Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 19

Morgunblaðið - 08.05.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 19 Umhverfisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu efna til sameiginlegra umhverfisdaga og bjóða fjölskyldum og öðrum íbúum að kynnast nánar útivistarstöðum og náttúruperlum á svæðinu. Laugardagur 9. maf Haukshús, fjöruferð kl. 10:00 Farið verður í fjöruferð á Álftanesi og skoðað lífríki fjörunnar. Mæting við Haukshús á Álftanesi. Stutt gönguferð og fræðsla fyrir alla fjölskylduna. Áætluð ferðalok um kl. 12. O Kaldársel kl. 13.00 Lagt verður af stað í gönguferð frá Kaldárseli. Gengið um Gjárnar og þær skoðaðar, Helgadal og Valaból og á Helgafell, ef veður er hagstætt. Leiðsögumaður verður Svanur Páisson. Áætlað er að ferðinni Ijúki um kl. 16.00. O H^eUií^ Hamrahlfð kl. 14:00 Mæting í gróðurreit í Hamrahlíð. Skógrækt kynnt og leiðbeint um trjárækt í samráði við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og garðyrkjustjóra Mosfells- bæjar. O RxybjAVyUi Gönguferð um Grafarvog og Gufuneshöfða kl. 14.00 Mæting við Grafarvogs- kirkju. í göngunni verður fylgst með fulgum, litið til grasa, kynnt jarðfræði, örnefni og búsetuminjar á staðnum. Við Grafarvogskirkju eru næg bílastæði og þangað eru góðar samgöngur með leiðum SVR nr. 8, 14, 15, og 115. Sunnudagur 10 . maí Vífilsstaðavatn - Vífilsstaðahlíð - Búrfellsgjá ■ Kl. 10:00-13:00 Vífilsstaðavatn. Veiði, frítt fyrir fjölskylduna, hafið veiðistangir með. Fræðsla um lífríki vatns- ins og fiskifræðileg athugun á veiðinni, t.d. aldur og fæða. Umsjón Bjarni Jónsson vatna- vistfræðingur. ■ Kl. 13:00-16:00 Vífilsstaðahlíð. Leiðsögn um trjásýnireitinn og kynning á útivistaraðstöðu. Umsjónar- menn Heiðmerkur Vignir Sigurðsson og Valdimar Reynisson verða á staðnum. ■ Kl. 13:00-16:00. Búrfellsgjá. Gengið um Selgjá, Búrfellsgjá að Gjáarétt í umsjón Kjartans Guðmunds- sonar. Lagt af stað frá trjásýnisreit Vífilsstaðahlíð. Gönguferð frá Efri Víghóll um Kópavogsdal í Borgarholt kl. 13.00 Mæting við Efri-Víghól. Geng- ið þaðan um Kópavogsdal og endað á Borgarholti. Með í ferðinni verða Björn Þorsteins- son, framkvæmdastjóri fræð- slu- og menningarsviðs Kópa- vogsbæjar sem mun greina frá sögu og byggð á leiðinni. Þá mun Erla Stefánsdóttir segja frá huliðsvættum og Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, frá náttúrufari. Leiðin er um 2,5 km og er áætlað að henni Ijúki á Borgarholti kl. 16:00. í lok ferðar verður boðið upp á veitingar við Leikskólann Kópastein við Hábraut. Gönguferð um Suðurnes kl. 13:00 Mæting við bílastæði í Suður- nesi og gengið þaðan undir leiðsögn um Suðurnes. Fugla- skoðun með aðstoð fugla- fræðings. Dr. Sveinn Jakobsson segir frá og lýsir jarðsögu Seltjarnarness. Þátttakendum er bent á að hafa sjónauka meðferðis. Dagskráin er í boði Umhverfisnefndar Seltjarnar- ness og Náttúrugripasafns. \Cc*hxtí, Ost ’a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.