Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær faöir okkar, tengdafaðir, afi og vinur,
HÁKON STEINDÓRSSON,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
lést af slysförum föstudaginn 24. apríl.
Kristín Hákonardóttir, Bjarni Guðmundsson,
Ásgerður Hákonardóttir, Svanþór Ævarsson,
Nanna Hákonardóttir, Grétar Már Steindórsson,
Kolbrún Hákonardóttir, Eiður Alfreðsson,
Guðrún K. Magnúsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR I. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hringbraut 91,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
25. apríl sl.
Þórir K. Karlsson, Jean Karlsson,
Guðmundur Karlsson, Svanhvít Magnúsdóttir,
Jónína Karlsdóttir,
Guðbjörg Karlsdóttir, Haraldur Óskarsson.
«•
+
Móðir okkar,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Vlðimel 19,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 24. aprfl.
Unnur Þorkelsdóttír,
Inga Þorkelsdóttir,
Ingibergur Þorkelsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vestri-Pétursey,
Mýrdal,
lést á Sjúkrahúsi Reykavlkur aðfaranótt
sunnudagsins 26. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðmundur Elíasson, Guðrún Brynja Guðjónsdóttir,
Bergur Eliasson, Hrönn Lárusdóttlr
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar,
FANNEY HELGADÓTTIR,
Asparfelli 4,
Reykjavfk
lést á Landspítalanum laugardaginn 25. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Karl Ásgeirsson,
Ásgeir Ásgeirsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR INGIMUNDAR
ÞÓRÐARSONAR,
Norðurbrún 1,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 2. apríl sl.
Jóhannes G. Þórðarson,
Hulda M. Þórðardóttir, Þorvaldur Þórðarson,
Jóna G. Þórðardóttir, Þorsteinn Eyjólfsson,
Ágústa Á. Þórðardóttir, Leo van Beek,
barnabörn og barnabarnabörn.
INGIGERÐ UR
JÓNSDÓTTIR
Ingigerður
Jónsdóttir fædd-
ist í Jónshúsi í
Reykjavík 5. októ-
ber 1912. Hún and-
aðist á heimili dótt-
ur sinnar 20. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Jónsson, f. 25.
desember 1854, d. 9.
ágúst 1933, og Guð-
björg Jónsdóttir, f.
28. júní 1884, d. 31.
ágúst 1948. Hún átti
fjögur alsystkin, þar
af er einn bróðir á
lífi, einnig átti hún fjögur hálf-
systkin sem öll eru látin.
Ingigerður giftist 7. júní 1930
Guðmundi Einari Þorkelssyni, f.
20. október 1906, d. 4. október
1968, og eignuðust þau tvær
dætur. 1) Gunnhildur Guð-
mundsdóttir, f. 3. október 1930,
gift Jóni Gunnari Stefánssyni.
Börn þeirra eru Ingigerður, gift
Hún er dáin hún tengdamóðir
mín, sátt við guð og menn og hvíld-
inni fegin. Farin á fund feðra sinna,
laus við öll veikindi og trúlega fann
að taka til hendi á nýjum stað. Eg
lít 34 ár til baka, þegar ég óharðn-
aður unglingur, fékk mína fyrstu
eldskírn hjá henni, um hvað og
hvað ekki ég mætti. Það var aðeins
upphaf að langri og góðri vináttu. í
dag stendur eftir minning um ein-
staka, stolta konu sem var ófeimin
við að takast á við lífíð og láta skoð-
un sína í ljós, skoðun sem kom
ávallt frá hjartanu. En ég held að
allir hafí fyrirgefið henni þá ein-
lægni.
Hún átti stóran þátt í upp-
fræðslu sona minna og það var ekki
sjaldan sem hún greip til svokall-
aðrar hagræðingar á sannleikanum
þeim til varnar er upp komust ein-
hver prakkarastrik. Enda sann-
kölluð amma sem var elskuð og
virt. Oft mátti vart á milli sjá hvort
við hjónin eða hún réð uppeldi
þeirra. Hún var mikil hannyrða-
kona og skipta þau tugum útsaum-
uðu veggteppin og stólarnir sem
eru eftir hana. Einstök listaverk
sem bera merki um listræna sköp-
un og nákvæmni. Hún vann lengi á
Gistiheimilinu Snorrabraut 52 og í
Landsbanka Islands, Austurstræti.
Hún kunni hvergi við sig nema í
miðbænum og var það hennar
mesta skemmtun að loknum vinnu-
degi að setjast á bekk í Austur-
stræti og fylgjast með iðandi
mannlífínu, koma við í sjoppunni
og kaupa sér sælgæti sem hún gæti
maulað á leið heim í strætó. 82 ára
hætti hún hjá Landsbankanum eft-
ir 26 ára starf.
