Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 29
Lykiltónverk
Sálir Jónanna til Noregs
TOWLIST
IVorræna húsið
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Snorri Sigfús Birgisson: Portrett nr.
4 f. pianó og Partíta f. flautu (bæði
frumfl.) Snorri S. Birgisson, pianó;
Martial Nardeau, flauta.
Norræna húsinu, laugardaginn
25. apríl kl. 12.30.
HÁDEGISTÓNLEIKAR Háskól-
ans í Non-æna húsinu eru að mörgu
leyti hentugur vettvangur fyrir ný
og krefjandi íslenzk einleiksverk;
umhverfið er kyi'rlátt, nálægðin mik-
il og hljómur salarins þokkalegm-. Sl.
laugardag voru þar frumflutt tvö ný
verk eftir SnoiTa Sigfús Birgisson:
píanóverkið Portrett nr. 4, er höf-
undur lék sjálfur, og Partíta fyrir
einleiksfiautu, tileinkuð flytjandan-
um, Martial Nardeau.
Píanóverkið er hið fjórða í röð
verka sem Snorri hóf smíði á í fyrra,
en fyrstu þrjá þættina flutti hann á
tónleikum í Gerðarsafni sl. janúar.
Hann segist í tónleikaskrá m.a. hafa
reynt að lýsa ákveðinni persónu í
verkinu, en það sé erfitt og e.t.v.
ómögulegt að lýsa manneskju í tón-
um, svo bezt sé að segja ekki frá því
hver „sat fyrir“ í huga hans þegar
hann samdi verkið. Portrett nr. 4 var
samið í febrúar og marz á þessu ári,
og eins og fram kom af frétt í Mbl.
vonast Snorri til að röðin eigi eftir að
vinda upp á sig á næstu misseram.
Tilhugsunin um að Portrett nr. 4
væri „lykiltónverk“ til einhvers
ónafngreinds N.N. líkt og Enigma-
tilbrigði Elgars forðum, sem voru
innblásin af skapgerðareinkennum
einstaklinga úr vinahópi tónskálds-
ins, hjúpaði frumflutninginn róman-
tískri dulúð sem fágæt er í heimi nú-
tíma fagurtónlistar, en um leið svo-
lítið tvícggjuð. Hættan sem fylgdi
var sú, að hin tilkynnta sköpunar-
saga gæti beint of mikilli athygli frá
músíkölsku megininntaki að vanga-
veltum um hverjum væri verið að
„lýsa“.
Að því er bezt varð heyrt átti
verkið betra skilið, þó ekki væri
lengra en svo að hæfði allt að 10-12
þátta portrettasvítu til heildarflutn-
ings. Eftir hljóðlátan inngang með
bi’otnum hljómum, miklum pedal og
aukakeim af flögrandi impressjón-
isma magnaðist leikurinn, og syngj-
andi dulúðin vék fyi-ir ágengum
áslætti, þegar tónskáldið hamraði á
skapmeiri hliðum viðfangsefnisins
með áberandi tvíundanotkun, en
fjaraði að lokum út á íhugulu líðandi
pianissimói.
Hér mátti í bland heyra voldugri
átök og meiri dýnamík en oft áður í
eldri verkum Snorra, og um leið vís-
bendingu um að tilfinningar væru
farnar að leika stærra hlutverk í tón-
smíðum hans. Verður gaman að
heyra svítuna í heild þegar þar að
kemur.
Seinna og viðameira verkið á
þessum tónleikum var partíta fyrir
einleiksflautu sem Martial Nar-
deau, mágur tónskáldsins, frum-
flutti af sinni kunnu áreynslulausu
lipurð; allstór tónsmíð (einar 10
blaðsíður að því er bezt varð séð,
þegar einleikarinn breiddi út nótna-
blöðin) og tileinkuð flytjandanum í
tilefni af nýafstöðnu afmæli hans.
Eins og titillinn bar með sér var um
e.k. svítu að ræða og (að sögn höf-
undar í tónskrá) í 10 köflum sem
leiknir voru án hlés.
