Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 68

Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 68
s MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bresk stór- verslun rís í Kópa- vogsdal BRESKA stórverslunarkeðjan Debenhams mun opna stórverslun í nýrri verslunarmiðstöð, Smáralind, sem taka á til starfa í Kópavogsdal haustið 2000. Viðræður á milli Smáralindar ehf., fyrirtækisins sem sér um framkvæmdirnar, og verslunarkeðj- unnar hafa staðið í langan tíma að sögn Pálma Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Smáralindar ehf. Keðjan er ein sú stærsta í Bretlandi og í Evrópu og rekur alls 93 versl- —^ anir, þar af eina utan Bretlands. Að íslensku versluninni meðtal- inni er opnun alls fjögurra verslana í undirbúningi utan Bretlands. Fyrsta sinnar tegundar Stórverslunin verður fyrsta versl- unin af þessari tegund hér á landi að sögn Pálma, það er að segja fyrsta deildaskipta heimilisverslun- in af þeirri gerð sem margir þekkja frá Bretlandi eða annars staðar úr Evrópu. Elsta verslun Debenhams er einmitt í verslunargötunni K þekktu, Oxdfordstræti í Lundúnum. „Það er mat þeirra sem að þessu standa að verslunin muni höfða mjög sterkt til íslenskra neytenda. Svona verslanir hafa mikið aðdrátt- arafl og verslun Debenhams mun gegna einu lykilhlutverkinu í hug- myndum sem við höfum um þessa verslunar- og þjónustumiðstöð," sagði Pálmi Kristinsson í samtali við Morgunblaðið. ■ Debenhams/21 Gagna- i grunnsfrum- varp afgreitt í október STEFNT er að því að leggja fram nýtt og breytt frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði á Alþingi næsta haust og afgreiða það 20. október. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra segir góðan stuðning við þessa málsmeðferð, að af- greiða ekki í vor frumvarpið sem hún mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku. Heilbrigðis- og trygginga- nefnd Alþingis ræddi sl. föstu- ‘ dag og laugardag við fjölmarga aðila sem koma vildu ábending- um og gagnrýni á frumvarpið á framfæri. Hafði nefndin ætlað að taka á móti fleiri aðilum í gærmorgun. Fundir með þeim voru afboðaðir á sunnudags- kvöld þegar heilbrigðisráðherra óskaði eftii' frestun á málinu eftir viðræður sínar við ráð- herra, þingmenn og fleiri aðila. Hugmynd ráðherra er að skipa nefnd til að skoða í sumar mögulegar breytingar á frum- varpinu, fara yfir umsagnir sem liggja fyrir og kalla eftir fleri umsögnum ef þurfa þykir. Össur Skarphéðinsson, for- maður heilbrigðis- og trygginga- nefndar, segir mögulegt að af- greiða frumvarpið 20. október, eins og ráðherra hefur lagt til, komi það fram í þingbyrjun. - ■ Áformað að afgreiða/34 SSW* Morgunblaðið/RAX Svamlað í sólskininu SÓL og sumarblíða hefur glatt íbúa höfúðborgarsvæðis- ins undanfarna daga og í gær notuðu margir tækifærið og heimsóttu sundstaði borgarinnar til að fá sér sund- sprett í góða veðrinu og sleikja þar sólskinið. Meðal þeirra sem nutu kærkominnar sumarblíðunnar voru þessir kátu krakkar sem brugðu á leik í Arbæjarlaug- inni og létu þeir vatnsbununa kæla sig á milli þess sem þeir æfðu sundtökin með tilheyrandi hjálpartækjum. Erlend kona brenndist illa í sturtu FÖTLUÐ kona af erlendu bergi brotin brenndist illa á handleggj- um og bringu á heitu vatni úr sturtu á gististað á föstudags- kvöld. Hún var flutt á slysadeild og síðan á gjörgæsludeild Land- spítalans. Þar hefur hún legið síðan á föstudag. Bruni konunnar er talinn að mestu leyti vera annars stigs og þekur ríflega 30% líkamans, þannig að ástæða þótti til að meðhöndla hana á gjörgæslu að sögn Aðalbjörns Þorsteinssonar, læknis á gjörgæsludeild. Vatnið alltof heitt segir yfirlæknir gjörgæsludeildar „Þetta er enn eitt dæmið um það að vatnið í krönunum er alltof heitt. Þetta er óendanlegt viðfangsefni og meirihlutinn af brunatilfellum sem