Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 38
y 38 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um gagn- rýni „Gagnrýnendur eru eins oggeldingar í kvennabúri: Þeir vita hvernig það er gert, þeir hafa séð það gert daglega en þeirgeta ekki gert það sjálfir. “ Það líður vart sá vetur að ekki verði einhver krytur á milli gagn- rýnenda og lista- manna eða aðstand- enda þeirra. Ritdeilur eru ekki óalgengar og fær þá allt að fjúka sem annars myndi teljast tabú. Myndmálið sem notað er til að lýsa gagnrýnendum og starfi þeirra er kapítuli út af fyrir sig. Sennilega er geld- ingslíkingin hans Brendans Behans sú frægasta og togað- asta: „Gagnrýnendur eru eins og geldingar í kvennabúri: Þeir vita hvernig það er gert, þeir hafa séð það gert daglega en þeir geta ekki gert það sjálfír.“ Og auðvitað UinunDE mætti einnig VlunORr rifjaupporð eftir Þröst Kenneth Tyn- Heigason an: „Gagnrýn- andinn er mað- ur sem þekkir leiðina en kann ekki á bílinn." Málþing um listgagnrýni í fjölmiðlum var haldið á Degi bókarinnar, 23. apríl síðastlið- inn, sem bar upp á sumardag- inn fyrsta að þessu sinni. Hall- dór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, var einn af átta fyrirlesrurum á þinginu og benti meðal annars á að tími Brandesar væri liðinn, að hinir miklu gagnrýnendur sem stæðu eins og vegvísar í lands- laginu væru ekki lengur til. Abending þessi kom í kjölfarið á fyrirlestri Jóns Viðars Jóns- sonar, leiklistargagnrýnanda Frjálsrar verslunar, þar sem hann líkti hlutverki sínu í ís- lensku leikhúslífí óbeint við hlutverk Brandesar í höfundar- ferli Ibsens. Jón Viðar vildi með öðrum orðum þakka sér og gagnrýni sinni að listrænar framfarir hefðu orðið hjá Leik- félagi Reykjavíkur undanfarin misseri og sagðist hann ekki vilja gera sér upp neina hóg- værð í þeim efnum. Hér koma fram tvö grund- vallarviðhorf til gagnrýni. Að mati Halldórs er hlutverk gagnrýnenda ekki að vera leið- beinandi fyrir listamennina heldur að skoða og meta verkið sem til umfjöllunar er á al- mennan hátt. Gagnrýnandinn hefur hins vegar mun stærra hlutverki að gegna í huga Jóns Viðars, hann á að leggja línurn- ar fyrir listamennina. Það er auðvitað enginn Ge- org Brandes á meðal vor sem stendur og spuming hvort einn maður gæti haft jafnmikil áhrif nú og Brandes hafði í kringum síðustu aldamót. Hér kemur fleira til en aukin fjölmiðlun og aukinn fjöldi þeirra sem fjalla um bókmenntir og listir. Það sem einkennir menningarum- ræðuna er fyrst og fremst hug- myndalegur og aðferðafræði- legur margbreytileiki. Það er varla hægt að tala um neina „Hovedstrpmninger" eða meg- instrauma, eins og Brandes gerði, heldur einkennist tíminn af allsherjar öngþveiti og upp- lausn. Og eina leiðin fyrir gagnrýnandann að öðlast ein- hvern skilning á þessu ástandi er í raun og veru að henda sér Brendan Behan - út í iðuna og reyna svo að ná landi einhvers staðar áður en hún dregur hann í kaf. Og það er með þennan skilning að vopni sem hann getur reynt að varpa einhverju ljósi á það sem er að gerast, á bókmenntirnar, leiklistina, myndlistina o.s.frv. Gagnrýnandi getur svo hvatt listamenn til að gera hið sama en að ætla sér að setja upp ein- hver umferðarmerki er bjart- sýni eins og menningarlands- lagið er í dag. Ef við höldum áfram að hugsa um Brandes þá eru áhrif gagnrýnenda nú til dags miklu tilviljunarkenndari en þá