Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Tillögur um staðsetningu tónlistarhúss í Reykjavík til skoðunar Styttíst í sameiginlega niðurstöðu TILLÖGUR bresku arkitekta- og ráðgjafarstofunnar Bernard Engle Architeets and Planners um stað- setningu tónlistarhúss í miðborg Reykjavíkur hafa enn ekki verið kynntar sérstaklega fyrir nefnd þeirri sem samgönguráðherra skipaði á síðastliðnu sumri til þess að kanna hvort hagkvæmt væri að byggja ráðstefnumiðstöð í tengsl- um við tónlistarhús og hugsanlega staðsetningu slíkrar miðstöðvar. Grunur um íkveikju á Vitastíg ELDUR kom upp í húsi við Vitastíg snemma á sunnudags- morgun og var talið um al- menna hættu að ræða þar sem sofandi fólk var í húsinu. Grun- ur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Einn maður var handtek- inn í kjölfar eldsvoðans en hon- um var sleppt að lokinni yfir- heyrslu. Tilkynnt var að logaði út úr glugga. Þegar slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn voru allir íbúar í húsinu komnir út, um það bil 12 til 15 manns. Lög- reglan hafði þá drepið yfirborð- seld með duftslökkvitækjum en slökkvilið slökkti þann eld sem enn var að finna í húsinu. Eftir- grennslan leiddi í Ijós gióð og reyk í geymslu í kjallara húss- ins, þar sem sennilegt er talið að eldur hafði verið borinn að dag- blöðum. Skemmdir eru taldar minniháttar en reykur barst um allt hús. Þær hafa heldur ekki verið kynntar stýrihópi ríkis, borgar og Hótel Sögu, sem hefur umsjón með hagkvæmniathugun VSÓ Ráðgjaf- ar á áður framkomnum hugmynd- um um staðsetningu og byggingu tónlistarhúss. Hins vegar mun nú vera útlit fyrir að fari að styttast í sameiginlegar niðurstöður þessara þriggja aðila. Stefán Pétur Eggertsson verk- fræðingur hjá VSO Ráðgjöf segir að tillögur Bretanna verði skoðað- ar með sama hætti og hinir kost- irnir þrír sem nefnd um byggingu tónlistarhúss gerði tillögu um við menntamálaráðherra á síðastliðnu sumri. Niðurstöður þeirrar athug- unar verði svo lagðar fyrir stýri- hópinn innan tíðar. Ekki langt á milli hugmynda borgarinnar og nefndarinnar Árni Mathiesen, formaður nefndar samgönguráðherra, segir að verið sé að ganga frá skýrslu sem unnin var fyrir nefndina um málið og hann gerir jafnvel ráð fyr- ir að nefndin geti strax í næstu viku farið að draga niðurstöður hennar saman. Því ætti ekki að vera langt að bíða þess að nefndin skilaði af sér. Hann sagði ennfrem- ur að þó að tillögur borgarinnar hefðu enn ekki verið kynntar nefndinni sérstaklega, hafí hún verið í sambandi við starfsmenn borgarinnar og viti nokkum veginn um hvað tillögurnar snúist. „Ég met það þannig að í grundvallarat- riðum sé ekkert svo mjög langt á milli hugmynda borgarinnar og okkar. Það vita allir hver af öðrum í þessu máli og ég sé ekki fyrir mér að það verði nein stór vandamál í því að samræma sjónarmiðin í grundvallaratriðum,“ segir hann. Smábátahöfn, nýtt fyrirkomulag Tillaga 2 Uppfylling Faxaskáli Seðlabanki -Tónlistar- og ráðstefnusalur — Uppfylling Yfirbyggð bílas’tæoi Reykiavikur- höfn Reykjavíkur- höfn / Faxaskáli rifinn að hluta vegna færslu .Geirsgötu-^. Tónlistar- og- ráðstefnusalir c Seðlabanki' SELTJARNAR- NES Endurskipulagt Lækjartorg Miðbæjar starfsemi varðveittar byggingar Tiliaga 3 Hafnarstræti flutt til BRESKU arkitektamir hafa lagt fram þijár tillögur um staðsetningu tónlistarhúss. Teikning af einni þeirra var birt í Morgunblaðinu sl. miðvikudag en hún gerir ráð fyrir hóteli ofan á Faxaskála og ráðstefnumiðstöð og tónlistarhúsi við hlið hans. Hinar tillögurnar em birtar hér. Önnur (tillaga 2) gerir ráð fyrir að Faxaskáli verði að mestu óbreyttur en í framhaldi af honum komi hótel, ráðstefnumiðstöð og tónlistarhús á uppfyllingu austan við Ingólfsgarð, nánast gegnt Seðlabankanum. Tillaga 3 gerir ráð fyrir að reist verði tónlistar- og ráðstefnu- hús milli Geirsgötu og Hafnarstrætis, á því svæði þar sem nú em bflastæði og aðstaða fyrir strætisvagna. Tvö fíkni- efnamál á Sauðár- króki Saudárkrdki. Morgunblaðið. LÖGREGLAN á Sauðárkróki hafði í nógu að núast um helgina þar sem upp komu tvö fíkniefnamál í lok vik- unnar. Að sögn Áma Pálssonar rann- sóknarlögreglumanns voru málin tvö alls ðskyld en fjórir voru hand- teknir vegna annars málsins en þrír vegna hins, tveir á Sauðárkróki og einn á Siglufirði. I öðru tilvikinu fundust 5,5 grömm af hassi en í hinu áhöld til neyslu. Þeir sjö sem tengdust mál- unum voru allir teknir til yfirheyrslu og teljast málin að fullu upplýst og verða send viðkomandi yfirvöldum