Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Spurt um sameigin- legt félagshyggju- framboð í könnun Stefnumál Reykjavíkurlista fyrir borgarstjórnarkosningarnar kynnt Mest áhersla á skóla-, atvinnu- og umhverfismál Morgunblaðið/Halldór Kolbeins REYKJAVIKURLISTINN kynnti stefnuskrá sína fyrir borgarstjómarkosningar í vor í miðbænum á sunnudag. REYKJAVÍKURLISTINN kynnti stefnumál sín fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar sl. sunnudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem skipar 8. sæti listans, segir að lögð verði megináhersla á að halda áfram þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á þessu kjörtímabili. Borgin hafi mótað sér framtíðarsýn á öllum sviðum borgarlífsins og sett sér markmið í starfsemi sinni og þeim verði fylgt eftir á næsta kjörtímabili. „Þau snúa m.a. að öruggri fjár- málastjórn. Staða borgarsjóðs er sterk núna og ytri aðstæður hag- stæðar þannig að við teljum að borgin eigi bjarta framtíð," segir hún. Af einstökum málaflokkum nefnir Ingibjörg Sólrún skólamál og atvinnu- og umhverfismál sem þau mál sem mest áhersla verði íögð á. Holræsagjaldið lækkað að framkvæmdum loknum „Við munum halda áfram að lækka orkugjöld og gerum ráð fyr ir að ljúka hreinsun strand- lengjunnar að norðanverðu og að því loknu að lækka holræsagjald- ið. Við leggjum mikla áherslu á skólamálin og að þjónusta við barnafjölskyldur sé í fyrirrúmi. Þar ber hæst að ljúka einsetn- ingu grunnskólanna en af 29 skól- um eru enn 11 eftir. Þær bygg- ingaframkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna þessa verkefnis kosta 800-1.000 milljónir á ári eða svipað og einsetning hefur kostað á þessu kjörtímabili. Einsetning- in er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja 6-7 stunda samfelld- an skóladag hjá börnum. Við stefnum að því að fjöldi nemenda í bekk fari ekki yfír 20 að meðal- tali og leggjum áherslu á aukið sjálfstæði skóla. I dagvistarmál- um tölum við um dagvistartrygg- ingu og ætlum að tryggja að öll börn eldri en eins árs eigi kost á góðri og niðurgreiddri dagvistun á kjörtímabilinu.“ Sértækar lausnir fyrir langtímaatvinnulausa og unga „í atvinnumálum leggjum við til sameiningu hitaveitu og raf- magnsveitu og útrás veitufyrir- tækjanna á alþjóðavettvangi. Við leggjum einnig mikla áherslu á að tryggja stöðu hafnarinnar sem öflugrar flutningamiðstöðvar í Norður-Atlantshafi. I málefnum atvinnulausra verður boðið upp á sértækar lausnir fyrir unga og langtímaatvinnulausa. Stóra verkefnið sem bíður okk- ar í samgöngumálunum er lagn- ing Sundabrautar í áföngum yfir í Álfsnes. Það tengist skipulags- málunum en Sundabraut er for- senda þess að hægt verði að byggja upp á norðursvæðum Reykjavíkur og úthluta lóðum á Geldinganesi og Álfsnesi eins og gert er ráð fyrir.“ Ný keppnislaug og yfirbyggður völlur „I íþrótta- og útivistarmálum ætlum við að taka í notkun ný úti- vistarsvæði í Hvammsmörk og styrkja Esjuna frekar sem úti- vistarsvæði fyrir borgarbúa. Þá má nefna ylströnd og baðaðstöðu í Nauthólsvík. Einnig leggjum við áherslu á nýja keppnislaug í Laugardalinn og yfirbyggðan knattspyrnuvöll við Laugardals- höll í samvinnu við hagsmunaað- ila. Þá verður haldið áfram að byggja nýjar göngubrýr yfir Miklubraut og Kringlumýrar- braut. I öldrunarþjónustu hyggjumst við leita nýrra úrræða. Boðið verður upp á heimaþjónustu um nætur og um helgar til að gera fólki kleift að búa sem lengst heima og unnið verður að því að nýta betur þau stofnanarými sem fyrir eru. Engu að síður teljum við að þörf sé að að byggja tvö ný hjúkrunarheimili fyrir Reykvík- inga í samvinnu við ríkið. Fyrirhugað er að skipta borg- inni í 9 hverfi og í hverju þeirra verði hverfaráð með þátttöku hópa og félagasamtaka. Þá hyggj- umst við leggja árlegar við- horfskannanir fyrir íbúa og nýta þær til að laga þjónustu að vilja og þörfum borgarbúa. Við gerum ráð fyrir að borgin sé tilbúin að koma að byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í mið- bænum í samstarfi við ríkið og hagsmunaaðila en við viljum að slíkt hús verði nýtt til að efla mið- borgina." Ýmislegt gert sem ekki er lofað „Það er alveg ljóst að málefna- listi fyrir kosningar verður aldrei tæmandi og margt verður gert eftir því sem tækifærin gefast þótt því sé ekki lofað í stefnuskrá. Eg vil nefna að því var ekki lofað fyrirfram að sameina Reykjavík og Kjalarnes á þessu kjörtímabili en það var gert vegna þess að tækifæri gafst. Því var ekki lofað að byggja sundlaug í Grafarvogi en það var gert vegna þess að við fundum að þörfin var fyrir hendi. Því var heldur ekki lofað að byggja raforkuvirkjun á Nesja- völlum en það var gert af því að það var talið mikilvægt fyrir at- vinnusköpun á svæðinu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. 