koma til okk- ar er vatnsbruni af völdum heita vatnsins í krönunum. Þetta mun halda áfram og ekki minnka með- an vatnið er svona heitt,“ segir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir á gjörgæsludeild. „Þetta er einn af mýmörgum heitavatnsbrunum hérlendis sem er með ólíkindum stórt vandamál sem við finnum fyrir hér á sjúkrahúsinu. Það virðist enginn munur gerður á hita vatnsins í ofnana og í neyslukranana. Neysluvatn á ekki að fara yfír 40- 50 gráður en er miklu heitara, allt upp í 80 og 90 gráður. Það er sérstaklega gamalt fólk og far- lama sem verður fyrir þess konar bruna, börn, fatlað fólk og fólk sem þekkir ekki til eins og þessi kona sem verður fyrir barðinu á þessum mikla hita vatnsins,“ seg- ir Þorsteinn Svörfuður. Kosningaátök eru hafín fyrir aðalfund Vinnuveitendasambands fslands Iðnaðurinn gerir tilkall til formennsku í VSI KOSNINGAÁTÖK eru hafin innan Vinnuveitendasambands Islands um kosningu formanns VSI á aðal- fundi sambandsins 7. maí næstkom- andi. Komin eru fram tvö framboð til formanns, annars vegar frá Ólafí Baldri Ólafssyni, sem verið hefur formaður VSI undanfarin þrjú ár, og hins vegar frá Víglundi Þor- steinssyni, varaformanni VSÍ. Meginrök forsvarsmanna iðnfyrir- tækja fyrir framboði Víglundar eru þau að kominn sé tími til að iðnaður- inn fái formennsku í VSÍ þar sem síð- ustu þrír formenn VSI, þeir Ólafur B. Ólafsson, Magnús Gunnarsson og Einar Oddur Kristjánsson, komu all- ir úr sjávarútveginum. Töldu fulltrú- ar iðnaðarins að þeirra fulltrúi hefði með réttu átt að taka við formennsk- unni fyrir þremur árum. Óformlegt samkomulag hafí þá verið gert um frestun í 2-3 ár til viðbótar. Því sé þeirra tími nú kominn og látið verði á það reyna í komandi kosningum. Stuðningsmenn Ólafs vísa hins vegar til þess að nú sé í gangi mikil skipulagsvinna á vettvangi samtaka atvinnurekenda sem ekki hafí enn verið leidd til lykta og eðlilegt sé að núverandi formaður fái að ljúka þeirri vinnu. Kjörnefnd klofnaði Á fundi þriggja manna kjörnefnd- ar sl. fímmtudag lágu fyrir tvær formlegar tillögur um framboð til formanns. Tveir af þremur fulltrú- um í kjörnefnd, þeir Páll Sigurjóns- son, forstjóri Istaks hf., og Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, lögðu fram til- lögu um að Ólafur B. Ólafsson verði endurkjörinn formaður VSÍ. Minni- hluti kjörnefndar, Haraldur Sumar- liðason, formaður Samtaka iðnaðar- ins, lýsti hins vegar stuðningi við fram komna tillögu frá stjórn Sam- taka iðnaðarins um að Víglundur Þorsteinsson verði kjörinn næsti formaður Vinnuveitendasambands- ins. Stefnir í tvísýna kosningn Talið er að mjótt geti orðið á mununum í kosningum um formann á aðalfundinum. Víglundur nýtur stuðnings Samtaka iðnaðarins en þau eru stærstu aðildarsamtökin innan VSI og fara með um 41 ‘A% af heildaratkvæðum á aðalfundum VSÍ. Athygli vekur hins vegar að Páll Sigurjónsson, formaður kjör- nefndar, sem kemur úr röðum Sam- taka iðnaðarins, mælir með endur- kjöri Ólafs. Ólafur nýtur stuðnings fulltrúa sjávarútvegsins, sem fara með tæp 20% atkvæða á aðalfundin- um. Er talið að úrslitin geti ráðist af atkvæðum félaga sem eiga beina að- ild að sambandinu en um 80 fyrir- tæki eru með beina aðild að VSÍ og fara þau sjálfstætt með atkvæði sín á aðalfundum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er þetta í fyrsta skipti í sögu VSÍ sem boðið er fram gegn sitjandi formanni sambandsins, þar sem á umliðnum árum hefur undan- tekningalaust verið leitað sam- komulags milli aðildarsambanda og beinna félaga VSI um formannsefni fyrir aðalfundi sambandsins. Er mikill titringur innan VSÍ vegna yf- irvofandi formannskosninga sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Framkvæmdastjórn VSI kemur saman til fundar í dag, þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.