Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt sveitarfélag í Eyjafírði Kosið milli sjö nafna á laugardag FRETTIR Hlutur Sölumiðstöðvarinn- ar var boðinn Parlevliet STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samþykkti í dag að heimila Utgerðarfélagi Ak- ureyringa að bjóða hollenska fyrirtækinu Par- levliet & van der Plas B.V. til sölu 7% hlut sinn í Mecklenburger Hochseefíscherei. Aður hafði ÚA samþykkt að selja fyrirtækinu allan sinn hluta, 68%, í Mecklenburger Hochseefischerei. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að Sölu- miðstöðin hafi komið að því með ÚA á sínum tíma þegar Mecklenburger Hochseefischerei var keypt. Rekstur fyrirtækisins hafi fljótlega farið að ganga illa og ÚA óskaði eftir því stuttu síðar að SH keypti 7% af félaginu, sem fyrir- tækið gerði. ÚA hefur verið langstærsti eigand- inn í félaginu og SH annast sölu á afurðunum. ÚA leitaði eftir því við SH að hafa þeirra bréf í Mecklenburger Hochseefischerei með til sölu þegar ljóst var að Parlevliet vildi ekki kaupa hlut ÚA nema fyrirtækið ætti kost á því að eign- ast einnig hlut SH. „Þegar málið var komið á lokastig þurfti ÚA formlega á því að halda að við staðfestum að þeir mættu bjóða bréfin okkar til sölu og stjórnin hefur núna fallist á það,“ segir Friðrik. Hann segir að sala fyrir Meeklenburger Hochseefischerei hafi skipt SH máli. „Við mun- um að sjálfsögðu vinna að því að bæta okkur það upp með öllum tiltækum ráðum. En þetta er ekkert högg á fyrirtækið," sagði Friðrik. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja hf., segir að ástæða þess að tilboði Sam- herja í bréf ÚA í Mecklenburger var hafnað sé sú að Reykjavíkurvaldið í stjórn ÚA vildi hrein- lega ekki fá Samherja inn. Fyrir okkur er þetta tjón fyrir íslenska útgerð og að sjálfsögðu tjón fyrir Samherja. Þama er Reykjavíkurvaldið að skaða Akureyringa og virðir ekki eign Akureyr- inga í félaginu. Með því að selja Samherja hlut- inn í MHF hefði verið hægt að tryggja hags- muni ÚA jafnvel og hagsmunir Akureyringa hefðu verið meiri“, segir Þorsteinn Már. I sam- tali hans við blaðamann kom fram að ÚA og Samherji hefðu verið í sambandi vegna málsins síðan í febrúar og hefði upphaf þreifinganna verið það að ÚA falaðist eftir kaupum á hlut Samherja í þýska sjávarútvegsfyrirtækinu Deutsche Fischifang. Morgunblaðið/Kristinn Skattrannsóknasljdri hefur skilað skýrslu um mál Hrannars B. Arnarssonar Er nú til með- ferðar hjá ríkis- skattsljóra Vatnsleik- fimi í laug- unum SUNDSPRETTUR er alltaf hressandi og víst er að sundið er holl og góð hreyfing. Ekki spillir heldur fyrir að í vatni eru allar hreyfingar auðveldari en á þurru og því tilvalið að nota tækifærið og taka nokkrar laufléttar vatns- leikfimiæfingar eins og hann gerði í dag, sundmaðurinn sem hér sést í iljarnar á. Skoðanakönnun Stöðvar 2 Dregur saman með fylkingum REYKJAVÍKURLISTINN hefur töluvert forskot á Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík en nokkuð hefur dregið saman með fylking- unum á síðustu dögum og óákveðnum fjölgar. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem Markaðssamskipti gerðu fyrir Stöð 2 og sagt var frá í fréttum stöðvarinnar í gærkvöld. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust liðlega 42% myndu kjósa D-listann en það er 2,6% fylgis- aukning frá könnun sem gerð var tæpri viku fyrr. 56,4% sögðust myndu kjósa R-listann en það er 3% minna fylgi en í fyrri könnun. H-lista húmanista sagðist 1,1% að- spurðra kjósa og L-lista Launa- listans 0,2%. Stærsta breytingin frá fyrri könnun Markaðssamskipta er á fjölda óákveðinna en hlutfall þeirra hækkar úr 14% í 20%. Úrtakið var 1.200 íbúar Reykja- víkur, sem hringt var í á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Svör fengust frá ríflega 70% úrtaksins. HRANNAR B. Amarsson, 3. mað- ur á framboðslista Reykjavíkurlist- ans, hefur fengið í hendur úttekt skattrannsóknastjóra ríkisins á skattamálum sínum og er framhald þeirra mála nú til ákvörðunar hjá rfldsskattstjóra, að sögn Hrannars. Hjá ríkisskattstjóra fengust eng- ar upplýsingar um málið og með- ferð þess. Aðspurður hvort hann vissi hvenær ákvörðun mundi liggja fyrir sagði Hrannar að hann hefði margsinnis rekið á eftir rannsókn- inni en það sé ekkert ljóst um hvenær afgreiðslan liggi fyrir. Hann vildi ekki fjalla um efni skýrslu skattrannsóknastjóra og hver niðurstaða hennar væri en kvaðst alls ekki kvíða því að niður- staða málsins yrði sér óhagstæð. Fyrrverandi starfsmaður í verktöku við símsölu á vegum Hrannars hefur lýst því yfir í fjölmiðlum undanfama daga að skattyfirvöld séu nú að innheimta hjá henni skatta frá árinu 1994, þar á meðal virðisaukaskatt sem hún hafi ekki innheimt af launa- greiðandanum. Starfsmaðurinn gaf ekkert af launum sínum frá fyrir- tæki Hrannars upp til skatts. Virðisaukaskattur mál verktaka Morgunblaðið spurði Hrannar hvort hann hefði fengið í sitt bók- EKKI verður hægt að hafa nafnið • Dalvíkurbær með í kosningum um nafn á nýtt sveitarfélag sem til verður í framhaldi sameiningar Dalvíkur, Árskógshrepps og Svarfaðardalshrepps. Er það álit félagsmálaráðuneytisins að nafn sem hefur verið í notkun áður komi ekki til greina í þessum efn- um. Kristján Ólafsson, formaður sameiningarnefndar sveitarfélag- anna, segir að nafnið Dalvíkur- bær hafi verið notað á bréfsefn- um, innheimtuseðlum og fleiru allt frá árinu 1974 og þyki það því ekki koma til greina. Hefur nefndin í framhaldi af þessu ákveðið að leggja fram lista yfir sjö nöfn sem kjósa má milli í sveitarstjórnarkosningunum j næstkomandi laugardag. Nöfnin I eru: Árdalsvík, Víkurbyggð, Eyjafjarðarbær, Norðurslóð, Vík- urströnd, Norðurbyggð og Valla- byggð. Sveitarstjórnirnar þrjár fólu sameiningarnefndinni 4. mars sl. að láta kjósa um nýtt nafn fyrir hið sameinaða sveitarfélag jafn- hliða sveitarstjórnarkosningun- um. Nefndin setti fram hugmynd- ir að nöfnum sem bæjarstjórn Dalvíkur breytti síðan. Félags- málaráðuneytið hefur úrskurðað að sameiningarnefndin hafi fullt umboð til að ganga frá nafnamál- inu þar sem umboð sveitarstjórn- anna til handa nefndinni hefur ekki verið afturkallað. Rristján kvaðst vona að einhver þessara sjö nafna yrðu ofan á og jafn- framt að þetta yrði ekki aðalmálið í hinu nýja sveitarfélagi, að menn hefðu einnig um önnur mál að hugsa. I hugmyndasamkeppni á nafn fyrir sveitarfélagið sameinaða í febrúar síðastliðnum völdu flestir nöfnin Dalvík og Dalvíkurbær. hald reikninga frá þessum verk- taka með sundurgreindum virðis- aukaskatti en hann sagði að svo hefði ekki verið. „Hefði hún ætlað að innheimta virðisaukaskatt þá hefði hún átt að skila mér lögleg- um reikningum með virðisauka- skatti en það gerði hún ekki. Skattyfirvöld vissu það.“ - Bar þér ekki að gæta þess að hún innheimti virðisaukaskatt? „Nei, það er á hennar ábyrgð hvernig hún innheimtir sínar tekj- ur. Verktakar hafa leyfi til að inn- heimta virðisaukaskattslausar tekjur upp að ákveðnu marki. Það hlýtur að vera þeirra að fylgjast með fjárhæðunum í því sam- bandi,“ sagði Hrannar B. Arnars- son. Sérblöð í dag m 8SÍMIR }4S^m VIDSKBPn/AIVlNNUlÍF! Lyfjaverslun Keðjur herja á apótekin Fyrirtæki Zoom í þrívídd Real Madrid Evrópu- meistari meistaraliða/B2 ÁSAMT: KOSNINGAHANDBÓK OG AÐSENDAR GREINAR/KOSNINGAR Boitinn á Netinu www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.