Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ > ------------------------------- Afmælismót Bridssambandsins Fimm fræknir Selfyssingar unnu á glæsi- legum lokaspretti BRIPS B r i d s h ö 11 i n Þönglabakka FIMMTÍU ÁRA AFMÆLIS- MÓT BRIDSSAMBANDS ÍSLANDS Sveitakeppni og tvímenningur með þátttöku 48 sveita og 62 para. 23.-26. apríl. Aðgangxir ókeypis. SUNNLENDINGAR komu, sáu og sigruðu á afmælismóti Bridssam- bandsins, unnu bæði sveitakeppn- ina og tvímenninginn. Það voru tveir ungir menn, Omar Olgeirsson og Kristinn Þórisson, sem unnu tví- menninginn en þeir spiluðu mjög vel í úrslitunum. Þeir náðu foryst- unni þegar nokkrum umferðum var ólokið og héldu henni til loka móts * með sterku BR-pörin á hælunum allan tímann. Fimm fræknir unnu svo sveitakeppnina á sunnudaginn með glæsilegum endaspretti þar sem þeir sigruðu aðra sveit frá Selfossi í lokaleiknum með 25 stig- um en á sama tíma mættu íslands- meistararnir, sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar, ofjörlum sínum, sveit Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og urðu að játa sig sigraða 10-20 og misstu þar með af fyrsta sætinu. Ungir sigurvegarar Mótið hófst á fimmtudag með tvímenningskeppni og var fyrst spilað um þátttöku í úrslitakeppn- inni en síðan spilað í A- og B- úr- slitum. Bræðurnir Anton og Sigur- bjöm Haraldssynir unnu undan- keppnina og með þeim fylgdu svo 27 pör í úrslitin. I upphafi leiddu tvímenningsjaxlarnir mótið en Óm- ar og Kristinn vildu fá að vera með og svo fór að þeir tóku forystuna þegar 7-8 umferðum var ólokið og leiddu það til loka. Glæsilegur árangur hjá ungum spilurum. Lokastaðan í A-úrslitunum: Omar Olgeirsson - Kristinn Þórisson 85 Kristján Blöndal - Jónas P. Erlingss. 73 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmss. 69 Aðalfundur Aðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn mónudaginn 18. maí 1998 kl. 16.00. að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. 1998 Dagskrá: Jj Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samfoykktum sjóðsins. 0|Kynning ó nýju lífeyriskerfi. E§Tillögur til breytinga ó reglugerð sjóðsins. □ Önnur mól löglega upp borin. | Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 11. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra ó fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu ó fundinum með tillögu og mólfrelsi. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. maí n.k. og munu þeir þó fó fundargögn við setningu fundarins. ■ Tillögur tíl breytínga ó reglugerð liggja frammi ó skrifstofu sjóðsins fró 22. apríl 1998 og geta þeir sjóðfélagar sem óhuga hafa ó að kynna sér þær fyrir fundinn, fengið þær ó skrifstofu sjóðsins eða sendar í póstí. Einnig er hægt að nólgast tillögurnar ó veraldarvefnum. Slóð sjóðsins er www.lifeyrir.rl.is. Fró og með 27. apríl munu reikningar sjóðsins liggja frammi ó skrifstofu hans fyrir þó sjóðfélaga, sem vilja kynna sér þó. ! Reykjavík, 22. apríl 1998 Stjórn Sameinaoa lífeyrissjóðsins. Morgunblaðið/Arnór FIMM fræknir, sigursveitin í afmælismótinu á verðlaunapalli. Talið frá vinstri: Ólafur Steinason, Helgi G. Helgason, Þröstur Árnason, Guðmundur Gunnarsson og Runólfur Þ. Jónsson. Með þeim á myndinni eru Guðrún Ágústsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir, sem afhentu verðlaun afmælis- mótsins ásamt Kristjáni Kristjánssyni forseta BSÍ. JÓN Stefánsson og Þórir Leifsson taka við verðlaunum sinum fyrir sigur í B-úrslitunum. Það er Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgastjórnar, sem afhendir þeim verðlaunin. ÞEIR voru mættir í ráðhúsið félagarnir Kristinn Þórisson og Ómar Olgeirsson til að taka við sigurverðlaunum sínum í tví- menningnum en þeir eru, eins og sigurvegararnir í sveitakeppn- inni, sunnlendingar. MagnúsMagnússon-JónBaldurss. 54 Hermann Friðrikss. - Vilhj. Sigurðssonjr. 46 Þórður Björnsson - Þröstur Ingimarss. 