Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Aðalsteinn Asberg
kjörinn formaður RSI
AÐALSTEINN Ás-
berg Sigurðsson var
kjörinn formaður Rit-
höfundasambands Is-
lands (RSÍ) til næstu
tveggja ára á aðalfundi
sambandsins síðastlið-
inn laugardag. Tekur
hann við af Ingibjörgu
Haraldsdóttur. Kosið
var á milli tveggja
manna, Aðalsteins, sem
fékk 131 atkvæði, og
Hjartar Pálssonar, sitj-
andi meðstjórnanda,
sem fékk 88 atkvæði.
Núverandi stjórn
RSÍ skipa, auk Aðal-
steins, Olafur Haukur
Símonarson varaformaður, Guðjón
Friðriksson meðstjómandi, Hjörtur
Pálsson meðstjómandi, Kristín
Steinsdóttir meðstjómandi og
Steinunn Jóhannesdóttir varamað-
ur. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld
var kjörin heiðursfélagi Rithöfunda-
sambands Islands.
Aðalsteinn kveðst
ákaflega ánægður með
kosninguna - hann hafi
fengið ótvírætt meiri-
hlutaumboð til að stýra
félaginu.
En hvað er honum
efst í huga á þessum
tímamótum? „Það sem
mér er efst í huga er að
geta haldið áfram því
ágæta starfi sem unnið
hefur verið hjá Rithöf-
undasambandi íslands á
undanfómum áram og
jafnframt að horfa fram
veginn og vinna að ýms-
um nýjungum sem sí-
fellt eru á döfinni hjá
höfundasamtökum sem þessum. Það
em stöðugt að koma upp ný mál
enda er höfundaréttur að verða æ
flóknari. Þá getur maður ekki látið
hjá líða að minnast á nýja öld í þessu
samhengi en ég kem til með að leiða
sambandið inn í hana.“
Af öðram spennandi verkefnum
sem framundan era nefnir Aðal-
steinn Gunnarshús, sem Rithöfunda-
sambandið fékk lyklavöld að á liðnu
ári. „Við eram að móta stefnuna í
notkun á því húsi en það býður upp á
ýmsa möguleika. Fyrst og fremst
viljum við sjá það sem lifandi mið-
stöð íyrir rithöfunda, sem þegar er
orðið, en auðvitað er hægt að gera
miklu meira þar en við gátum áður í
okkar gamla skí’ifstofuhúsnæði.“
Þá segir Aðalsteinn brýnt að
halda áfram þátttöku í útrás ís-
lenskra bókmennta á komandi miss-
erum. Ljóst sé að útflutningur á
þeirri grein menningarinnar færist
stöðugt í vöxt og það hljóti að vera
hluti af starfi RSI að stuðla að því
að sú þróun haldi áfram.
Ennfremur segir nýkjörinn for-
maður að spennandi verði að takast
á við að endurnýja samninga við út-
gefendur hér á landi og hugsa al-
mennt um hag höfunda. „Það verð-
ur í mörg horn að líta og vonandi á
mér eftir að takast að starfa vel fyr-
ir íslenska rithöfunda."
Aðalsteinn Ásberg
Signrðsson
Uthlutað úr
Menningarsjóði
Þjóðleikhússins
Á SUMARDAGINN fyrsta var úthlutað í 33.
sinn úr Menningarsjóði Þjóðieikhússins, en
hann var stofnaður á sumardaginn fyrsta
árið 1950, vígsludegi Þjóðleikhússins.
Styrkjunum er einkum ætlað að greiða
götu listafólks sem vill afla sér aukinnar
menntunar eða kynna sér leiklist á
erlendum vettvangi.
I úthlutunarnefnd silja nú Stefán
Baldursson Þjóðleikhússtjóri, Baldur
Thorlacius, fyrrv. ráðuneytisstjóri, og
Jóhann Sigurðarson leikari.
Styrki úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins
hlutu að þessu sinni leikararnir Gunnar
Eyjólfsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Halldóra Björnsdóttir og Örn Árnason, en
sumardaginn fyrsta frumsýndi Örn
einleikinn Gamansama harmleikinn.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kraftur á kostnað mýktar
TðlVLIST
Islenzka óperan
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
íslenzk og ítölsk sönglög, óperaaríur
og dúettar. Auður Gunnarsdótth-
sópran og Jón Rúnar Arason tenór;
Gerrit Schuil, píanó. íslenzku óper-
unni, laugardaginn 25. apríl kl. 17.
