Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málarinn Egill Jacob- sen látinn Byggðin fagnar burtfluttum syni Morgunblaðið/Björn Björnsson MARGIR þurftu að heilsa upp á skáldið og rifja upp gömul kynni. Sauöárkrókur. Morgunblaðið. Byggðin nú fagnar burtfluttum syni, og býður hann velkominn heim. Það var sannanlega vor í lofti og „Keimur af sumri“, þegar Skagfirð- ingar fjölmenntu í félagsheimilið Árgarð í Lýtingsstaðahreppi til þess að heiðra rithöfundinn og skáldið Indriða G. Þorsteinsson á 72 ára afmælisdegi hans laugardags- kvöldið 18. apríl síðastliðinn. Blár Mælifellshnjúkurinn var tignarlegur í hægri sunnangolunni, svolítið kaldri ennþá, og helsinginn kominn í Blönduhlíðina, til örstuttr- ar hvfldar á leið sinni ennþá lengi’a norður, allt umhverfis eins og tekið beint úr einhverri af sögum skálds- ins, þegar gestir þyrptust í hlað. Það voru nokkrir heimamenn með þau Sigmund Magnússon á Vindheimum, Heiðbjörtu Jóhannes- dóttur, Hamrahlíð, og Rósu Bjöms- dóttur á Hvíteyrum í fararbroddi, sem höfðu frumkvæðið að þessum menningar- og hátíðisatburði, og í samráði við hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps sem tók málið upp á sína arma, hrundu þau því í fram- kvæmd. í ávarpsorðum sínum sagði Elín Sigurðardóttir oddviti Lýtings- staðahrepps, um leið og hún bauð afmælisbamið velkomið svo og aðra gesti: - „en við iestur bóka hans, til dæmis Keimur af sumri og Land og synir, finnst lesanda sem hann hafi einmitt verið þar, heyrt störina bylgjast, hágresið skrjáfa í golunni og nið árinnar. I gangnalýsingum er sem finna megi iykt af kindum, blautu leðri og hrossamóðu." Og síðar: - „Mynd hestsins er einnig sterk, eins og þegar hann er tekinn til kostanna, „teygði hann úr sér uns hann varð eins og svartur bogi tilsýndar yfir bleikum punti“.“ Að ávarpi Elínar loknu, tók séra Hjálmar Jónsson alþingismaður við stjórn samkomunnar og stýrði henni af alkunnum léttleika og smekkvísi. I upphafi fiutti hann Indriða kveðju Jóa í Stapa, vinar hans: Fjörðurinn brosandi baðaöur skini, birta er um háloftsins geim. Byggðin nú fagnar burtfluttum syni og býður hann velkominn heim. Hannes Pétursson skáld flutti þvínæst stórfróðlega og skemmti- lega tölu, þar sem hann fjallaði um skáldið Indriða G. Þorsteinsson, rakti æviferil hans og skoðaði sér- staklega skáldsögurnar, þar sem hann dró fram í ljósum og lifandi myndum þau skíru höfundarein- kenni sem eru á öllum sögum Ind- riða og hvemig skáldið lýsti á alveg nýjan hátt þeim breytingum sem voru að verða í hinu gamla íslenska bændasamfélagi þar sem öll gömul gildi voru tekin til endurskoðunar og nýs mats. Guðmundur L. Friðfinnsson skáld á Egilsá sendi afmælisbarn- inu skeyti með eftirfarandi kveðju: Á Pegasus með penna slingur, prúður þeysir Skagfirðingur. Gatan við og grundin syngur, greiðist leið um fjallaskörð. Lukkudís með Ijósa fingur, Ieiðir heim í Skagaijörð. Sittu heill að hófi. Þá sungu fimm konur nokkur lög, og þar á meðal lög við Ijóð skálds- ins, Eyvindarstaðaheiðina og Vegir liggja til allra átta. Undir stjóm Eddu V. Guðmunds- dóttur leikstjóra og Jóns Ormars Ormssonar rithöfundar vora lesnir valdir kaflar úr verkum Indriða, og víða var komið við, meðal annars úr bókinni 79 af stöðinni, Landi og son- um og upphafi smásögunnar Blá- stör. Voru lesararnir flestir núver- andi eða fyrrverandi íbúar Lýtings- staðahrepps og tengdi Jón Ormar Ormsson efnið saman og kynnti til MAGNÚS Siguijónsson færir skáldinu gjöf frá Skagfirðingum. sögunnar viðfangsefni og lesara. Undir lok kvöldvökunnar flutti Sigurður Hansen bóndi að Kringlu- mýri Indriða kvæði og var þetta upphaf kvæðisins: Undir Mælifellshnjúk höfúm kátt í kvöld, þar kyndill vors tírna brennur, sem Gilhagamenn hafa á aðra öld, iðkað við Braga sennur. Gefum Indriða vöku völd, meðan vorið um Svartá rennur. Að síðustu flutti Magnús Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri