Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 16

Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Oddur H. Halldórsson drakk kaffí með strákunum á verkstæði Samherja s Eg er bara blikkari Morgunblaðið/Kiistján ODDUR Helgi Halldórsson svaraði fjölmörgum fyrirspurnum starfs- manna á verkstæði Saniherja í síðdegiskaffinu í gær. ODDUR Helgi Halldórsson á L- lista, Lista fólksins hefur varla tíma til að vera í vinnunni vegna anna við kosningabaráttuna, en hann rekur blikksmíðaverkstæðið Blikkrás. Hann hefur mikið verið á ferðinni milli vinnustaða, til að heyra hljóðið í fólkinu í matar- og kaffitímum og í síðdegiskaffinu í gærdag heimsótti hann strákana á verkstæðinu hjá Samherja. „Ég er að reyna að fá fólk til að trúa því að ég ætla að standa við það sem ég segi, ég er ekkert bara að tala um það sem ég held að sé vinsælt hjá kjósendum," sagði Oddur. Samherjastarfsmönnum lék for- vitni á að vita hver stefna listans væri í atvinnumálum. Oddur hefur ekki verið feiminn við að segja að bærinn eigi að taka lán til að flýta nauðsynlegum framkvæmdum og skapa þenslu í bænum, það er það sem vanti og svigrúmið nægjan- legt enda standi bæjarsjóður vel. Ilann vill að markvisst verði unnið í því að finna atvinnutækifæri. „Hvað með stóriðjuna, menn eru alltaf að tala um matvælafram- leiðslu," sagði einn. „Verðum við endalaust á láglaunasvæði," sagði annar og bað um eina röndótta takk með kaffinu. Oddur sem sendur var í sveit sjö ára gamall og hélt upp frá því hann væri framsóknarmaður, þar til frekar nýlega sagði að flokkurinn hefði ekkert grætt á því að hafa flokks- bræður sína í ríkissljórn. „Menn lofa öllu fögru en svíkja það svo um leið og þeir koma suður,“ sagði hann. Engin stóriðja í sjónmáli. Allt orðið grænt Samheijastrákarnir voru súrir yfir að fyrirtækið fékk ekki að kaupa Mecklenburger og líka IS- SH málinu fyrr í kjörtímabilinu. Væri bara ekki öll þessi SH-starf- semi að fara úr bænum, tveir kall- ar eftir á skrifstofunni. „Við gerð- um taktísk mistök í þessum máli,“ sagði Oddur sem þá var frammari og ætlar að leita eftir frekari skýr- ingum á því af hveiju UA vildi ekki selja Samherja MHF. Svo sagði hann það hafa verið skamm- sýni að selja Krossanes og nú væri skipulagsmistök í uppsiglingu, Krossneshaginn, þetta frábæra íbúðarbyggingaland væri að fara undir iðnaðarlóðir, allt út af verk- smiðjunni, enginn vildi búa við lyktina frá henni. „Þú verður að stefna að því að flytja hana út í Grímsey árið 2000,“ lagði einn strákanna til. „Ef þið fylgist með strákar, þá eru bara nokkrar vikur síðan okk- ar framboð kom fram og það er allt orðið grænt,“ sagði Oddur. Framkvæmdir við 3. áfanga Dalvikurskóla Samið verði við Tréverk 145 milljónir króna fyrir KRISTJÁN Ólafsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Dalvík og forseti bæjarstjórnar, greiddi atkvæði með því á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku að tilboði Arfells ehf. í byggingu 3. áfanga Dalvíkurskóla yrði tekið, en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Svanhildur Ámadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, greiddi hins veg- ar atkvæði með þvi að samið yrði við Tréverk ehf. sem átti næst lægsta tilboðið. Bæjarstjórn samþykkti