var. Gagnrýnin er vissulega þáttur í almennri hugmyndaumræðu, sem er skoðanamyndandi og mótar alltaf þá sem eru beinir eða óbeinir þátttakendur í henni að einhverju leyti, en hún er jafnframt mun viðameiri og fjölþættari nú en áður. Þótt áhrifvald gagnrýnenda í þessu samhengi hafí vafalaust minnk- að er örugglega ekki lögð nógu mikil áhersla á þennan þátt í gagnrýninni og menningarum- ræðunni yfírleitt hér á landi. A þinginu komu fram margar athugasemdir um faglega þekkingu og nálgun gagn- rýnenda. Tónlistar- og mynd- listarmenn kvörtuðu undan því að fagleg rök skorti í umfjöllun um greinarnar. Frekar væri stuðst við tilfínngaleg rök. Þessi sama umræða hefur lengi verið uppi á teningnum í tengslum við bókmenntagagn- rýni. Öll þekkjum við gagnrýni þar sem rakinn er söguþráður verks, það síðan sett í bók- menntasögulegt samhengi og eitthvert almennt mat lagt á það að endingu. Slík vinnu- brögð eru varla verjandi lengur og þótt ekki megi rugla saman tímaritsumfjöllun og blaða- gagnrýni þá verður hin síðar- nefnda óneitanlega öllu áhuga- verðari og vandaðri ef fræði- legur grunnur hennar er ekki á reiki. Öngþveiti tímans hefur hins vegar sett gagnrýnendur í enn meiri vanda hvað þetta snertir en áður. Það er í raun ekki lengur spurning hvort gagn- rýnendur eigi að styðjast við ákveðnar fræðikenningar í skrifum sinum eða ekki, um það er nánast gerð skýlaus krafa, það er miklu frekar deilt um hvaða aðferðum á að beita, hvaða kenningar eru nothæfar og í hvaða tilfellum. Um þetta þyrfti að fara fram ítarleg um- ræða; það þyrfti að viðra helstu kenningar í nútíma aðferða- fræði, kynna þær og ræða. Slíka umræðu hefur reyndar alltaf vantað hér á landi. Hluti af slíkri umræðu gæti farið fram í gagnrýninni sjálfri. Þá þyrftu menn að fara að ráðum Dagnýjar Kristjánsdóttur bók- menntafræðings sem benti á það á þinginu að það væri ekki aðeins nauðsynlegt að gagn- rýnendur beittu ákveðinni fræðilegri nálgun heldur að þeir gerðu grein fyrir því á skilmerkilegan hátt hvaða að- ferð eða kenningu þeir beittu í hvert skipti. Ný húsnæðislög? PÁLL Pétursson fé- lagsmálaráðherra á heiður skilinn fyrir margvíslegar aðgerðir til aðstoðar þeim sem lent hafa í erfiðleikum vegna húsnæðiskaupa og góðan vilja til að bæta hag íbúðarkaup; enda og leigjenda. í því skyni m.a. hefur hann nú lagt fram frumvarp á Alþingi um endurskoðun húsnæð- ismála í heild sinni. Frumvarpið ber þess þó glögg merki að vera eingöngu samið af stjómendum og starfs- mönnum núverandi húsnæðiskerf- is, ráðuneyta og sveitarfélaga. Þeh- hafa fallið í þá slæmu gryfju að horfa um of á gamla kerfíð. Við fljótlega skoðun virðist breytingin ekki önnur en sú að það sem nú heitir í dag Húsnæðisstofnun ríkis- ins skuli framvegis heita Ibúða- lánasjóður og að það sem nú heitir félagslegt lán heiti í framtíðinni viðbótarlán. Kostir frumvarpsins Meginkostur frumvarpsins er að samkvæmt því á að fækka hús- næðislánasjóðum úr þremur í einn og hætta að niðurgreiða vexti í húsnæðiskerfinu en jafna þess í stað hlut fólks heildstætt í gegnum vaxtabótakerfi skv. tekjuskattslög- um. Gallar frumvarpsins Aðalgalli frumvarpsins er að sem fyrr á að draga línu við tiltek- in tekjumörk og veita þeim sem eru undir þessum mörkum meiri lánafyrirgreiðslu en hinum sem eru nokkrum tugum þúsunda yfír tekjumörkunum. Fyrir þessum skörpu skilum hafa aldrei verið nein rök. Þeim sem