ÞAÐ var múgur og margmenni í ís-
lenzku óperunni á Styrktarfélags-
tónleikunum á laugardaginn var, og
lék nærri áþreifanleg forvitni um
andrúmsloftið í garð hinna ofan-
greindu ungu söngvara, sem bæði
munu stödd í upphafi starfsferils á
erlendri grundu. Var ekki sízt kraft-
mikill þjóðlagasöngur Jóns Rúnars
undir bera lofti á knattspyrnulands-
leikjum í fyrra mörgum í fersku
minni, þó að hvoragt söngvaranna
hefði áður barið hlust undirritaðs.
Að venju skiptu söngvararnir dag-
skránni á milli sín og sungu að auki
nokkra dúetta í seinni hálfieik. Reið
Jón Rúnar á vaðið með Fenesta che
lucive (óþekktur höf.) og söng í fyrri
hluta Lungi dal caro bene (Sarti),
Vecchia zimarra (úr La Boh'eme e.
Puccini) og íjögur íslenzk lög, tvö
eftir Kaldalóns (Ég lít í anda og
Stormar), Lindina e. Eyþór Stefáns-
son og Fuglinn í fjöranni e. Jón Þór-
arinsson. Auður söng Piangero la
sorte mia (úr Júlíusi Sesar e.
Hándel), Che fiero momento (úr
Orfeifi og Evridís e. Gluck) og Fjór-
ar vísur op. 11 eftir Wolf-Ferrari.
Eftir hlé söng Auður Io son
l’umile ancella (úr Adriana Lecouvr-
eur e. Cilea) og Rómönsu (úr La
Wally e. Catalani). Saman sungu þau
Næturljóð úr Don Pasquale Don-
izettis og Parigi, o cara úr La travi-
ata Verdis að undangenginni aríu Al-
fredos úr sömu ópera, De’ miei
bollenti spiriti, í meðfórum Jóns
Rúnars. í lokin voru sungin atriði úr
1. þætti La Boh'eme, dúettinn Non
son in vena, Che gelida manina, Mi
chiamano Mimi og dúettinn 0 soave
fanciulla.
Meðal þess sem mesta athygli
vakti í fyrri hluta tónleikanna hjá
Auði var Gluck-arían („Þessi ógn-
vænlega andrá“) og fjórar ástarvísur
Wolf-Ferraris, þar sem sérstaklega
hin síðasta og jafnframt glettnasta,
0 si che non sape vo sospirara („0
já, ég kunni ekki að andvarpa"),
fletti óvænt ofan af kómísku túlkun-
artalenti. Röddin var falleg og tækn-
in mjög góð, þó að kóloratúran í
Hándel væri svolítið stirð (enda
fyrsta atriði hennar) og textatjáning-
in framan af fremur hlutlaus.
Toppamir í annars jafnri frammi-
stöðu Jóns Rúnars vora kveðjuaría
Collines til „gamla frakkans" (La
Boh' eme) - að vísu ívið of sorgmædd
(með tilheyrandi ítölsku kjökri) fyrir
dauðan hlut, nema þá háðið hafi verið
sett á oddinn, og íslenzku lögin, eink-
um Storrriar, þar sem stórt raddsvið
söngvarans og öfundsverð fylling á
neðra sviði naut sín út í æsar. Glæsi-
leg hljómfylling Jóns var reyndar til
staðar þegar frá byrjun. Hann er fá-
gætt dæmi um kraftmikinn og hljóm-
fagran íslenzkan „spintó“-óperatenór
sem mundi njóta sín í jafnvel verstu
fáanlegu akústík, en kannski síður í
fíngerðari ljóðasöng. Um slíkar radd-
ir er grimmt setið ytra, og lítið hirt
um hættuna á því að þær brenni út á
skömmum tíma, enda vakti smávegis
vottur af hæsi á veikustu nótum Jóns
ugg um að svo geti farið, ef hann hef-
ur ekki varann á.
Hin glampandi „gjallarhorns“-ein-
kenni raddarinnar stóðu stundum
æskilegri mýkt fyrir þrifum, eins og
fram kom í dúettunum eftir hlé, þar
sem Jóni, þrátt fyrir auðsýnda sam-
starfsviðleitni, hætti til að yfirgnæfa
mótsöngvara sinn. Að öðru leyti
heppnaðist samsöngur þeirra Auðar
mjög vel og vakti mikla hrifningu.
