Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 68
s MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bresk stór- verslun rís í Kópa- vogsdal BRESKA stórverslunarkeðjan Debenhams mun opna stórverslun í nýrri verslunarmiðstöð, Smáralind, sem taka á til starfa í Kópavogsdal haustið 2000. Viðræður á milli Smáralindar ehf., fyrirtækisins sem sér um framkvæmdirnar, og verslunarkeðj- unnar hafa staðið í langan tíma að sögn Pálma Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Smáralindar ehf. Keðjan er ein sú stærsta í Bretlandi og í Evrópu og rekur alls 93 versl- —^ anir, þar af eina utan Bretlands. Að íslensku versluninni meðtal- inni er opnun alls fjögurra verslana í undirbúningi utan Bretlands. Fyrsta sinnar tegundar Stórverslunin verður fyrsta versl- unin af þessari tegund hér á landi að sögn Pálma, það er að segja fyrsta deildaskipta heimilisverslun- in af þeirri gerð sem margir þekkja frá Bretlandi eða annars staðar úr Evrópu. Elsta verslun Debenhams er einmitt í verslunargötunni K þekktu, Oxdfordstræti í Lundúnum. „Það er mat þeirra sem að þessu standa að verslunin muni höfða mjög sterkt til íslenskra neytenda. Svona verslanir hafa mikið aðdrátt- arafl og verslun Debenhams mun gegna einu lykilhlutverkinu í hug- myndum sem við höfum um þessa verslunar- og þjónustumiðstöð," sagði Pálmi Kristinsson í samtali við Morgunblaðið. ■ Debenhams/21 Gagna- i grunnsfrum- varp afgreitt í október STEFNT er að því að leggja fram nýtt og breytt frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði á Alþingi næsta haust og afgreiða það 20. október. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir góðan stuðning við þessa málsmeðferð, að af- greiða ekki í vor frumvarpið sem hún mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku. Heilbrigðis- og trygginga- nefnd Alþingis ræddi sl. föstu- ‘ dag og laugardag við fjölmarga aðila sem koma vildu ábending- um og gagnrýni á frumvarpið á framfæri. Hafði nefndin ætlað að taka á móti fleiri aðilum í gærmorgun. Fundir með þeim voru afboðaðir á sunnudags- kvöld þegar heilbrigðisráðherra óskaði eftii' frestun á málinu eftir viðræður sínar við ráð- herra, þingmenn og fleiri aðila. Hugmynd ráðherra er að skipa nefnd til að skoða í sumar mögulegar breytingar á frum- varpinu, fara yfir umsagnir sem liggja fyrir og kalla eftir fleri umsögnum ef þurfa þykir. Össur Skarphéðinsson, for- maður heilbrigðis- og trygginga- nefndar, segir mögulegt að af- greiða frumvarpið 20. október, eins og ráðherra hefur lagt til, komi það fram í þingbyrjun. - ■ Áformað að afgreiða/34 SSW* Morgunblaðið/RAX Svamlað í sólskininu SÓL og sumarblíða hefur glatt íbúa höfúðborgarsvæðis- ins undanfarna daga og í gær notuðu margir tækifærið og heimsóttu sundstaði borgarinnar til að fá sér sund- sprett í góða veðrinu og sleikja þar sólskinið. Meðal þeirra sem nutu kærkominnar sumarblíðunnar voru þessir kátu krakkar sem brugðu á leik í Arbæjarlaug- inni og létu þeir vatnsbununa kæla sig á milli þess sem þeir æfðu sundtökin með tilheyrandi hjálpartækjum. Erlend kona brenndist illa í sturtu FÖTLUÐ kona af erlendu bergi brotin brenndist illa á handleggj- um og bringu á heitu vatni úr sturtu á gististað á föstudags- kvöld. Hún var flutt á slysadeild og síðan á gjörgæsludeild Land- spítalans. Þar hefur hún legið síðan á föstudag. Bruni konunnar er talinn að mestu leyti vera annars stigs og þekur ríflega 30% líkamans, þannig að ástæða þótti til að meðhöndla hana á gjörgæslu að sögn Aðalbjörns Þorsteinssonar, læknis á gjörgæsludeild. Vatnið alltof heitt segir yfirlæknir gjörgæsludeildar „Þetta er enn eitt dæmið um það að vatnið í krönunum er alltof heitt. Þetta er óendanlegt viðfangsefni og meirihlutinn af brunatilfellum sem koma til okk- ar er vatnsbruni af