Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 45 ! J I 1 ) I 3 I I 3 3 ■J - i I + Ingibjörg Frið- geirsdóttir fæddist í Borgar- nesi 14. ágúst 1906. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 19. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Siguijón Frið- geir Sveinbjamar- son, f. 25. júní 1876, d. 4. september 1933, bóndi í Selmó- um í Álftaneshreppi í nokkur ár og verslunarmaður í Borgarnesi, og k.h. Ingibjörg Lífgjamsdóttir, f. 10. september 1881, d. 26. október 1906. Foreldrar Friðgeirs vom Sveinbjöm Sigurðsson og Þór- dís Guðmundsdóttir, hjón á Vogalæk. Foreldrar Ingibjarg- ar Lífgjamsdóttur vom Líf- gjam bóndi á Urriðaá, f. 5. sept- ember 1857, d. 3. júlí 1930, Hall- grímsson bónda á Urriðaá tílfarssonar, og k.h. Ingveldur, f. 6. ágúst 1851, d. 17. ágúst 1921, Jónsdóttir bónda í Kletta- koti Einarssonar. Sá sem til skamms tíma hefur átt orðastað við Ingibjörgu á Hofsstöð- um eða Immu, eins og hún var jafn- an stuttnefnd af góðvinum, gat að líkindum orðið íyrir þeirri reynslu að gleyma því að hér var nokkuð öldruð kona á ferð miðað við þá mælistiku sem lögð er á mannsæv- ina á flestum tímum. Þessu hafa ef- laust valdið fleiri eðlisþættir en einn, en leiftrandi glaðværð hennar og meitluð eða kannski öðru fremur langþjálfuð tjáningargáfa gera það að verkum að persónan gleymist ekki þó árin líði. Ingibjörg var góður fulltrúi þeirr- ar æsku sem var að vaxa úr grasi þegar fyrsti fimmtungur yfirstand- andi aldar hafði lokið göngu sinni. En rás tímans skapaði ný hlutverk, ólík aldagömlum venjum, og hlýtur að koma til greina að gera því skóna að ef til vill hafi enginn níutíu ára aldursflokkur sögu okkar náð að verða áhorfandi og þátttakandi því- líkra breytinga á þjóðarhögum sem þeir er fæðst hafa á öndverðri öld og eru næstum komnir að því að sjá henni ljúka. Þegar Ingibjörg minntist upp- runa síns á góðum stundum mælti hún margoft svo með bros á vör að hún væri „þorpari". Hér kom sú endurminning við sögu að Borgar- nes, sem á tíð okkar er nú lifum hef- ur verið vaxandi þéttbýlisbyggð, var einu sinni lítið þorp. Og við þann mannlífsgrunn kenndi Ingi- björg sig af svo miklum gáska í hinni umgetnu tilvitnun. Þar fædd- ist hún hinn 14. október 1906. Það má segja að ættstofninn hafi staðið traustum fótum á Mýrunum langa hríð, þó leiðimar hafi einnig legið til fleiri átta, til dæmis inn í Hnappadalinn. Friðgeir Sveinbjam- arson, faðir Ingibjargar, var Álft- hreppingur að uppruna, sonur Sveinbjamar Sigurðssonar og Þór- dísar Guðmundsdóttur í Selmóum og bóndi þar um skeið. Þetta býli, sem byggðist um 1890 en hefur nú í hálfan níunda áratug heyrt sögunni til, snerti upphafsár Ingibjargar þó eilítið meira, því þar bjuggu fóstur- foreldrar hennar fáein ár. Friðgeir var á tímabili verslunarmaður í Borgarnesi. Móðir hennar og nafna, Ingibjörg Lífgjarnsdóttir, átti upprana sinn einnig á svipuðum slóðum. Var hún næstelsta barn foreldra sinna, Líf- gjarns Hallgrímssonar og Ingveld- ar Jónsdóttur, og eina dóttirin sem upp komst ásamt fjórum bræðrum. En það átti ekki fyrir henni að liggja að skapa sér farsæla ævi í hlutverki eiginkonu og móður. Ein- ungis tólf dögum eftir fæðingu dótt- urinnar sem nú er að kveðja var hún öll, nýlega hálfþrítug að aldri. Lífgjarn, afi Immu, bjó víða, eins og títt var um bændalið. Um átta Ingibjörg ólst upp á Ytri-Rauðamel í Eyjahreppi. Fóstur- foreldrar hennar voru hjónin Gestur Guðmundsson, bóndi þar, f. 9. september 1878, d. 25. júní 1962, og Ólöf Guðný Svein- bjamardóttir, f. 