Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sumarhús í hlíðum Ingólfsfjalls vekur athygli ferðamanna Morgunblaðið/Sig. Fannar. SUMARHÚS í skjóli skriðubjarga. Fögur er hlíðin en hver vill tryggja? Selfossi - Fjölmargir ferðamenn aka um Biskupstungnabraut á hveiju ári. Á dögunum var sænskur hópur ferðamanna á leið þar um og þeir áðu á bæn- um Laugabökkum í Olfusi, rétt við rætur Ingólfsfjalls. Þessir ferðamenn voru tryggingasalar í skemmtireisu. Þeir ráku upp stór augu þegar þeir óku fram hjá sumarhúsi sem stendur í hlíðinni. Sumarhús þetta stendur inni á milli stórra bjarga sem fallið hafa úr lilíðum IngólfsQalls á fyrri öldum. Mörgum fslending- um þykir þetta skrýtin sjón en frændur okkar, tryggingasal- amir frá Svíþjóð vom orðlausir. Sagan segir að þegar þeir fengu málið aftur hafi þeir farið að ræða það sín á milli hvort ein- hver þeirra væri tilbúinn að tryggja þessa fasteign. Fátt varð um svör en Svíamir tóku ljós- myndir af sumarhúsinu til minn- ingar um dvöl sína hér á Iandi. Þess má geta að fyrir nokkmm ámm féll stór gijót- skriða úr hlíðum Ingólfsíjalls ca. 800 metra frá þeim stað sem sumarhúsið stendur á. KAMARINN er vel skorðaður. Nýr eigandi að veitinga- staðnum Knudsen Stykkishólmi - Gunnai’ Sigvaldason matreiðslumeistari hefur keypt veit- ingastaðinn Knudsen í Stykkishólmi og hafið þar rekstur. Gunnar kemur úr Kópavogi. Hann lærði matreiðslu í Danmörku og lauk þaðan prófi árið 1974. Hann starfaði síðan í Svíþjóð í nokkur ár og var yf- irkokkur á stóru hóteli þar í landi. Undanfarin 9 ár hefur hann rekið veitingastaðinn Mömmu Rósu (Cata- lína) í Kópavogi. Fyrir nokkru seldi hann þann rekstur og ákvað að flytja til Stykkishólms. Gunnar er mjög bjartsýnn með rekstur Knudsen. Honum finnst Stykkishólmur mjög góður staður og gullfallegur bær. Þar eru margir möguleikar á að auka ferðaþjónustu og laða að ferðamenn. Hann leggur áherslu á mikilvægi samvinnu Sumargjöf til sjúkra- hússins Egilsstaðir - Kvenfélagið Bláklukka á Egilsstöðum bauð eldri borgurum á Héraði í sumarkaffi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Bæði Valaskjálf og Landsbanki Islands styrktu fram- takið. Það voru um 120 manns sem mættu í kaffi en það er orðið árviss viðburður. I tilefni dagsins afhenti Sigríður Sigurðardóttir, formaður Kvenfélagsins Bláklukku, Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar á Egils- stöðum, gjöf til sjúkrahússins, pen- inga að upphæð 330.000 kr. Fjár- hæðinni skal varið til kaupa á öndun- Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason GUNNAR Sigvaldason mat- reiðslumaður hefur keypt veit- ingastaðinn Knudsen í Stykkis- hólmi. Hann mun sjálfur annast matreiðslu. heimamanna í þessu skyni. Leita þurfi að nýjum leiðum tíl að laða að ferðamenn. Gunnar hefur flugréttindi og kom með 4. sæta flugvél með sér sem hann á. Hann notar flugvélina til að skreppa á milli staða og er þá ekki lengi í fórum. Að sögn er Gunnar ánægður með móttökur bæjarbúa og vonast eftir góðu samstarfi við þá. Morgunblaðið/Anna Ingólfs EINAR Rafn Haraldsson tók við peningagjöf úr hendi Sigríðar Sigurðardóttur sem ætlað er að nota til kaupa á öndunarmæli fyrir Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. armæli sem notaður er til þess að greina sjúkdóma í lungum en vöntun hefur verið á slíku tæki lengi. Morgunblaðið/Finnur Pétursson VERÐLAUNA- og viðurkenningarhafar talið frá hægri: Olga Rannveig Bragadóttir, Elvar Árnason, Erla Dís Bragadóttir, Haukur Sigurðsson, Sandra Guðmundsdóttir, Guðni Ólafsson og Guðmundur Kr. Magnússon. Ungmennafélag Tálknafjarðar Viðurkenningar veittar fyrir góð- an árangur Fjölmargir hluthafar í Kántrýbæ Skagaströnd - Eins og kunnugt er ætlar Hallbjöm Hjartarson að stofna almenningshlutafélag um Kántrýbæ. Ekki er enn ljóst með fjölda hluthafa því Hall- björn fór þá leið að bjóða öllum landsmönnum að gerast hlut- hafar með því að greiða heimsendan gíróseðil upp á 1.000 krónur. Að sögn Hallbjöms hafa und- irtektir verið góðar fram að þessu og vill hann þakka