46 Þorlákur Jónsson - Guðm. Páll Amarson 45 í B-úrslitunum spiluðu nokkur pör, sem ekki náðu inn í A-úrslitin en áttu þar heima. Þar var einnig hart barizt og hærri skor. Eftir hörkukeppni stóðu Þórir Leifsson og Jón Stefánsson uppi sem sigur- vegarar en þessir spilarar hafa báð- ir verið lengi að og átt mikilli vel- gengni að fagna, einkum í tvímenn- ingskeppni. Til marks um það hve lengi Þórir hefir spilað þá nefndi Kristján Kristjánsson það í verð- launaafhendingunni að þegar hann var drengur þá hefði Þórir spilað á heimili hans. Lokastaðan í B-úrslitum: JónStefánsson-ÞórirLeifsson 131 Halldór H. Sverrisson - Jón Ingþórsson 126 Sigtr.Jónsson-Guðm.Ágústsson 124 Jakob Kristinss. - Aðalsteinn Jörgensen 98 Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason 91 Aðalst. Sveinsson - Sverrir Þórisson 72 Hlýðin drottning Ágæt þátttaka var í sveitakeppn- inni eða 48 sveitir víðs vegar að af landinu. Islandsmeistararnir, sveit Samvinnuferða/Landsýnar, byijuðu vel og ætlaðu sér stóra hluti. Sveitin leiddi mótið lengst af en Fimm fræknir voru ekki langt á eftir. Þessar sveitir mættust í 8. umferð og segja má að þetta spil hafí ráðið úrslitum í mótinu: Suður gefur, NS á hættu Norður ♦ D1082 ¥G86 ♦ K95 ♦ 862 Vestur Austur ♦ 9 4 G7653 ¥ 1042 ¥ D7 ♦ 862 ♦ G107 ♦ KD10973 + Á54 Suður ♦ ÁK4 ¥ ÁK953 ♦ ÁD43 *G Við annað borðið spiluðu Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson 4 hjörtu í NS og spilin virð- ast ekki bjóða upp á meira. En við hitt borðið var nokkur „verðbólga" í sögnum þar sem Helgi G. Helga- son og Þröstur Árnason sátu NS og Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson AV: Vestur Norður Austur Suður HJ HGH GSH ÞÁ 1 lauf 3 lauf dobl 4 lauf 5 lauf pass 5 spaðar pass 6 tíglar// Opnun Þrastar var sterk og dobl Helga í norður sýndi 6-8 punkta. Þar sem sagnir andstæðinganna bentu til þess laufapunktar færu ekki til spillis í NS ákvað Þröstur að bjóða upp á slemmu í öðrum hvorum rauðu litanna með því að segja 5 lauf og endaði í 6 tíglum. Helgi spilaði út laufakóngi og meira laufi sem Þröstur varð að trompa. Útlitið var ekki gott en batnaði aðeins þegar allir fylgdu þrisvar í trompi. Þá var aðeins eftir að verka hjartað. Þar kom til greina að reyna að fella drottninguna aðra eða spila gosanum úr borði í þeirri von að vestur ætti tíuna aðra og sú lega virtist ekki ólíkleg eftir hindrunarsögn vesturs. Þröstur byijaði á að taka hjarta- ás, síðan spaðaás og spilaði svo spaða á drottningu. Þegar Helgi henti laufi sá Þröstur fyrir sér skipt- ingu AV. Austur átti fímm spaða, þijá tígla og að öllum líkindum þijú lauf fyrir hækkuninni í fjögur lauf. Það þýddi að hann átti tvílit í hjarta og því varð drottningin að vera annað þeirra. Svo Þröstur spilaði hjarta heim á kóng og þegar drottn- ingin kom var spilið unnið. Fimm fræknir græddu 12 stig á spilinu og leikurinn endaði 15-15. Seifyssingar tókust á. Annað liðið steinlá I næstsíðustu umferð vann Sam- vinnuferðasveitin Landsbréf, 25-5, og þurfti 16 stig í síðasta leiknum til að tryggja sigurinn í mótinu. Spiluðu þeir við Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síðustu umferðinni en tókst aðeins að fá 10 stig. Á öðru borði spiluðu Fimm fræknir við félaga sína og samheija frá Selfossi, sveit Garðars Garðarsson- ar. Fimm fræknir voru í miklu stuði, höfðu unnið Kaupþing Norðurlands 25-5 í 9. umferðinni og hreinlega rúlluðu yfir félaga sína 25-2 og unnu þar með mótið nokkuð óvænt en lokastaðan í mótinu varð þessi: Fimmfræknir 197 Samvinnuferðir/Landsýn 191 Rafmagnsveita Reykjavíkur 178 Öm Amþórsson 172 Stilling 172 Strengur 170 Landsbréf 169 KaupþingNorðurlands 168 í mótslok skunduðu þátttakendur og mótsstjórar niður í Ráðhús borg- arinnar og þáðu veitingar í boði borgarstjórnar. Á móti þeim tók Guðrún Ágústsdóttir, forseti borg- arstjórnar, hélt þeim tölu og óskaði þeim til hamingju með 50 ára af- mælið. Kristján Kristjánsson, for- seti Bridssambandsins, hélt ræðu þar sem hann rakti sögu félagsins og síðan afhentu þau Guðrún, Krist- ján og Stefanía Skarphéðinsdóttir verðlaun fyrir afmælismótið, sam- tals eina milljón króna. Keppnisstjórar voru Sveinn R. Eiríksson og Matthías Þorvaldsson og höfðu þeir í nógu að snúast en kærur og taugatitringur einkenndu þetta mót mjög. Arnór Ragnarsson Guðmundur Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.