eru undir tekjumörkunum á að lána 90% af kaupverði í stað allt að 100% áður. Hinir sem eru yfir tekjumörkun- um eiga að geta látið sér nægja 65-70% lánshlutfall. í núverandi húsnæðiskerfi er 90-100% lánsfyr- irgreiðsla veitt úr félagslega kerf- inu. Stór hluti þeirra sem hafa verið yfir tekjumörkunum, og því ekki getað fengið lán þar, hefur heldur ekki getað fengið fyrir- greiðslu í húsbréfakerfinu vegna þess að hann hefur ekki átt til þau 30-35% af kaupverði sem þar er krafist. Þessum hópi, sem fer stækkandi, hefur alla tíð verið út- hýst úr báðum kerfunum, sem er algerlega óþolandi misrétti. Það er líka tímaskekkja að það skuli eiga að vera sveitarfélögin sem ákveði hverjir eiga að fá viðbótarlán þ.e. allt að 90% lán af kaup- verði íbúðar. Það er ekki í anda jafnræðis- reglu stjórnarskrár- innar að fólk í ná- kvæmlega sömu spor- um fái mismunandi opinbera fyrirgreiðslu eftir því hvar það býr á landinu, og því hver stefna viðkomandi sveitarfélags er í hús- næðismálum. Starfsfólk banka- stofnana, sem hefur það hlutverk að meta greiðslugetu fólks í hús- bréfakerfinu, getur að sjálfsögðu einnig metið hverjir eiga rétt á allt að 90% lánshlutfalli, eftir reglum sem um það giltu, án þess að sveit- Ef okkur á að takast að halda hérlendis hæfi- leikaríku fólki telur Viggó Jörgensson að fyrirgreiðsla í húsnæð- ismálum verði að vera sambærileg við ná- grannalöndin. arfélögin þurfi að koma þar nærri, enda á ekki að h'ta á það fólk sem sveitarómaga. Á hinum Norðurlöndunum og víða í Vestur-Evrópu geta al- mennir íbúðarkaupendur fengið a.m.k. 80% lánafyrirgreiðslu á u.þ.b. 5% vöxtum til 25 ára og sums staðar óverðtryggt. Ef við íslendingar ætlum að halda hér- lendis því unga og hæfUeikaríka fólki sem við eigum, og fá þá aftur heim sem nema erlendis, verðum við hafa hér sambærilega fyrir- greiðslu í húsnæðismálum og ger- ist í nágrannalöndunum. Aðeins hluti þeirra sem eru að koma sér upp bömum og búi á til 30% af kaupverði til að kaupa sína fyrstu íbúð. Og aðeins hluti þeirra sem þurfa að stækka við sig á þau 35% af kaupverði sem áskilin eru. Þetta vandamál hefur í marga ára- tugi verið leyst með því að fólk hefur tekið lifeyrissjóðslán og bankalán með allt of stuttum láns- tíma. Þessi lán bera vexti sem nær ekkert barnafólk hefur efni á að greiða, til viðbótar við verðtrygg- ingu. Bankakerfið hefur verið mjög tregt til að axla þjóðfélags- legar skyldur sínar og lækka vexti og lengja lánstíma vegna húsnæð- isöflunar einstaklinga. Bankakerf- ið krefst ennþá veðtrygginga sem eru innan við 50-60% af mark- aðsvirði íbúða, en á því veðbili eru að sjálfsögðu húsbréfalán. Hvað er til ráða? Það er mjög sjaldgæft að alþing- ismönnum gefist tækifæri að bæta hag stórs hluta landsmanna eins og verður ef þeir bera gæfu til að hækka almennt lánshlutfall hús- bréfa í 80%. Enn sjaldgæfara er, eins og í þessu tilfelli, að það kosti ríkissjóð nær ekkert fé. Félags- málaráðherra hefur sjálfur bent á góða reynslu af hækkun lánshlut- falls úr 65% í 70% til þeirra sem era að kaupa í fyrsta sinn. Eins og áður var vikið að er hér lagt til að lánafyrirgreiðsla hlaupi á heilum prósentum frá 80% til 90% eftir aðstæðum hvers og eins. Samhliða þessu þarf að hækka hámark hús- bréfa úr 6,1 milljón í 7,5 milljónir króna vegna kaupa á notuðu hús- næði og hækka hámarkið sömu- leiðis úr 7,3 milljónum í 8,5 millj- ónir króna