Morgunblaðið - 21.05.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 9
FRÉTTIR
Fulltrúar Alþjóðaþingmannasamtakanna á Islandi
Trúnaðarmenn Ríkisspítalanna
Sjáum að lýðræði get-
ur tekið á taugarnar
PIERRE Cormillon, fráfarandi
framkvæmdastjóri Alþjóðaþing-
mannasamtakanna, IPU, og Anders
B. Johnson, arftaki hans í starfi;
voru staddir hér á landi í vikunni. I
samtali þeh'ra við blaðamann Morg-
unblaðsins kom m.a. fram að þeir
hefðu komið hér við á leið sinni til
fundar við Kofí Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
í New York.
Pierre Cormillon sagðist ætla að
kynna arftaka sinn fyrir Annan og
að þeir hefðu verið sammála um mik-
ilvægi þess að heimsækja Island,
sem væri lítið land sem færi með
stórt hlutverk innan samtakanna, í
leiðinni. Einnig hefði hann viljað
nota tækifærið til að þakka Alþingi
Islendinga stuðninginn sem það
hefði veitt sér í starfi.
„Komu okkai- bar reyndar ekki upp
á besta tíma þar sem mikið annríki
hefur verið í þingstörfum og við höf-
um einungis aukið á álagið," sagði
hann. „En við höfum orðið vitni að því
hér, sem við vissum reyndar fyrii', að
lýðræði getur tekið á taugamar.“
Anders B. Johnson, sem senn mun
taka við sem sjöundi framkvæmda-
stjóri samtakanna, sagði það vera
sér mikinn heiður að taka við starf-
inu. A undanförnum ái'um hefðu
samtökin þróað nánara samstarf við
Sameinuðu þjóðirnai' og hann
vonaðist til þess að í framtíðinni
myndu meðlimii- þeirra í auknum og
fjölbreyttari mæli hafa áhrif á þróun
alþjóðamála.
„Meðlimir samtakanna eru þing-
menn þjóðþinga. Við erum að reyna
að efla samstarf þeiiTa við alþjóða-
stofnanir, enda hlýtur það að vera
hagsmunamál þar sem það eru
Samvinnulífeyris-
sjóðurinn
Aðalfundur
á föstudag
AÐALFUNDUR Sam-
vinnulífeyrissjóðsins verður
haldinn á morgn, fóstudaginn
22. maí, og verða þar teknar til
afgreiðslu breytingar á reglu-
gerð sjóðsins vegna gildistöku
nýrra laga um lífeyrissjóði um
mitt þetta ár.
Fundurinn er haldinn í VIS-
húsinu og hefst klukkan 13.30.
Samtals 44 fyrirtæki greiða til
sjóðsins og eiga þau og fulltrú-
ar starfsmannafélaga þeirra at-
kvæðisrétt í hlutfalli við
greiðslur til sjóðsins. Stjórnar-
kjör fer fram annað hvert ár og
verður kosið til stjómar nú.
Samkvæmt upplýsingum
sjóðsins geta sjóðfélagar sótt
fundinn sem áheyrnarfulltrúar.
Úrval af
stretchbuxum
St. 36-46
Ný
sendíng
ííl'Lí.
Skólavörðustíg 4a,
s. 551 3069.
Morgunblaðið/RAX
PIERRE Cormillon og Anders B. Johnson, fráfarandi og verðandi
framkvæmdastjórar Alþjóðaþingmannasamtakanna IPU, voru staddir
hér á landi í upphafi vikunnar.
þjóðþingin sem hafa völd til að koma við unnið mikið með stjórnvöldum í
ályktunum alþjóðastofnana í fram- nýjum lýðræðisríkjum og reynt að
kvæmd,“ sagði hann. „Einnig höfum styrkja þau og leiðbeina þeim.“
Full búð af nýjum sumarfatnaði
á alla fjölskylduna
ElNARSBÚÐ, Strandgötu 49, Hafnarfirði, sími 555 4106.
Ný sendin
Meðgöngufatnaður
Smekkbuxur, peysur, sumarbuxur,
svartir meðgöngubrjóstahaldarar
með spöng.
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13 v/Skólabrú, s. 551 2136.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöli, Háaleitsbraut 1,3. hæð, 105 Reykjavík
Símar: 515 1735, 515 1736
Farsími: 898 1720
Bréfasími: 515 1739
Netfang: utankjorstada@xd.is
Utankjörfundaratkvæðagreíðsla fer fram hjá sýslumanninum í
Reykjavík (Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22
Utankjörstaðaskrifstofan gefur upplýsingar um allt sem
lýtur að sveitarstjórnakosningunum 23. maí n.k.
Sjálfstæðisfólk !
Látið okkur vita um alla stuðningsmenn sem ekki verða
heima á kjördag t.d. námsfólk erlendis.
Krafa um sambæri-
legt launakerfí
TRÚNAÐARMENN Starfs-
mannafélags ríkisstofnana á Ríkis-
spítulunum hafa sent frá sér álykt-
un þar sem þeir mótmæla vinnu-
brögðum fulltrúa Ríkisspítalanna
við að koma upp nýju launakerfi.
í fréttatilkynningu starfs-
mannafélagsins segir að fulltrúar
Ríkisspítalanna vilji vinna að flutn-
ingi yfír í nýtt launakerfi með öðr-
um og verri hætti en aðrar ríkis-
stofnanir og gerólíkt því sem félag-
ið telji rétt samkvæmt kjarasamn-
ingi.
Trúnaðarmennirnir krefjast
þess að aðlögunarnefnd Ríkis-
spítalanna vinni með sér að undir-
búningi nýs launaröðunarkerfis
með sambærilegum hætti og gert
hafi verið á öðrum ríkisstofnunum,
enda sætti þeir sig ekki við að
starfsmenn Ríkisspítalanna séu
meðhöndlaðir sem annars flokks
ríkisstarfsmenn.
DKKES
HÖFUM LÆKKAÐ VERÐIÐ UM 30% Á DICKIES ÚLPUM OG LÉTTUM
ÚTIVISTARJÖKKUM, MEÐ OG ÁN ÖNDUNAREIGINLEIKA.
TAKMARKAÐ MAGN.
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14.
Silfurpottar í Háspennu, dagana 7. maí til 18. maí 1998
Dags. Staður Upphæð
7. maí Háspenna, Laugavegi.......57.525 kr.
7. maí Háspenna, Hafnarstræti...121.519 kr.
8. maí Háspenna, Hafnarstræti...163.654 kr.
11. maí Háspenna, Laugavegi.......89.115 kr.
12. maí Háspenna, Hafnarstræti.....91.807kr.
12. maí Háspenna, Laugavegi.....125.669 kr.
13. maí Háspenna, Laugavegi.....123.887 kr.
13. maí Háspenna, Laugavegi..... 63.070 kr.
13. maí Háspenna, Hafnarstræti...64.328 kr.
14. maí Háspenna, Laugavegi......74.548 kr.
14. maí Háspenna, Hafnarstræti...55.630 kr.
14. maí Háspenna, Kringlunni....112.326 kr.
15. maí Háspenna, Laugavegi.....142.974 kr.
Laugavegi 118 Hafnarstræti 3 Kringlunni 8