Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÚR VERINU Skortur á öryggis- reglum vegna hjóla- brettanotkunar NÚ ER korainn sá tími sem böm og unglingar fara að iðka ýmsar íþrótt- ir sem tilheyra sumrinu. Ein þeirra er hjólabrettaíþróttin sem hefur verið afar vinsæl undanfarin ár. Það er eins með hjólabrettin og aðra af- þreyingu að hún getur valdið slysum ef ekki er farið að með gát og búnað- urinn er ekki í lagi. Hér á landi eru engar reglur til um hvemig ömggur hjólabrettabúnaður eigi að vera eða hvaða öryggisbúnað skuli nota við iðkun íþróttarinnar, að sögn Herdís- ar Storgaard, bamaslysavamafull- trúa Slysavamafélags Island. Sagði hún að Norðmenn væra ein af fáum þjóðum sem hefðu sett slíkar reglur vegna þess að slysum hefði fjölgað hjá hjólabrettafólki þar í landi. Hér á landi er einnig nokkuð um slys hjá iðkendunum. Sem dæmi má nefna að á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur komu á síðast- liðnu ári nítján ungmenni á aldrin- um 7-16 ára vegna óhappa á hjóla- brettum. Era þá ótaldir þeir sem komu til lækninga á heilsugæslu- stöðvamar vegna slíkra slysa bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Herdís sagði að nauðsynlegt væri að þeir sem iðkuðu hjólabrettin og foreldrar þeirra væra vakandi fyrir því að búnaðurinn væri í lagi. Einnig væri nauðsynlegt að hjólabrettafólk- ið væri með CE merktan öryggis- hjálm og CE merktar olnboga- og hnéhlífar einnig væri æskilegt að vera með sérstakar úlnliðshlífar. En öryggisbúnaður sem væri CE merktur uppfyllti ákveðnar kröfur um persónuhlífar sem viðurkenndar hefðu verið af Evrópusambandinu. Herdís sagði að því miður væri þó h'tið um að ungmenni notuðu þennan öryggisbúnað vegna þess að hann þætti ekki nógu „töff“. „I keppnum erlendis era strangar reglur um að menn noti öryggisbúnað. Slíkur búnaður er nauðsynlegur bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir,“ sagði Herdís. Aðalheiður Birgisdóttir, eigandi verslunarinnar Týnda hlekksins sem selur hjólabretti, sagði að þótt verslunin byði upp á öryggisbúnað væri lítið um að menn keyptu hann og notuðu. Hún sagði að settið af olnboga- og hnéhlífum kostaði 1.500-2.000 krónur og hjólabretta- hjálmur kostaði um 4.000 krónur. Sagði hún að hjálmanotkun væri al- gengari þegar menn væra að æfa á stórum pöllum en úti á götum. Að- alheiður sagði að öryggið væri aðal- lega fólgið í því að kaupa vönduð bretti frá viðurkenndum framleið- endum. Notendurnir þyrftu síðan að vera vakandi yfir því að búnað- urinn væri í lagi, hjólin heil og leg- ur og öxlar traustir og athuga þyrfti að skrúfur væra fastar. ur komið í veg fyrir alvarleg slys á hjólabrettum. Á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur komu á síðastliðnu ári nítján ungmenni á aldrinum 7-16 ára vegna óhappa á hjólabretti. Tvenns konar bretti Þorsteinn Tandri Helgason sem vinnur hjá versluninni Smash hefur stundað hjólabretti í 6 ár. Hann sagði að til væra tvenns lags bretti, leikfangabretti og svo bretti sem atvinnumenn notuðu. Væra þau síð- arnefndu miklu sterkari og öragg- ari og vart hægt að bera gæðin saman. Borðin væru búin til úr há- gæða viði. Hægt væri að fá öxla úr mismunandi sterkum efnum einnig væra hjólin mismunandi bæði að hörku og stærð. Hvað menn veldu færi eftir því hvaða kúnstir þeir iðkuðu. Þegar hann var spurður að því hvað gæíi sig helst í brettunum sagði hann að það væru borðin sjálf, þau gætu brotnað ef álagið væri mikið. Hann sagði jafnframt að töluvert væri um slys hjá þeim sem iðkuðu hjólabrettin. Sjálfur hefði hann ristarbrotnað. Algeng- ustu meiðslin væru meiðsl á oln- boga, sköflungi, ölda og úlnlið eða allt frá puttabroti og upp í að menn færui úr axlarliði eins og hann orð- aði það. Mælti hann eindregið með að krakkar notuðu öryggisbúnað að minnsta kosti meðan þeir væra að komast upp á lagið með brettin. Sagði hann að ekki væri til öryggis- búnaður í versluninni Smash enda tíðkaðist það helst ekki í þessari íþrótt að nota slíkan búnað. Tarama frá Bakkavör BAKKAVÖR hf. hefur sett á mark- aðinn nýjung úr reyktum þorsk- hrognum undir heitinu „Tarama“. Tarama er fyrsta varan sem Bakka- vör setur á innanlandsmarkað en von er á fleiri nýjungum á komandi mánuðum. Bakkavör var stofnað ár- ið 1986 og hefur sérhæft sig í fram- leiðslu hrogna og kavíars á erlendan markað. I fréttatilkynningu kemur fram að Tarama eigi rætur að rekja til grískrar menningar. Grikkir hafí uppgötvað hið ljúfenga bragð sem einkenni ídýfu úr þorskhrognum. Frakkar hafí svo tekið aðferðina upp og aðlagað írönskum venjum, m.a. með því að reykja hrognin. Tarama frá Bakkavör sé grískt- franskt og beri óneitanlega keim af matreiðsluástríðu þessara tveggja þjóða. Fram kemur að Tamara henti vel sem smurálegg á brauð og ósalt kex, á brauðtertur og inn