með fimm atkvæðum gegn tveimur að taka tilboði Tréverks og við það klofnaði meiri- hluti B-lista og I-lista. „Ég lagði til að lægsta tilboði yrði tekið þar sem Arfell uppfyllti þau lög og reglur sem eru í gangi og með því taldi ég mig vera að verja hags- muni bæjarbúa. Það skiptir ekki máli hvað fyrir- tækið heitir, á meðan við erum með þessar leik- reglur í gangi á að fara eftir þeim. Arfell hefur alla burði til að vinna verkið og uppfyllti öll þau skilyrði sem sett voru,“ sagði Kristján. Hann sagði að ekki yrði um annað að ræða en að semja við Tréverk um að taka að sér verkið fyrir rúmar 145 milljónir, þótt lögfræðingur sem kom að málinu hafi gefið í skyn að hægt væri að lækka tilboðið vegna skekkju í útreikningum. Til- boð Árfells var upp á rúmar 143,4 milljónir króna. Vönduð vinnubrögð Svanhildur Árnadóttir sagði að í greinargerð frá Árfelli hafi komið fram að fyrirtækið hafi gert samkomulag við Tréver í Ólafsfirði um að vinna verkið saman, ef annað þeirra hlyti hnossið. „Menn settu spurningannerki við hvort slíkt bryti í bága við samkeppnislög en síðan þá hef ég kom- ist að því að slík fordæmi eru til en það er þó ekki aðalmálið. Eftir þau vönduðu vinnubrögð sem mér fannst vera viðhöfð var mín niðurstaða að fara að áliti hönnuða og lögfræðings bæjarins, að gengið skyldi til samninga við næst lægsta tilboðsgjafa.“ Töluverðar umræður urðu um málið í bæjar- stjórn en tillaga um að samið yrði við Tréverk var samþykkt með 5 atkvæðum sjálfstæðismanna, I- listamanna og framsóknarmanns. Á þessum síðasta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins klofnaði því meirihluti B-lista og I-lista í bæjar- stjórn í fyrsta sinn á kjörtímabilinu. Kristján sagði að þrátt fyrir að meirihlutinn hafi spnmgið á þessu máli, hafi samstarfíð á kjörtímabilinu gengið mjög vel. „Við höfum leyst öll mál þar til nú og ég tel mig hafa unnið að full- um heilindum gagnvart mínum umbjóðendum. Þetta raskar ekki ró minni og ég tek því sem að höndum ber.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni eru forsvarsmenn Árfells mjög ósáttir með þessa niðurstöðu og ætla að sækja það fast að fá verkið og telja sig hafa fullan rétt á því. Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Ásta Sigurðardóttir tóku viðskiptavini KEA-Nettó tali í bh'ðunni í gær, m.a. ræddu þau við léttklæddan Sigurð Bjarklind. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI SKÓLASLIT fara fram í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 23. maí nk. og hefjast þau kl. 10.00. Skólameistari. Frambjóðendur Framsóknar sýna sig og sjá aðra Allt er vænt sem vel er FYRRVERANDI þingkona Kvennalistans, Málmfríður Sigurð- ardóttir, tók því vel að hlýða á nokk- ur vel valin orð um ágæti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar um ieið og hún gekk út úr verslun KEA-Nettó með tvo kaffipakka, kyrfilega merkt Akur- eyrarlistanum, X-F. Vandræðalaust að bæta X-B neðar á kragann. „Allt er vænt sem vel er grænt,“ sagði húsfreyjan fyrrverandi á Jaðri. Ásta Sigurðardóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Guðmundur Óm- ar Guðmundsson voru á faraldsfæti í gær eins og aðrir frambjóðendur, en þau tóku púlsinn á viðskiptavin- um Nettó. Límmiði á