Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 19 VIÐSKIPTI Tulip I greiðslu- stöðvun HOLLENSKI tölvuframleiðandinn Tulip tilkynnti um greiðslustöðvun síðastliðinn fóstudag og nú er beðið átekta um hvort takast muni að fmna nýja fjárfesta til að bæta lausafjár- stöðu fyrirtækisins. Nýherji hf. sem selt hefur Tulip tölvur hér á landi um árabil segir í fréttatilkynningu að hugsanlegt gjaldþrot Tulip muni ekki hafa áhrif á afkomu fyrirtækisins. Tulip hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Það hefur fjáfest mik- ið, m.a. í nýrri verksmiðju og Comma- dore tölufýrirtækinu sem einnig hafði gengið illa. Eiginfjárstaðan er sögð nokkuð sterk ennþá en erfið lausa- fjárstaða skapar vandræðin. Ef ekld fæst nýtt fjármagn fljótlega er talinn möguleiki á gjaldþroti Tulip. Nýherji hf. hefur selt Tulip tölvur á Islandi um árabil en á miðju ári 1996 var ákveðið að leggja höfuðáherslu á sölu IBM tölva en minnka í staðinn áherslu á sölu Tulip. Sala Nýherja á IBM tölvum hefur meira en sexfald- ast ef miðað er við árið 1995 en sala á Tulip tölvum hefur minnkað um tvo þriðju og er orðin hverfandi hluti af heildarsölu fyrirtækisins á einkatölv- um. „Ekki er reiknað með að það hafí áhrif á afkomu Nýherja þótt til þess kæmi að Tulip yrði gjaldþrota," segir í fréttatilkynningu frá Nýherja vegna þessa máls. Jafnframt er tekið fram að eigendur Tulip tölva muni að sjálf- sögðu áfram geta leitað til Nýheija um alla þjónustu. ------------------- Olíuverð hækk- ar lítillega London. Reuters. OLÍA hækkaði lítið í verði í gær þrátt fyrir áskoranir nokkurra aðild- an-íka OPEC, samtaka olíuútflutn- ingsríkja, um að dregið yrði úr fram- leiðslunni. Olíuverðið hækkaði um 21 sent á heimsmarkaði eftir að nokki-ir ráð- herrar hvöttu til þess að olíufram- leiðslan yrði minnkuð til að stuðla að verðhækkun. Erwin Arrieta, olíumálaráðherra Venezuela, sagði að draga þyrfti úr framleiðslunni um hálfa milljón fata á dag til viðbótar. Olíuútflutningsrík- in samþykktu nýlega að minnka framleiðsluna um 1,5 milljónir fata. Arrieta kvaðst hafa rætt þessa til- lögu við starfsbræður sína frá Saudi- Arabíu og Mexíkó og hún kynni að verða samþykkt fyrir fund OPEC í Vín í júní. Obeid bin Saif al-Nasseri, forseti OPEC og olíumálaráðherra Samein- uðu arabísku furstadæmanna, sagði að minnka þyrfti framleiðsluna ef verðið hækkaði ekki á næstunni. 01- íumálaráðherrar Kúveits og Qatars tóku í sama streng. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI 147 PRONTO 154PREST0 316 RENOVO Handílögð eða dælanleg optiroc Gólflagnir IÐNAO ARGÓLF Smifljuvegur 72,200 Kópavogur Símar: 564 1740, Fax: 554 1769 „Herra jeni“ refsað Tókýó. Reuters. EISUKE Sakaldbara, aðstoðar- fjármálaráðherra Japans, sem hefur verið nefndur „Herra jen“, var á meðal 112 embættismanna í fjármálaráðuneytinu sem var refsað í gær fyrir að þiggja rausnarlegar veitingar frá einka- fyrirtækjum. Flestir frétta- skýrendur telja þó ólíklegt að Sakakibara missi embættið vegna málsins. Hikaru Matsunaga fjármála- ráðherra tilkynnti í gær til hvaða aðgerða yrði gripið eftir rann- sókn á samskiptum embættis- manna ráðuneytisins við einka- fyrirtæki síðustu fimm árin. Matsunaga sagði að Sakakibara hefði fengið „viðvörun" og fallist á að laun hans yrðu lækkuð um 20% í einn mánuð. Hann hefði um tuttugu sinnum þegið beina hjá einkafyrirtækjum á fimm árum, en ekki kom fram hvað veiting- amar kostuðu. Nokkrir embættismannanna skemmtu sér oftar en 60 sinnum á kostnað fyrirtækjanna. Af emb- ættismönnunum 112 var einn leystur frá störfum, láun 17 voru lækkuð og 94 fengu viðvörun eða áminningu. Matsunaga sagði að Atsushi Nagano, framkvæmdastjóri verð- bréfastofu ráðuneytisins, og Takashi Sugii, aðstoðarfram- kvæmdastjóri bankamálaskrif- stofunnar, hefðu sagt af sér vegna málsins. Fyrr í mánuðin- um var skýrt frá því að Nagano hefði þegið veitingar fyrir 4,7 milljónir jena, andvirði 2,4 millj- óna króna. Tveir embættismanna ráðu- neytisins hafa svipt sig lífi vegna málsins, en embættismennirnir eru meðal annars sagðir hafa skemmt sér á kostnað fyrirtækja á veitingahúsum þar sem fram- reiðslustúlkurnar ganga um án nærfata. Við bjóðum hagkvæmustu leiðina f viðskiptaferðum til Evrópu Ferðaskrifstofa íslands gefur þér kost á að spara umtalsverðar fjárhæðir í viðskiptaferðum til Evrópu. Með því að bjóða viðskiptafarþegum að nýta sér kosti þess að fljúga á viðskiptafargjaldi Flugleiða og SAS gerum við þeim kleift að draga til muna úr ferðakostnaði í viðskiptaferðum á milli íslands og annarra Evrópulanda. 9 Tíðar áætlunarferðir og sveigjanleiki í tengslum við bókanir og breytingar á þeim lækka ferða- kostnað þegar allt er saman talið.Auk þess hlýst af því umtalsverður óbeinn sparnaður að stytta dvalartíma erlendis og þar með fjarvistir frá vinnustað hér heima. Nýttu þér ótvíræða kosti þess fyrir þig og fyrirtæki þitt að fljúga á viðskiptafargjaldi í Evrópu með SAS og Flugleiðum Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands. S4S EuroClass FERÐASKRIFSTOEV ÍSLANDS %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.