Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti almenni fundur Samtaka eldri sjálfstæðismanna Athuguð verði skatt- lagning á eftirlaunum Morgunblaðið/Golli FORMAÐUR Samtaka eldri sjálfstæðismanna, Guðmundur H. Garðarsson, í ræðustóli á fundinum, sem yfir 100 manns sóttu. RÚMLEGA 100 manns sóttu fund Samtaka eldri sjálfstæðis- manna, sem haldinn var í Valhöll í Reykjavík. Var þar samþykkt ályktun þar sem því er beint til Sjálfstæðisflokksins að hann taki frumkvæði um úrbætur í hags- muna- og velferðarmálum aldr- aðra. Guðmundur H. Garðarsson, foi-maður Samtaka eldri sjálf- stæðismanna, segir þetta hafa verið fyrsta fund samtakanna eftir stofnfundinn. Hann sagði stjórnina hafa unnið ýmsa mál- efnavinnu á þeim sviðum sem snerta eldra fólk og að ætlunin væri að efna til ráðstefnu í haust þar sem þessi mál yrðu rædd frekar. Á fundinum sagði for- maðurinn að hann hefði rætt við Davíð Oddsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, um skattlagn- ingu eftirlauna. Sagði hann farið fram á það við flokkinn að kann- að verði hvort tveir þriðju eftir- launa umfram skattleysismörk falli ekki undir ákvæði laga um skattlagningu fjármagnstekna, þ.e. 10% skatt í stað 39,02% skatts. I ályktun fundarins segir enn- fremur: „Nú þegar verði hafin heildarendurskoðun á gildándi lögum um almannatryggingar með sérstakri áherslu á að bæta og tryggja stöðu aldraðra. Viður- kenna þarf gildi þriðju kynslóðar- innar og auka samheldni í þjóðfé- laginu. Ný ímynd um eftirlaun verði til, niðurlægjandi ölmusu- hugsun um bótaþegann verði af- máð. Fundurinn lýsir yfir stuðn- ingi við eldri borgara og þýðing- armikil störf þeirra. Fundurínn hvetur Sjálfstæðisflokkinn, þing- menn hans, borgarfulltrúa og sveitarstjórnarmenn til samstöðu og forystu í máli þessu og til sam- ráðs við Samtök eldri sjálfstæðis- manna.“ Stutt við kosninga- undirbúning Á fundinum íluttu ræður þau Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður og Ásdís Halla Braga- dóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ræddi Árni um öldrunarþjónustu, Guð- mundur um framtíðarsýn og gat m.a. um áform DAS varðandi framkvæmdir við Hrafnistu í Hafnarfirði og Ásdís Halla um nauðsyn þess að kynslóðimar ynnu vel saman. í kjölfarið voru síðan fyrirspurnir og umræður. Guðmundur sagði einróma skoðun fundarmanna sem tóku til máls að breyta beri skattlagn- ingu eftirlauna og yrði því máli fylgt eftir. Einnig var á fundinum rætt um væntanlegar sveitar- stjórnarkosningar og hvernig samtökin gætu stutt við kosn- ingabaráttu flokksins. Um 600 félagar era í Samtök- um eldri sjálfstæðismanna. 12 punda birt- ingur úr Hörgsá MENN hafa aðeins verið að fá’ann í Eldvatni í Fljótshverfi og Hörgsá á Síðu síðustu daga. 12 punda birt- ingur veiddist t.d. á flugu í Hörgsá og menn hafa verið að fá góð skot af 2-4 punda geldfiski neðarlega í Eldvatninu. „Mér er sagt að 12 pundarinn hafi verið ægileg skepna og ekki ólíklegt að hann hafi verið hátt í 18 pund nýgenginn í fyrra. Þetta var víst horaður hrygningarfiskur. Hann veiddist á litla ílugu, eina af þessum púpum með kúluhausa, og glíman var hörð og tvísýn enda stór fiskur á smárri flugu,“ sagði Jón Marteinsson, leigutaki Hörgs- ár, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Enn hefur ekki frést af stærri birtingi í vorveiðinni að þessu sinni, en 11 punda fískar hafa veiðst bæði í Hörgsá, Geirlandsá og Vatnamótum og um síðustu helgi veiddist 10 punda fiskur í Tungulæk. Merkingar undirbúnar Undirbúningur að merkingum á sjóbirtingi era