Auður opnaði aðeins betur fyrir til-
finningastreyminu í aríu „ambáttar-
innar“ í Cilea, enda textinn meðal
hins burðugra sem gerist í óperu-
kveðskap, og glæsOeg óþvinguð hæð
hennar fékk að geisla í Rómönsu
Wallýar eftir Catalani. Aría Alfredos
og sæludúett þeirra Víolettu úr La
Travíata vöktu og verðskuldaðar
undirtektir. Þó var hámarkið eftir,
atriðin úr 1. þætti La Boh'eme þeg-
ar ástir takast með Rodolfo og Mímí,
þar sem flest ætlaði um koll að keyra
úti í sal, enda hvert atriði öðru betra.
Aría Rodolfos um köldu höndina var
stórglæsilega sungin af Jóni Rúnari,
og „Eg er kölluð Mímí“ var litlu síðri
í grípandi túlkun Auðar.
Undirleikur Gerrits Schuús var,
burtséð frá smávegis göslaragangi í
forspúum að Gluck og aríu Alfredos,
til fyrirmyndar öraggur og oft til-
þrifamikill, og hefur hann væntan-
lega líka verið betri en enginn við að
segja þessum stórefnilegu ungu
söngvurum til um eitt og annað, eins
og árangurinn af þessum velheppn-
uðu tónleikum gaf til kynna.
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Jon bvavarsson
AF sýningu Olafar Nordal í Ingólfsstræti 8.
Guð sem páskaegg
MYNDLIST
Gallerí Ingólfsstræti 8
HÖGGMYNDIR
ÓLÖF NORDAL
Til 10. maí. Opið fimmtudaga til
sunnudags frá kl. 14 til 18. Sýningar-
skrá kr. 800.
Á HVERJU vori koma páskar og
þá borðum við páskaegg. I hugum
smáfólksins umlykur dýrðarljómi
þessa sérstæðu súkkulaðiathöfn því
hún sameinar svo mörg ánægjuleg
áreiti; tilhlökkun; velsæld; augna-
yndi og bragðlaukakitlur. Betra
gæti það varla verið enda eru allar
verslunarhiUur sneisafullar af þessu
sælgæti í öllum hugsanlegum
stærðum og gerðum. Að spyrja
börnin um merkingu þessarar ár-
legu veislu væri eins og að spyrja
vatnið hvers vegna það rennur ofan
en ekki upp. Eins og Ólafur Gísla-
son ítrekar í ágætri sýningarskrá
og hefur eftir Roland Barthes þá er
rítúal á borð við páskaeggsátið
dæmi um form sem glatað hefur
upprunalegri merkingu.
Merkingarleit er löstur sem lista-
menn gæla gjarnan við í framspeki-
legri angurværð sinni. I staðinn fyrir
að taka hlutunum eins og þeir era -
taka heils hugar þátt í leiknum eins
og fölskvalausir leikendur - halda
þeir sig til hlés til að spyrja áleitinna
spurninga um merkingu þess leiks
sem kallast lífið. Fyrir vikið verða
þeir áhorfendur að lífinu en ekki
þátttakendur, með sama hætti og al-
menningur - hinn raunverulegi þátt-
takandi í tilverunni - verður síðar að-
njótandi listar listamannsins án þess
að geta sjálfur skapað list. Listamað-
urinn er því ekki annað en misjafn-
lega mikilvægur milliliður milli til-
verunnar - Guðs, móður náttúru,
sköpunarverksins, eða hvers sem við
viljum nefna það - og hins almenna
listnjótanda. Sökum þess að hann er
skilyrtur til að skapa getur hann
ekki tekið þátt í tilverunni sjálfur,
ekki frekar en Guð almáttugur skap-
ari hennar.
Ólöf Nordal er afar spennandi
listamaður vegna þess að hún leyfir
sér að leita merkingar beint í hafsjó
klassískrar formfræði, einmitt þar
sem leit listamannsins að merkingu
hófst í árdaga forngríski’ar menning-
ar. En um leið tengir hún leit sína
páskaeggsátinu og altarisgöngunni
þar sem við etum af líkama Guðs og
bergjum af blóði hans. Reyndar er
það spurning hvort hún hafi erindi
sem erfiði í leit sinni að leyndri
merkingu eða hvort erindið snúist í
höndum hennar eins og það gerði í
höndum Ödipusar forvera hennar,
sem gekk svo hart í að leysa gátu til-
verannar að hann hvarf endanlega til
upprana síns og uppskar ævarandi
útskúfun fyrir að hafa haft enda-
skipti á sinni eigin þróunarsögu.
