Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboðsmaður Alþingis beinir til- mælum til Alþingis Skýr ákvæði verði um gildistöku UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til Alþingis að þess verði gætt við setningu laga að skýrt komi fram tími gildistöku þeirra. Pá lúta tilmælin einnig að því að þeim sem lögin ná til gefíst nægt svigrúm til að taka ákvarðanir á grundvelli laganna. Umboðsmaður tekur þetta efni upp til athugunar að eigin frum- kvæði en tilefnið er tvær kvartanir sem honum bárast. Það lýtur að ákvæðum laga nr. 105/1996 um breytingu á lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Um er að ræða veiðar krókabáta, en í 2. mgr. 3. gr. laganna er svo fyrir mælt að eigandi krókabáts skuli tilkynna Fiskistofu fyrir 1. júlí það ár hvort hann hygg- ist stunda veiðar tiltekinn fjölda sóknardaga eða miðað við þorskaflahámark. I 8. gr. laganna segir að þau öðlist gildi frá og með 1. september 1996 nema ákvæði 2. gr. sem öðlist þegar gildi. Lögin voru samþykkt á Alþingi 5. júní 1996 og birt í Stjórnartíðindum 27. júní fjórum dögum áður en eigend- ur krókabáta þurftu að vera búnir að tilkynna niðurstöðu sína. Umboðsmaður reifar málið og vísar til ákvæðis stjórnarskrárinnar um birtingu laga og lög um birtingu laga og stjómvaldserinda. Þá er ennfremur vikið að grundvallarregl- um réttarríkisins og tengslum þeirra við löggjafarstarf og birtingu laga. Vísað er til mannréttindasátt- mála Evrópu sem lögtekinn var hér á iandi með lögum nr. 62/1994 og þær kröfur sem af honum megi leiða til löggjafar sem snerti mann- réttindi. Tvenns konar athugasemdir Umboðsmaður segir síðan að at- hugasemdir hans varðandi lög nr. 105/1996 séu tvenns konar. Annars vegar lúti þær að gildistökuákvæði laganna og hins vegar að þeim fresti sem líður frá því lögin eru birt og þar til reyni á gildi þeirra. Hvað íyrra atriðið snerti taki lögin gildi frá 1. september nema 2. greinin sem öðlist þegar gildi. „Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir því í 2. mgr 3. gr., að frestur fyrir eigendur króka- báta til að tilkynna til Fiskistofu, hvort þeir vilja stunda veiðar með þorskaflahámarki eða á sóknardög- um, renni út 1. júlí, eða tveimur mánuðum áður en lögin eiga að öðru leyti að taka gildi. Þetta var að mínum dómi til þess fallið að valda ruglingi um eiginlega gildistöku laganna, meðal annars um það, hvort unnt væri að beita fresti þeim, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 3. gr.“ segir í áliti umboðsmanns. Segir hann að skýrara hefði verið að taka það einnig fram um þá grein sérstaklega ef ætlunin væri sú að ákvæðið öðlaðist einnig þegar gildi. „Þessir lagasetningarhættir sam- ræmast að mínum dómi illa þeim meginsjónarmiðum um réttaröryggi og skýrleika laga, sem ákvæði stjómarskrár um birtingu laga og lög nr. 64/1943 eru reist á. Var þeim mun ríkari ástæða til að vanda til lagasetningarinnar að þessu leyti, þegar haft er í huga að lög nr. 105/1996 snerta mikilsverð atvinn- uréttindi manna og svigrúm mjög lítið til að breyta fyrri ákvörðun, eftir að tilkynningarírestur rann út.“ Hvað varðar tímann sem eigend- ur krókabáta höfðu til þess að bregðast við segir umboðsmaður að aðeins fjórir dagar að meðtöldum birtingardeginum hafi liðið frá því lögin voru birt og fresturinn til að tilkynna til Fiskistofu rann út. Segir umboðsmaður að eigendum króka- báta hafi þannig verið ætlaður mjög stuttur frestur til að ákveða sig og er áréttað að í sumum tilvikum hafi þurft nokkurrar athugunar við hvor kosturinn væri hagkvæmari fyrir eiganda krókabáts. „Ég tel, að þessa lagasetningarhætti sé erfitt að samræma þeim meginsjónarmið- um um birtingu laga og gildistöku, sem að framan eru rakin, sérstak- lega þegar haft er í huga, að hér var um að ræða ákvörðun, sem snerti milrilvæga atvinnuhagsmuni eig- enda krókabáta, og svigrúm til að breyta henni síðar var mjög lítið. Ég tel, að sú sérstaka kynning, sem lögin fengu meðal þeirra, sem þau varða mest, hafi verið til bóta, en breyti þó ekki framangreindri nið- urstöðu minni,“ segir umboðsmað- ur. „Samkvæmt framansögðu eru það tilmæli mín til Alþingis og þeirra stjórnvalda, sem standa að undirbúningi laga og birtingu þeirra, að gætt verði þeirra sjónar- miða, sem lýst hefur verið hér að framan í áliti þessu," segir síðan í áliti umboðsmanns. LIKAN af íslenska skálanum á heimssýningunni. Heimssýningin í Portúgal, EXPO ‘98, opnuð Búist við allt að 2 milljón- um gesta í íslenska skálann Framan við skerminn er stór Iaug HEIMSSÝNINGIN í Portúgal, EXPO ‘98, verður opnuð á morg- un og er allt til reiðu í íslenska sýningarskálanum, að sögn Jóns Asbergssonar, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, sem hefur veg og vanda af skipulagningunni. Alls starfa tólf íslendingar við sýning- una og