Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 33 LISTIR Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egitsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- HJ HONDA Simi: 520 1100 Sýningum lýkur Hafnarborg SÝNINGU Jónínu Guðnadóttur í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, lýkur mánudaginn 25. maí. A sýningunni tekst Jónína á við veruleika hvers- dagsleikans og þann efnivið sem myndar nánasta umhverfi okkar, en verkin eru tólf og unnin í fjöl- breytileg efni. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Listasetrið Kirkjuhvoli SÝNINGU Heiðrúnar Þorgeirs- dóttur á glerlistaverkum í Lista- setrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, lýk- ur á sunnudag. A sýningunni eru yfir 30 verk sem öll eru unnin í rúðugler en með ýmsum útfærsl- um. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. --------------- Breyttur opnunartími SÝNING Evu Benjamínsdóttur í húsnæði Bílaleigunnar Geysis, Dugguvogi 10, er opin alla daga frá kl. 14-18 til 31. maí. Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Caput-hópurinn í Iðnó á Listahátíð Æfingin er galdurinn CAPUT-HÓPURINN kemur fram á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Iðnó annað kvöld, föstudag, kl. 20. Flutt verða verk eftir tvo Islendinga, Hauk Tómasson og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, og tvo Breta, Mark-Anthony Turnage og Thomas Ades. Einleikari í verki Hauks verður Sigrún Eðvalds- dóttir og einsöngvari í verki Hróðmars Inga Sverrir Guðjónsson. Stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Verk Hauks, sem frumflutt var á tónleikum Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu siðastliðinn sunnudag, er fíðlukonsert, skrifaður sérstaklega með Sigrúnu Eðvaldsdóttur í huga. Segir hún alltaf ómetanlegt að fá verk, sem aldrei hefur verið flutt áður, upp í hendurnar - það feitasta sem hún komist í. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu!“ Sigrún kveðst, aldrei slíku vant, hafa orðið dálítið stressuð þegar hún byrjaði að æfa konsertinn - hann liafi litið út fyrir að vera svo erfíður í flutn- ingi. „Mér óx þetta pínulítið í augum í fyrstu en svo kom þetta allt saman og núna fínnst mér konsertinn alls ekki erfíð- ur. Æfíngin er, sein fyrr, gald- urinn.“ Algjör lúxus Segir Sigrún rúman tíma hafa komið í góðar þarfír en nóturn- ar bárust henni í janúar síðast- liðnum og í febrúar gafst henni tími til að byrja að líta á þær. „Þetta var algjör lúxus en sum tónskáld eru alltaf á síðustu stundu - ekki hann Haukur!“ Auk nótnanna sendi tónskáld- ið Sigrúnu hljóðgerfissnældu, þar sem tölva flytur verkið. „Þetta var mjög athyglisvert og lærdómsríkt, því þótt flutning- urinn væri kaldur og tilfinn- ingalaus, lieyrði ég sitt af hveiju sem nýttist mér við und- irbúmnginn. Fékk hugmyndir." En þrátt fyrir langar og strangar æfingar í einrúmi er Sigrún þess sinnis að þetta verk, eins og aðrir konsei-tar, hafi þróast mest eftir að hún kom heim frá Englandi til að æfa með Caput-hópnum. „Það er á hljómsveitaræfingunum sem konsertar fæðast." Sigrún segir að fíðlukonsert- inn, sem er í fjórum köflum, sé í frekar klassískum stíl og lýsi tónheimi Hauks Tómassonar ágætlega. „Konsertinn er svolít- ið hrjúfur á köflum - spenna og harka, sem fer mér alveg ágæt- lega. Síðan nýtur hin hliðin á Hauki, þessi ljúfa og fallega hlið, sín líka í honum - manni fínnst eins og maður sé uppi í skýjunum." Að áliti Sigrúnar á Haukur, eins og fleiri íslensk tónskáld, framtíðina fyrir sér. Aðeins þurfi að skapa aðstæður til að flylja verk þeirra oftar og í mörgum tilfellum fyrr, en frum- flutningur tónverka hefur oftar en ekki dregist úr hömlu hér á landi. Stokkseyri frumflutt Tónverkið Stokkseyri, tólf söngvar eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, verður frum- flutt í endanlegri mynd á tón- leikunum en á Myrkum músík- dögum í fyrra flutti Caput átta þessara söngva. Ljóðin eru öll tekin úr samnefndri Ijóðabók Isaks Harðarsonar frá 1994. Einsöngvari verður Sverrir Guðjónsson. nnifalið í verði bílsins s 2.01 4 strokka 16 ventta léttmálmsvé s Loftpúðar fyrir ökumann og farþega •/ Rafdrifnar rúður og speglar v' ABS bremsukerfi •S Veghæð: 20,5 cm ri Fjórhjóladrif Samlæsingar ri" Ryðvörn og skráning v' Ötvarp og kassettutæki Hjóthaf: 2.62 m ■S Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m CAPUT-hópurinn Sigrún Haukur Hróðmar Ingi Eðvaldsdóttir Tómasson Sigurbjörnsson Verk sitt Release samdi Mark- Anthony Turnage árið 1988 að beiðni breska ríkissjónvarpsins, BBC, fyrir heimildamynd um Essex, æskustöðvar tónskáldsins. Saxófónn er áberandi í þessu stutta verki, þar sem gætir áhrifa blús-, rokk- og djasstón- listar. Meðal annarra þekktra verka Turnage eru óperan Greek og kammerverkin Blood on the Floor og On all Fours. Ungur að árum Thomas Ades samdi Living Toys árið 1993, 22 ára gamall. Ari síðar var verkið valið besta verk tónskálds undir þrítugu á Tónskáldaþinginu í París. Liv- ing Toys er samið fyrir London Sinfonietta og hefur verið flutt víða um lönd. Meðal annarra þekktra verka Ades eru óperan Powder her Face, Chamber Symphony og söngverkið Life Story. Ades er afburða pianisti og hefur einnig unnið til verð- launa á því sviði. Caput-hópinn skipa á tónleik- unum Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Guðni Franzson klarínettuleikari, Brjánn Inga- son fagottleikari, Sigurður Flosason og Oskar Guðjónsson saxófónleikarar, Emil Frið- fínnsson og Anna Sigurbjörns- dóttir hornleikarar, Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari, Sigurður Þorbergsson básúnu- leikari, Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Gerður Gunnarsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Richard Korn sem leikur á kontrabassa. Verð www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.