Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 56

Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús íyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur málsverð- ur. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. LanghoItskirkja.Ungbarnamorg- unn kl. 10-12. Æskulýðsfundur kl. 19.30. Laugaraeskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Fræðsla: Geð- sveiflur eftir fæðingu. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Farið verður í gönguferð um ná- grennið. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 11. Leikfimi, matur og helgistund í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. KFUM, drengir 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10- 12. Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Fundur í æskulýðs- félaginu, yngri deild, kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi , Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT-starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Elísabet Berta Bjarnadóttir hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar flytur erindi kl. 20.30 sem hún nefnir: Uppbyggileg samskipti í hjónabandinu. Landakirkja. Kl. 16 æfing með for- eldrum og fermingarbörnum vegna fermingar 3. maí kl. 11. Kl. 17 æf- ing með foreldrum og fermingar- börnum vegna fermingar 3. maí kl. 14. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafellskirkju í dag kl. 18. Hvítasunnukrikjan Fíladelfía. Kl. 20 er samvera á vegum systrafé- lagsins. Ræðumaður sr. María Ágústsdóttir. Allar konur hjartan- lega velkomnar. 1 Fáðu senda AJLLAN SOLAR- HRiNGINN S 800 4500 BM*Vallá hjálpar þér að fegra hús og ® garð. Pantaðu bæklingana Húsið og m fi'amkvænHlirnar og Garðurinn og | umhverflð. BM-VAILA ISTISO 9001 MfflE__\ö Laugavegi 4, sími 551 4473 VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI - - EiNKAUMBOO £8 Þ.Þ0RGRIMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reýkjavlk - sími 553 8640 - Gœðavara Gjdfavara — malar- og kaffislell. Allir veróflokkar. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. 3 VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. í DAG SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á meistaramóti St. Péturs- borgar í Rússlandi sem nú er að ljúka. Vasílí Jemelin (2.485) hafði hvítt og átti leik gegn Dimítrí Sjúkin (2.390). 30. Hh3! - h6 (Ekki mátti þiggja riddarafórn- ina. Eftir 30. - Bxf6 31. e5 er svartur óverjandi mát.) 31. Rh5 - Hg8 32. Rxg7 - Hxg7 33. Hxh6+ - Kg8 34. Hxg7+ - Kxg7 35. Hxd6 (Með þremur peðum meira í endatafli er hvíta staðan auðvitað gjörunn- in.) 35. - Hh8 36. Hb6 - Ba8 37. Ha6 - Bb7 38. Ha7 - Bc6 39. Hc7 - Bb5 40. Hc5 og nú loksins gafst svartur upp. Þegar tveimur umferð- um var ólokið á mótinu voru þeir Evgení Solozenkín og Valerí Popov efstir með átta vinninga af ellefu mögulegum. Lang- stigahæsti keppandinn á mótinu, Alexander Khaliftnan (2.660), var í þriðja sæti með sjö vinn- inga. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „ þau voru > bxnum ob geras smáucgis JöLainnkajup. " VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kaupið er lágt KAUPIÐ er orðið svo lágt og svarar ekki nú- tímakröfum. Öryrkjar sem komast ekki í verka- mannabústaði verða að hírast hjá foreldrum eða leigja. 75-80 þús. er lág- mark fyrir einstakling. Eg get ekki ímyndað mér annað en að þeir lægst launuðu sprikli. Erla Hauksdóttir, Iðufelli 12. Hún Kata litla í Koti UM daginn var í Velvak- anda spurst fyrir um höf- und ljóðsins um Kötu litlu í Koti. Það er ekki rétt sem sagt var 23. apr- £1 að ljóðið væri eftir Da- víð Stefánsson. Kvæðið, sem heitir Hún Kata litla í Koti, er eftir Gest (Guð- mund Björnsson) og birt- ist í bók hans, Undir ljúf- um lögum, 1918, bls. 15- 16. Ljóðið er einkum þekkt vegna lags Sig- valda Kaldalóns við það. Gunnar Stefánsson, Kvisthaga 16, R. Tapað/fundið Álstigi tapaðist ÁLSTIGI hvarf af lóð við Vesturberg fyrir u.