Héraðs- nefndar Skagfirðinga, Indriða ám- aðaróskir og færði honum að gjöf frá Skagfirðingum áletrað gullúr um leið og hann þakkaði honum all- ar þær ánægjustundir sem hann hefði með ritverkum sínum gefið Skagfirðingum og landsmönnum öllum. Að lokum tók svo afmælisbarnið til máls og þakkaði fyrir þá gleði- stund sem hann hefði átt enn einu sinni með Skagfirðingum, og sló á létta strengi þegar hann sagði frá tilurð sögunnar Blástör, sem varð til þess að nafn hans varð á hvers manns vöram og var upphafið að ferli hans sem rithöfundar. Eftir að samkomugestir höfðu hyllt afmælisbarnið með langvinnu lófataki var samkomunni slitið. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LITGLAÐAR grímur vora helsta einkenni mynda hans, ekki af því að hann væri endilega svo heillaður af grímum sem brúkshlut, heldur af því þær gáfu honum tækifæri til að nota liti. Eitthvað í þessa átt skýrði Egill Jaeobsen gjarnan þá ástríðu sína að mála litsterkar grímumyndir, en Egill er nú látinn, 87 ára að aldri. Hann er af kynslóð Svavars Guðnasonar, tilheyrði á sínum tíma Cobra-hreyfingunni rétt eins og Svavar og bar heim strauma er hann kynntist í París og víðar á yngri áram. Fyrstu myndir Jacobsens vora litlar myndir með ýmsum mótífum frá Kaupmannahöfn í anda danskra málara, en hann söðlaði rækilega um er hann fór til Parísar 1934 og komst þar í kynni við verk málara eins og Picassos, Braques, Max Ernst og Mirós. Þar kynntist hann einnig frumstæðri list Afríku og Suðurhafseyja á franska mann- fræðisafninu. Eins og fleiri á þess- um tíma var hann einnig heillaður af framstæðri list og í verkum hans laust saman því frumstæða og hinu beinskeytta og tjáningarríka. Þeg- ar undir 1940 var hann farinn að mála í þeim stíl, sem síðan ein- kenndi ýmsa Cobra-málara, mynd- ir með svörtum einfoldum línum og öflugum og kraftmiklum litum. Síð- an hurfu línumar, en eftir stóðu lit- ríkir fletir er vísuðu til framstæðr- ar listar, barnamynda og abstrakt- listar. Það er einkum glíma Jacobsens við liti, sem einkenndi hann sem málara og hann hafði ekkert á móti því að vera kallaður „kóloristi“, enda sagði hann liti alla tíð höfuð- viðfangsefni sitt. Þeir lýstust með áranum, en voru alltaf miðlægir í verkum hans. Hann var afkasta- mikill og verk hans er að finna á listasöfnum um alla Danmörku, en einnig í öðram löndum. Félagar í Fóstbræðrum. Vortónleikar karla- kórsins Fóstbræðra Ályktun Rithöfunda sambands Islands Sýningar Sýnirými í apríl NÝLISTASAFNIÐ sýnir af- mælisveislu í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg. Nýlistasafnið varð tvítugt á árinu og hélt uppá þann áfanga fyrir skömmu með því að skemmta sjálfu sér og félögum sínum. I kynningu segir: „Hinn heimskunni hönnuður Massimo Morozzi sýnir um þessar mund- ir verkið „Pink it“ í galleríi Bai-mi. Hann mun sjálfur bera verkið á Salon del Mobile í Mflanó. Massimo Morozzi hefur um árabil verið einn áhrifa- mestu hönnuða Ítalíu eða allt frá því hann stofnaði Arichizoom ásamt Andreas Branzi og fleiram á sjöunda áratugnum. í símsvaragalleríinu Hlust flytur Willie Bell nýtt verk samið fyrir galleríið; „Answer- ingmachinepiece“. Willie Bell er Bandaríkjamaður fæddur í Alabama en ólst upp í Cleveland, Ohio. Hann hefur lengi unnið verk fyrir símsvara og verða þau gjarnan til úr litl- um og hversdagslegum neista sem hann reynir að fylgja eftir svo við getum upplifað hin ólist- rænu hughrif." Síminn í galleríi Hlust er 551 4348. Helgi Ásmundsson sýnir nú í sýningarrýminu 20 fermetrum. Sýningarrýmið 20 fermetrar, Vesturgötu lOa, er opið frá kl. 15:00 til 18:00 frá miðvikudegi til sunnudags. HINIR árlegu vortónleikar Fóst- bræðra verða haldnir í Langholts- kirkju dagana 28., 29. og 30. aprfl kl. 20.30 og laugardaginn 2. maí kl. 15. Á efnisskránni eru meðal annars Fjórar bænir heilags Frans frá Ass- isi eftir franska tónskáldið Francis Poulenc, en þær vora í fyrsta