Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FLJÓTIR strákar felum okkur, hreinsitæknirinn er að koma.
Skátahreyfíngin vill íslenska fánann í öndvegi
Morgunblaðið/Halldór
SKÁTAR gefa í ár öllum sjö ára grunnskólanemum islenska fánann á lítilli handstöng.
Jplrtk
■
1
Grj óthnullungur
lenti á bifreið
MÁNAÐARGÖMUL fólksbif-
reið er óökufær eftir að grjót-
hnullungur spýttist frá vörubíl á
Reykjanesbraut í gærmorgun
og lentiá grilli hennar, undir bíl-
númeri, og sat þar fastur.
Steinninn, sem lögreglan áætlar
að hafi ekki verið undir einu
kílói að þyngd, beygði tvo
málmbita og eyðilagði m.a.
vatnskassa bifreiðarinnar.
Atvikið gerðist laust eftir
klukkan átta í gærmorgun.
Fólksbifreiðinni var ekið suður
Reykjanesbraut og gerðist at-
vikið á vegakafla sem liggur frá
gatmamótum Nýbýlavegar og
Reykjanesbrautar og að bens-
ínstöð Skeljungs. Vörubifreið-
inni var ekið norður í sömu
mund og eru taldar líkur að
þegar bílarnir mættust hafi
grjótið verið milli dekkja vöru-
bifreiðarinnar og skotist út
með fyrrgreindum afleiðingum,
enda var ekki sjáanlegur farm-
ur á bílnum.
Lán að ekki fór verr
Að sögn lögreglu er talið
mildi að ekki fór verr, enda
hefði ekki mátt muna miklu að
grjótið hafnaði í framrúðu bíls-
ins.
Lögreglan í Kópavogi skorar
á bílstjóra vörubifreiðarinnar að
hafa samband við lögreglu og
sömuleiðis sjónarvotta eða aðra
þá sem búa yfir vitneskju um
atvikið. Talið er að um rauðan
vörubíl sé að ræða með stóran
svartan krana.
ÖIl sjö ára
börn fá
fánaveifu
að gjöf
ÍSLENSKA fánann í öndvegi er
verkefni á vegum skátahreyfing-
arinnar á Islandi en tilgangur
þess er að upplýsa almenning um
sögu íslenska fánans, meðferð
hans og hvetja til almennrar
notkunar undir slagorðinu flögg-
um á fögrum degi.
Verkefnið hófst á 50 ára lýð-
veldisafmælinu en þá gaf skáta-
hreyfingin öllum grunnskóla-
börnum fánaveifu, fána á lítilli
handstöng til notkunar við sem
flest tækifæri. f ár, á 80 ára af-
mæli fslenska fánans, gefa skátar
öllum sjö ára börnum fánaveifu
ásamt bæklingi.
I bæklingnum Islenska fánann
í öndvegi er að finna fánareglur
og sýndir eru fánahnútar.
Samspil manns og náttúru í Perlunni
Vistvæn tilvera
felur í sér fleira
en lífrænan mat
Guðlaugur Bergmann
fTT YNNINGARSÝN-
ING undir yfir-
Xm.skriftinni Samspil
manns og náttúru verður
haldin í Perlunni 1.-3. maí
næstkomandi. Þar verður
saman kominn fjöldi fyrir-
tækja sem kynnir eða býður
á tilboðsverði vistvænar,
umhverfisvænar, lífrænar
og náttúruvænar vörur og
þjónustu. Skipuleggjandi
sýningarinnar er Leiðarljós
og þátttakendur eru 35, tíl
dæmis Áhugahópur um
HÁI, Betra líf, Body Shop,
Clean Trend, Dansól,
Gróðrastöðin Lambhaga,
Hagkaup, Heilsubúðin
Hafnarfirði, Heflsuhomið
Akureyri, Hrímgull, KB
bakaríið, Landnáma/Is-
landsflakkarar, Leiðarljós,
Lofthreinsikerfi, Lýsi,
Magnús Kjaran, Málning, Mjólkur-
samsalan, Nuddstofa Reykjavíkur,
Oddur Pétursson, Olís, Plastos, Ra-
inbow Air, SG hús, Snæfellsássam-
félagið, Sorpa, Spor, Umhverfis-
vörur, Vallanesbúið, Yggdrasill og
fleiri.
Á sýningunni verður fluttur
fjöldi fyrirlestra sem tengist sam-
spili manns og náttúru, til dæmis
um náttúruvemd, vistvænar hús-
byggingar, græna ferðaþjónustu,
náttúrulegra mataræði, lækningu
mannsins í heild sinni, lækningar-
jurtir íslenskrar náttúru, vistvæn-
an hugsunarhátt, h'fræna ræktun,
skaðsemi reykinga, ábyrgð okkar
á eigin sorpi, tvær leiðir til heil-
brigðis, Ríósáttmálann og upp-
græðslu landsins.
Þá verður reistur friðarstólpi
við Perluna og farið í gönguferðir
klukkan 14.30 daglega með Erlu
Stefánsdóttur sjáanda sem sýnir
þátttakendum álfabyggðir í
Óskjuhlíð.