hafnar bæði við Ytri Rangá og Fitjaflóð í Landbroti og hefst veiðiskapur upp úr næstu mánaðamótum. Merkingar þessar og rannsóknir í kjölfar þeiri'a hafa staðið yfir síðustu árin og standa að þeim sem fyrri daginn viðkom- andi veiðifélög ásamt fiskifræðing- unum Magnúsi Jóhannssyni og Jó- hannesi Sturlaugssyni. JÖRUNDUR Guðmundsson og Guðmundur Kjartansson með 2-3 punda sjóbirtinga úr Eld- vatni á dögunum. Magnús sér um þátt almennra merkinga og úrvinnslu gagna sem þeim tengjast. Jóhannes er hins vegar með mælimerkin frá Stjörnu-Odda sem mæla seltustig, hitastig, dýpt og birtu á ferðum birtinganna. Tilraunir hófust fyrir nokkru við Ytri Rangá, en ísrek í ánni tafði verkefnið. Þó veiddust fjórir fiskar, þar af einn 7-8 punda. Fleiri sýni úr mat sem olli matareitrun í fermingarveislum send utan til greiningar E-kólígerlar fínnast í fleiri tegundum matar Talið er að kostnaður vegna matareitrunarinnar sem upp kom hérlendis fyrir páska geti hlaupið á tugum milljóna króna að mati forstöðumanns rannsóknarstofu Hollustuverndar. SAURKÓLÍGERLAR hafa fundist í mörg- um gerðum matvæla sem á boðstólum voru í fermingarveislum á dögunum og ollu matar- eitrun hjá um 150 gestum. Er verið að senda sýni til Danmerkur til ræktunar þar sem fæst úr því skorið hvort þeir séu sömu gerð- ar og þeir sem ollu matareitruninni. Franklín Georgsson forstöðumaður rann- sóknarstofu Hollustuvemdar áætlar að tjón af völdum matareitranarinnar sem kom upp í fermingarveislum hér á landi fyrir páska geti hlaupið á tugum milljóna króna. Þá er hugsanlegt talið að kostnaður vegna matar- eitranar hérlendis geti numið um 500 millj- ónum króna á hverju ári. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að komið hafi upp sýking af ETEC stofni e- kólígerla hérlendis. Danir greindu einnig fyrstu hópsýkinguna í Danmörku af völdum bakteríunnar fyrir nokkram vikum. Á Vest- urlöndum hefur aðeins örfáum hópsýkingum verið lýst af völdum ETEC stofns e- kólígerla. Þetta afbrigði bakteríunnar hefur aðeins verið þekkt í um 20 ár og á þeim tíma hafa ekki verið staðfestar nema 5-6 hópsýk- ingar í BandaiTkjunum af völdum hennar. Allir bera í sér e-kólígerla Karl Kristinsson, sýklafræðingur hjá Landspítala Islands, segir að aðferðir við að greina þessa sýkingu séu mjög erfiðar og þær hafa ekki verið framkvæmdar hérlendis þar sem talið hefur verið mjög ólíklegt að sýking af þessu tagi kæmi upp hér. Karl segir að allir menn beri í sér e- kólígerla í þörmunum og þeir séu ein af al- gengari tegundum í þarmaflórunni. Til era sjúkdómsvaldandi e-kólígerlar sem eru með önnur gen sem segja fyrir um ákveðna mein- virkniþætti. Þar er t.d. EHECK, sem er ger- ill sem veldur blæðingum í görnum. Hann hefur valdið hópsýkingum víða um heim. ETEC gerillinn, sem olli matareitraninni hérlendis, er þarmaeitursmyndandi baktería. Hún myndar eiturefni sem veldur vatns- kenndum niðurgangi með kviðverkjum og stundum ógleði og hita. Eiturefninu svipar mjög til kólera-eiturefnisins en veldur þó ekki nærri því eins alvarlegum sjúkdómi. ETEC gerillinn er sjaldgæfur í þarma- flóra heilbrigðra manna í Norður-Evrópu en hann finnst mun oftar, jafnvel í heilbrigðu fólki, í suðrænum löndum og vanþróuðum löndum. Þar er sýkillinn það algengur að þarlendir hafa komið sér upp ónæmi fyrir honum. Þegar Vesturlandabúar ferðast til suðrænna landa hættir þeim til að sýkjast og fá svokallaðan ferðamannaniðurgang. Eina leiðin til að verjast sýkingu er að vera varkár í vali á mat og drykk, drekka helst ekki ann- að vatn en úr