Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 25

Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 25
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 25 Raðmorð- ingi fund- inn? ÍTALSKA lögi-eglan handtók í gær 47 ára gamlan mann í Genóa sem granaður er um að vera banamaður sex vændiskvenna sem fundist hafa látnar í nágrenni ítölsku rívíerannar. Lögreglan taldi of snemmt að segja hvort maður- inn, hinn 47 ára Donato Bilancia, hefði einnig banað tveimur konum um borð í lest- um í síðasta mánuði en frekari rannsókn fer nú fram. Clinton ekki til Belfast TILKYNNT var í gær að Bill Clinton Bandan'kjaforseti myndi ekki heimsækja Belfast á N-írlandi um miðjan þennan mánuð eins og gert hafði verið ráð fyrir. Clinton segist styðja friðarsamkomulagið en vill ekki hlutast beint til um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 22. maí. John Taylor, varaformað- ur Sambandsflokks Ulster, spáði því í gær að 65% íbúa myndu styðja samkomulagið. Flóð í Rússlandi ÞÚSUNDIR íbúa í Veliky Ustyug í norður-Rússlandi lok- uðust inni á heimilum sínum vegna flóða í bænum. Engin meiðsl urðu á mönnum en vatnshæðin náði allt að níu metram. Var unnið að því í gær að bjarga fólkinu úr prís- undinni. Einkaritarinn fyrir rétti BETTY Currie, einkaritari Bill Clintons Bandaríkjafor- seta, kom fyrir kvið- dóm í gær, annan dag- inn í röð, þar sem hún var yfirheyrð vegna rann- sóknar sak- sóknarans Kenneths Starrs á sambandi Bill Clintons forseta og Monicu Lewinsky. Skákkona í slysi LÍÐAN Mayu Chiburdanidze, fimmfalds heimsmeistara kvenna í skák, var eftir atvik- um í gær en hún lenti í slæmu bílslysi á þriðjudag við borgina Elista við Kaspíahaf. Chi- burdanidze varð fyrst heims- meistari kvenna 1978 en hú glataði titlinum í einvígi 1991. Verkamenn til vinnu ÁSTRALSKIR hafnarverka- menn hófu störf á nýjan leik í gær eftir mánaðarlanga deilu við vinnuveitendur og stjórn- völd. Flutningsfyrirtækið Pat- rick rak 1400 hafnarverka- menn 7. apríl síðastliðinn en hæstiréttui- dæmdi síðan í mál- inu fyrir skemmstu og neydd- ist Patrick til að endurráða mennina. ERLENT Stuðningsmenn Helmuts Kohls kanslara reyna að bera blak af honum Berlín, Brussel. The Daily Telegraph. ÞÝSKA stjórnin og bandamenn hennar reyndu í gær að bera blak af Helmut Kohl kanslara og kenndu Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, um málamiðlunina um yfir- mann evrópska seðlabankans. Henry Kissinger, fyrrverandi utan- ríkisráðhen'a Bandaríkjanna, hefur ráðlagt Bretum að bíða með að tengjast myntbandalaginu, EMU, þar til ljóst sé hvernig samskiptum og samstarfi Evi’ópusambandsins við Bandaríkin verður háttað. I umræðum á þýska þinginu í gær vísuðu stuðningsmenn Kohls því á bug, að hann hefði ekki komið til Brusselfundarins nógu vel undir- búinn og ónefndir menn í herbúðum stjórnarinnar sögðu, að klúðrið í Brussel væri því að kenna, að Bret- ar hefðu bragðist sem forystuþjóð innan ESB um þessar mundir. Saka Blair um aðgerðaleysi Sögðu þeir, að Blair hefði setið Kenna Blair um uppákomuna Henry Kissinger ræður Bretum að bíða með aðild að myntbandalaginu með hendur í skauti þótt deilan milli Frakka og annarra ESB-þjóða harðn- aði stöðugt og Je- an-Claude Juncker, forsætisráðherra Luxemborgar og vinur Kohls, sagði í viðtali við þýskt blað, að öll framkvæmd Brus- selfundarins hefði verið „til skamm- ar“. Með réttum undirbúningi hefði verið unnt að leiða málið til lykta á hálfri annarri klukkustund. Þykja þessar yfirlýsingar end- urspegla áhyggj- umar meðal stuðningsmanna Kohls en Ijóst er, að orðstír hans sem leiðtoga og bar- áttumanns fyrir EMU hefur beðið mikinn hnekld. Skoðanakönnun með- al 1.000 félaga í flokki Kohls sýnir, að 55% telja, að hann muni bíða lægri EVROPA^ hlut fyrir Gerhard Schröder í kosn- ingunum í september en 40% trúa því, að honum muni auðnast að sigi'a. Óttast einangrunarhyggju Frakka Kissinger, fyrrverandi utanríkis- ráðheraa Bandaríkjanna, sagði í gær, að Bretar gerðu rétt í því að bíða með að tengjast EMU þar til ljóst væri hvaða stefnu ESB tæki í viðskiptalegu og hernaðarlegu sam- starfi við Bandaríkin. Ef einangran- arhyggja Frakka yrði ofan á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. Kissinger kvaðst telja, að ýmis erfið, efnahagsleg úrlausnarefni innan ESB myndu leiða til þess, að annaðhvort þróaðist EMU yfir í pólitískt bandalag eða leystist upp. Yrði það síðara uppi á teningnum, myndi útkoman verða Evrópa, sem væri annaðhvort mjög vinstrisinnuð eða mjög hægrisinnuð eða sam- bland af hvorutveggja. yrrhrJT \'-rar^\nr^\rt^r - £ ú - ífrrLrrr f [{rrfnrrrffrrrr. Prrxrmrrr Krrrfíur: f.rríÍ7fe 5 "690691 "12000' mmé amálinu ir drauminn rætast - Ungfrúin opnar sig - • Sigurður A. er síungur - Trompin í borginni irbarleikhúsinu - Meyfróbur okkar _ . , . . lersKing I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.