er búist við allt að tveimur milljónum gesta á íslenska sýn- ingarsvæðið á sýningartímanum, sem er til loka september. Það er ríkisstjórn Islands sem ákvaðað taka þátt í heimssýning- unni. Island hefúr 650 fermetra sýningarsvæði til umráða á svokölluðu suðursvæði. Jón segir að það sé vel 1' sveit sett og virki í raun eins og ísland hafi sitt eigið hús á svæðinu. fsland er eina Evr- ópuþjóðin á suðursvæðinu og næstu nágrannar verða Israelar og Kanadamenn og beint á móti verða Brasilíumenn og Mexíkóbúar. Ljóst þykir að Brasihumenn muni draga mikla athygli að sér vegna menningartengsla við Portúgal og segir Jón að fsland muni ryóta góðs af því. Hafið er þema heimssýningarinnar og það sem fer fram á íslenska sýningar- svæðinu undirstrikar á einn eða annan hátt tengsl landsins við hafið og hve mikilvægt það er þjóðinni. Ákveðið var að taka mið af því að þeir sem sækja sýninguna em almenningur sem er að leita sér skemmtunar og fræðslu. Allt sem fer fram á íslenska sýningar- svæðinu er því í myndrænu formi. Meginhugmyndin í hönnun ís- lenska skálans er að skapa andrúmsloft þar sem áherslan er lögð á hreinleika, ferskleika og friðsæld íslenskrar náttúra og þar sem sýningargestir fá tilfínningu fyrir þeirri kyrrð og ró sem ein- kennir landið. Útveggur íslenska skálans er skreyttur með bláum ísvegg sem vatn rennur stöðugt niður. Kvikmyndir og margmiðlunarmiðstöð í fremri hluta skálans fer fram almenn kynning á landi og þjóð. Þar eru tveir stórir sýningar- skermar þar sem sýndar verða stuttar kynningarmyndir um land og þjóð og tónlistarmyndband með tónlistarkonunni Björk. Þar verður einnig margmiðlunar- miðstöð þar sem gestir hafa að- gang að ítarlegum gagnvirkum upplýsingum um ísland og íslend- inga og geta kynnst landinu enn frekar. Þar verður drepið á sögu landsins, menningu, atvinnuvegi og náttúrufar. Innri salurinn er kvikmynda- hús. Stór skermur, þrískiptur, er í salnum. Þar verður sýnd kvik- mynd sem heitir Óður til hafsins. og endurspeglast kvikmyndin 1 vatnsfletinum. Jón segir að mynd- inni sé aðeins ætlað að skapa stemmningu, í lienni sé enga manngerða hluti að finna, ein- vörðungu náttúra. Á svæðinu er einnig verslun og upplýs- ingaþjónusta um land og þjóð. Fjárveiting til fslenska sýning- arskálans og starfseminnar þar í þrjá og hálfan mánuð er 75 millj- ónir kr. Tólf starfsmenn vinna á tveimur vöktum í allt sumar við sýninguna. Reiknað er með að 15 milljónir manna sæki heimssýninguna. Mexfkómenn búast við að fá fjórar milljónir gesta. Þeir eru með jafn- stóran skála og íslendingar en fjár- veitingin sem þeir spila úr er átta sinnum hærri en hjá íslendingum. „Við reiknum með því að fá á milli eina og tvær milljónir manna á okkar sýningu,“ segir Jón. Á svokölluðum þjóðardegi 27. júní nk. verður sérstök dagskrá í fslenska sýningarskálanum. Þar koma fram Kammersveit Reykja- víkur, Blásarakvintett Reykjavík- ur, Skari skrípó, Örn Árnason ásamt Jónasi Þóri, íslenski dans- flokkurinn, Tjarnarkvartettinn, Þjóðdansafélagið Fiðrildin, Ormstunga og Frú Emilía flytur kammeróperuna Rodemenía Palmata. • Tijáplöntur, sumarblóm ogpærarplöntur Opnunartímar: • Virka daga kl. 9-21 • llm helgar kl. 9-18 GRÓÐRARSTÖÐÍN r- gfo sí :’>:j STJÖRNVGRÓF18, SÍMl 581 4288, FAX 581 2228 • Biðjið um vandaðan garðræktarbækling með plöntulista • Einnig þijú glæsileg veggspjöld, skrautrunnar, lauftréogbarrtré m 1 Sækið sumarið til okkar Listahátið í Bergen sett í gær Gestirnir sungu Bergensönginn BERGENSÖNGURINN var sung- inn í GrieghöIIinni í Bergen í dag eft- ir að setningarathöfn Listaháttðar- innar var lokið. Voru það gestir hátíðarinnar sem tóku sig til og sungu sönginn en hann hafði verið felldur út úr setningarathöfninni við litla hrifningu heimamanna. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning voru nýfarin út úr salnum, þar sem athöfnin fór fram, þegar söngurinn hófst og heyrðu þau því óminn af honum á leiðinni út. Bergljót Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Listahátíðarinnar í Bergen, hafði látið fella sönginn út úr setn- ingarathöfninni við mikla gremju heimamanna en söngurinn hefur verið sunginn við setningu Lista- hátíðarinnar undanfarin 40 ár. Bergljót segir ástæðuna fyrir því að söngurinn hafi verið felldur í ár sé sú að setningarathöfnin í ár var helg- uð tónlistarvöku, sem Edvard Grieg stóð fyrir í Bergen fyrir einni öld og því hafi verið ákveðið að flytja frekar lag eftir Johan Selmer sem tónlistar- vaka Griegs var sett með árið 1898. Heimamenn, sem tóku á móti kon- ungshjónunum við komuna til Bergen, sungu bæði Bergenssönginn og Konungssönginn fyrir þau fyrn utan Grieghöllina áður en setningai - athöfn Listahátíðarinnai- hófst. Kon- ungshjónin hlýddu á sönginn en tóku ekki undir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.