völdum heita vatnsins í krönunum. Þetta mun halda áfram og ekki minnka með- an vatnið er svona heitt,“ segir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir á gjörgæsludeild. „Þetta er einn af mýmörgum heitavatnsbrunum hérlendis sem er með ólíkindum stórt vandamál sem við finnum fyrir hér á sjúkrahúsinu. Það virðist enginn munur gerður á hita vatnsins í ofnana og í neyslukranana. Neysluvatn á ekki að fara yfír 40- 50 gráður en er miklu heitara, allt upp í 80 og 90 gráður. Það er sérstaklega gamalt fólk og far- lama sem verður fyrir þess konar bruna, börn, fatlað fólk og fólk sem þekkir ekki til eins og þessi kona sem verður fyrir barðinu á þessum mikla hita vatnsins,“ seg- ir Þorsteinn Svörfuður. Kosningaátök eru hafín fyrir aðalfund Vinnuveitendasambands fslands Iðnaðurinn gerir tilkall til formennsku í VSI KOSNINGAÁTÖK eru hafin innan Vinnuveitendasambands Islands um kosningu formanns VSI á aðal- fundi sambandsins 7. maí næstkom- andi. Komin eru fram tvö framboð til formanns, annars vegar frá Ólafí Baldri Ólafssyni, sem verið hefur formaður VSI undanfarin þrjú ár, og hins vegar frá Víglundi Þor- steinssyni, varaformanni VSÍ. Meginrök forsvarsmanna iðnfyrir- tækja fyrir framboði Víglundar eru þau að kominn sé tími til að iðnaður- inn fái formennsku í VSÍ þar sem síð- ustu þrír formenn VSI, þeir Ólafur B. Ólafsson, Magnús Gunnarsson og Einar Oddur Kristjánsson, komu all- ir úr sjávarútveginum. Töldu fulltrú- ar iðnaðarins að þeirra fulltrúi hefði með réttu átt að taka við formennsk- unni fyrir þremur árum. Óformlegt samkomulag hafí þá verið gert um frestun í 2-3 ár til viðbótar. Því sé þeirra tími nú kominn og látið verði á það reyna í komandi kosningum. Stuðningsmenn Ólafs vísa hins vegar til þess að nú sé í gangi mikil skipulagsvinna á vettvangi samtaka atvinnurekenda sem ekki hafí enn verið leidd til lykta og eðlilegt sé að núverandi formaður fái að ljúka þeirri vinnu. Kjörnefnd klofnaði Á fundi þriggja manna kjörnefnd- ar sl. fímmtudag lágu fyrir tvær formlegar tillögur um framboð til formanns. Tveir af þremur fulltrú- um í kjörnefnd, þeir Páll Sigurjóns- son, forstjóri Istaks hf., og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, lögðu fram til- lögu um að Ólafur B. Ólafsson verði endurkjörinn formaður VSÍ. Minni- hluti kjörnefndar, Haraldur Sumar- liðason, formaður Samtaka iðnaðar- ins, lýsti hins vegar stuðningi við fram komna tillögu frá stjórn Sam- taka iðnaðarins um að Víglundur Þorsteinsson verði kjörinn næsti formaður Vinnuveitendasambands- ins. Stefnir í tvísýna kosningn Talið er að mjótt geti orðið á mununum í kosningum um formann á aðalfundinum. Víglundur nýtur stuðnings Samtaka iðnaðarins en þau eru stærstu aðildarsamtökin innan VSI og fara með um 41 ‘A% af heildaratkvæðum á aðalfundum VSÍ. Athygli vekur hins vegar að Páll Sigurjónsson, formaður kjör- nefndar, sem kemur úr röðum Sam- taka iðnaðarins, mælir með endur- kjöri Ólafs. Ólafur nýtur stuðnings fulltrúa sjávarútvegsins, sem fara með tæp 20% atkvæða á aðalfundin- um. Er talið að úrslitin geti ráðist af atkvæðum félaga sem eiga beina að- ild að sambandinu en um 80 fyrir- tæki eru með beina aðild að VSÍ og fara þau sjálfstætt með atkvæði sín á aðalfundum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er þetta í fyrsta skipti í sögu VSÍ sem boðið er fram gegn sitjandi formanni sambandsins, þar sem á umliðnum árum hefur undan- tekningalaust verið leitað sam- komulags milli aðildarsambanda og beinna félaga VSI um formannsefni fyrir aðalfundi sambandsins. Er mikill titringur innan VSÍ vegna yf- irvofandi formannskosninga sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Framkvæmdastjórn VSI kemur saman til fundar í dag, þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.