Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vestari akrein að brú verður lögð í sumar og tekin i notkun í haust Ný brú verður boðin út í haust og tekin í notkun sumarið 1999 .UHBftÚ Hringtorgi sem nú er verður breytt í Ijósastýrð gatnamót S, Vestari akrein að brú J' ? verður lögð í sumar og ^ tekin í notkun í haust FRETTIR Hvalfíarðargöngin verða opnuð 11. júlí nk. án afsláttar 1.000 krónur Tilboð opnuð í vegalagn- ingu við Gullinbrú Lægsta tilboð 120 milljónir Gjald verður GRUNNGJALD fyrir alla algeng- ustu fólksbfla um Hvalfjarðargöng- in verður 1.000 kr. önnur leiðin. Göngin verða opnuð við hátíðlega athöfn kl. 14 laugardaginn 11. júlí, átta til níu mánuðum á undan áætl- un. Landsmönnum verður boðið að kynnast Hvalfjarðargöngunum með því að aka ókeypis undir fjörð- inn fyrstu sólarhringana en inn- heimta veggjalds hefst 15. júlí. Hvalfjarðargöng stytta leiðina á milli Akraness og Reykjavíkur um 60 km og um 42 km milli Borgar- Alþingi Hálendis- frumvörpin rædd í dag ALÞINGI tekur í dag til annarrar umræðu þijú lagafrumvörp sem varða hálendi íslands. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að nefndir hefðu lokið umfjöllun um hálendisfrumvörpin; allsherjamefnd hefði fjallað um frumvarp til laga um þjóðlendur, fé- lagsmálanefnd um frumvarp til breytinga á sveitarstjómarlögum og iðnaðamefnd um frumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Venju samkvæmt kæmu málin til umræðu í þinginu að nýju nú þegar nefndir hafa lokið störfum. ness og Reykjavíkur. Hámarks- hraði í göngunum verður 70 km á klst. Stjóm Spalar ehf., sem eignast göngin eftir tveggja mánaða reynslutíma eftir opnun þeirra, kynnti veggjaldið og ýmsa útreikn- inga þar að lútandi á blaðamanna- fundi í gær. Þar kom fram að veg- gjald verður 600, 800 eða 1.000 kr. fyrir hverja ferð fjölskyldubfls eftir því hvort og hvaða afsláttarkjör menn nýta sér. Veggjald verður í þremur flokkum eftir lengd öku- tækja auk sérstaks gjaldflokks fyr- ir vélhjól, 600 kr. hver ferð. Yfír 96% bíla á íslandi eru í I. gjald- flokki. 96,3% bilaflotans á lægsta gjaldi Skriflegir samningar em gerðir um ferðir á afsláttarkjöram. Askrifendur kaupa 20 eða 40 ferðir með 20% eða 40% afslætti og greiða þær fyrirfram. Askrifendur fá veglykil til að setja á framrúðu bflanna. Tölvubúnaður í gjaldhliði skráir ferðimar sjálfvirkt og dreg- ur frá „inneign“ viðkomandi. Veglykill fylgir bílnum sem hann er upphaflega settur í. Ekki er hægt að flytja lykla milli bfla. Ef fjölskylda á tvo eða fleiri bfla er hægt að hafa sama reikning fyrir alla veglyklana. í I. gjaldflokk falla bflar styttri en 6 metrar. Veggjald fyrir staka ferð er 1.000 kr. en veglykill með 20 ferðum veitir 20% afslátt. Veglykillinn kostar 16.000 kr. Veglykill með 40 ferðum veitir 40% afslátt og kostar 24.000 kr. Sama gjald er fyrir bíla í I. flokki dragi þeir kerru, hjólhýsi, hestvagn eða eitthvað sambærilegt. Boðið verð- ur upp á ýmis greiðslukjör fyrir veglyklana. I II. gjaldflokk falla ökutæki 6- 12,4 metra löng sem era 3,6% bfla- flota landsmanna. Veggjald fyrir staka ferð verður 3.000 kr. Veglyk- ill með 20 ferðum veitir 15% afslátt og kostar 51.000 kr. Veglykill með 40 ferðum veitir 25% afslátt og kostar 90.000 kr. í III. gjaldflokk falla ökutæki sem era lengri en 12,4 metrar sem era 0,04% bflaflot- ans. Veggjald fyrir staka ferð verð- ur 3.800 kr. Veglykill með 20 ferð- um veitir 15% afslátt og kostar 64.600 kr. Veglykill með 40 ferðum veitir 25% afslátt og kostar hann 114.000 kr. Hálfur milljarður kr. á fyrsta rekstrarári Lögð var fram greinargerð á fundinum sem Rekstrarstofan og Rekstrarstoð ehf. hafa unnið fyrir Spöl ehf. Þar kemur fram að veggjaldið er í flestum tilvikum lægra en sem svarar til kostnaðar við að aka fyrir Hvalfjörð. Stofnkostnaður Hvalfjarðar- ganga er áætlaður 4,6 milljarðar kr. og verður hann ásamt rekstrar- kostnaði greiddur með veggjaldi. Spölur ehf. gerir ráð fyrir að 1.500 bflar fari að meðaltali um göngin á sólarhring og tekjur af