Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 46
J* 46 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGI SCHIÖTH + Helgi Schiöth fæddist á Akur- eyri 21. nóvember 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 18. apríl síðastÚð- inn. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grethe Friis frá Vejen í Danmörku og Axel Schiöth bakarameistari á . '* Akureyri. En for- eldrar Axels voru Hinrik Schiöth bak- arameistari og bankagjaldkeri og k.h. Anna Schiöth ljósmyndari. Þau flutt- ust til Akureyrar frá Danmörku árið 1868. Systkini Helga voru: Oda, f. 1900, búsett í Svíþjóð, Aage, lyfsali, f. 1902, Kaj, bak- arameistari, f. 1904, búsettur í San Francisco, Elsa, húsfrú, f. 1906, Anna, húsfrú f. 1909, og eru þau nú öll látin. Árið 1941 kvæntist Helgi Sig- ríði Guðmundsdóttur frá Lóma- tjörn í Grýtubakkahreppi. Hún er fædd 3. febr. 1914, dóttir * hjónanna Guðmundar Sæmunds- sonar og Valgerðar Jóhannes- dóttur. Helga og Sigríði varð þriggja barna auðið, en þau eru: Reynir, bóndi á Hólshúsum í Eyjafírði, f. 25. okt. 1941, kvænt- ur Þuríði Jónu Einarsdóttur Thorlacius og eru þeirra synir Einar Axel og Helgi Hinrik. Dætur Helga og Sigríðar eru Margrét Anna, f. 7. apr. 1945, húsfrú á Húsavík, gift Arna Sigurðssyni bifvéla- virkja. _ Þeirra börn eru Ámi Grétar, Sigurður og Elsa Þóra. Yngri dóttir Helga og Sigríðar er síðan Valgerður Guðrún húsfreyja á Rifkelsstöðum í Eyjafirði, f. 30. ág. 1949. Hún er gift Gunnari Jónassyni bónda þar. Þeirra böm em Þórir, Sig- ríður Helga, Jónas og Axel Trausti. Á unglingsárum vann Helgi við brauðgerð föður síns. Síðan dvaldi hann vestur í Bandaríkj- unum árin 1929-1932 við ýmis störf. Eftir heimkomuna starfaði Helgi um 15 ára bil sem lög- reglumaður á Akureyri. Arin 1948-1977 var hann bóndi á Hólshúsum í Eyjafirði, en síðan við verslunarstörf á Húsavík fram til ársins 1983 og Sigríður kona hans organisti og söng- stjóri þar. Eftir sjö ára dvöl á Húsavík settust þau hjón aftur að á Akureyri í Þómnnarstræti 130. Síðustu árin dvaldi Helgi lengst af á Kristneshæli eða Fjórðungssjúkrahúsinu sökum sjúkleika. Útför Helga verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 13.30. Alltaf fækkar gömlu vinunum á Akureyri. Nú er Helgi Schiöth fall- inn frá, en hann var einn af þeim fyrstu sem ég sá sparka bolta af kunnáttu og leikni, og hann var líka mjög góður sundmaður. Áhugi á íþróttum og Ólympíuleikamir í Los Angeles drógu Helga í ferð þangað vestur. Hélt hann af landi brott 1929 og dvaldi í Kalifomíu í nokkur ár. Ymsar nýjungar kynnti Helgi eftir heimkomuna, m.a. tennis-leik. Tvennt var það í fari Helga, sem var áberandi, áhugi á íþróttum og gróðrar- og ræktunarstörfum. Þetta er kannski ekki alveg óskylt * + Elskuleg systir okkar, SNÆLAUG F. ÞORSTEINSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Stefanía Þorsteinsdóttir, Jóhanna M. Þorsteinsdóttir, Arnfrfður Þorsteinsdóttir. Edvard Lövdahl, Elsa Pálsdóttir, Una Olga Lövdahl, Rafnar Karlsson, Jóhanna Lövdahl, Stefán Edelstein, Benedikt Ragnar Lövdahl, Lóa May Bjarnadóttir, Marten Ingi Lövdahl, Elín Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BENEDIKTSDÓTTIR LÖVDAHL, Meistaravöllum 17, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HILMARS S. EINARSSONAR, Sólbakka, Bakkafirði. Þórhalia Jónasdóttir, Steinar Hilmarsson, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Freyja Önundardóttir og barnaböm. ef grannt er skoðað. Axel Schiöth, faðir Helga, var af dönsku bergi brotinn en fæddur á íslandi. Hann nam bakaraiðn í Kaupmannahöfn og þar kynntist hann konuefni sínu, Margrethe Fríis, fallegri stúlku og gerðarlegri frá Vejen; sem er lítill bær á Suður-Jótlandi. I Lystigarðinum á Akureyri er minningarsteinn sem á er letrað: Konur gerðu garðinn. Þar er líka stytta af móður Helga, en íyrstu konumar, sem komu þar við sögu, voru amma Helga, sem hér er minnst, og síðar móðir hans, sem tók við af tengdamóður sinni. Helgi