Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 20

Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fjölbreytt hátíðardag- skrá í Bolungarvík i Samband austur-húnvetnskra kvenna 70 ára Gáfu sjúkrahúsi peninga til húsgagnakaupa Blönduósi - Samband Austur- húnvetnskra kvenna (SAHK) er sjötíu ára á þessu ári og af því tilefni heiðraði SAHK fímm konur fyrir fórnfúst starf í þágu samtakana. Éinnig gáfu kvenfélögin í héraðinu og SA- HK í sameiningu Héraðshælinu á Blönduósi peningagjöf að upphæð 215 þús sem nýtast á til húsgagnakaupa Þær fímm konur sem SAHK heiðraði heita Elísabet Sigur- geirsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, María Jónsdóttir, Theódóra Berndsen og Valgerður Ágústsdóttir. Jafnframt þessu gaf kvenfélag Sveinstaða- hrepps sjúkrahúsinu 70 þús kr til að minnast þess að liðin eru sjötíu ár frá stofnun þess. Það var fráfarandi formaður SAHK Elín Sigurðardóttir sem af- henti viðurkenningarnar og peningagjöfina. Guðmundur Theódórsson formaður stjórn- ar Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi tók við peningagjöf- ina og þakkaði í örfáum orð- um. LANDIÐ BÖRN og tengdabörn Einars og Elísabetar Hjaltadóttur voru viðstödd hátíðina. 100 ár frá fæðingu Einars Guðfínnssonar Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HEIÐURSKONUR í SAHK taldar frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, Val- gerður Ágústsdóttir, Theódóra Berndsen og María Jónsdóttir. Á myndina vanta Eh'sabetu Sigurgeirsdóttur sem ekki gat verið viðstödd. Bolungarvík - Það blöktu víða fán- ar við hús í Bolungarvík sl. sunnu- dag, er þess var minnst, 100, ár eru frá fæðingu Einars Guðfinnssonar, hins mikla athafnamanns sem átti svo mikinn þátt í uppbyggingu Bol- ungarvíkur með atorku sinni og dugnaði við uppbyggingu atvinnu- rekstrar hér. Uppbyggingin hófst formlega 1. nóvember 1924, en þegar Einar i I I lést, 1987, á 88. aldursári, hafði hann byggt upp fyrirtæki á sviði útgerðar, fiskvinnslu og verslunar sem var eitt glæsi- legasta og best rekna fyrirtæki landsins. Þessara tímamóta var minnst með dagskrá sem hófst með því að Bolvíkingar fjöl- menntu í messu í Hólskirkju kl. 11 um morguninn. Þar messaði sr. Agnes Sigurðardóttir, sókn- arprestur, og minntist í predik- un sinni þeirra heiðurshjóna, Einars og konu hans Elísabet- ar Hjaltadóttur, sem lést 1981. Einar var alla tíð mjög kirkju- sækinn maður og sat gjaman á sama stað í kirkjunni, hann gegndi einnig formennsku í safnaðarstjórn Hólssóknar í fjölmörg ár. Nýtt safn opnað með Einarssýningu Kl. 14 var opnuð „Einarssýn- ing“ í sal Náttúrugripasafnsins sem þá var jafnframt formlega opnaður almenningi. Á Einars- sýningunni gat að líta myndir og muni frá Einarsárunum hér í Bolungarvík. Mikill fjöldi fólks kom að h'ta á sýninguna ásamt því að skoða hið nýja náttúrugripasafn Bolvíkinga sem opnað var deginum áður og komið hefur verið fyrir í myndarlegu húsnæði sem áður var hluti af verslunarhúsnæði Einars Guð- fmnssonar Um kvöldið var síðan efnt til hátíðardagskrár í Víkurbæ þar sem boðið var upp á kaffi og með- læti. Bæjarstjórinn, Olafur Krist- jánsson, minntist Einars og Elísa- KARVEL Pálmason fyrrverandi alþingismaður flutti ávarp í Víkur- Fyrir aftan stendur Guðfinnur Einarsson. betar. Söngfélagið í neðsta flutti nokkur lög og Kvennakór Bolung- arvíkur söng. Böm og barnabörn Einars og Elísabetar fluttu minn- ingarbrot úr ævi þeirra. Mikill fjöldi Bolvíkinga og ann- arra gesta sótti þessa hátíðlegu hátíðardagskrá og vottuðu þeim heiðurshjónum þannig virðingu sína og ljóst er að minningin um athafna- skáldið Einar Guðfmnsson og konu hans Elísabetu Hjaltadóttur lifir í hugum Bolvíkmga um ókomin ár. bæ. er me rá au Blaðaukinn Brúðkaup kemur út laugardaginn 30. maí. Blaðaukinn er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja auglýsa brúðargjafir eða þjónustu fyrir brúðkaupsveislur. I Meðal efnis: Undirbúningurinn fyrir veisluna Veisluföngin Viðtöl við fólk sem er búið að vera gift lengi Gjafirnar Siðir tengdir brúðkaupinu Snyrtingin Bindishnúturinn Undirfatnaðurinn Skemmtilegar frásagnir af óvenjulegum bónorðum Brúðarskartið Dansinn Hlutverk barnanna Tónlistin Blómin Brúðarbíllinn Vertu með í brúðkaupsblaði Morgunblaðsins 30. maí. Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 12 mánudaginn 25. maí. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga í síma 569 1139. JltovgnmMaíifö AUGLÝSINGADEILD Slmi: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is %

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.