Hún hafði þá trú að allt væri
hægt ef aðeins viljinn væri fyrir
hendi og það sannaði hún 77 ára er
hún réðst í að kaupa sér íbúð þá
sem hún hafði áður leigt í 29 ár.
Hún hafði ákveðið að hætta störf-
um að hausti til fyrir fjórum árum,
en þá byrjuðu veikindin að herja á
hana og var hún sífellt á milli heim-
ilis og spítala. I janúar greindist
hún með alvarlegan sjúkdóm og í
framhaldi af því tók dóttir hennar
hana heim til sín þar sem hún naut
ástar og umhyggju allra aðstand-
enda. Alla hennar tíð hafði hún ver-
ið að kryfja vanda annarra og velta
sér upp úr hlutunum, það kom því
ekki á óvart þegar hún var hætt að
geta tjáð sig að hún tók upp á því
að syngja til að koma frá sér skila-
boðum þótt slitrótt væru. Skrifaði
dóttir hennar það niður, við eftir-
Jóni Halldórssyni,
synir þeirra eru
Halldór Haukur og
Jón Gunnar. Stefán,
giftur Guðrúnu
Halldórsdóttur,
börn þeirra eru
Inga Dóra og Jón
Gunnar. Guðmund-
ur Einar, giftur
Sesselju Gunnars-
dóttur, börn þeirra
eru Gunnar Snorri
og Gunnhildur Ósk.
Hulda, gift Birgi
Friðjónssyni, dóttir
þeirra er Anna Mar-
ía. 2) Sigríður Guðmundsdóttir,
f. 5. ágúst 1946, gift Einari
Högnasyni. Synir þeirra eru
Þorsteinn, Högni, sambýliskona
hans er Kristín Ásta Alfreðs-
dóttir, dóttir þeirra er Andrea
Sif, og Guðmundur Einar.
Útför Ingigerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
grennslan var þetta hluti úr kvæði
og var hún greinilega að reyna að
þakka fyrir sig, og kveðja.
Að lokum þegar stjömumar lýsa bláan geim
ég legg af stað og þakka liðnu árin.
Eg lít til baka vina og horfi til þín heim,
í hinsta sinn og brosi gegnum tárin.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Blessuð sé minning hennar.
Einar Högnason.
Amma mín, söknuðurinn og
minningin um þig verða ávallt í
hjarta mínu, því engan hef ég elsk-
að eins mikið og misst. Eg man það
eins og það hafi gerst í gær þegar
við strákarnir fórum vikulegu bæj-
arferðirnar okkur eftir skóla.
Þrammað var upp og niður Lauga-
veginn og skoðað í búðir, en há-
punktur ferðarinnar var samt ávallt
að koma við á Snorrabrautinni og
heilsa upp á ömmu. Þegar ég
hringdi bjöllunni og sagði til nafns
heyrðist ávallt: „Já, Guðmundur
minn.“ Þegar ég hugsa um þetta í
dag kemur fyrst bros á varir mínar
en síðan söknuður og tár í minn-
ingu minnar ástkæru og glaðlegu
ömmu sem vildi mér allt gott gera.
Amma hafði alltaf gaman af að
segja sögur, ein er mér þó alltaf
efst í huga. Það er sagan sem hún
sagði mér af manninum sem hafði
komið eina nóttina, hann hafði tekið
stiga sem lá fyrir utan og lagt hann
upp að glugganum hjá henni. Hún
hafði vaknað um nóttina og séð
manninn vera að fúska eitthvað fyi’-
ir utan, svo hún fór að fylgjast með
honum, þegar hann bankaði á
svefnherbergisgluggann hjá henni
á annarri hæð, opnaði hún glugg-
ann og spurði manninn hvort hann
væri að heimsækja sig. Manninum
brá svo mikið að hann var fljótur að
fara niður stigann og ganga frá
honum og koma sér í burtu. Eg
spurði hana af hverju hún hefði
ekki hringt á lögregluna. Sagði hún
þá að þetta hefði verið ungur og
myndarlegur maður sem hefði ef-
laust bara farið húsavillt. En svona
var hún amma mín, hún tók öllum
opnum örmum með bros á vör og
var mjög ræðin.
En svo kom að því sem á endan-
um kemur fyrir okkur öll að
kjarnakonan sem þrammaði niður
Laugaveginn til vinnu í 26 ár, veikt-
ist og náði sér ekki almennilega aft-
ur. I dag er hún komin á betri stað
þar sem henni líður vel og þangað
sem hún á skilið að vera eftir allt
það sem hún hefur gert. Minning
hennar og kærleikur mun ávallt
vera mér efst í huga, þegar ég
hugsa aftur til allra þeirra stunda
sem ég hef verið í návist hennar get
ég ekki annað en brosað því ég veit
að hún er á góðum stað í góðum
höndum.
