Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 43 MINNINGAR + Gísli Tómasson fæddist á Sauð- árkróki 19. júlí 1927. Hann lést á Landspítalanum 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Gísla- son, kaupmaður á Sauðárkróki, f. 21. október 1876, og Elínborg Jónsdóttir, f. 23. júlí 1886. Gísli var yngstur fimm systkina. Látin eru: Gísli, f. 25. desem- ber 1908, Sigurður, f. 21. mars 1914. Eftirlifandi systkini eru: Guðný, f. 19. mars 1912, og Jón, f. 27. september 1924. Hinn 28. febrúar 1953 kvænt- ist Gísli Kristbjörgu Sigjóns- dóttur frá Vestmannaeyjum, f. 26. maí 1925, og eignuðust þau í dag er til moldar borinn elsku- legur tengdafaðir minn Gísli Tóm- asson. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þann mikla heið- ursmann sem Gísli var. Gísla hef ég þekkt í 25 ár eða allt síðan mér hlotnaðist sú gæfa að eignast dótt- ur hans fyrir konu. Allar götur frá því að ég kom fyrst inn á heimili Gísla og Kristbjargar reyndist hann mér ávallt svo hlýr og góður. Það eru fáir menn sem ég hef hitt um ævina með jafngott skap og já- kvæði og Gísli hafði. Það var alveg sama á hverju gekk í gleði og sorg, hann tók öllu með mikilli rósemi svo eftir var tekið. Gísli var góðum gáfum gæddur, vel lesinn, áhuga- samur um að fræðast og lærði markaðsfræði og spænsku á efri árum. Bömin okkar hafa öll fengið að njóta leiðsagnar hans og kunn- áttu á námsferli sínum. Hann var einstaklega þolinmóður og skiln- ingsríkur enda er mikil eftirsjá í hjörtum þeirra allra. Fyrir þremur árum er Gísli veiktist og gekkst undir erfiða að- gerð vegna krabbameins og gat ekki tjáð sig í nokkrar vikur, þá skrifaði hann svo fallega á blað til mín að nú væri hann komin með krabbamein og Guð einn réð því hvað hann lifði lengi. En Guð gaf okkur þrjú góð ár með honum til viðbótar, sem hann nýtti vel þrátt fyrir veikindi sín. Hann gat meðal annars ferðast með Kristbjörgu og notið samvista í góðra vina hópi. Nú síðast í febrúar fóru Gísli og Krist- björg til Kanaríeyja og dvöldust þar í fjórar vikur. Fljótlega eftir heim- komuna veiktist hann alvarlega og þau veikindi leiddu hann til dauða. Það er mikill harmur kveðinn að þeim Kristbjörgu tengdamóður minni, Sigrúnu, Tómasi, Gísla Frið- rik og bamabömum sem sjá nú á bak ástríkum eiginmanni, fóður og Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum íyrir birtingar- dag. Berist gi-ein eftir að skila- frestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. þrjú böm. Þau era: 1) Sigrún, f. 6. sept- ember 1953. Maki: Hörður Geirlaugs- son, f. 12. septem- ber 1951. Börn þeirra: Gísli Geir, f. 6. aprfl 1977, Guðni Már, f. 4. júb' 1980, Erna Björk, f. 23. júní 1982, Krist- björg Heiðrún, f. 16. október 1989. 2) Tómas, f. 11. ágúst 1956. Maki: Ingi- björg Magnúsdóttir, f. 7. febrúar 1956. Börn þeirra: Elín María, f. 26. desember 1983, Guðný, f. 16. september 1987. 3) Gísli Frið- rik, f. 8. júní 1960. Maki: Birgit W. Hansen, f. 23. ágúst 1960. Útför Gísla fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. afa. Við höfum misst mikið en eftir lifa góðai’ minningar um ástríkan og yndislegan mann sem alltaf vildi gera gott úr öllu. Blessuð sé minn- ing Gísla Tómassonar. Hörður Geirlaugsson. Elsku afi. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért dáinn. Þetta gerðist svo snöggt að við höf- um ekki áttað okkur á því að þú ert farinn. En við munum leita huggun- ar í þeim góðu minningum sem við eigum í hjörtum okkar um þig. Það var svo gott að koma til ykkar ömmu í heimsókn, þú varst alltaf til i að hlusta á okkur og spjalla um daginn og veginn. Þegar við vorum í erfiðleikum með lærdóminn og þeg- ar prófin nálguðust gast þú alltaf hjálpað okkur og sagt okkur tíl. Við munum minnast þín sérstaklega og muna eftir því sem þú kenndir okk- ur þegar prófin nálgast. Þegar við horfum til baka stend- ur það hvað mest upp úr hvað þú varst rólegur og yfirvegaður. Þú gast leyst úr ótrúlegustu hlutum og vandamálum og gefið þeim farsæl- an endi. Það er gott til þess að hugsa að nú ert þú kominn til himna og þér líður vel en auðvitað hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur. Það