Partítu-heitið er kunnugt frá
barokktímanum og vakti óhjákvæmi-
lega ákveðin hugmyndatengsl við
samnefnd margþátta einleiksverk
J.S. Bachs, en meðal þeirra er
partíta í a-moll fyrir franska flautu.
Þó að erfitt væri að greina önnur
áhrif þaðan í tónmáli Snorra, sem
auðheyranlega var víðsfjarri öllu
barokki, gat tvípunkterað hijóðfall
upphafskaflans með góðum vilja ieitt
hugann að frönskum forleik, auk
þess sem vart varð við kontra-
punktískan mótleik milli stakra hátt-
liggjandi tóna og hraðra tónaruna
undh- lokin sem, ef langt er sótt,
gætu minnt á spígsporandi aðferð
Baehs við að gæða einradda lagferli
margradda vídd.
Kaflarnir voru innbyrðis ólíkir að
blæ, sumir hægir og ljóðrænir, aðrir
kvikari, ágengir eða jafnvel gáska-
fullir, og stöku sinni var beitt sér-
effektum úr nýlegri flaututækni,
þ.á m. „Flatterzunge“ (framsækinn
yfirtónablástur eða „multiphonics"
var þó áberandi fjarri gamni), svo að
jafnvel mætti halda að um röð æf-
inga væri að ræða, þar sem hver
væri tengd tiltekinni blástursáferð
eða stemmningu. Heildarsamhengi
verksins var engu að síður tryggt
með því að byggja alla kafia á sama 6
tóna frumi eða hexakorði, E-A-D-H-
F-As, sem til glöggvunar fyrir hlust-
endur fylgdi nóterað í tónleikaskrá,
dregið af skírnarnafni flytjandans
[M(í) - A - R(e) - T(í) - (f)Á - L(a bé-
mol)]. Minnti það uppátæki
skemmtilega á andrúmsloft fyrri
tíma, þegar tónskáld áttu til að læsa
menn eða málefni stefjum með líkum
hætti (sbr. t.d. „ABEGG“-píanótil-
brigði Schumanns til Metu Abegg),
og undirstrikaði enn klassíska um-
gjörð þessa margbreytilega verks,
enda þótt útfærslan væri af allt öðr-
um toga.
Ríkarður O. Pálsson
SÝNING leikfélagsins Hugleiks í
Reykjavík, Sálir Jónanna ganga
aftur, hefur verið valin sem
franilag Islands á norður-evr-
ópskri leiklistarhátfð sem haldin
verður í Harstad í Norður-Nor-
egi í byrjun ágúst. Hátíð þessi er
haldin fjórða hvert ár og er
stærsti áhugaleikhúsviðburður á
Norðurlöndum. Einni til tveiinur
sýninguin er boðið frá hverju
Norðurlandanna, en auk þess
taka Eystrasaltsþjóðirnar og
fleiri Evrópulönd þátt í henni.
Leikritið Sálir Jónanna ganga
aftur er eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og
Unni Guttormsdóttur. Tónlist og
söngtextar eru eftir Ármann
Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs-
son og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson.
Þriggja manna dómnefnd skip-
uð af Bandalagi íslenskra leikfé-
laga valdi sýninguna. I henni
áttu sæti Katrín Ragnarsdóttir
varaformaður Bandalagsins, Sig-
rún Valbergsdóttir leikstjóri og
Bjarni Guðmarsson ritstjóri
Leiklistarblaðsins. I greinargerð
dómnefndar segir m.a.: „Leikrit-
ið er frumleg og bráðfyndin út-
færsla á sögunni um Sálina hans
Jóns mins. Það hefur að geyma
fjölda hnyttilegra tilvísana til nú-
tímans, bæði í orðræðu og at-
höfnum. Tónlistin gefur sýning-
unni sérstakt gildi. Sýningin er
heildstæð, þ.e. hún byggist á
einni hugmynd sem síðar er
markvisst gegnumfærð í öllu,
búningum og gervum, tjöldum,
ljósum, hreyfingum og síðast en
ekki síst í leikstíl. Leikur er upp
til hópa góður, textameðferð til
fyrirmyndar og söngur fyrsta
flokks. Sýningin er sjónræn og
dramatísk spenna nýtur sín vel.“
Hugleikur sýnir verkið um
þessar mundir í Möguleikhúsinu
við Hleinm. Sýningum lýkur 8.
mqí.