vegna nýbygginga. Til að koma í veg fyrir að þessi breyt- ing valdi þenslu í þjóðfélaginu þarf svo að beina því til banka- og fjár- málastofnana að lánaíyrirgreiðsla til einstaklinga verði fýrst og síð- ast ákveðin á grundvelli greiðslu- getu hvers og eins, en ekki á því hvaða lánsveð eða ábyrðarmenn þeir geti útvegað. Aðeins á að vera eitt húsnæðis- kerfi fyrir alla landsmenn sem hyggja á íbúðarkaup eða bygg- ingu. Það er húsbréfakerfið með stighækkandi lánsprósentu eftir hag hvers og eins og vaxtakjör eiga að vera þau sömu fyrir alla. Leiðréttingar þar á, vegna félags- legra aðstæðna, eiga að gerast í gegnum vaxtabótakerfið. Stefna þarf að því að bankakerfið taki við húsbréfakerfinu. Undirritaður skorar á félags- málaráðherra og aðra alþingis- menn að hækka almennt lánshlut- fall í húsbréfakerfinu í 80% af kaupverði, hliðstætt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar, og bæta þannig hag tugþúsunda ís- lendinga til langrar framtíðar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viggó Jörgensson „VIÐ skulum sofa á þessu, hróið mitt,“ var viðkvæði ömmu minn- ar þegar ég bar eitt- hvað undir hana sem mér lá meira en lítið á hjarta - „og farðu svo með bænimar þínar fyrir svefninn." Bæði þessi hollráð hef ég í huga þegar ég festi þessi orð á blað. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp til laga um gagnagranna á heilbrigðissviði og frumvörp til laga sem varða hálendi Islands með nýjum hætti. Fyrrnefnda framvarpið lýtur að nýtingu einkaleyfisaðila á heil- brigðisupplýsingum um einstak- linga í þeim mæli sem enga hlið- stæðu er að finna í veraldarsög- unni og hin síðarnefndu varða al- mannarétt með þeim hætti að eng- in fordæmi eru fyrir í Islandssög- unni. Annars vegar er um það að ræða að ganga með nýjum hætti á þann rétt til einkalífs, frið- helgis og persónu- frelsis, sem hingað til hefur ekki verið talið sæmandi að ræða, a.m.k. ekki í Evrópu eftirstríðsáranna, og hins vegar að ráða til lykta með lagasetn- ingu í einu vetfangi aldagömlu ágreinings- máli um yfirráðarétt á hálendinu. Um þessa tvo meg- inþætti mannlegrar náttúra, mannhelgina annars vegar og eign- helgina hins vegar hefur ríkt óein- drægni um aldir. Manninum er áskapað að verja gagnvart lögum og yfirvaldsboði sjálfan sig fyrst, líf og limi sjálfs sín og sinna, og síðan eign og verðmætasköpun sína og sinna - og séð í því að hluta sjálfsmynd sína sem einstaklings. Þannig hefur Jón Jónsson hing- að til sagt að engan óviðkomandi Lagasetning, ekki í ár- anna heldur aldanna rás, segir Björn Þ. Guðmundsson, hefur ekki síst lotið að per- sónu- og eignavernd. varðaði um það hvað að honum amaði og á sama hátt kýs Sigríður Sigurðardóttir að fara á fjöll án þess að þurfa að biðja kóng eða prest um leyfi. Lagasetning, ekki í áranna held- ur aldanna rás, hefur ekki síst lotið að persónu- og eignarvernd. Með þeim framvörpum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, er í þeim mæli vegið að grandvallarmann- réttindum að ástæða er til að staldra við. Því spyr ég í fullri ein- lægni: Er nokkur goðgá að fara fram á það að Alþingi fresti af- greiðslu þessara frumvarpa frá vordögum, svo að þjóðin fái í friði að leggjast undir feld þó ekki væri nema fram á haustdaga? Höfundur er prófessor og forseti lagadeildar Háskóla íslands. Goðgá Björn Þ. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.