49,3% telja að borgar- stjóri muni leiða listann TÆPUR helmingur aðspurðra eða 49,3% þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Coopers & Ly- brands-Hagvangs hf. meðal Reykvíkinga telja líklegt að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri muni leiða sameiginlegan lista félagshyggjuflokkanna í næstu þingkosningum. Af þessum hópi gátu 70% ekki nefnt neinn aðila sem hugsanlegan eftirmann Ingibjargar Sólrúnar í starf borg- arstjóra. 49,6% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni töldu ólíklegt að Ingi- björg Sólrún yrði í forystu fyrir lista félagshyggjuflokkanna en um 21% aðspurðra sagðist ekki geta tekið afstöðu til spurningar- innar. Þeir sem töldu líklegt að Ingibjörg Sólrún yrði í forystu sameiginlegs lista félagshyggju- flokkanna voi’u spurðir hver ætti að taka við af henni sem borgar- stjóri. Um 30% þeirra gátu tiltek- ið mögulegan arftaka Ingibjargar og nefndu flestir Helga Hjörvar eða 12%. 2% nefndu Guðrúnu Ágústsdóttur, 2% nefndu Sigrúnu Magnúsdóttur og 1% Helga Pét- ursson. Könnunin var gerð 27. mars til 3. apríl. AUs svöruðu 718 manns og var nettósvarhlutfall 63,7%. --------------- Vegagerðin Sjö buðu í Drang’snesveg* SJÖ tilboð bárust Vegagerðinni í lagningu Drangsnesvegar frá Strandavegi að Hellu og bauð Guð- mundur Björgólfsson lægst í verk- ið, 43 mfÓjónir króna. Kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar er tæplega 49,9 milljónir króna. Þrjú tilboðanna sem bárust voru undir kostnaðaráætlun. Næst- lægsta tilboðið áttu Jón og Magnús á Isafirði, sem buðu rúmar 43,5 milljónir, og þriðja lægsta tilboðið átti Fylling ehf. á Hólmavík, sem bauð rúmar 44,4 milljónir. Árni Helgason á Ólafsfirði bauð rúmar 52,4 milljónir, Steypustöð Blöndu- óss ehf. bauð tæpar 53,6 milljónir, Rögnvaldur Árnason á Sauðar- króki bauð tæplega 60 milljónir króna í verkið og Klæðning ehf. í Garðabæ bauð tæplega 62 milljón- ir. Listi stjórnar og trúnaðarráðs sigraði í stjórnarkjöri Dagsbrúnar/Framsóknar Tæplega 20% þátt- taka í kosningunum A-LISTI stjómar og trúnaðarráðs bar sigur úr býtum í stjómarkjöri Dagsbrúnar og Framsóknar sem lauk sl. laugai’dag og hlaut hann 702 atkvæði eða 66%. B-listi Fram- boðs verkafólks hlaut 344 atkvæði eða 32%. Mjög dræm þátttaka var í stjómarkjörinu, en alls tóku tæp- lega 1.100 manns þátt í kosning- unni af um 5.700 félagsmönnum eða tæp 20%. Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar og Framsóknar, segist ekki hafa skýringar á þessari dræmu kosningaþátttöku. „Það var mikið unnið að því að fá fólk á kjör- stað. Bílar voru sendir á stærstu vinnustaðina í vinnutímanum á fóstudaginn með leyfi fyrirtækj- anna til að fá fólk á kjörstað. Einnig voru um 20 manns á kosn- ingaskrifstofu okkar sem hringdu stanslaust til klukkan fjögur á laugardeginum," sagði hann. Halldór benti á að félagið ræki mjög öfluga skrifstofu sem hefði verið í góðu sambandi við félags- menn á síðasta kjörtímabili. Dreift hefði verið miklu magni af allskon- ar gögnum til félagsmanna og haldnar hefðu verið samtals 19 kosningar á sl. tveimur árum. „Það má vel vera að um sé að ræða almenna félagslega deyfð. Það er hins vegar ekki hægt að af- saka það. Það er eitthvað að,“ sagði Halldór. Hann sagði að skýringin gæti falist í að menn hefðu ekki verið nógu duglegir við að sinna vinnu- stöðunum. „Ég fór hins vegar á stóra og fjölmenna vinnustaði fyrir kosningamar og ég fékk hvergi neikvæð viðbrögð eða sérstakar spumingar. Þessi félagslega deyfð hlýtur að vera öllum sem vinna í fé- lagsmálum mikið áhyggjuefni. Fé- lagsstjórnin getur ekki velt boltan- um yfír á félagsmenn. Félags- stjórnin verður að skoða sinn eigin garð og komast að því hvað er að,“ sagði hann. „Félagsdeyfðin er alger“ Anna Sjöfn Jónasdóttir, sem skipaði efsta sæti á lista Framboðs verkafólks, segii’ það hafa slegið sig hversu þátttakan var lítil. Hún segist hafa verið viðbúin þessum úrslitum í kosningunum, vegna þess að aðstöðumunurinn á milli listanna væri gríðarlegur. „Það var því vitað mál að við ættum á bratt- ann að sækja. Þátttakan var hins vegar skelfileg. Hún sýnir mér að félagið er dautt,“ segir hún. Anna sagði að ákveðið vonleysi hefði gripið um sig meðal fólks um að það gæti haft einhver áhrif, og væri það sennilega helsta skýring- in á hversu fáir mættu á kjörstað. Benti hún á að kjörsókn hjá Dags- brún hefði verið mjög góð þegar atkvæði voru greidd um að fara í verkfall á seinasta ári. „Fólk sér ekki að það þjóni neinum tilgangi að fara á kjörstað. Ég skynjaði töluverðan mun á félagsdeyfðinni á milli kosninganna 1996 og þess- ara kosninga. Reiðin er miklu meiri núna en félagsdeyfðin er al- rrny íl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.