30. ágúst 1878, d. 10. maí 1968, föðursystir Ingibjargar. Foreldr- ar Gests voru Guð- mundur Guðmunds- son vinnumaður á Stóra-Kálfalæk og Kristín Hafliðadóttir. Ingibjörg giftist 16. aprfl 1927 Friðjóni Jónssyni, bónda á Hofs- stöðum í Álftaneshreppi, f. 7. nóvember 1895, d. 1976. Foreldr- ar Friðjóns vora fajónin Jón, f. 20. október 1865, d. 14. maí 1953, bóndi á Hofsstöðum, Samúelsson vinnumanns í Knarramesi Brandssonar, og Sesselja, f. 12. október 1862, d. 27. febrúar 1955, Jónsdóttir bónda í Einarsnesi Þorvaldssonar. Systir Friðjóns var Ólöf, f. 14. nóvember 1892, ára skeið, síðustu árin fyrir alda- mót, bjuggu þau þjónin í Syðri- Hraundal ásamt afa mínum og ömmu. Var þar náin vinátta með frændsemi og svo mikill samgangur milli hinna tveggja bæja að stund- um mun hafa verið líkara því að um eina fjölskyldu væri að ræða. Ing- veldur, kona Lífgjarns, var bónda- dóttir frá Klettakoti, enn einu smá- býlinu sem nú er horfið úr byggð, en það stóð spölkorn suður af túni á Grímsstöðum. Við hin snöggu umskipti er orðin vora við fráfall Ingibjargar Líf- gjarnsdóttur gerðist það að mág- kona hennar, Ólöf Guðný Svein- bjamardóttir, tók ásamt manni sín- um, Gesti Guðmundssyni, að sér meyjuna ungu, bróðurdóttur sína, og það ekki til neinna bráðabirgða. Þau Ólöf og Gestur áttu eftir að búa saman á Ytri-Rauðamel tæp fimm- tíu ár, og þar ólst Ingibjörg upp til fullorðinsára. Víst var að æsku- stöðvarnar vora henni kærar, og ræddi hún jafnan með innilegum hlýleika um þau mótunaráhrif er hún öðlaðist á þeim áram. Ingibjörg giftist tvítug að aldri Friðjóni Jónssyni, bónda á Hofs- stöðum, og stóð brúðkaup þeirra 16. apríl 1927. Þau Hofsstaðahjón eignuðust fjögur böm. Þá mynda nú yngri ættliðir fjölskyldunnar fjölmennt lið sem Ingibjörgu var mjög kært. Hér verður ekki fjölyrt um störf Ingibjargar sem húsmóður, sem öll vora unnin með prýði, en skylt að geta þess að nokkra sem hún gaf af sér í félagslífi fyrir sveit sína og hérað. Allir sem þekktu hana vissu að hún unni hestum og hesta- mennsku, og þá umgekkst hún eftir fongum meðan orka leyfði. Málefni hestamanna í heimahéraði studdi hún, og þar kom að hún var kosin heiðursfélagi Hestamannafélagsins Faxa. Frá persónulegum sjónarhóli finnst mér það skemmtilega tákn- rænt að þegar Ingibjörgu bar íyrir augu mín í fyrsta sinn leit ég hana á hestbaki. Mun það hafa verið við kirkjuathöfn á Ökrum. Þá var hún fulltrúi Sambands borgfirskra kvenna í stjórn Byggða- safns Borgarfjarðar um árabil, og þegar að því kom að radd væri braut fyrir stofnun Kvenfélags Álftaneshrepps var hún kvödd til að takast formennskuna á hendur. Þetta var árið 1962, en á sama tíma, um miðjan maí það ár, stofnuðu konur í Hraunhreppnum kvenfélag sitt, eins og nýlega hefur verið getið í minningargrein um fyrsta for- mann þess. Með mánaðar millibili hefur því fyrsti formaður hvors þessa nágrannafélags um sig horfið af sviði mannlífsins, en öraggt er að upphafstíð þessara athafnasömu fé- laga lofaði þegar góðu undir stjórn glft Sigurjóni Erlendssyni, bónda á Alftárósi. Börn Ingibjargar og Frið- jóns: 1) Gestur, f. 27. júní 1928, svæðisstjóri Vinnueftirlits rík- isins á Suðurnesjum, búsettur í Keflavík, kvæntur Nönnu Jó- hannsdóttur, f. 20. aprfl 1936. Börn fjögur. 2) Ólöf, f. 21. jan- úar 1930, húsfreyja í Eystri- Leirárgörðum, gift Guðmundi Hannesi Einarssyni, f. 20. mars 1920. Börn þrjú. 3) Friðgeir, f. 1. október 1931, d. 16. janúar 1994, ýtustjóri og stundaði bú- skap um skeið, kvæntur Sigríði Björk Einarsdóttur, f. 1. mars 1943 (skildu). Börn fjögur. 