til afgreiðslu. Fram kom hjá Árna að ekki hefði verið um unglinga að ræða þar sem allir þeir sem málinu tengdust voru komnir yfir tvítugt. Þá minnti Árni á að mikilvægt væri að almenningur væri vel á verði gagnvart fíkniefnum og minnti á upplýsingasíma (talhólf) lögreglunnar, 881-3375, þar sem tek- ið væri á móti upplýsingum vegna gruns um neyslu eða sölu fíkniefna allan sólarhringinn og gætu þeir sem., upplýsingarnar gæfu, treyst fullri nafnleynd. Ríkisendurskoðun um afkomu Pósts og síma hf. í kjölfar g,jaldskrárbreytingar Tekjutap næst tilbaka á 2-3 árum RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér greinargerð vegna fyr- irspumar í tengslum við breytingu Pósts og síma í hlutafélag. Að beiðni formanns þingflokks jafnað- armanna fór forsætisnefnd Álþing- is þess á leit að Ríkisendurskoðun semdi greinargerðina. Farið var fram á upplýsingar um helstu breytingar á afkomu Pósts og síma hf. frá þeim tíma að því var breytt í hlutafélag og óskað var eftir mati á nauðsyn gjaldskrárbreytinga með tilliti til arðsemi fyrirtækisins auk upplýsinga um starfskjör starfs- manna og yfírmanna. I greinargerðinni segir að meg- inmarkmiðið með formbreyting- unni virðist hafa verið að auka sjálfstæði stofnunarinnar og færa hana frá miðstýrðri ákvarðana- töku. Þá hafí verið talið að hún gæti veitt landsmönnum ódýrari og betri þjónustu í væntanlegri sam- keppni. „Ljóst er að fyrrnefnda at- riðið hefur náð fram að ganga í öll- um meginatriðum. Tíminn einn mun hins vegar skera úr um hvort fyrirtækinu tekst að uppfylla síðar- nefnda atriðið," segir orðrétt. Mikið starf við mótun framtíðarstefnu Því er haldið fram að stjórnir fyrirtækjanna hafí tekið á sig ábyrgð og eftirlit með rekstri fyrir- . tækisins.sem áður hafi að vemlegu leyti verið í höndum samgöngu- ráðuneytisins. Ennfremur að mót- un framtíðarstefnu fyrirtækjanna hvíli nú að verulegu leyti á stjórnum og forstjórum fyrirtækjanna. Ráð- herra sé fyrst og fremst í því hlut- verki að gæta hagsmuna ríkissjóðs sem eiganda hlutabréfanna og tryggja að þau verðmæti sem bund- in séu í fyrirtækjunum ávaxti sig með viðunandi hætti. „Telja verður að þrátt fyrir þær umtalsverðu breytingar sem þegar hafa verið gerðar sé mikið starf framundan við að móta framtíðarstefnu fyrirtækj- anna og búa þau undir að mæta þeirri samkeppni sem væntanleg er á næstu misserum.“ í greinargerðinni segir að engar róttækar breytingar hafi verið gerðar á launakjörum þrátt fyrir aukið svigrúm til þess. Þó er þess getið að. yfirvinna tiltekins hóps. starfsmanna, einkum yfirmanna, hafi verið færð inn í fóst laun. Á móti vinni þeir hæfilega yfirvinnu. Þess er getið að æðstu yfirmenn hafi fengið bifreið til afnota. Reiknað með aukningu útlandasímtala Gjaldskrárbreytingin sem gerð var 1. nóvember sl. var talin skerða telgur fyriríækisins um 100 millj- ónir kr. á ári. Tekjur vegna utan- landssímtala áttu að lækka um 410 milljónir kr. á ári en þeirri lækkun átti að stórum hluta að ná til baka með breytingu á gjaldskrá staðar- og langlínusamtala sem átti að skila 310 milljóna króna tekjuaukn- ingu á ái'i. Þessi áform náðu þó ekki fram að ganga þar sem ríkis- stjómin ákvað breytingar sem höfðu í fór með sér að afkoman af innanlandssímanum helst því sem næst óbreytt þrátt fyrir gjald- skrárjöfnun staðar- og langlínu- símtala. „Þar sem lækkunin á gjaldskrá vegna utanlandssímtala var látin halda sér var ljóst að fyrirtækið yrði fyrir um 380 milljóna króna tekjutapi á ári. Á það ber hins veg- ar að líta að miðað við þá magnaukningu sem að jafnaði hef- ur verið í símtölum til útlanda megi gera ráð fyiir að þetta tekjutap ná- ist til baka á 2-3 áram að öllu óbreyttu," segir í greinargerðinni. Þessar breytingar áttu að jafna ósamræmi í afkomu einstakra rekstrarþátta innan fyrirtækisins en í greinargerðinni segir að þrátt fyrir breytingarnar sé það enn veralegt. 17-23% arðsemi eiginfjár Afkoma Pósts og síma hf. er sögð hafa verið mjög góð undanfar- in ár og hagnaður hafa aukist jafnt og þétt. Hann hafi á síðasta ári numið 2,7 milljörðum fyrir skatta og megi alfarið rekja hann til fjar- skiptahluta fyrirtækisins. Að teknu tilliti til skattgreiðslna nemur hagnaðurinn um 2 milljörðum króna. Það samsvari 17-23% arð- semi eiginfjár sem sé mun betri af- koma en gerist og gangi hjá al- mennum fyrirtækjum í landinu og skýrist líklega að verulegum hluta af þeirri einokunarstöðu sem fyrir- tækið bjó við fram að síðustu ára- mótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.