Én það sem er hrífandi er hve
ákveðin hún er í að kryfja formið til
að leita þar merkingar, og hve vel
henni farnast í þeim ásetningi,
einmitt á þessari sýningu. Þá fylgir
hún líkamsátinu eftir með vandaðri
sýningarskrá sem innber drjúgan
fróðleik um list hennai’ frá upphafi
vega. En svo smásmyglinni sé svalað
þá hefðu tálgaðir viðardiskarnir und-
ir súkkulaðigoðinu og hjartanu
vissulega mátt missa sín. I staðinn
fyrir þennan gervöega skátastö -
Guðbergur Bergss. kallar það
Fraga-stfiinn - hefði ft-ekar mátt
hugsa sér hlutlausa pappadiska úr
vistvænum eggjabakkamassa. Slöi
lausn hefði þjónað hugmyndinni
snöggtum betur.
Halldór Björn Runólfsson
Náttúruskart
MYJVDLIST
Stöðlakot
SKARTGRIPASMÍÐ
GUÐRÚN MARINÓSDÓTTIR
SIF ÆGISDÓTTIR
Opið miðvikudaga til sunnudaga frá
kl. 14.00 til 18.00. Aðgangur ókeypis.
Til 3. maí.
TALSVERÐ gróska hefur verið í
skartgripasmíði undanfarna mánuði,
ef marka má nýlegar sýningar. En
maður þarf að vera mjög vakandi til
að taka eftir þeim, því þær hafa verið
dreifðar bæði í tíma og rúmi. Ber-
lega kemur í ljós að sárlega vantar
vettvang fyrir hönnunargreinar og
handverk, ekki aðeins fyrir einstak-
linga til að sýna, heldur einnig þar
sem hægt er að taka saman yfirlit yf-
ir það sem er að gerast, halda sam-
sýningar, og kynnast bæði klassískri
hönnun og nýjum straumum. Oft
hefur verið bent á þetta tómarúm í
íslensku menningarlífi, þannig að um
það þarf ekki að hafa fleiri orð.
Sýningin í Stöðlakoti er að megin-
hluta tö afrakstur samvinnu Guðrún-
ar Marinósdóttur og Sifjar Ægisdótt-
ur. Guðrún hefur unnið í textfi og tek-
ið þátt í mörgum sýningum á unda-
fómum fímmtán áram, en Sif er tö-
tölulega nýútskrifuð úr guösmíðadeöd
listiðnaðarskólans í Lahti í Finnlandi.
Báðar era þær einnig með eigin verk,
en það era þeir munir sem þær unnu i
samvinnu sem veHja mesta eftirtekt.
Guðrán hefur áður unnið með hross-
hár og á þessari sýningu þá notar hún
einmitt hrosshár á einkar smekklegan
og hugvitsamlegan hátt í armhringi,
armbönd og hálsbönd. Hrosshárið er
litað skæram litum og ofið saman í
áferðarfalleg bönd. Sif hefur síðan bú-
ið tíl festingar og sylgjur utan um
böndin. Þetta era óvenjulegir munir
sem virðast bjóða upp á ýmsa mögu-
leika tö ft’ekari útfærslu.
Ýmis tilbrigði við náttúraleg form
virðist vera algeng í skartgripasmíði
um þessar mundir og Sif sækir fyrir-
myndir að gripum sínum í
hrjóstraga íslenska náttúru. Hún
sýnir hringi og nælur, úr silfri mess-
ing og eðalsteinum, sem sækja fyrir-
myndir til óreglulegra forma hraun-
grýtis og tærleika vatns.
Guðrún sýnir einnig seríu af verk-
um sem hún kallar „Töbrigði við
Keili“, sem er sömuleiðis frjálslegt
tilbrigði við náttúruform. Verkin eru
eins og litlir og loðnir strýtulagaðir
hattar úr hrosshái’i og vaxi. Frekar
skopleg útsetning á íslenska fjallmó-
tívinu.
Gunnar J. Árnason