Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús íyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur málsverð- ur. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. LanghoItskirkja.Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Æskulýðsfundur kl. 19.30. Laugaraeskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Fræðsla: Geð- sveiflur eftir fæðingu. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Farið verður í gönguferð um ná- grennið. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 11. Leikfimi, matur og helgistund í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. KFUM, drengir 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10- 12. Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngri deild, kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi , Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT-starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Elísabet Berta Bjarnadóttir hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar flytur erindi kl. 20.30 sem hún nefnir: Uppbyggileg samskipti í hjónabandinu. Landakirkja. Kl. 16 æfing með for- eldrum og fermingarbörnum vegna fermingar 3. maí kl. 11. Kl. 17 æf- ing með foreldrum og fermingar- börnum vegna fermingar 3. maí kl. 14. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafellskirkju í dag kl. 18. Hvítasunnukrikjan Fíladelfía. Kl. 20 er samvera á vegum systrafé- lagsins. Ræðumaður sr. María Ágústsdóttir. Allar konur hjartan- lega velkomnar. 1 Fáðu senda AJLLAN SOLAR- HRiNGINN S 800 4500 BM*Vallá hjálpar þér að fegra hús og ® garð. Pantaðu bæklingana Húsið og m fi'amkvænHlirnar og Garðurinn og | umhverflð. BM-VAILA ISTISO 9001 MfflE__\ö Laugavegi 4, sími 551 4473 VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI - - EiNKAUMBOO £8 Þ.Þ0RGRIMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reýkjavlk - sími 553 8640 - Gœðavara Gjdfavara — malar- og kaffislell. Allir veróflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. 3 VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. í DAG SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á meistaramóti St. Péturs- borgar í Rússlandi sem nú er að ljúka. Vasílí Jemelin (2.485) hafði hvítt og átti leik gegn Dimítrí Sjúkin (2.390). 30. Hh3! - h6 (Ekki mátti þiggja riddarafórn- ina. Eftir 30. - Bxf6 31. e5 er svartur óverjandi mát.) 31. Rh5 - Hg8 32. Rxg7 - Hxg7 33. Hxh6+ - Kg8 34. Hxg7+ - Kxg7 35. Hxd6 (Með þremur peðum meira í endatafli er hvíta staðan auðvitað gjörunn- in.) 35. - Hh8 36. Hb6 - Ba8 37. Ha6 - Bb7 38. Ha7 - Bc6 39. Hc7 - Bb5 40. Hc5 og nú loksins gafst svartur upp. Þegar tveimur umferð- um var ólokið á mótinu voru þeir Evgení Solozenkín og Valerí Popov efstir með átta vinninga af ellefu mögulegum. Lang- stigahæsti keppandinn á mótinu, Alexander Khaliftnan (2.660), var í þriðja sæti með sjö vinn- inga. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „ þau voru > bxnum ob geras smáucgis JöLainnkajup. " VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kaupið er lágt KAUPIÐ er orðið svo lágt og svarar ekki nú- tímakröfum. Öryrkjar sem komast ekki í verka- mannabústaði verða að hírast hjá foreldrum eða leigja. 75-80 þús. er lág- mark fyrir einstakling. Eg get ekki ímyndað mér annað en að þeir lægst launuðu sprikli. Erla Hauksdóttir, Iðufelli 12. Hún Kata litla í Koti UM daginn var í Velvak- anda spurst fyrir um höf- und ljóðsins um Kötu litlu í Koti. Það er ekki rétt sem sagt var 23. apr- £1 að ljóðið væri eftir Da- víð Stefánsson. Kvæðið, sem heitir Hún Kata litla í Koti, er eftir Gest (Guð- mund Björnsson) og birt- ist í bók hans, Undir ljúf- um lögum, 1918, bls. 15- 16. Ljóðið er einkum þekkt vegna lags Sig- valda Kaldalóns við það. Gunnar Stefánsson, Kvisthaga 16, R. Tapað/fundið Álstigi tapaðist ÁLSTIGI hvarf af lóð við Vesturberg fyrir u.