Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR + Guðrún Frí- mannsdóttir fæddist í Reykjavík 15. janúar 1943. Hún lést á Landspít- alanum hinn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Stef- ánsdóttir, f. 1914, og Frímann Helgason, f. 21.8. 1907, d. 29.11. 1972. Guðrún átti einn bróður, Höskuld Frímannsson, f. 12.11. 1949, kvæntur Jóhönnu Viborg og eiga þau þrjú börn. Einnig átti hún hálfsystur, Hönnu Frímannsdóttur, f. 25.8. 1936, gift Heiðari Ástvaldssyni og eiga þau einn son. Hinn 26. september 1964 gift- ist Guðrún Ferdinand Alfreðs- syni arkitekt, f. 17.9. 1937. Börn þeirra eru: 1) Frímann Ari, f. 22.2. 1967, sambýliskona hans er Sigurveig Ágústsdóttir, f. 8.1. 1977, og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Ósk, f. 6.1. 1998; 2) Helga Mar- grét, f. 14.8. 1969; 3) Kristinn Alfreð, f. 20.9. 1978. Guðrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Is- lands vorið 1964. Á árunum 1956-64 lagði hún stund á tónlistarnám í Tón- listarskólanum í Reykjavík og siðan var hún við nám í pí- anóleik í Badische Hochschule fiir Musik 1965-66. Píanókennaraprófi lauk hún ár- ið 1972 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Guðrún var píanó- kennari í Tónmenntaskólanum í Reykjavík frá 1968 til æviloka. Hún gegndi trúnaðarstörfum meðal starfsfélaga sinna og sat um skeið í stjórn og varastjórn Félags tónlistarkennara. Utfor Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er ekki ávallt sem hið góða > sigrar. Það er sama hvað líkaminn er sterkur og sálin frjó. Heilbrigt líf- erni Guðrúnar Frimannsdóttur sem aldrei ánetjaðist áfengi eða tóbaki nægði ekki til að verjast ágangi óvættarinnar með löngu klærnar. Fyrir tveimur árum kenndi Guðrún sér meins sem vinir hennar og vandamenn vonuðust til að hún hefði náð að sigrast á. Svo kom reið- arslagið í febrúar 1997. Hún hringdi þá í mig. Við tókum tal saman á létt- ari nótunum eins og við vorum vön. ^ Þegar ég innti hana eftir heilsufar- inu sagði hún mér hvernig komið væri fyrir sér en að hún gæti lítið í þessu gert. Hún sagðist vita að læknarnir gerðu það sem þeir gætu og á það treysti hún, meira væri ekki hægt að gera. Hún talaði um hvemig komið væri eins og þetta væri eðlilegur hlutur. Eg hef á tilfinningunni að Guðrún hafi oft þurft að hughreysta vinina þegar þeir ætluðu að hughreysta hana og þrekið sem hún sýndi í veik- indum sínum var ótrúlegt. Allan sinn veikindatíma var hún, eins og ávallt áður, miklu frekar gefandi en þiggjandi í öllum sínum samskiptum við aðra. Léttleikinn og gamansemin var alltaf til staðar og aldrei var ^ neina vorkunnsemi við sjálfa sig að finna. Ég þekkti þessa eftirlætisbróður- dóttur mína frá fæðingu og var fyrstu árin hennar hálfgerður heimagangur á heimili foreldra hennar. Hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var reyndar ekkert einsdæmi því hún var eins konar fyrirmyndar samnefnari barna okkar systkinanna. Yngsta kynslóðin kunni líka að meta hana. Þetta kom t.d. í ljós þegar við hjónin vorum að minnast á Guðrúnu og eitt barnabamið heyrði til okkar og spurði hvort við væram að tala um konuna sem kæmi alltaf upp til . þeirra krakkanna þegar hún kæmi í heimsókn. Guðrún vildi líka kynnast þeim yngstu. Guðrún var afskaplega ljúf og hið blíða bros hennar var ávallt til stað- ar. Það var gaman að rökræða við hana, sérstaklega ef henni fannst maður vera of dómharður. Þá var hún til með að spyrja hvort þetta eða hitt hefði nú verið alveg svona slæmt. Þannig fékk hún mann til að draga í land svo lítið bæri á. Hún var vön að koma í heimsókn á afmælisdögum okkar hjónanna. Þess vegna var það að börn okkar ■> hjónanna þekktu hana betur er hin frændsystkinin enda hefur það kom- ið í ljós við fráfall hennar að þau mátu hana mikils. Guðrún og systkini hennar misstu föður sinn, Frímann Helgason, snögglega árið 1972. Það má segja að síðan