var svo margt sem við vild- um segja þér, en við munum minn- ast þín með hlýju og kærleika og þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjört- um okkar. Erna Björk og Eb'n María. Okkm- langaði til að skrifa þakk- arorð til þín afi. Þú varst svo góður við alla og reyndist okkur alltaf góð- ur afi. Ég man hvað við hlökkuðum alltaf til að fá að koma til ykkar ömmu og gista hjá ykkur þegar við voram yngri, það var svo notalegt. Þú eldaðir svo góðan graut á morgn- ana og varst alltaf tii í að spila við okkur og þú kunnir svo mörg spil og kapla sem þú kenndir okkur. Við minnumst þess líka hvað þú hafðir gaman af að fara með okkur í gönguferð niður í skógræktina. A leiðinni spurðum við þig um heima og geima og þú kunnir svar við öllu. Þú sýndir öllu sem við vorum að gera í skólanum og tómstundum áhuga og sýndir svo vel hvað þér þótti vænt um okkur. Góða skapið þitt og gleðin var svo smitandi, þú hafðir svo gaman af því sem þú tókst þér fyrir hendur og skopskyn- ið var aldrei langt undan. Við sáum þig aldrei reiðan, þú tókst öllu með jafnaðargeði og varst ávallt hóg- værðin uppmáluð. Þú hafðir svo mikið að gefa og svo einstakt lag á því að miðla þekkingu þinni. Þegar við komumst á unglings- árin fundum við betur hversu mik- ið gull af manni þú varst. Þú varst svo góð fyrirmynd. Þú varst svo já- kvæður og bjartsýnn og eyddir ekki orkunni í rifrildi og áhyggjur. Persónutöframir vora ótrúlegir og kristölluðust í góðmennskunni, hógværðinni, léttlyndinu og práð- mennskunni. Afi, við þökkum þér fyrir hvað þú reyndist okkur góður afi og hvað þú tókst alltaf vel á móti okkur systkinunum. í veikind- um þínum varst þú hetja, kvartaðir aldrei og hugsaðir meira um líðan annarra og við vitum að þú hvílir í kærleika Guðs og þar líður þér vel. Við biðjum almáttugan Guð að vera með ömmu og okkur öllum í sorg- inni. Við munum aldrei gleyma þér og fordæminu sem þú gafst okkur. Blessuð sé minning þín, elsku afi okkar. Gísli Geir og Guðni Már. Mig langar með örfáum orðum að minnast ágæts samferðamanns, sem lagði upp í hinztu fór sína af þessum heimi 20. þ.m., Gísla Tóm- assonar. Ekki man ég, hvenær við kynntumst fyrst, en nokkuð langt er síðan. Þau kynni tókust fyrir til- stuðlan eiginkvenna okkar úr Vest- mannaeyjum, sem hafa lengi verið saman í saumaklúbbi ásamt nokkrum öðrum vinkonum úr Eyj- um. Konurnar tóku svo í samein- ingu að sækja árshátíð Kvenfélags- ins Heimaeyjar hér í Reykjavík. Auðvitað fylgdu karlarnir þá með, og varð úr þessu hin ágætasta skemmtun um mörg ár, sem allir hlökkuðu til. Síðan þróaðist það svo, að úr varð sérstök vinátta milli okkar hjóna við Kristbjörgu og Gísla, sem engan skugga bar á. Ekki skiptir það miklu máli hér, þótt mér sé ekld mjög kunnugt um ævi Gísla framan af, þar kunna aðr- ir betur að greina frá en ég. Þó er mér kunnugt um, að hann var Skagfirðingur og alinn upp á Sauð- árkróki. Gekk hann menntaveginn, eins og það er oft kallað, enda vel greindur, og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Gísli bar það með sér, hvar sem hann fór, að þar fór traustur maður í hví- vetna, hógvær og hæglátur í fasi, sem vann öll störf sín af lítillæti og trámennsku. Vel má vera, að sum- um hafi þótt þessi gengni vinur á stundum fulihlédrægur, því að hann blandaði sér sjaldan í umræð- ur manna með miklum gáska eða oflæti. Engu að síður tók hann þátt í þeim með sínu hljóðláta brosi, og aldrei heyrði ég hann segja styggð- aryrði um nokkurn mann. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. H S HELGAS0N HF i \cr | A > IISTEINSMIÐJA 1 SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMl:557-6677/FAX:557-8410 GÍSLI TÓMASSON Ég minntist á órofa vináttu hans og konu hans við okkur hjónin. Tvær eftirminnilegar ferðir fóram við saman til Kanaríeyja, hina síð- ari fyrir aðeins tveimur mánuðum. I þeirri ferð sýndi Gísh sama æðra- leysi og ævinlega, enda þótt vitað væri, að hann hefði barizt við þann mikla vágest, krabbameinið, um all- langa hríð. Þai’ duldi hann veikindi sín aðdáanlega fyrir samferða- mönnum sínum með þeirri hóg- værð, sem honum var gefin. En enginn má sköpum renna. Nú hefur Gísli kvatt okkur og það á jafn- hljóðlátan hátt og hann gekk um á meðal okkar. Eftir lifir aðeins góð minning um mætan samferðamann. Við Villa sendum Kristbjörgu og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur okkar, og undir þær tekur áreiðan- lega með okkur allur saumaklúbb- urinn með mökum sínum. Jón Aðalsteinn Jónsson. Það var glaður og ánægður hóp- ur, sem útskrifaðist frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1949. Þessi dagur verður stúdentahópn- um einkar minnisstæður m.a. vegna þess, að þennan dag, 17. júní fyrir nær hálfri öld, herjaði stórhríð á Norðurlandi. Stúdentahópurinn var með stærra móti, alls 55. Úr þessum samheldna hópi era nú ellefu horfn- ir á braut, nú síðast Gísh Tómasson, fyrrv. framkvæmdastjóri. En fráfall hans kom okkur bekkjarsystkinum nokkuð á óvart. Hann hafði ásamt Kristbjörgu konu sinni dvahð á Gr- an Canaria um mánaðartíma fyrir skömmu. En er heim var komið, tóku sig upp veikindi, er hann hafði um nokkurt skeið átt við að strfða, en um síðir urðu honum að fjörtjóni. Gísli var í föðurætt af Alftanesi en Skagfirðingur í móðurætt, sonur sæmdarhjónanna Tómasar Gísla- sonar, kaupmanns á Sauðárkróki, og konu hans, Elínborgar Jónsdótt- ur frá Brennigerði. Hann var yngstur systkina sinna, en þrír þeirra bræðra era nú látnir. Æskuheimih Gísla á Sauðárkróki var mikið menningarheimih. Þar blönduðust ættir sunnlenskra sjó- sóknara og skagfirsks búandfólks, langt fram í ættir. Tómas, faðir Gísla, var maður stór vexti, hægur í fasi og bar með sér mikinn persónu- leika. Hann blandaði sér htt í fé- lagsmál þeirra tíma, og undi glaður við sitt. Ehnborg, móðir hans, var aftur á móti félagsmálakona og tók P E R L A N Simi 562 0200 LlIIIIIIIIIll mildnn þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks, er á þeim árum var mjög öflugt og þótti hún sýna mikla leikhæfileika, svo víða fór orð af. Gísh bar meira svipmót föður* sins, hægur og práður í allri fram- göngu. Hann hafði barn að aldri fengið snert af berklum, en náði sér að mestu. Gísh las heima undir inntökupróf í 2. bekk MA og tók próf inn í skól- ann vorið 1944. Skólinn hafði á þessum árum á að skipa afburða kennarahði, sem sumir hverjir urðu síðar hálfgerðar þjóðsagnapersón- ur. Nægir þar að nefna snilhngana Brynleif Tobíasson og Vemharð Þorsteinsson. AUir reyndu þeir að koma okkur til nokkurs þroska og ' þekkingar á þeim sviðum, sem hver og einn kennari fékkst við, m.a. úr þeim málsamfélögum, sem þeir kenndu. Ekki er okkur síst minnis- stæður frönskukennari okkar, Þór- arinn Bjömsson, sem var óþreyt- andi við að leiða okkur inn í franska heimspeki og bókmenntir. Margar hnyttnar tilvitnanir vora okkur líka tiltækar langt fram eftir ævi og eru jafnvel enn. Á þessum vordögum 1949 varð okkur oft hugsað til orða franska heimspekingsins og skáldsins Surly Pradhomme: „Partir e’est mourir un peu“: Að skilja það er að deyja að nokkru. Þótt komið væri að ^ skilnaðarstund hjá þessum 55 ung- mennum, sem vora að kveðja skól- ann sinn, þá var vor í lofti og sumar framundan - sumar lífsins. Við tóku annir af ýmsum toga við háskóla- nám, við fjölskyldu- og heimilis- stofnun og við að finna sér atvinnu til frambúðar. Engum varð hugsað til haustsins, en það læddist að mönnum hægt og Mjótt, og smátt og smátt komu skörð í hópinn. Ekki fór hjá því, að við flest yrð- um fyrir nokkram kárínum frá ^ hendi þessara ágætu lærifeðra - nú Gísh frá dr. Kristni, þegar þeir voru að þýða þýskan prósa, sem gekk víst hálf stirðlega. Skyndilega gall skólaklukkan til merkis um að tíminn væri búinn: „Þama bjargaði nú klukkan okkur, Gísh minn.“ En við stóðum jafnan keik eftir sem áð- ur, enda reyndust svona glettur það krydd í tilverana, sem oft var minnst með hvað mestri ánægju. Við bekkjarsystkin kveðjum góð- an félaga og vin hinstu kveðju með söknuði, og flytjum Kristbjörgu og fjölskyldu Gísla innilegar samúðar- kveðjur. Stúdentar MA 1949. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri 'rp> £ s % ^GAV&^ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.