flöskum og forðast lítið elduð matvæli og hrá salöt. Karl segir afar ólíklegt að ETEC gerillinn sé orðinn landlægur í mönnum hérlendis. „Annars verður að segjast að vísindamenn vita ekki hve algeng þessi baktería er á Vest- urlöndum vegna þess hve erfitt og dýrt er að greina hana. En þær rannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að hún sé afar sjaldgæf á Vesturlöndum," sagði Karl. Hann telur því einsýnt að bakterían sem olli hópsýkingunni hérlendis sé innflutt en óvíst sé hvort það hafi verið með hráefni, starfsmanni eða eftir öðrum leiðum. E- kólígerlar hafa fundist í fleiri réttum en „ro- ast beef“ og brúnni sósu og er rannsóknin því ekki einskorðuð við þau matvæli. Karl segir að það þurfi eitthvað veralega að bregða út af við meðhöndlun á matvælum til þess að hópsýking af þessu tagi verði. „Það þarf stóran skammt af bakteríunni til þess að sýkja. Það hefur ekki verið reiknað jafn nákvæmlega út og með salmonellu en það þarf 100 þúsund salmonellugerla í hverju grammi af mat til að valda sýkingu. Líklega er það eitthvað svipað með e- kólígerilinn," segir Karl. Aðeins brot af tilfellum skráð Franklín Georgsson, forstöðumaður rann- sóknastofu Hollustuverndar ríkisins, sagði að búið væri að rannsaka mörg sýni bæði úr veislunum og af veitingastaðnum Ái'bergi, þaðan sem maturinn kom. „Við erum að finna e-kólígerla í sýnunum. Núna liggur fyr- ir að senda sýnin til Danmerkur og sjá hvort þarna sé um að ræða sömu gerð og greindist í saursýnunum," sagði Franklín. Búist er við að niðurstöður úr matvæla- sýnunum geti borist um miðja næstu viku. Tekin vora sýni úr afgöngum ýmissa rétta, eins og svínasteikur, hrísgrjóna, „roast beef ‘ o.fl. E-kólígerlar hafa því ftmdist í nokkrum tegundum matvæla og hugsanlegt að kross- mengun hafi orðið við vinnslu eða flutning. „Þetta virðist vera í ýmsum réttum. Bakt- eríurnar eru allar eins að gerð, þ.e.a.s. svo- nefnd biotýpugreining er eins, og því mai'gt sem bendir til þess að þær eigi sameiginleg- an upprana sem styður enn frekar að þetta sé sama tegund af bakteríunni og greinst hefur í saursýnunum," segir Franklín. Franklín telur líklegt að það eigi eftir að leggja mat á þann kostnað sem matarsýking af þessu tagi veldur þjóðfélaginu. Rann- sóknahlutinn kosti sitt og tjón vegna veik- inda, þ.m.t. vinnutap og tap framleiðsluaðil- ans, þ.e. veitingahússins, sé einnig stór hluti. „Eg tel að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna króna,“ segir Franklín. Hann segir að það sé viðurkennd stað- reynd að langt undir 10% af tilfellum komi fram og séu tilkynnt þegar matarsýkingar eru annars vegar. Þegar um einstaklings- bundnar sýkingar er að ræða sé yfirleitt ekki leitað læknis. Staðfestar matarsýkingar séu því aðeins örlítið brot af því sem í raun á sér stað. Fyrir fáum árum gerðu Svíar síma- könnun á útbreiðslu matarsýkinga. Þetta sama ár vora skráðir 2.000 einstaklingar sem höfðu fengið matarsjúkdóma en niðurstöður símakönnunarinnar bentu til þess að 500 þúsund Svíar hefðu fengið matarsjúkdóma þetta ár. „Þess vegna er það mjög mikilvægt að að- ilar sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu, eftirliti og forvarnarstarfsemi sjái hve gífur- lega háar kostnaðartölur er hér um að ræða,“ segir Franklín. Hann segir að ef kostnaður vegna matar- sjúkdóma í Bandaríkjunum yrði yfirfærður á ísland, með tilliti til fólksfjölda, megi reikna með að kostnaðurinn hérlendis vegna matar- sjúkdóma sé 400-500 milljónir kr. á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.