hafi Guðrún tekið við um- önnun móður sinnar, Margrétar "^Stefánsdóttur, á vissan hátt. Eitt af síðustu verkum Guðrúnar áður en hún dó var að koma móður sinni til læknis vegna fótameins sem hrjáði hana mjög. Sýnir þetta hvern hug hún bar til móður sinnar. Sam- band þeirra mæðgna var einstakt. Svo bar við að Guðrún varð amma fyrir nokkram mánuðum þegar Frímann Ari, framburður hennar, og Sigurveig, kona hans, eignuðust dóttur sem skírð var Guðrún Ósk. Svo að þar kemur ný Guðrún Frímannsdóttir þegar Guðrún Frímannsdóttir kveður. Fjölskylda Guðrúnar var við dán- arbeð hennar er hún andaðist. Þar hafa farið hljóðar sorgarkveðjur um hugi viðstaddra í bland við kyrrlátar minningar alls þess fagra sem Guð- rún skilur eftir sig hjá þeim sem eft- ir lifa. Við hjónin, börn okkar og bama- börn sendum þér, Ferdinand, og börnum þínum, svo og öðram að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristinn Helgason. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros) Guðrún Frímannsdóttir, eða Rúna eins og hún var jafnan kölluð af sínum nánustu, er látin langt um aldur fram. Þegar við hittum hana fyrst, fyrir nær fimmtíu árum í barnaskóla, bundust þau vináttu- bönd sem héldust æ síðan. Rúna var falleg kona, yst sem innst. I vöggu- gjöf hlaut hún alla þá kosti sem prýtt geta eina manneskju. Hún var vel greind, skapgóð en fóst fyrir þegar það átti við. Hún var hjarta- hlý og heilbrigða skynsemi hafði hún í ríkum mæli. Rúna var listræn og skemmtileg og kunni öðrum fremur þá list að greina kjarnann frá hisminu. Hún var samviskusöm og réttlát og leitaði alltaf að því besta í fari samferðamanna sinna. Hún ræktaði þessa mannkosti sína allt lífíð en aldrei komu þeir betur fram en í veikindum hennar þar sem æðraleysi hennar var allt um faðm- andi. Lífsbókin sem Rúna skilur eftir verður okkur hinum óbrigðult upp- sláttarrit um réttlátt og fallegt líf. Það era forréttindi að hafa fengið að eiga hana að vini og fyrir það þökk- um við. Við sendum ástvinum Rúnu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um þann sem öllu ræður að veita þeim styrk um ókomna tíð. Birna og Herdís. Hlýja, mýkt og gleði kemur í hug- ann þegar ég hugsa til samkennara míns og vinu, Guðrúnar Frímanns- dóttur. Þannig var Rúna, hún sýndi öllum vinarþel, talaði aldrei illa um nokkurn mann, var alltaf heil og ljúf í tilsvörum til nemenda sinna og samkennara. Nemendur hennar túlkuðu bros hennar og birtu í tón- listarflutningi sínum, þó ung væru að árum. Mér kemur í hug bæn, _sem ég nota oft við börnin mín: „Ég óska þér þess eins, að hvert sem leið þín liggur muni þreytt hjörtu gleðjast yfir brosi þínu og líf í skugga njóta sólar um sinn, að leið þín verði ljósa- braut sem engils spor um myrka nótt.“ En þannig var hún Rúna. Allt lífið erum við að læra, en mis- þungur virðist þessi skóli lífsins og alltaf er erfitt að kveðja. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu henn- ar og þakka samfylgdina, bros þín er yljuðu sálarkima mínum. Góða ferð inn í eilífðina, elsku Rúna mín. Þegar þú hefur hafið flug um himinvegu þína, sendi ég með þér heilan hug og hjartans kveðju mína. (Herdís og Ólína.) Erla Stefánsdóttir. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. (Jónas Hallgr.) Ungu fólki er mikils virði að eiga góða og trausta vini. Ekki síst þegar vinirnir era allt í senn umhyggju- samir, nærgætnir og skemmtilegir. Fyrir nær 40 árum lágu leiðir okkar saman í Kennaraskóla Islands. Það ríkti strax góður andi í bekknum okkar, hver einstaklingur fékk að njóta sín eins og hann var. Hún Rúna, sem við kveðjum með söknuði í dag, átti svo sannarlega stóran þátt í að byggja upp góð og jákvæð samskipti meðal okkar bekkjarsystkinanna. Það var svo margt í fasi hennar og persónuleika sem gerði að gott var að vera í ná- vist hennar. Skóla lauk, en vináttan hélst og hefur fengið að þroskast og