bílinn, penni og barmmerki í boði fyrir gesti og gangandi. Tveir spurðu hvað merkið kostaði. Svolítið hissa á að það væri ókeypis. Hvar er kosningakaffið? Margi-ét ljósmóðir átti leið um og bráðvantaði merki í barminn. Spurði hvar annálað kosningakaffi framsóknar yrði. Á Poilinum já og aldrei að vita nema hún gæti orðið grænt að liði, kannski hrært í pönnukökur. Gladdist þegar hún frétti frá fram- bjóðendum að baráttan gengi vel. „Ég bið að heilsa Þorsteini," kvaddi Ásta og sneri sér að þeim næsta, ungri konu sem hún kannaðist við úr heita pottinum. Utanbæjarmenn voru áberandi í versluninni, vertinn á Illugastöðum, húsmóðirin á Öngulsstöðum, ýttu hálffullum körfum út í sólina, en voru samt alveg til í að spjalla smá- stund við frambjóðendur og alltaf hægt að bæta við sig pennum. „Ég er ekki alveg nógu ánægður með eitt,“ sagði eldri maður, en það sem honum lá á hjarta voru bílastæðamál í miðbænum. Hafði tvívegis fengið sekt í janúar, brá sér bara í banka og mælirinn rann út. Þarf öðruvísi stöðumæla, lagði hann til, en svo væri líka hægt að fækka stöðumælavörðum. Sú tillaga féll ekki í kramið hjá frambjóðendum, en þetta mál verður skoðað eins og fjölmörg önnur sem fyrir þau hafa verið lögð. Það þarf til dæmis að bæta aðstöðu fyrir hjóla- brettakrakkana. Góð veiði Samherja- skipa á Reykjanes- hrygg Fjögur skip með fullfermi FRYSTITOGARAR Sam- herja hf. hafa verið að mok- fiska karfa á Reykjaneshrygg að undanförnu og eru þrjú skip félagsins að landa nánast fullfermi í Reykjavík í vik- unni, svo og Akraberg, sem er í eigu dótturfélags Samherja í Færeyjum. Aflaverðmæti skipanna fjögurra er um 190 milljónir króna. Baldvin Þorsteinsson EA landaði í gær og var afli skips- ins um 380 tonn og afla- verðmæti rúmar 50 milljónir króna. Akureyrin EA landar í dag og er afli skipsins einnig um 380 tonn og aflaverðmæti rúm 51 milljón króna. Aflaverðmæti upp á 88 milljónir Víðir EA og Akraberg lönd- uðu í fyrradag, Víðir var með 320 tonn og aflaverðmæti upp á um 40 milijónir króna og Akraberg með um 370 tonn og aflaverðmæti upp á um 48 milljónir króna. Flest hafa skipin verið frek- ar stutt á veiðum. Hadda sýnir „sitt af hvoru“í Galleríi ASH GUÐRÚN H. Bjarnadóttir, „Hadda“ opnar sýningu sem hún kallar „sitt af hvoru“ í Galleríi A.S.H. Varmahlíð í Skagafirði á laugardag, 23. maí kl. 13. Sýningin stendur til 12 júní. Hadda sýnir „sitt af hvoru“ af því sem hún hefur verið að vinna á síðasta ári. Hún nam almennan vefnað í Svíþjóð, stundaði nám í listadeild Lýðháskólans í Eskilstuna í Svíþjóð og við Myndlistaskól- annn á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar. Námskeið í línudansi á Oddvitanum JÓHANN Örn Ólafsson dans- kennari verður með námskeið í línudönsum á Oddvitanum á föstudagskvöld ki. 21 fyrir byrjendur og þá sem stutt eru á veg komnir en kl. 22 fyrir lengra komna. Hljómsveitin Karma leikur fyrir almennum dansi á eftir. Línudans verður kenndur á Bjargi á laugardag, kl. 17 fyr- ii- lengra komna en byrjendur kl. 18. Skráning í kennsluna er á hvorum stað fyrir sig. Hver danstími kostar 500 krónur. AKSJÓN Fimmtudagur 22. maí 21.00 ► Kosningasjónvarp Fulltrúar framboðslistanna sitja fyrir svörum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.