UR sýningunni. Hulda Hákon-
ardóttir í hlutverki kerlingar.
Helga Kress
prófessor
fræðir Þing-
eyinga
Húsavík - Safnahúsið á Húsavík
hefur undanfarin ár fengið þekkta
fræðimenn til að flytja fræðsluer-
indi í Safnahúsinu. Um síðustu helgi
flutti Helga Kress prófessor við Há-
skóla Islands erindi er hún nefnir
Þingeyskar skáldkonur.
Margt fróðlegt og skemmtilegt
kom fram í máli prófessorsins sem
fjallaði mest um skáldkonur 19. ald-
arinnar og þá mest um þingeysku
skáldkonurnar Guðnýju frá
Klömbrum og Huldu. Einnig ræddi
hún um Arnfríði Sigurgeirsdóttur
frá Arnai-vatni og Guðfinnu frá
Hömrum, Jakobínu Björnsdóttur
og Jakobínu Johnson sem báðar
fóru til Ameríku.
Alls hafa verið gefnar út 238
ljóðabækur eftir íslenskar skáld-
konur en mikið hefur auk þess birst
í blöðum og tímaritum og mikið er
til eftir þær á söfnum og víðar.
Prófessorinn taldi þingeyskar
konur framarlega í íslenski ljóða-
gerð og það væri eins og Þingeying-
ar, Borgfirðingar og Breiðfirskar
konur stæðu fremri öðrum héruðum
í ljóðagerð.
Að loknu erindi ræddi prófessor-
inn við viðstadda sem létu óspart í
Ijós ánægju sína yfir fróðlegri og
skemmtilegri stund.
„Spjarir
2000“
SJO nemendur úr textíldeild
MHI opna sýninga „Spjarir
2000“ í Galleríi Nema hvað í
Þingholtsstræti 6, í dag,
þriðjudag.
Á sýningunni, sem er liður í
forvarnarátakinu „20,02
hugmyndir um eiturlyf‘, verða
sýnd fót sem nemendurnir
hafa hannað og saumað sjálfir.
Sýningin verður í gangi til
sunnudagsins 3. maí og verður
galleríið opið virka daga frá
kl. 16-18 og um helgina frá kl.
14-18.
Átakið „20,02 hugmyndir
um eiturlyf‘, sem rekið er af
ungu fólkií samstarfi við Hitt
húsið og ísland án eiturlyfja
er nú hálfnað en framundan
eru fjölmargar sýningar og
uppákomur.
Búálfar til bjargar
KVIKMYJVDIR
II á s k ó.I a b f ó
BÚÁLFARNIR
„THE BORROWERS „ ★ ★ ★
Leikstjóri: Peter Hewitt. Byggð á
sögum eftir Mary Norton. Aðalhlut-
verk: John Goodman, Jim Broadbent,
Celia Iinre, Tom Felton, Flora
Newbegin.
ÞAÐ er til mjög einföld skýring
á því hvers vegna hlutirnir eru sí-
fellt að týnast á heimilum mann-
anna. Það er búálfunum að kenna.
Ef þú hefur ekki fundið annan
sokkinn þinn í morgun er mjög lík-
legt að búálfur hafi tekið hann að
láni. Ef hylkið með tannþræðinum
er týnt er sennilegast að búálfur
hafi tekið það. Þannig er því a.m.k.
farið í ævintýrasögum Mary
Norton sem þessi prýðilega barna-
og fjölskyldumynd, Búálfarnir eða
„The Borrowers", er gerð eftir.
Hvert heimili hefur sína búálfa,
pínulitlar mannverur sem líkjast
Karíus og Baktus og búa undir
gólffjölunum og inni í veggjunum
og haga sér í hvívetna eins og
mannfólkið.
