tónferli, er var sérlega fallega unnið í niðurlagskaflanum. Upp- bygging tónhugmynda er sérlega skýr og verkið í heild fallega mótað og auk þess mjög vel flutt af Rún- ari. Fjögur íslensk einsöngslög voru næstu viðfangsefni, í fögrum dal, eftir Emil Thoroddsen, Ég lít í anda liðna tíð og Sofðu, sofðu góði, bæði eftir Sigvalda Kaldalóns og Lindin, eftir Eyþór Stefánsson. 011 lögin voru mjög vel flutt, enda er fagott eins konar „mannsraddahljóðfæri" og naut sín vel fallegur syngjandi tónninn hjá Rúnari. Lokaverk tón- leikanna var Solo de concert ,eftir Gabriel. Pierné, (1863-1937), franskt tónskáld og hljómsveitarstjóra, handhafa Rómarstyrksins 1882 og eftirmann kennara síns Cesars Franck, sem orgelleikara við kirkju heilagrar Klóthildar. Hann samdi um tug óperuverka og fjölda ball- etta, m.a. við söguna um Gulliver í Putalandi og fjölda smærri tón- verka. Tónstíll hans er ekki sérlega frumlegur en kunnáttusamlega út- færður og var leikur Guðríðar og Rúnars hinn besti í alla staði. Það sem í heild einkenndi leik Rúnars og Guðríðar var yfirvegað samspil, skýr mótun tónhendinga og sérlega samvirk túlkun. Rúnar hefur fallega syngjandi tón, er naut sín einstaklega vel í íslensku ein- söngslögunum. Guðríður er mjög góður píanóleikari, er átti mörg góð augnablik í sónötunum eftir Telem- ann, Ríkharð Öm og fantasíuverki Schumanns. Þrátt fyrir að minna sé umleikis fyrir píanóið í íslensku sönglögunum, þarf þar að leika mik- ið með blæbrigði og var leikur Guð- ríðar í lagi Emils sérlega fallegur í löngu forspili, en þar má heyra að Emil kunni vel að nota píanóið. Jón Ásgeirsson ---------------- „Ferðir Guðríðar“ hlutu styrk „FERÐIR Guðríðar", þrír einþátt- ungar eftir Bryuju Benediktsdóttur hafa hlotið styrk frá Kaleidoscope (lista- og menningaráætlun Evrópu- sambandsins) fyrir árið 1998. Verkið er unnið í þremur áfóngum, fyrst á ensku svo á sænsku og að lok- um á íslensku. Kostnaður við verkið var metinn af Kaleidoscope á 25 milljónir íslenskra króna og þar af leggja þéir í Brussel til 3,9 milljónir og er það eini leikhús- styrkurinn sem rennur til íslands þetta árið. Þegar hefur enska útgáfan verið frumsýnd og sýnd undanfarið í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Áætl- að er að sýna verldð í Dublin á írlandi og í Svíþjóð en styrkurinn er að hluta til notaður til samvinnu við leikhús í þessum löndum. Tristan Gribbin fer með hlutverk Guðríðar á ensku en hinar tvær leikkonumar eru Bára Lyngdal Magnúsdóttir og Ragnhildur Rúriks- dóttir. Höfundur verksins, Brynja Benediktsdóttir, er einnig leikstjóri og henni til aðstoðar er Ingibjörg Þór- isdóttir leikkona. Sviðsmyndin er eftir Rebekku Rán Samper, hljóðmynd eftir Margréti Ömólfsdóttur og búningar eftir Fil- ippíu Elísdóttur. Ljósahönnuður er Jóhann Bjami Pálmason. Silkimyndir í Skotinu NÚ STENDUR yfir samsýning 13 kvenna á silkimyndum. Tilgangur þessarar sýningar er að minna á hvað hægt er að vinna silld á margvíslegan hátt, til dæmis mála á slæður, myndir, nælur, hálsbindi, kort, pils, blússur og fleira. Myndimar eru unnar í félags- og þjónustumiðstöðinni Hvassaleiti 56-58 á nýliðnum vetri. Leiðbeinandi er Sig- rún Jónsdóttir. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10-16 til 8. maí. Sveinn Haraldsson Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með aðeins einu símtali er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með ert þú komin(n) I samband við fjölda leigjenda. Skráðu fbúðina núna áður en hún losnar og komdu I veg fyrir að hún standi auð og arðlaus. Skráning í síma 511-1600 IEIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50B, • 105 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.