sinn fluttar hér á landi í heild sinni á tón- leikum sem kórinn hélt í haust. Þeir félagar og Stuðmenn Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eiga hvor sitt lagið á efnisskránni og er það í fyrsta sinn sem lög eftir þá skreyta efnisskrá vortónleika Fóst- bræðra. Þungamiðja þessara tónleika er þó verk eftir Jón Þórarinsson tón- skáld og fyrrverandi stjórnanda Fóstbræðra og Gamalla Fóst- bræðra, en hann varð áttræður sl. haust. Þar er m.a. að finna Blóma- rósir, sem Jón samdi að beiðni Fóstbræðra við ljóð Helga Sæ- mundssonar sem Helgi hafði til- einkað kórnum. Þá mun lítill kór flytja stúdentasyrpu sem Jón út- setti fyrir karlakór með fjórhentum píanóundirieik. Ung og efnileg sópransöngkona, Auður Gunnars- dóttir, mun flytja þrjú lög Jóns. Á efnisskránni eru ennfremur lög frá Skandinavíu, s.s. Olaf Trygva- son eftir Reissiger og Till Havs eftir Sibelius. Gamlir Fóstbræður koma við sögu þessara tónleika eins og svo oft áður. Þeir syngja þrjú lög einir og sér og í lokin munu kórarnir sameinast í tveimur óperukórum. Jónas Ingimundarson tók við af Jóni Þórarinssyni sem stjórnandi „Gamalla“ sl. haust. Stjórnandi Fóstbræðra er Ámi Harðarson. Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðs- son og Jónas Ingimudarson annast píanóleik. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Rithöf- undasambandi Islands „Stjóm Rithöfundasambands Is- lands hefur ályktað eftirfarandi vegna opinberrar ákæru á hendur Ingólfi Margeirssyni rithöfundi: 1. Tjáningarfrelsið er ein af meginstoðum lýðræðislegs þjóðfé- lags. Tjáningarfrelsið nær ekki eingöngu til upplýsinga og hug- mynda sem njóta velþóknunar og era taldar meinlausar eða þýðing- arlitlar, heldur einnig þeirra sem móðga, hneyksla eða raska hug- arró manna. Tjáningarfrelsið er háð ýmsum takmörkunum að lög- um, en þær verður að túlka þröngt og sýna verður með sannfærandi hætti fram á nauðsyn hvers konar skerðinga. 2. Eitt af hlutverkum rithöf- unda og blaðamanna er að koma á framfæri upplýsingum og hug- myndum um málefni er almenning varða. Það er ekki aðeins hlutverk rithöfunda og blaðamanna að koma slíkum upplýsingum og hug- myndum á framfæri, heldur á al- menningur einnig rétt á að taka við þeim. 3. Brýnt er að ekki séu gerðar aðrar takmarkanir á tjáningar- frelsinu en þær sem nauðsynlegar eru í lýðræðissamfélagi og slík nauðsyn teljist því aðeins fyrir hendi, að um sé að ræða knýjandi samféjagsleg nauðsyn. 4. Óhjákvæmilegt er við mat á því hvort farið hafí verið út íyrir mörk tjáningarfrelsis að líta til þess hvort höfundur hefur sjálfur viðhaft þau ummæli sem athuga- semdir eru gerðar við, eða stuðlað að útbreiðslu þeirra sem rithöfund- ur eða blaðamaður með því að koma þeim á framfæri. 5. Stjórnin telur það ekki hlut- verk dómstóla að taka eigið álit fram yfir álit rithöfunda og blaða- manna á því hverskonar aðferðir þeim beri að nota við frásagnir sín- ar. 6. Að undanförnu hefur farið fram víðtæk umræða hér á landi og annars staðar um friðhelgi einka- lífsins, vernd persónuupplýsinga og réttindi sjúklinga. Mikilvægt er að sú umræða verði ekki heft með því að koma í veg fyrir að rithöf- undar og blaðamenn birti frásagnir þeirra sem að málum þessum koma í daglegu starfi, svo sem frásagnir lækna og annarra sem við heilsu- gæslu fást. Opinskáar frásagnir kunna að vera til þess fallnar að auka almenna umræðu og skilning á mikilvægi þessara réttinda og nauðsyn verndar þeirra. 7. Með hliðsjón af þessum sjón- armiðum hvetur stjórn Rithöf- undasambands Islands til þess að ekkert það verði aðhafst af stjórn- völdum, sem dregið geti úr umræð- um um mikilvæg málefni sem al- menning varða. Þvert á móti telur stjórnin það skyldu stjórnvalda að koma á framfæri sem víðtækustum upplýsingum til almennings um slík mál svo auka megi líkur á lýð- ræðislegum ákvörðunum byggðum á þekkingu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.