I myndinni fáum við að kynnast
búálfafjölskyldu í úthverfi stór-
borgar. Það er kjarnafjölskylda
þar sem heimilisfaðirinn er ákaf-
lega útsjónarsamur, eiginkonan
sírexandi, unglingsstelpan komin á
mótþróaskeiðið og litli snáðinn
alltaf að koma sér í vandræði. Fjöl-
skyldan sem hún býr hjá er að
missa húsnæðið vegna þess að lög-
gepill nokkur, svínfeitur og svindl-
samur, ætlar að byggja stórhýsi á
lóðinni þeirra og hefur látið erfða-
skrá hverfa til þess að eignast
sjálfur húsið. Búáífai’nir komast á
snoðir um sviksemi hans og snúa
vörn í sókn en feita fólið er
harðsvírað og brátt eru þeir lentir í
miklum ævintýrum.
Myndin um búálfana er fyrirtaks
fjölskylduskemmtun, sérstaklega
skemmtilega gerð og leikin, fyndin
bæði og spennandi. Það er ekki
nóg með að leikstjórinn, Peter
Hewitt, leiki sér með góðum ár-
angri að hlutfóllum og stærðum,
búálfarnir eru á stærð við vísifing-
ur á fullorðnum manni, heldur er
stílfærsla hans heillandi og myndin
er mjög ævintýraleg ekki aðeins að
innihaldi heldur í útliti einnig. Sag-
an gerist í samtímanum en samt
lítur hún út fyrir að gerast á sjötta
ái’atugnum eins og sjá má á sam-
ræmi í litanotkun og bílakosti og
húsbyggingum. Hann skapar ein-
staka og sérstaka furðuveröld æv-
intýrisins þar sem undarlegir hlut-
ir gerast án þess að áhorfandinn
efist nokkru sinni um að þeir séu
sannir og raunverulegir.
Hewitt hefur einnig lag á að
grípa athygli áhorfandans og
byggja upp spennu í ævintýrinu
sem nær hápunkti í kostulegum
atriðum innandyra í mjólkursam-
lagi. Leikararnir eru allir vel inn-
stilltir á allt það sem er skoplegt
og kyndugt við kringumstæðurn-
ar. Goodman fer á kostum sem
lögfræðingurinn skapilli og sið-
lausi og búálfarnir eru leiknir af
mikilli innlifun hver með sín per-
sónulegu einkenni. Búálfarnir er
hin besta skemmtun fyrir alla fjöl-
skylduna.
Arnaldur Indriðason
Frábær fyrirtæki
1. Heilsustúdíó með mikið af góðum taekjum. Mikil aðsókn. Ný
tæki, gott húsnæði og góð leiga. Fitubrennsla, mótun, vöðva-
bólga, bakveiki og uppbygging.
2. Tölvuþjónustufyrirtæki í grafískum iðnaði. Frábærtfyrirtæki
fyrir sniðugan aðila. Sérhæfðurtækja- og hugbúnaðarkostur
sem eingöngu er á færi þessa fyrirtækis til að þjónusta og upp-
færa. Næg vinna og góðar tekjur.
3. Tölvuþjónustufyrirtæki og tölvusala. Er með stóra þjónustusamn-
inga og þeim fer mjög fjölgandi. Engin yfirbygging og því er
rekstrarkostnaður í lágmarki. Vantar þig nægartekjur?
4. Dagsöluturn við flugafgreiðslu til sölu. Góð velta og sala i þvi
sem þú býrð til á staðnum.
5. Leikfanga- og ritfangaverslun á góðum stað. Selur einnig bækur
um jólin. Snyrtilegt og áhugavert fjölskyldufyrirtæki eða fyrir
sjálfstæðan einstakling.
6. Gamalgróinn söluturn í Hlíðarhverfinu. Sami eigandi búinn að
eiga fyrirtækið um áraraðir. Vill selja núna af sérstökum ástæð-
um og selja ódýrt.
7. Til sölu er kaffi- og matsölustaður fyrir vinnandi fólk. Opið frá
kl. 8 til 17, lokað laugardaga og sunnudaga. Veislueldhús, borð-
búnaðarleiga. Mikið af föstum viðskiptavinum. Sæti fyrir yfir
60 manns. Frábært tækifæri fyrir snjallan matargerðarmann
eða hjón. Tekur íbúð upp í sem þarfnast viðgerðar. Siðlegur
vinnutími.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
mTTTTTTJTilTI^ITVn
T
SUOURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REVNIR ÞORGRÍMSSON.