var yngstur sex barna Schiöth- hjónanna, sem bjuggu í Hafnar- stræti 23, og bæði garður og hús bám vott um allgóð efni en einkum mikla natni og alúð. Hinir synirnir voru Kaj, sem flutti ungur til Kali- fomíu, og Aage, sem var apótekari á Siglufirði, en systurnar vom Oda, Elsa og Anna. Anna var sú eina sem ég kynntist en hún var gift Agústi Kvaran og var einhver glæsilegasta kona á Akureyri á unglingsámm mínum. Oda flutti til Svíþjóðar og bjó þar en Elsa á Hvammstanga og síðar í Reykja- vík. Allt á þetta fólk myndarlega afkomendur. Helgi var heimakær, mikill Akureyringur og vildi helst stoppa stutt, þegar hann brá sér af bæ. Hið danska uppeldi í heimahúsum svo og ungu árin í Kaliforníu og íþróttaiðkanir gerðu hann að heimsmanni og kom það víða fram. Hann bar með sér menningarblæ og leyndi sér ekki, að hann hafði hlotið gott uppeldi og agað. Helgi var frjálslegur í fasi en jafnframt virðulegur. Hann kunni vel að taka á móti gestum og kveðja með því að fylgja til dyra. Það var ævinlega hátíð að njóta samvista við Helga og hans góðu og glaðvæm konu, Sigríði Guð- mundsdóttur frá Lómatjöm, frænku mína og vinkonu. Ég var tíður gestur í Schiöths-húsi sumar- ið, sem Inger dóttir Aage kom til að læra sund. Við fómm daglega í sund allt sumarið og á eftir heim til Krossar á íeiði Ryðfrítt stáí - varaníegt efni Krossamir emframUiMir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. mín en miklu oftar heim til ömmu hennar, en þar var tekið á móti okkur af innileik. Inger var falleg og indæl vinstúlka. Hún dó í blóma lífsins. Sumartíma á unglingsáram hljóp ég í skarð afgreiðslukonu í bakaríinu og þar vom líka fáein borð og stólar og hægt að kaupa mjólk og nýbökuð vínarbrauð. Þetta var svolítið í stíl við dönsku „konditoríin" og var ævintýri fyrir ungling. Ég kynntist fólkinu í hús- inu og ógleymanlegust verður mér móðir Helga, sem alltaf var nefnd frú Schiöth. Það er til marks um það, hve skilningsríka foreldra Helgi átti, að Knattspyrnufélag Akureyrar, sem flestir þekkja sem KA, var stofnað heima í stofu hjá þeim. Helgi stundaði ýmis störf bæði við verslun og löggæslu en snemma gerðist hann bóndi og ungu hjónin, Sigríður og Helgi, hófu aðalbúskap sinn í Hólshúsum í Eyjafírði. Þar var gott að koma og rausnarlega veitt. Þau hjónin fóstmðu dóttur mína unga sumar- tíma og jafnaldra frænku frá Kali- fomíu. Fyrir það verður seint full- þakkað, heldur ekki gleðistundir bæði þar og á Húsavík, þar sem þau bjuggu, eftir að þau bmgðu búi, og Reynir sonur þeirra tók við. Síðar áttum við góðar stundir með þeim á Akureyri, þar sem þau hafa búið síðan. Margir þekkja hús- freyjuna glöðu, sem er tónlistar- kona af lífi og sál og hefír verið alla tíð. Helgi og Sigríður vom sam- stillt í gestrisni sinni, en nú fagnar Helgi ekki framar gestum með hlýju og hógvæm brosi. Blessuð sé minning hans. Anna S. Snorradóttir. Einn helsti burðarás Knatt- spymufélags Akureyrar, Helgi Schiöth, er nú horfinn á braut. Fé- lagið var stofnað á bemskuheimili hans, Hafnarstræti 23, 1928 og í skjóli foreldra hans, heiðurshjón- anna Margrétar og Axels Sehiöth. Einkum vora það strákar úr Inn- bæjarfélaginu „Fálkinn“ sem riðu þar á vaðið, eftir stutta viðdvöl í UMFA. Helgi var einn af stofiiend- um KA og stjómendum fyrstu árin. íþróttaáhuginn vaknaði snemma og hann varð ungur að ámm þekktur og óvenju fjölhæfur afreksmaður í ýmsum greinum íþrótta, t.d. sundi, spjótkasti og tennis, en Helgi var sigurvegari á fyrsta opinbera tennismótinu, sem haldið var á Akureyri árið 1939. En mesta frægðarorð fór af honum á orustu- velli knattspyrnunnar og þar komu eiginleikar hans að góðum notum, seiglan, leiknin og öryggið. Ferill hans var óvenju langur og farsæll og lék hann í meistaraflokki allt fram undir fertugsaldur. Sérstaka athygli vakti ágæt frammistaða hans árið 1938, þegar úrvalslið Vestur-Þýskalands kom til íslands og lék 3 leiki í Reykjavík. Helgi var fenginn til að leika miðherja í Is- landsmeistaraliði Vals og tókst þeim að halda jafntefli við hið sterka þýska lið 1-1 og var það Helgi sem skoraði með fimaskoti. Alveg „perfect“ sagði Morgunbl. 