þær. Nokkuð hefur þó borið á því að fólk hefur ekki áttað sig á að með því að greiða gíróseðilinn gerist viðkomandi hluthafi í Kántrýævintýrinu. Seðlamir em númeraðir og gilda sem hlutabréf eftir að þeir hafa ver- ið greiddir. Hlutafélagið verður síðan stofnað formlega síðar á þessu ári samkvæmt lögum og reglum þar um. Hallbjöm segir að allmargir hafi greitt meira en heimsendan gíróseðil með því að greiða með A-gíró viðbót- arupphæð eins og hverjum og einum þóknast. Bygging nýs Kántrýbæjar úr finnskum trjábolum er í fullum gangi og nú nýlega komu tveir menn frá framleiðanda hússins til að reisa það. Þeir koma beint frá Kóreu þar sem þeir hafa ný- lokið við að reisa sams konar hús. Mennimir ætla sér sex vik- ur til að setja húsið saman en allt efni í það kemur tilsniðið og númerað í fimm gámum. í vinn- unni við að raða húsinu saman njóta Finnamir síðan dyggrar aðstoðar manna frá trésmiðju Helga Gunnarssonar. Tálknafirði - Á skírdag var haldin í íþróttahúsinu á Tálknafirði upp- skemhátíð Ungmennafélags Tálkna- fjarðar. Veittar vom viðurkenningar fýrir góðan árangur í íþróttum á liðnu sumri. Á samkomunni var selt kaffi og meðlæti í fjáröflunarskyni fyrir ung- mennafélagið og vom það velunnar- ar félagsins sem sáu um bakstur og framreiðslu. Fjöldi fólks mætti og fylgdist með verðlaunaafhendingu og naut góðra veitinga. Heiðar Jóhannsson, gjaldkeri UMFT, setti samkomuna og hafði nokkur orð um upphaf félagsins, en það var stofnað 1. júlí 1978 og verður því 20 ára á þessu ári. Hafsteinn Þorvaldsson, þáverandi formaður UMFÍ, og Sigurður Geirdal, þáver- andi framkvæmdastjóri UMFÍ, komu vestur og tóku þátt í stofnun þess. Heiðar var kosinn fyrsti for- maður félagsins og gegndi því starfi í 13 ár. Þá vakti Heiðar athygli á myndum sem lágu frammi á samkomunni og sýna atburði og verðlaunaafhending- ar á fyrsta héraðsmóti Hrafna-Flóka, sem haldið var eftii’ langt hlé sumarið 1978. Myndimar gáfu félaginu Olga Herbertsdóttir og Ásgeir Kristins- son. í lok ræðu sinnar tilkynnti Heið- ar að búið væri að ganga frá ráðn- ingu sundþjálfara og þjálfara fyrir frjálsar íþróttir og knattspymu næsta sumar. Hafrún Sigurðardótt- ir sér um sundþjálfun, en hún tekur við starfinu af móður sinni, Ingi- björgu Ingu Guðmundsdóttur, sem þjálfað hefur tálknfirsk ungmenni í sundi um langt árabil með mjög góðum árangri. Voru Ingu þökkuð vel unnin störf, en hún hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu barna og unglinga á staðnum. Frjálsíþróttaþjálfari verður Andrés Már Heiðarsson og mun hann einnig sjá um knattspyrnuþjálfun. Andrés hefur áður þjálfað fyrir UMFT með góðum árangri. fþróttamenn ársins útnefndir Sigurður Á. Magnússon, formaður UMFT, veitti síðan viðurkenningar félagsins: Frjálsíþróttamaður var valinn Olga Rannveig Bragadóttir, knattspymumaður var valinn Elvar Árnason, körfuboltamaður var val- inn Erla Dís Þórsdóttir, sundmaður var valinn Haukur Sigurðarson, sundkona var valin Sandra Guð- mundsdóttir, en hún fékk Ingubikar, sem er bikar gefinn af Ingibjörgu sundþjálfara. Bragabikarinn hlaut Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir, en hann er veittur þeim einstaklingi sem sýn- ir mesta framfór og góða ástundun í frjálsum íþróttum, að mati þjálfara. Jónsbikarinn hlaut Kristrún Marin- ósdóttir, en sá bikar er veittur þeim einstaklingi sem sýnir góða ástund- un og framfarir í sundi. Iþróttamað- ur Tálknafjarðar var valinn Olga Rannveig Bragadóttir, en það er stjóm UMFT sem velur íþrótta- mann ársins úr hópi verðlaunahafa, með leynilegri kosningu. Fríða Sigurðardóttir fékk viður- kenningu fyrir veittan stuðning, en hún hefur unnið mikið og óeigin- gjamt staif fyrir Ungmennafélagið og alltaf verið boðin og búin til að rétta hjálparhönd. Þá fékk Guðni Ólafsson stuðningsmannabikarinn, sem veittur er í þakklætis- og viður- kenningarskyni fyrir góðan stuðning og ómælda vinnu fyrir félagið. En formaðurinn afhenti bikarinn með þeim orðum að Guðni kynni ekki að segja nei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.