þ.b. þremur vikum. Ef ein- hver hefði orðið var við stigann á flækingi er hann góðfúslega beðinn að hringja í síma 557- 8999. Ur tapaðist TISSOT-kvenúr með tví- litri kveðju tapaðist 20. apríl sl. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 552-1052 eftir kl. 16. Dýrahald Kettling vantar heimili NÍU vikna gamlan fresskött, svartan og hvítan, vantar gott heim- ili. Uppl. í síma 553-4870 Borgar eða Helga. Pennavinir SEXTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yoshiko Hirohatu, 2-7-30 Hongou, Niihama-shi, Ehime, 792 Japan. ÞRJÁTÍU og sjö ára bandarísk kona búsett í Frakklandi, tveggja barna móðir, sem getur skrifað á ensku, þýsku eða ítölsku auk frönsku: Deborah J. Fulghieri, 2 Rue Murger, Bourron-Marlotte, 77780 France. TUTTUGU og sex ára kennslukona í Ghana vill skrifast á við karlmenn: Andrea Cosby, P.O. Box 485, Winneba, Ghana DÖNSK kona búsett í Kanada vill skrifast á við karla eða konur eldii en fertugt, annað hvort á dönsku eða ensku: TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með marg- vísleg áhugamál: Monica Forson, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. TÓLF ára bandarískur piltur með mikinn íþróttaáhugn: Chris Leth, 8020-152 A-Avenue, Edmonton, Alberta, TSC 2Z9, Canada. Mike Wilson, 45 West Main Str., P.O. Box 41, Montazuma, Ohio 45866, U.S.A. Víkveiji skrifar... ATHYGLISVERT er að sjá, hvað tiltölulega ný tegund bif- reiða hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum. Þar er um að ræða svonefndar fjölnotabifreiðar. Að útliti svipar þessum bílum til sendibíla en hér er þó fyrst og fremst um að ræða, að tekizt hef- ur að hanna bíla, sem eru óvenju- lega hentugir fyrir fjölskyldur. Bílarnir eru áberandi rúmbetri en venjulegir fólksbílar og þeir eru einnig mun rýmri en bílar, sem í eina tíð voru nefndir „station“- bílar. Hagkvæmni þeirra er fólgin í miklu rými bæði fyrir farþega, far- angur og margvíslegan annan varning, sem fólk þarf að flytja með sér. Sætum er hægt að fjölga eða fækka eftir þörfum. I sumum tilvikum geta bílarnir tekið sjö far- þega og hugsanlega fleiri. Áber- andi meira rými gerir það að verk- um, að þrengslin sem eru í fólksbíl- um og þá ekki sízt litlum fólksbíl- um heyra sögunni til. Það er alveg augljóst, þegar fylgzt er með bílaumferð í Banda- ríkjunum, að þessir bílar hafa náð mikilli útbreiðslu þar. Að sumu leyti má velta því fyrir sér, hvort hefðbundnir fólksbílar og „station“-bílar séu að verða úrelt fyrirbæri. Raunar má líka spyrja, þegar þessir bílar eru bornir sam- an við jeppa, hvort hinir síðar- nefndu eru einnig að verða gamal- dags a.m.k., sem farartæki, sem fyrst og fremst eru notuð á götum borga og á þjóðvegum, þótt öðru máli gildi um akstur utan vega. Að vísu eru bandarískir jeppar orðnir svo miklir lúxusbílar að þeir eiga tæpast heima í akstri ut- an vega. XXX AÐ ÞESSU er vikið hér vegna þess, að tiltölulega lítið er um þessa bíla á götum og þjóðvegum hér á landi. Þó er augljóst, að þeir henta fjölskyldufólki ekki síður hér en annars staðar. Hvers vegna er þá svo lítið um þessa bíla í um- ferðinni hér? Vegna þess að þeir era alltof dýrir. Og hvers vegna eru þeir alltof dýrir? Það er ekki fyrst og fremst vegna innkaups- verðs frá verksmiðjum heldur vegna hins, að þær reglur, sem gilda um álagningu opinberra gjalda á bíla við innflutning til landsins, eru þessari bílategund mjög óhagstæðar. Þeir sem um þessi mál fjalla ættu að huga að þessu. Bflar þessir henta fjölskyldufólki hér sem ann- ars staðar mun betur en þeir bflar, sem fólk er fyrst og fremst að kaupa. Það er full ástæða til að endurskoða reglur um álagningu opinberra gjalda á bfla í þessu ljósi. Hvað segir hinn nýi fjármálaráð- herra um það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.