30. júní. Þetta var eini leikurinn sem Þjóðverjunum tókst eklri að vinna í ferðinni. f Bandaríkjaför sinni kynntist LEGSTEINAR Guðmundur Jönsson F. 14.11 1807 p. 21.3.1865 Qraníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 Sótíross m/geisCum. Hceð 100 sm. frájörðu. Tvöfaídur kross. Htzð 110 smfrájörðu. Hringiö í síma 431-1075 og fáiö litabækling. BLIKKVERKt Dalbraut 2. 300 Akrarvesi. Síml 431 -1075, fax 431 -3076 mwBMinm rfnifiiiM ua m Helgi hinum ýmsu blæbrigðum mannlífsins og var ferðin honum um margt lærdómsrík og hollur skóli. Hann hlaut þar mikið lof fyrir fræknleik í íþróttum og eitt íþrótta- blaðanna kallaði hann „íslenska undrið" (The Icelandic wonder) og buðust honum þar tækifæri að ger- ast atvinnumaður í íþróttum. En hugurinn leitaði heim. Þessi hæg- láti afreksmaður hafði sjaldnast mörg orð um frægðarferil sinn. Eitt helsta hugðarefni hans var bú- skapur og búnaðarstörf. Þar héld- ust í hendur áhuginn og atorkan og 2ja ára búnaðarskólanámi á Hólum lauk hann á einum vetri. Árið 1941 kvæntist Helgi Sigríði Guðmundsdóttur frá Lómatjöm, sem fyrr greinir. Hún hefir ekki síður en bóndi hennar reynst dug- mikil í félagsmálum, bæði í leiklist og sönglist hér á Akureyri, í Eyja- firði og á Húsavík. Hún hefir víða komið fram sem söngstjóri og ein- söngvari um meira en 6 áratuga skeið og mun það fátítt vera. Aðdáun og athygli fylgdi Helga alla tíð og hann var að sjálfsögðu kjörinn heiðursfélagi í K.A. Ungir sem aldnir KA-félagar kveðja nú þennan heiðursmann með þakklæti og söknuði. Nafn hans er skráð gullnu letri á spjöld íþróttasögu Akureyrar. Megi Guðs hönd nú leiða hann um ókunna stigu. Fjöl- skyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Knattspymufélags Akur- eyrar, Haraldur Sigurðsson. Góður vinur og félagi hefur kvatt hinstu kveðju. Hann var kominn á leiðarenda. Margs er að minnast og ber þar hæst langt og gott sam- starf í þágu Rnattspymufélags Akureyrar. Helgi var einn helsti hvatamaður þess að KA kom sér upp tennisvelli á Oddeyri. Sú ósk hann rættist og var þessi skemmtilega íþrótt iðkuð fram undir árið 1950. Reyndist Helgi mörgum góður leiðbeinandi. Leikni hans var einstæð og kraftar meiri en annarra. í upphafi leiks varð sá sem sló fyrsta boltann að kalla: „Ertu tilbúinn?", og hófst þá leikurinn. Þegar Helgi kom að lín- unni milli þessa lífs og þess, sem bíður okkar allra, er ég viss um að hann hefur verið tilbúinn að stíga yfir landamærin. Hann var tilbú- inn. Ég þakka Helga fyrir áralanga samvinnu og og vináttu og óska honum velfamaðar á nýjum leið- um. Ástvinum Helga votta ég dýpstu samúð. Haraldur Sigurgeirsson. Elsku afi. Nú ert þú horfinn á braut og þín verður sárt saknað. Á þessum erfiðu stundum streyma allar góðu minningarnar fram í hugann og yfir þeim getum við glaðst, og verið þakklát fyrir að mega vera samferða þér í gegnum lífið. Þú varst alltaf svo indæll, alltaf brosandi og gafst þér alltaf tíma til að setjast niður og spjalla við mann eða fara í kúluspilið góða sem þér var gefið þegar þú varst lítill drengur. Ég gleymi heldur aldrei þegar við fómm saman í sund og þú sagðir mér að „skrúfa mig“, sama hvað gengi á. Þá fyrst yrði manni ágengt. Þannig varst þú, hafðir mikinn metnað og hvattir mann alltaf til að gera sitt besta og helst aðeins betur. Þú varst mikill íþróttamaður, sterklega byggður og kappsamur, og þó að aldurinn væri farinn að færast yfir þegar ég óx úr grasi var oft farið í kapphlaup úti í garði þeg- ar vel viðraði. Ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna og það er okkur huggun. En minningin um góðan dreng lifir. Seinna munum við öll hittast aftur. En nú er komið að kveðjustund. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Elsa Þóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.