í vatns- deigsbollur svo eitthvað sé nefnt. Hið sérstaka bragð Tarama henti vel á ylvolgar rússneskar lummur (blinis) eða bara íslenskar. Tarama má einnig nota í hvers kyns sósur, t.d. með fiski, í pasta eða á salatið. Fyrst um sinn verður Tarama fá- anlegt í 100 g dósum og selt í versl- unum Hagkaups. Fljótlega verður hægt að fá vöruna á fleiri stöðum. MorgunblaðitVÁmi Sæberg Á VAKTINNI. Auðunn Kristinsson í flugvél Landhelgisgæslunnar yfír úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. „Það eru allir að berjast um sama bitannu Skipum fjölgar á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg LANDHELGISGÆSLAN stuggaði við tveimur erlendum toguram sem voru á úthafskarfaveiðum á Reykja- neshrygg um helgina. Togararnir, annar eistneskur og hinn færeysk- ur, vora við veiðar skammt innan landhelgismarkanna er flugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlits- flug yfír miðin. Toguram hefur fjölgað þar mjög síðustu daga, en veiðin er þó enn sem komið er „bara kropp" að sögn Þórðar Magnússon- ar skipstjóra á Þemey sem er að veiðum á Hryggnum um þessar mundir. „Við höfðum talstöðvarsamband við togarana, greindum skipstjóram þeirra frá því að þeir væra innan markanna og þær ættu að færa sig út fyrir. Þeir gegndu því strax. Það er algengt, sérstaklega í þessum gömlu skipum frá fyrram austan- tjaldslöndunum, að tæki og kort era ekki upp á það besta og svona land- helgisbrot era oft ekki ásetnings- brot,“ sagði Helgi Hallvarðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Reynum að halda skipunum fyrir utan Helgi sagði enn fremur, að gæsl- an væri bæði með eftirlitsflug og sendi skip á miðin á Reykjanes- hrygg um leið og skip færa að sjást þar. Svo hefði verið og væri árviss hluti af gæslu landhelginnar. „Það er alltaf mikill ágangur á línunni og við reynum að halda skipunum fyrir utan hana og njótum m.a. aðstoðar íslenskra togara á svæðinu sem láta okkur vita þegar erlendu skipin era að slæðast inn fyrir. Núna era kom- in 50 skip á svæðið, 15 íslensk og 35 erlend og munum við þar með auka gæsluna, bæði með eftirlitsflugi og svo fer skip á miðin þegar við erum búnir að koma flotkvínni til hafnar," bætti Helgi við. Þórður Magnússon skipstjóri á Þemey sagði í gærdag að veiðin væri „bara kropp“, en gat þess þó að góðir dagar hefðu komið þegar skipið hefði verið í landi að sldla af sér 550 tonna afla. „Þetta er þó ekk- ert sérstakt eins og ég sagði, en samt er alls ektó tímabært að ör- vænta, það er einmitt um þetta leyti sem vænta má þess að veiðin glæð- FISKELDISTÍMARITIÐ Norsk fiskoppdrett birti nýlega niðurstöð- ur rannsókna sem norska hafrann- sóknastofnunin stóð fyrir. Rann- sóknin beindist að því hve stór hluti loðnunnar lifði hrygninguna af. Rannsóknin sýndi fram á að um 60% af kvenloðnunni lifði hrygning- una af og kæmi því til viðbótar hrygningarstofni næsta árs. Einnig bentu niðurstöður til þess að kven- fískurinn fjórfaldaði þyngd sína frá hrygningu í apríl til janúarloka. Þar sem loðnan þarf sérstakar ist. Við skulum því sjá hvað setur. En það er mitóll atgangur hérna og allir að berjast um sama bitann. Við eram ósáttir með gæsluna. Erlendu stópin eru að slæðast inn fyrir, kannstó ektó langt, en ef það á að verja einhverja landhelgi verður Landhelgisgæslan að vera til stað- ar,“ bætti Þórður við. aðstæður til þess að lifa utan síns eðlilega umhverfis hafa rannsóknir af þessu tagi oftast mislukkast. En að þessu sinni var mitól vinna lögð í að búa loðnunni þau ytri stólyrði sem til þurfti sem m.a. vora þau að loðnan þarf mitóð pláss þar sem hún er torfu-fískur. Aðferðin gefur möguleika á því að rannsaka fisk og aðrar sjávarlífverur sem rannsókn- arskip gæti ekki auk þess sem kostnaður fyrir eina viku með rann- sóknarstópi samsvarar eins árs kostnaði með þessari aðferð. Loðnan lifír af Kolmunni til Eskifjarðar HJALTLENSKA fiskistópið Altair landaði 2.400 tonnum af kolmunna á Estófirði um helgina og í athugun er að fjögur þarlend stóp til viðbót- ar landi kolmunna á næstunni. Afl- inn var veiddur í skosku lögsögunni og þar hefur verið mitól veiði og veldur löndunarbið því að skipin sigla alla leið til íslands með aflann. Kolmunna hefur nú verið landað í fjóram höfnum, á Norðfirði, Estó- firði, í Helguvík og í Vestmannaeyj- um. Teitur Stefánsson hjá Félagi fiskmjölsframleiðenda sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði sent út fyrirspumir til bræðsluhús- anna um hversu miklu magni hefði verið landað til þessa og þótt ná- kvæmar tölur væru ektó enn fyrir hendi sýndist sér magnið vera að nálgast 15.000 tonn. „Þetta er fljótt að breytast er þessir hjaltlensku bátar koma með svona mikið í einu,“ sagði Teitur. I | t « r i [ i i 8 í I i I I I I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.