Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 21 VIÐSKIPTI Fyrsta verslun sinnar teffundar á Islandi Debenhams verður kjöl- festan í Smáralind LÍKAN af verslunarmiðstöðiimi Smáralind þar sem Debenhams stór- verslunin verður til húsa. BRESKA stórverslunarkeðjan Debenhams mun opna stórverslun á tveimur hæðum í nýju verslunar- og þjónustumiðstöðinni Smáralind sem framkvæmdir eru að hefjast við í Kópavogsdal. Aætlað er að hún verði opnuð haustið 2000. Það er fyrirtækið Smáralind ehf. sem stendur að framkvæmdunum en að fyrirtækinu standa fyrirtækin Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, Byko, Olíufélagið, Skeifan 15 og Saxhóll ehf. Ein sú stærsta í Evrópu Debenhams stórverslunin verður kjölfestan í verslunar- og þjónustu- miðstöðinni sem áætlað er að verði alls um 44.000 fermetrar að flatar- máli. Debenhams er ein stærsta stórverslunarkeðja í Bretlandi og í Evrópu og væntanleg verslun þeirra hér verður fyrsta deildar- skipta stórverslunin af þessu tagi á Islandi. Að sögn Pálma Kristins- sonar, framkvæmdastjóra Smára- lindar ehf., var gengið frá samning- um við fyrirtækið í síðustu viku en undirbúningur þeirra hefur staðið lengi yfir. Markaðskannanir hafa sýnt að markaður er fyrir verslun af þessu tagi hér á landi en auk þess sem bú- ist er við að Islendingar fjölmenni í verslunarmiðstöðina verður reynt að laða að erlenda ferðamenn, að sögn Pálma, og færa verslun Is- lendinga í útlöndum heim. „Það er mat þeirra sem að þessu standa að verslunin muni höfða mjög sterkt til íslenskra neytenda. Það er engin svona verslun til hér á landi, alhliða deildaskipt heimilis- verslun með búsáhöld, húsbúnað, leikföng, sportbúnað, fatnað og fleira. Svona verslanir hafa mikið aðdráttarafl. Þær draga að mikil viðskipti og mikið streymi fólks og er verslun Debenhams ætlað að gegna einu af lykilhlutverkinu í þeim hugmyndum sem við höfum um þessa verslunar- og þjónustu- miðstöð," sagði Pálmi. Margir Islendingar á ferð er- lendis hafa sjálfsagt farið i búð keðjunnar, flaggskip hennar í Ox- fordstræti, en hún er þeirra elsta verslun í London. Sú glæsilegasta í flotanum Debenhams rekur 92 verslanir af þessu tagi í Bretlandi og í undirbún- ingi eru þijár verslanir utan Bret- lands fyrir utan þá íslensku. Þegar rekur keðjan eina verslun utan Bret- lands. „Verslunin mun verða mjög svipuð og þeirra nýjustu verslanir í dag og verður sú glæsilegasta í flotanum þegar hún verður opnuð, ég er full- viss um það,“ sagði Pálmi. Verslunin verður svokölluð sérleyf- isverslun. Hún verður alfarið í eigu Islendinga og starfsfólk allt íslenskt. Að sögn Pálma mun verslunin verða mjög samkeppnishæf. „Ég hef fúlla trú á að hún muni bjóða upp á nýja og spennandi valkosti inn á ís- lenskan markað hvort heldur er í vöruúrvali eða vöruverði. Hugsunin er sú að þetta verði heimilum í land- inu til hagsbóta, við munum koma með nýtt verð inn á markaðinn." Auk stórverslunarinnar verða um 80-100 verslanir og þjónustufyrirtæki í verslunarmiðstöðinni auk þess sem Nóatún verður væntanlegur verslun- araðili í hinum enda hússins og mun, að sögn Pálma, starfrækja þar stærstu matvöruverslun landsins, um 4-5000 fermetra að flatarmáli. Kostnaður við byggingu verslun- armiðstöðvarinnar mun skipta millj- örðum. Fálkinn og Kværner taka upp samstarf FÁLKINN hf. hefur tekið upp sam- starf við norska fyrirtækið Kværner Hetland a/s um sölu á vélum og tækjum til fiskimjölsframleiðslu. Fyrirtækið er einnig að taka upp beint samband við ítalska þjöppu- framleiðandann Babbini og getur eftir það boðið heildarlausnir við uppbyggingu og endurnýjun fiski- mjölsverksmiðja, að sögn Páls Bragasonar forstjóra Fálkans. Þekkt fyrir tæki í fiskimjölsverksmiðjur Fálkinn og Kvæmer undirrituðu samstarfssamning fyrr í vikunni. Kværner Hetland a/s, sem stofnað er árið 1912, er hluti af Kværner málm- iðnaðarsamsteypunni. Fyrirtækið er þekkt um allan heim fyrir framleiðslu á vélasamstæðum til fiskimjölsfram- leiðslu. Páll segir að Fálkinn hafi þjónað íslenskum fiskimjölsiðnaði með rekstrarvöru, vélar og rafbúnað allt fi'á árinu 1955. Framboðið hafi aukist í áranna rás og nú geti Fálkinn, í samvinnu við samstarfsaðila sína heima og erlendis, boðið heilar véla- samstæður og allt upp í fullbúnar verksmiðjur ef á þurfi að halda. Margar fiskimjölsverksmiðjur hafa verið endumýjaðar á síðustu ár- um. Páll segir þó að enn sé ekki búið að endumýja nema helming þeirra og þvi séu mikil verkefni framundan. Telur hann að Fálkinn sé með góða aðstöðu til að taka þátt í áframhald- andi uppbyggingu með umræddu samstarfi við Kvæmer sem nú er annar af tveimur meginframleiðend- um tækja til fiskimjölsverksmiðja. Rétt eins og blettatígurinn er fótfráasta dýrið - viljum við hjá DHL vera fljótastir í hraðsendingum. Til að ná því takmarki fljúgum við á hverju kvöldi til Brussel þar sem DHL rekur fullkomnustu flokkunar- og dreifingarstöð sinnar tegundar í Evrópu. Það tryggir að sendingin þín kemst hratt og örugglega til viðtakanda Það geta aliir verið fljótir - en það er bara einn sem er fljótastur! womuw/oe expoess • Viö stöndum viö skuidbindingar þínar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.