Þinn
Guðmundur Einar Einarsson.
í dag leggjum við til hinstu hvílu
okkar elskulegu ömmu Gerðu. Við
systkinin eigum það sameiginlegt
að hafa á framhaldsskólaárum okk-
ar búið hjá henni í litlu íbúðinni
hennar á Snoirabraut 50, auk þess
að dvelja um lengri eða skemmri
tíma þegar við Vestfirðingarnir
skruppum suður.
Amma Gerða var Reykjavíkur-
mær úr miðbænum og bjó sín ból
aldrei langt frá honum. Hún var af
þeirri kynslóð sem lifði hinar stór-
stígu framfarir þessarar aldar þar
sem fyrstu áfangarnir voru erfíðir.
Helguðust lífsviðhorf hennar mjög
af því og sagðist hún alltaf eiga allt
af öllu. Sjómannskonan amma
Gerða varð ekkja eftir afa okkar
Guðmund Einar Þorkelsson aðeins
56 ára og er hún því í minningu
okkar ein að sjá um sín mál.
Hún starfaði við þjónustustörf
tengd þrifum. Lengst af á Gisti-
heimilinu á Snorrabraut 52, ásamt
því að starfa síðustu 28 árin, eða til
82 ára aldurs, sem ræstitæknir í
Landsbanka Islands. I störfum
hennar og öðru sem hún tók sér
fyrir hendur mátti alveg líta út í
hornin. A sama hátt báru hannyrð-
ir hennar vitni um þolinmæði og
vandvirkni og prýða verk hennar
mörg heimilin.
Amma Gerða var mjög sérstæð-
ur persónuleiki og eftirsótt heim að
sækja. Snorrabraut 50 var því við-
komustaður margra og líklega eitt
vinsælasta „kaffihús" Reykjavíkur
um langt skeið, þar sem pakkar,
ferðalög og svermerí stigu upp úr
spádómsbollunum. Mannlegur
áhugi var ömmu Gerðu í blóð bor-
inn og var það hennar helsta
dægrastytting að sitja á góðum
degi í miðbænum og fylgjast með
mannlífinu, spá í tískuna og gera
það upp við sig hvað væri smart og
hvað væri púkó. Ekkert var henni
óviðkomandi í þeim efnum og var
hún sjálfskipaður innahússarkitekt
og tískuráðgjafi okkar. Gjafmildi
hennar var mikil og var hún skipu-
lögð í þeim efnum. Okkur fannst
þetta góður eiginleiki. Amma hefði
gjarnan viljað ferðast meira en hún
gerði, til að sjá annað fólk og ann-
ars konar mannlíf, enda lygndi hún
aftur augunum þegar hún rifjaði
upp bekkinn á ráðhústorginu í
Köben og dönsku vínarbrauðin.
Ekkert kynslóðabil þekkti hún og
sést best af því að vinir okkar urðu
hennar vinir. Hún átti gjarnan
samskipti við fólk sem var mun
yngra en hún. Hispursleysi hennar
gerði það að verkum að hún gat
þótt kynlegur kvistur við fyrstu
kynni, enda ekki á hverjum degi
sem menn kynntust konu sem hafði
stökkt ræningjum á flótta með leik-
fangabyssu úti í Bretlandi, átt í
bréfaskriftum við danskan mann
upp úr ástarbréfadálkum
Hjemmets, eða talaði svo góða út-
lensku að hún var ráðin sérstaklega
til að sinna japönskum loðnueftir-
litsmönnum.
Þegar langömmubörnin komu til
sögunnar varð amma Gerða að
„ömmu ljóma“, enda ekki við hæfi
að nefna hana jafn hversdagslegu
nafni og langömmu. Litróf hennar
var ekki í pastellitum heldur miklu
sterkara. Fyrir okkur systkinin svo
og marga aðra var amma Gerða
hluti af því akkeri sem öllum er
nauðsynlegt í lífinu. Þegar við
kveðjum hana í dag er ekki bara
söknuður í huga heldur líka þakk-
læti yfír því að hafa notið þess að
ferðast með henni á fyrsta farrými
í gegnum lífið, þar sem hún var allt
í senn: uppalandi, ráðgjafi og vin-
ur.
Síðustu mánuði fyrir andlát sitt
var hún svo lánsöm í veikindum
sínum að dvelja á heimili Sigríðar
dóttur sinnar og Einars tengdason-
ar síns í góðu yfirlæti. Meðan hún
gat bað hún eitt okkar sérstaklega
að nefna það hve góður hann Einar
hefði alltaf verið við sig og þakka
honum fórnfýsina.
Við treystum góðum Guði til að
annast sál sómakonunnar ömmu
okkar Gerðu.
Ingigerður, Stefán,
Guðmundur Einar
og Hulda.