umferðinni verði rúmlega hálfur milljarður króna á fyrsta rekstrarári. Stefnt er að því að greiða upp langtímalán á 18 áram og að þeim tíma liðnum fær íslenska ríkið Hvalfjarðargöng afhent án endurgjalds. FLEST bendir til að samið verði við Háfell ehf., Án-verktaka ehf. og Borgartak ehf. um gerð vestari ak- brautar Gullinbrúar frá Stórhöfða norður fyrir Hallsveg. Framkvæmdin nær auk þess til frágangs gatnamóta, jarðvegsmana og aðliggjandi göngustíga en gerð brúarinnar sjálfrar er ekki meðtal- in. Verktakarnir voru valdir með út- boði og vora tilboð opnuð í síðustu viku. Fyrrtaldir verktakar buðu saman 119,3 milljónir króna, eða 91,22% af kostnaðaráætlun; Dalverk og Völur buðu saman 135,2 m.kr. eða 103,41% af kostnaðaráætlun og ístak bauð 142,4 milljónir, eða 108,89% af áætlun hönnuða, sem var 130,8 milljónir króna. í framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar kemur fram að Gullinbrú verður breikkuð með lagningu nýrr- ar akbrautar vestan við núverandi UNDIRRITUÐ hefur verið sátta- gjörð milli hreppsnefndar Súðavík- ur, þáverandi sveitarstjóra, fram- kvæmdanefndar um hreinsunina og nokkurra náinna aðstandenda þeirra sem létu lífið í snjóflóðinu í janúar árið 1995. Sáttagjörðin er gerð til að binda enda á eftirmál vegna hreinsunarstarfa sem unnin voru og biðst hreppsnefndin afsök- unar á mistökum sem urðu við framkvæmdina. Umsjón með sáttastarfinu hafði sr. Kristján Björnsson, sóknar- prestur á Hvammstanga, en það var sveitarstjórn Súðavíkurhrepps sem kallaði hann til starfa. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í febrúar og hefur aðallega verið fólgið í einstak- lingsviðtölum og ráðgjöf. Samhliða sáttagjörðinni er lögð fram áætlun um eftirfylgd við nánustu aðstand- endur þein-a sem létust í snjóflóð- inu og hefur þegar verið ákveðið að sú vinna standi yfir í eitt ár. Hún verður í umsjón sr. Karls en leitað verður til félagsráðgjafa og lög- fræðinga auk annarra ef þörf kref- ur. Gert er ráð fyrir ýmsum leið- veg frá Stórhöfða og norður fyrir Hallsveg. Gatnamótin við Stórhöfða, sem eru ljósastýrð, verða lagfærð með gerð nýrrar fráreinar frá Gullinbrú inn á Stórhöfða til vesturs. Hringtorg við Fjallkonuveg verður aflagt Núverandi hringtorg við Fjall- konuveg verður aflagt og koma ljósastýrð gatnamót í staðinn. Gerð verður ný tenging við Lok- inhamra og Fjallkonuveg með til- heyrandi aðreinum, fráreinum og beygjureinum og við Hallsveg verða gatnamótin aðlöguð fjögurra akreina vegi Gullinbrúar. Jafnhliða gatnaframkvæmdunum verður unnið að gerð jarðvegsmana og hljóðtálmana. Ráðgert er að ljúka meginhluta vegagerðar fyrir haustið en þá hefst brúarsmíði, sem á að ljúka sumarið 1999. réttingum varðandi þann tíma, sem liðinn er frá snjóflóðinu og verður unnið að ráðgjöf og almennri félags- legri úrlausn þegar horft er til framtíðar. Hreppsnefndin ábyrg I sáttagjörðinni lýsir hrepps- nefnd Súðarvíkurhrepps því yfir að hún beri ábyrgð á öllum fram- kvæmdum og aðgerðum á vegum stjómsýslunnar eins og lög geri ráð fyrir. Fram kemur að hreppsnefnd- in er ábyrg fyrir hreinsuninni, sem unnin var við erfiðar aðstæður á svæðinu eftir snjóflóðið, umgengni um lóðir og rústir fasteigna og með- ferð og varðveislu persónulegra lausamuna er fundust í flóðinu. Hreppsnefndin harmar þau mistök sem urðu við framkvæmdina. Þá segir, „í fullri einlægni biður hún alla aðstandendur hinna látnu opin- berlega afsökunar á hverju því, sem orðið hefur til að auka á skaða þeirra eða ýfa sár og missi á ýmsum stigum hreinsunarverksins." í lokin er vonast til að draga megi lærdóm af rás atburðanna í framtíðinni. Nýkomnar vörur Tvíofin, spænsk gardínuefni. Efnin eru 2,8 m á breidd sem notast á hæðina og nýtast bau bví miög vel. Einnig passar ein breidd á hiónarúm. Verð frá 3.590 kr. m. Höfum einnig ódýrar ömmustangir. * 1 gluggatj aldadeild, Skeifunni 8 Eftirmál vegna hreinsunar í Súðavík Sátt næst milli aðstandenda og hreppsnefndar i l l l í L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.