dafna. Saumaklúbburinn varð vettvangur- inn og höfum við bekkjarsysturnar hist mánaðarlega í öll þessi ár. Tengslin era sterk og einlæg. Það er lán að eiga athvarf í góðum vina- hópi. Snemma kom í ljós að það var Rúna, sem átti hvað drýgstan þátt í að halda hópnum saman. Hún gerði það á sinn elskulega og ljúfa hátt, með glettni og umhyggju sem henni var svo lagið að sýna. Rúna kunni þá list að hlusta og gleðjast með öðram og umfram allt hafði hún áhuga á öllu sem fram fór í þjóðfélaginu og naut þess að ræða hin margvísleg- ustu mál. Hún var sterk og heil í allri sinni framkomu, hafði ríka réttlætiskennd og átti auðvelt með að koma skoðun- um sínum í orð, gætti alltaf hófs og særði engan. Störfum sínum öllum sinnti hún af alúð og vænti þess að aðrir gerðu slíkt hið sama. Rúna bar með sér íslenska arf- leifð eins og hún gerist best. Um- hyggja hennr fyrir ástvinum sínum og fjölskyldu var einstök. Missir þeirra er mikill og þeim biðjum við styrks á erfiðri stundu. Á kveðjustund þökkum við inni- lega allar samverastundirnar, traustið og vináttuna. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, - hægur er dúr á daggarnótt -, dreymi þig ijósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Blessuð sé minning Guðrúnar Frímannsdóttur. Bekkjarsystur úr KI. Með örfáum orðum vil ég minnast Guðrúnar Frímannsdóttur, vinkonu minnar og kennara. Guðrún var fyrsti píanókennarinn minn og kenndi mér í Tónmenntaskóla Reykjavíkur í sjö ár. Á þessum tíma mynduðust á milli okkar sterk bönd. Þegar ég minnist Guðrúnar er svo margt, sem kemur upp í huga mér. Guðrún var falleg kona, með falleg- an persónuleika og framkomu. Hún tók á móti nemendum sínum með bros á vör og hlýju handabandi. Guðrún hafði svo mikið að gefa. Hún var frábær kennari, blíð en um leið ákveðin. Hún gerði píanónámið svo lifandi og skernmtilegt. Eitt lítið lag varð svo spennandi eftir að hún hafði spilað það og útskýrt á skemmtilegan máta fyrir unga nem- andanum. Til dæmis sagði hún nem- andanum að ímynda sér laufblað, sem feykist um úti í vindinum, og líkja eftir því við túlkun lagsins. Þegar um danslag var að ræða sagði hún: „Nú spila ég og þú dansar," og svo gleymdum við okkur í kennslu- stofunni, hún spilandi danslagið og litli nemandinn skoppandi um alla stofuna. Ég fór alltaf alsæl úr píanó- tímum hjá Guðrúnu. Hún kenndi mér svo margt um lífið og tónlistina. Guðrún var einstök kona, sem ég mun taka mér til fyrirmyndar. Ég mun búa að öllu sem hún kenndi mér alla daga. Það er mikill heiður að hafa fengið að kynnast svona stórkostlegri persónu, sem þurfti að fara frá okkur allt of snemma. Ég votta fjölskyldu og vinum Guðrúnar Frímannsdóttur mína dýpstu samúð. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Við andlát Guðrúnar Frímanns- dóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir kynni af einstakri konu. Um margra ára skeið vorum við Guðrún samkennarar. Jafnframt unnum við saman að félagsmálum tónlistar- skólakennara. Guðrún sat í fyrstu stjórn Félags tónlistarkennara árin 1973 til 1976 og síðan í varastjórn þess frá 1981 til 1985 og aftur 1991 til 1994. Þá hafði félagið gengið í Kennarasamband Islands og sat Guðrún í skólamálaráði þess árin 1991 til 1994. Hún gegndi starfi trúnaðarmanns Kennarasambands Islands í skóla sínum af samvisku- semi og áhuga og bar velferð sam- kennara og nemenda sinna mjög fyrir brjósti. Hún hafði mikinn áhuga fyrir þró- un tónlistarkennslu í landinu og tók þátt í umræðum um skólamál og uppeldismál af miklum áhuga, ein- lægni og skynsemi. Hún var glettin og sérstaklega orðheppin í tilsvör- um. Ríkur þáttur í fari Guðrúnar var umhyggja hennar fyrir öðrum. Fyrst og síðast var það fjölskylda hennar og móðir sem nutu þess, en hún gleymdi heldur ekki öðram og spurði oft eftir börnum okkar, hvernig þeim vegnaði og liði. Ég flyt hér þakklæti stjórnar Fé- lags