- Hvers vegna gengst Leiðar-
Ijós fyrir þessari sýningu?
„Árið 1997 byggðum við hjónin
eitt af fjórum vistvænum íbúðar-
húsum í Snæfellsássamfélaginu á
Hellnum. Við fluttumst hingað ár-
ið 1995 og vildum setja upp vist-
vænt og sjálfbært samfélag með
öðru fólki. Það að vera vistvænn
er mun víðtækara en það að nota
lífrænan áburð, rækta lífrænt
grænmeti eða borða lífrænt rækt-
að kjöt, sem margir þekkja.
Hugtakið „vistvænt“ nær líka
yfir samskipti fólks í samfélögum,
menningu, hvernig við komum
fram við náttúruna í kringum okk-
ur og skiljum við hana. Hugmynd-
irnar „sjálfbær" og „vistvæn“ eru
í raun nátengdar hver
annarri. Því miður
virðast ekki jafnmarg-
ir átta sig á því.
Þegar við fórum að
byggja okkar vistvænu
hús hér þurftum við að leita fanga
og afla upplýsinga um það hvar
við gætum fengið það sem þurfti.
Við fórum erlendis, meðal annars
til Danmerkur og Skotlands, þar
sem Findhorn, elsta sjálfbæra
samfélagið í heiminum er, og
þurftum að þreifa fyrir okkur með
allt í sambandi við vistvæna byggð
og líffæna ræktun. Athygli vakti
að þótt margir hafi áhuga á öllu
lífrænu, vistvænu og náttúru-
vænu, vita þeir í raun ekld hvar
þeir eiga að leita fyrir sér. Islend-
ingar hafa skrifað undir fjölda al-
þjóðasáttmála, til dæmis þá sem
kenndir eru við Ríó og Kyoto, en
samt sem áður virðist ekki mikið
af upplýsingum til um hlutverk
hins almenna borgara. Það verður
ekkert vistvænt samfélag til án
þátttöku almennings svo við hugs-
► Guðlaugur Bergmann fæddist
í Hafnarfirði árið 1938. Hann
lauk prófi frá Verslunarskóla Is-
lands árið 1958 og hóf sjálfstæð-
an atvinnurekstur tveimur árum
siðar. Guðlaugur rak um árabil
tískuverslanir Karnabæjar
ásamt saumastofum og sat með-
al annars í stjórnum Gamla mið-
bæjarins, Hafskips og Arnar-
flugs. Árið 1995 seldi hann allan
fyrirtækjarekstur sinn og hús í
Reykjavík og flutti ásamt eigin-
konu sinni, Guðrúnu G. Berg-
mann, að Brekkubæ á Hellnum í
Snæfellsbæ til þess að stunda
rekstur mannræktarmiðstöðvar.
Guðlaugur og Guðrún eiga syn-
ina Guðjón og Guðlaug yngri og
reka útgáfufyrirtækið Leiðar-
ljós ásamt eldri syni sínum.
uðum með okkur að setja upp sýn-
ingu þar sem safnað yrði saman á
einn stað fyrirtækjum sem selja
vistvænar vörur og þjónustu.
Auðvitað eru ekki allir sem
þama verða 100% lífrænir eða
vistvænir en verið er að gera til-
raunir og fólk vill gera sitt besta.“
- Hvernig fínnst þér framboðið
af slíkum vörum hér?
„Það er í raun ótrúlega mikið
og athyglisvert hversu mörg fyrir-
tæki eru með náttúruvænar vörur
og þjónustu. Okkur var alls staðar
vel tekið þegar við kynntum hug-
myndina og það kom okkur veru-
lega á óvart hversu opið fólk var.
Enda fylltist sýningarplássið
mjög fljótlega. íslendingar eru nú
einu sinni þannig að þegar þeir
byrja á einhverju stendur sko alls
ekki á því. Hér er eitt fallegasta
land sem til er og fá-
mennt, sem betur fer,
en við þurfum samt
sem áður að passa nátt-
úruna, umhverfið og
menningu. Það heyrir
allt undir vistvæna tilveru.“
- Hverju vonist þið til þess að
sýningin muni fá áorkað?
,Að fólk verði meðvitaðra um
hið mikla samspil manns og nátt-
úru. Við stöndum á þröskuldi mik-
illa breytinga sem kalla á ný við-
horf og nýjan lífsmáta. Ég tel að
orðið hafi almenn vakning hjá
fólki og á sýningunni kemur í Ijós
hvert það getur leitað og þannig
stutt við bakið á fyrirtækjum sem
eru að gera sitt til þess að bjóða
vistvænar vörur og þjónustu.“
- Er íslenskur almenningur
nægilega vel með á nótunum, til
dæmis hvað varðar förgun á sorpi
ogslíku?
„Nei, en ég held að það stafi af
skorti á upplýsingum og fræðslu.
Svona sýning ætti að geta bætt úr
því.“
Miklu skiptir
að stórfyrir-
tækin séu með