þ.b. þremur vikum. Ef ein- hver hefði orðið var við stigann á flækingi er hann góðfúslega beðinn að hringja í síma 557- 8999. Ur tapaðist TISSOT-kvenúr með tví- litri kveðju tapaðist 20. apríl sl. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 552-1052 eftir kl. 16. Dýrahald Kettling vantar heimili NÍU vikna gamlan fresskött, svartan og hvítan, vantar gott heim- ili. Uppl. í síma 553-4870 Borgar eða Helga. Pennavinir SEXTÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yoshiko Hirohatu, 2-7-30 Hongou, Niihama-shi, Ehime, 792 Japan. ÞRJÁTÍU og sjö ára bandarísk kona búsett í Frakklandi, tveggja barna móðir, sem getur skrifað á ensku, þýsku eða ítölsku auk frönsku: Deborah J. Fulghieri, 2 Rue Murger, Bourron-Marlotte, 77780 France. TUTTUGU og sex ára kennslukona í Ghana vill skrifast á við karlmenn: Andrea Cosby, P.O. Box 485, Winneba, Ghana DÖNSK kona búsett í Kanada vill skrifast á við karla eða konur eldii en fertugt, annað hvort á dönsku eða ensku: TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með marg- vísleg áhugamál: Monica Forson, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. TÓLF ára bandarískur piltur með mikinn íþróttaáhugn: Chris Leth, 8020-152 A-Avenue, Edmonton, Alberta, TSC 2Z9, Canada. Mike Wilson, 45 West Main Str., P.O. Box 41, Montazuma, Ohio 45866, U.S.A. Víkveiji skrifar... ATHYGLISVERT er að sjá, hvað tiltölulega ný tegund bif- reiða hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum. Þar er um að ræða svonefndar fjölnotabifreiðar. Að útliti svipar þessum bílum til sendibíla en hér er þó fyrst og fremst um að ræða, að tekizt hef- ur að hanna bíla, sem eru óvenju- lega hentugir fyrir fjölskyldur. Bílarnir eru áberandi rúmbetri en venjulegir fólksbílar og þeir eru einnig mun rýmri en bílar, sem í eina tíð voru nefndir „station“- bílar. Hagkvæmni þeirra er fólgin í miklu rými bæði fyrir farþega, far- angur og margvíslegan annan varning, sem fólk þarf að flytja með sér. Sætum er hægt að fjölga eða fækka eftir þörfum. I sumum tilvikum geta bílarnir tekið sjö far- þega og hugsanlega fleiri. Áber- andi meira rými gerir það að verk- um, að þrengslin sem eru í fólksbíl- um og þá ekki sízt litlum fólksbíl- um heyra sögunni til. Það er alveg augljóst, þegar fylgzt er með bílaumferð í Banda- ríkjunum, að þessir bílar hafa náð mikilli útbreiðslu þar. Að sumu leyti má velta því fyrir sér, hvort hefðbundnir fólksbílar og „station“-bílar séu að verða úrelt fyrirbæri. Raunar má líka spyrja, þegar þessir bílar eru bornir sam- an við jeppa, hvort hinir síðar- nefndu eru einnig að verða gamal- dags a.m.k., sem farartæki, sem fyrst og fremst eru notuð á götum borga og á þjóðvegum, þótt öðru máli gildi um akstur utan vega. Að vísu eru bandarískir jeppar orðnir svo miklir lúxusbílar að þeir eiga tæpast heima í akstri ut- an vega. XXX AÐ ÞESSU er vikið hér vegna þess, að tiltölulega lítið er um þessa bíla á götum og þjóðvegum hér á landi. Þó er augljóst, að þeir henta fjölskyldufólki ekki síður hér en annars staðar. Hvers vegna er þá svo lítið um þessa bíla í um- ferðinni hér? Vegna þess að þeir era alltof dýrir. Og hvers vegna eru þeir alltof dýrir? Það er ekki fyrst og fremst vegna innkaups- verðs frá verksmiðjum heldur vegna hins, að þær reglur, sem gilda um álagningu opinberra gjalda á bíla við innflutning til landsins, eru þessari bílategund mjög óhagstæðar. Þeir sem um þessi mál fjalla ættu að huga að þessu. Bflar þessir henta fjölskyldufólki hér sem ann- ars staðar mun betur en þeir bflar, sem fólk er fyrst og fremst að kaupa. Það er full ástæða til að endurskoða reglur um álagningu opinberra gjalda á bfla í þessu ljósi. Hvað segir hinn nýi fjármálaráð- herra um það?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.