4) Jón, f. 16. september 1939, bóndi á Hofsstöðum, ókvænt- ur. Ingibjörg átti heima á Hofs- stöðum frá 1927 til dauðadags. Auk búskapar var hún þátttak- andi í ýmsum félagsmálum í heimasveit og héraði, einkum í hestamannafélaginu Faxa og Kvenfélagfi Álftaneshrepps, svo og í sambandi við safnamál. Ljóðskáld og birtist eftir hana efni í nokkrum safnritum. títför Ingibjargar verður gerð frá Borgaraeskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Álftanesi á Mýrum. þeirra. Ingibjörg varð síðar heið- ursfélagi í kvenfélagi sveitar sinnar, og segir það allt um það hvers hún var þar metin. Þegar hið stórfellda sjóslys varð undan Mýrum haustið 1936 kom Ingibjörg á vettvang til hjálpar hin- um öldruðu hjónum í Straumfirði og fóstursyni þeirra við hjúkran eina skipverjans af Pourquoi Pas? sem komst lífs af úr hinum grimmilegu fangbrögðum við hafið undan Mýra- strönd. Og í hugum fólks hefur hún með einhvers konar dulræðum hætti tengst þessum atburði, en á þeirri stundu var það aðalatriðið í hugum þeirra sem að unnu að síðari þátturinn yrði gifturíkari hinum fyrri. Það tókst, maðurinn lifði og átti fjölmörg ár fyrir höndum í heimalandi sínu. Frá þessum at- burðum, eins og þeir vissu við Ingi- björgu, hefur hún margoft skýrt, og aldrei liðu henni þessir átakavið- burðir úr minni. Þess var áður getið að Ingibjörg hefði verið mikil hestamanneskja, og í „Faxa“, hinu frábæra riti Brodda Jóhannessonar um íslenzka hestinn, segir höfundur, er hann kynnir ritgerð hennar, að hún sé „hestelskari og hestfærari en al- mennt gerist“. En grein sú frá hennar hendi sem á eftir fylgir er birt undir yfirskriftinni „Brá hún af stalli stjómbitluðum". Þar segir hún að hestar og bækur hafi verið þau fyrirbæri sem tekið hafi hug hennar fanginn á bemskutíð. Og Ingibjörg var stflfær. Það getur hver og einn sannfærzt um sem les þessa ritsmíð hennar. Annað atriði var orðfærnin, létt og leikandi framsetning í samtölum, krydduð hnyttinni gamansemi, jafnt um liðna atburði og líðandi stund. Ljóðin lágu henni einnig á tungu, og vil ég sérstaklega minnast Lyng- brekkuljóðsins, sem ort var nokkru fyrir vígslu félagsheimilisins og flutt af henni sjálfri rétt um leið og hulunni var svipt af nafni hússins. I því ljóði er svo geislandi bjartsýni og eldleg hvatning að ekki væri Mýramönnum sæmandi annað en geyma sér það vel í minni. Ingibjörg var sömuleiðis ágætur upplesari. Virtist hún hafa þann hæfileika að gera efni og rödd að óaðskiljanlegum einingum í flutn- ingi, og vil ég hér aðeins minnast þess er hún fór með fjörutíu erinda ljóðið „Stjörnufák“ eftir Jóhannes úr Kötlum á þorrablóti fyrir fjöl- mörgum árum. Sá lestur hygg ég að gleymist engum er á hlýddi. Síðustu árin urðu Immu erfið, en heima naut hún stöðugrar umönn- unar Jóns sonar síns, þar til þrek hennar dvínaði að því marki að dvöl á sjúkrahúsi hlaut að verða fyrir- liggjandi áfangi. Og rétt um sama leyti árstíma og hún gekk til brúð- INGIBJORG FRIÐGEIRSDÓTTIR kaups síns forðum lauk hún vera sinni hér, án efa sátt við tilveruna og lífið í heild. Mér koma að lokum í hug vísur hennar tvær, sem mér finnst stað- festa vorhug hennar og það hugboð mitt að á þeim árstíma hefði hún helzt getað hugsað sér að birta sína síðustu kveðju: Alltaf hefur birtan betur, burtu hrekur sortaský. Eftir kaldan klakavetur kemur sól og vor á ný. Hækkar þor mót heiðríkjunni, hyljast spor sem vetur o!li. Upp úr for og flatneskjunni finn ég vorið skjóta upp kolli. Mér er kunnugt um þrjú borg- firsk Ijóðasöfn