tónlistarskólakennara fyrir þátt hennar í starfi félagsins, góðar til- lögur og velvilja. Ég sakna sárt trúnaðarvinkonu, sem ávallt gaf sér tíma til spjalls og ráðlegginga. Ég og fjölskylda mín sendum móður hennar Margréti, Ferdinand, Kristni, Helgu Margi'éti, Frímanni og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Sigríður Sveinsdóttir, formaður Félags tónlistarskólakennara. Kveðja frá samkennurum í Tónmenntaskóla Reykjavíkur Okkar kæra vinkona og samkenn- ari Guðrún Frímannsdóttir er látin langt um aldur fram. Hún greindist með illvígan sjúk- dóm fyrir tveimui' árum og háði hetjulega baráttu, sem þó virtist ekki buga lífsgleði hennar og út- geislun. Hún tók örlögum sínum af sama æðraleysi og sömu yfirvegun sem einkenndi öll hennar störf og lífsviðhorf. Guðrún var Ijómandi góður píanó- leikari og ástsæll píanókennari. Hún náði vel til nemenda sinna með já- kvæðu og hlýju fasi og bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Hún hafði einstakt lag á að hvetja þá til dáða og var sérlega vandvirkur kennari. Naut hún trausts og vii’ðingar nem- enda, foreldra og samkennara, sem öll syrgja góðan vin. Á kennarastofunni var oft glatt á hjalla og var það ekki síst vegna kímni Guðrúnar og hnyttinna til- svara og þegar umræður snerast um kennsluna og skólamál reyndist skynsemi hennar og greind okkur kennurum vel. Vinsældii' Guðrúnar meðal sam- starfsmanna og" einstök réttsýni leiddu til þess að henni vora falin margvísleg trúnaðarstörf í Tón- menntaskólanum og fyrir Félag tón- listarskólakennara. Tónlistaráhugi hennar beindist ekki eingöngu að píanóinu, hún hafði prýðilega söngrödd og var félagi í Söngsveitinni Fílharmóníu um ára- bil. Hún var einnig dyggur tónleika- gestur og hlustandi tónlistar af ýmsu tagi. Guðrún var gæfumanneskja. Hún var farsæl í starfi og átti yndislega fjölskyldu sem skipaði æðsta sess í lífi hennar. Velferð fjölskyldunnar var henni ávallt efst í huga. Við samkennarar Guðrúnar í Tón- menntaskólanum þökkum henni góða og trygga vináttu og sendum Ferdinand og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvað getur sautján ára unglingur sagt þegar svo stór áhrifavaldur í lífi manns er hrifinn á brott. Ég var níu ára gamall þegar fundum okkar Guðrúnar bar saman. Við sátum hlið við hlið tvisvar í viku í næstum sjö ár. Hún tók þátt í gleði minni og sorgum, hvatti mig til dáða, sama hversu vel eða illa ég hafði æft mig. Fyrir mér verður Guðrún ætíð ímynd prúðmennsku, hógværðar og glæsileika. Ég þakka fyrir allt það góða veganesti sem hún veitti mér. Guð blessi minningu Guðrúnar Frímannsdóttur. Hjörtur Hjartarson. DAGBJÖRT HANNESDÓTTIR + Dagbjört Hann- esdóttir fæddist á Núpsstað í Skafta- fellssýslu 29. októ- ber 1905. Hún lést á Patreksfjarðarspít- ala 8. apríl síðastlið- inn og fór útfór hennar fram frá Fossvogskirkju 20. apríl. Elsku langamma. Við kveðjum þig með miklum söknuði. Það var svo gott að hafa langömmu, sem var alltaf heima, koma við eftir skóla og fá sér kæfu- brauð og mjólk og spjalla. Þú sast í eldhúsinu og prjónaðir, passaðir upp á að okkur væri aldrei kalt, staflarnir af sokkunum og vettling- unum. Megi góður Guð geyma þig. Hávarður Orn, Matthías Leo. Ég var í Reykjavík þegar ég frétti þessi sorglegu tíðindi, að amma á Kaldabakka væri dáin. Ég hugsaði oft hvernig væri hægt að vera alltaf brosandi og hlæjandi, hvað sem bjátaði á, alltaf svo já- kvæð. Ég man alltaf eftir flatkökunum og ég tala nú ekki um kæfuna. Þegar búið var að raða í sig, alltaf sendur heim með smá stafla og yfírleitt fylgdu sokkar eða vett- lingar með. Elsku amma, það var svo gaman að sitja og spjalla við þig. Þú vissir svo margt, pínu þrjósk, maður fór alltaf frá þér í góðu skapi. Þú sannaðir oft að hlát- urinn lengir lífið. Brosið þitt geymi ég í hjarta mér alla tíð. Erna Hávarðsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.