sem birt hafa meira og minna eftir Ingibjörgu, en auk þess er tæpast efamál að hún muni hafa átt sitt af hverju í handritum þótt hún segði stundum kunningj- um að skáldskapurinn væri ekki mikill að vöxtum. Það er ekki leyndarmál að ég, sem er höfundur að þessum línum, átti mér nú hin síðari ár það tak- mark að ná að færa í letur æviminn- ingar Ingibjargar á Hofsstöðum. Vora ýmsar ferðir famar á löngum tíma til hljóðritunar samtala, og verð ég að telja að mikið af verð- mætu efni næðist þar saman. Má álíta að sú niðurstaða að ekki náðist að afla efnis í heila bók hafi fyrst og fremst orðið vegna stopulla sam- funda í ljósi þess að ekki var byrjað nógu snemma að bjarga þeim fjár- sjóði sem lengi fram eftir hélzt óskertur. Já, Imma á Hofsstöðum er horfin okkur og verður nú lögð til hvflu hjá eiginmanni, syni og öðrum kærum ættmennum í Álftaneskirkjugarði. Frá Alftanesi sér vítt yfir land og sjó, og það var í anda Immu að sjá víðáttuna til allra átta. Fyrir nærfellt tveimur öldum dreymdi ungan mann vestur við Djúp að honum væri sýndur kirkju- garðurinn þar sem hann ætti í fyll- ingu tímans að bera beinin. Fluttur suður á Mýrar fann hann þennan stað, sem kom algerlega heim við draumsýnina, en það var kirkju- garðurinn á Álftanesi. Maðurinn var Úlfar Lífgjamsson, langa- langafi konunnar öldnu sem við kveðjum í dag. Megi hún hvfla í friði. Kærar þakldr fyrir allt sem hún gaf. Bjarai Valtýr Guðjónsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast Ingibjargar Friðgeirsdótt- ur frá Hofsstöðum á Mýram eða . Immu eins og hún var jafnan kölluð af þeim sem hana þekktu, og þakka henni fyrir velvild í garð fjölskyldu minnar sumarið 1939. Þetta fallega sumar færðist mikill sorgarskuggi yfir heimili mitt í Keflavík. Móðir mín, aðeins 33ja ára gömul, hóf lokabaráttu sína á sjúkrahúsi í Reykjavík við illvígan sjúkdóm sem lagði hana að velli ári síðar. Móðir mín og Imma þekktust ekki, en sameiginleg vinkona þeirra kom því til leiðar að hjónin Friðjón og Ingi- björg buðu mér að vera á Hofsstöð- um þetta örlagaríka sumar. Imma var mikill mannþekkjari og góður sálfræðingur. Hún skynjaði tilfinningar fólks af næmi og innsæi. <r . Það var mikil gæfa fyrir viðkvæman dreng á 14. ári, ungling haldinn kvíða og óöryggi, að lenda undir vemdarvæng slíkrar sómakonu sem Ingibjörg á Hofsstöðum var, og full- orðinn maður þakkar í dag elskuna og umhyggjuna sem hún sýndi ung- um dreng sumarið ‘39 þegar hann þurfti svo mjög á slíkum kærleika að halda. Guð blessi minningu Immu á Hofsstöðum og megi hið eilífa Ijós lýsa henni. Gunnar Eyjólfsson. t Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir og amma, KATRfN SVERRISDÓTTIR, Aðalstræti 38, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 30. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynning- ar á Akureyri. Jón Ásmundsson, Sverrir Hermannsson, Auður Jónsdóttir, Auður Elva Jónsdóttir, Guðrún Lilja Jónsdóttir, Sverrir Már Jónsson, Birkir Már Viðarsson. t Bróðir okkar, JÓNAS HARALDSSON rafvirki, Ljósheimum 22, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 25. apríl. Systkinin. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTJÁNS GISSURARSONAR, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum. Þórarinn S. Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir, Pétur L. Marteinsson, Karl G. Marteinsson, barnabörn og Guðrún R. Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Áslaug Árnadóttir, Svandís M. Sigurðardóttir, barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.