Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 34

Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Úr safni Gerðar FRÁ einkasýninfu Gerðar í Strunk-Hilgers galleríinu í Odenkirchen haustið 1970. FRÁ sýningunni í Gerðarsafni í Kópavogi. Islensk ljóð á úkra- ínsku STÆRSTA bókmenntatímarit Úkraínu, VSESVIT: Tímarit um heimsbókmenntir (192 bls.), birti í fyrsta hefti þessa árs (bls. 3-15) myndskreytta grein um íslendinga eftir Sig- urð A. Magnússon ásamt þýðingum tveggja þarlendra skálda á ljóðum eftir hann. Greinin nefnist „Islending- ai% hverjir eru þeir?“ og birtist upphaflega á ensku í greina- safni Sigurðar, The Ieeland- ers, sem kom út hjá bókaút- gáfunni Forskoti árið 1990. Þýddu ljóðin eru úr ljóða- safninu Hvarfbaugar, sem út kom hjá Máli og menningu 1988. Maksím Stríkha hefur þýtt eftii-talin ljóð: „Nætur- fjöll“, „Dalakyrrð“, „Stúlka les bók“, „Dagar“, „Við dánar- beð“, „Við gröf óþekkta her- mannsins“, „Michelangelo“, „Ljóðlist l-3“, „Orð“, ,Á-Ugu þín“, „Spegill", „Öldur“ og „Onýtir dagar“. Skáldkonan Evrenía Kónonenkó hefur hinsvegar þýtt ljóðabálkana „Hafíð og kletturinn 1-14“ og „Dauði Baldurs I-IV“. Þess má geta að ljóðabálk- urinn „Dauði Baldurs" hefur þegar komið út á ensku (bæði í Bandaríkjunum og Englandi), grísku, þýsku og rússnesku. Mörg hinna ljóðanna hafa komið út á sömu tungumálum og sömuleiðis á dönsku, norsku, sænsku, búlgörsku, lettnesku og kínversku. MYJVDLIST Gerðarsafn - Listasafn Kópavugs MÁLVERK/SKÚLPTÚR Verk Gerðar Helgadóttur. Opið frá 12 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 24. maí. HIÐ mikla safn verka eftir Gerði Helgadóttur sem geymt er í Kópavogi er eitt af stærstu sér- söfnum á íslandi og býður upp á spennandi möguleika í sýningar- haldi. í Gerðarsafni í Kópavogi eru líka fjölbreyttir sýningarsalir sem henta ágætlega fyiir stórsýn- ingu af því tagi sem nú er haldin á verkum Gerðar. Á sýningunni eni alls 135 verk, allt frá stórum verk- um í steypu og gler niður í skart- gripi, smágripi og skissur. Af nógu er að taka í Gerðarsafni þeg- ar þar eru settar upp sýningar á verkum hennar og því er ánægju- legt að sjá hve vel hefur tekist til hér, bæði hvað varðar val á verk- unum og uppsetningu þeirra. Verkin á sýningunni spanna all- an feril Gerðar, sem reyndar var stuttur vegna veikindanna sem drógu hana til dauða langt um aldur fram. Gerður var einstak- lega afkastamikill listamaður, lagði hart að sér og þróaði list sína á eigin forsendum, þótt vissu- lega byggði hún á þeim liststefn- um sem hæst risu í Evrópu á fimmta og sjötta áratugnum. Þekktust er hún fyrir málm- skúlptúra sína, konstrúktívískar formstúdíurnar frá því við upphaf ferils hennar og svo miðhverfa vírskúlptúrana sem við tóku og voru alfarið sprottnir úr hennar eigin hugarheimi, í andstöðu við ríkjandi hugmyndir í myndlist- inni. Á sýningunni má einnig sjá tvívíðar myndir Gerðar, klippi- myndir sem hún gerði á árunum upp úr 1950 og undirbúnings- teikningar að þrívíðum verkum frá ýmsum tímum. Við uppsetningu sýningarinnar hefur Guðbjörg Kristjánsdóttir forstöðumaður safnsins fengið listamennina Kristin E. Hrafns- son og Svövu Björnsdóttur sér til aðstoðar. Þau hafa tekið mið af því hvernig Gerður sjálf setti upp sýningar sínar eins og sjá má á myndum í sýningarskrá. Þar má meðal annars sjá mynd af sýningu í Odenkirchen frá árinu 1970, þar sem Gerður hefur komið verkum sínum fyrir í flókinni hillusam- stæðu sem er eins konar form- stúdía í sjálfu sér. Á sýningunni í Gerðarsafni hefur slíkri hillusam- stæðu verið komið upp á neðri hæð til að sýna smærri verk Gerð- ar, litlar höggmyndir og skart- gripi. Annars staðar í safninu má sjá verk sem standa á múrsteinum og steyptum rörum í stað hvítra stöpla sem nú tíðkast. Niðurstað- an er að þrátt fyrir fjölbreytnina á sýningunni fær hún sérstakan og sterkan heildarsvip sem minnii' sterkt á Gerði sjálfa og viðhorf hennar til listar sinnar. Gerður tók listsköpun sína vissulega mjög alvarlega, en forðaðist þó alltaf að vera yfírlætisleg gagnvart verk- um sínum. Það er einmitt þetta samspil einlægrar sköpunargleði og hæversku í framsetningu sem gerir verk hennar svo heillandi. Gerðarsafn héfur sinnt verkum Gerðar með prýði, bæði í sýning- arhaldi og útgáfu. Þar hefur tek- ist allvel að nýta möguleikana sem búa í stóru sérsafni af þessu tagi. Sýningin að þessu sinni veit- ir heildaryfirsýn yfir verk Gerðar, en safnið býður líka upp á að haldnar séu smæni sýningar þar sem tekið er á einstökum tímbil- um eða þemum og verkin jafnvel tengd við verk annarra lista- manna til að sýna tíðarandann sem þau eru sprottin úr eða draga fram það sem sérstakt er við úr- lausnir listamannsins. Þannig geta sýningar á verkum látinna listamanna orðið fullt eins lifandi og sýningar á samtímalist. Jón Proppé Ljóðasafn eftir Jóhann Hjálmarsson gefið út í ljóðabókaflokki á Spáni LJÓÐASAFN eftir Jóhann Hjálmarsson er komið út á spænsku. Utgefandi er forlagið Colección E1 último Parnaso í Zaragosa á Norður-Spáni en þýðingu og val á ljóðum hafði José Antonio Fernández Romero með höndum. I bókinni er að finna 103 Ijóð úr flestum ljóða- bókum Jóhanns sem eru fjórtán að tölu. Elsta ljóðið er frá 1956 og hið yngsta frá 1994. Að sögn Jóhanns eim umsvif forlagsins allnokkur og bækur þess ágætlega kynntar á Spáni og í Suður-Ameríku. Bók hans, Antología, kemur út í flokki ljóðabóka, þar sem kynnt er það nýjasta í skáldskapnum. Aðal- lega hefur sjónum verið beint að heimamönnum en einstaka er- lent skáld hefur þó verið í brennidepli líka. Mun bók Jóhanns vera sú fyrsta eftir Is- lending sem kemur út hjá forlag- inu en þetta er í fyrsta sinn, að því er næst verður komist, sem Ijóðabók eftir íslending kemur út á spænsku. Segir Jóhann skáldin sem for- lagið hefur gefið út vera af ýms- um stærðum og gerðum, en á sama tíma og bók hans kemur út ljóðabók eftir hið kunna spænska leikritaskáld Fernando Arrabal. Tildrög útgáfunnar eru, að sögn Jóhanns, þau að hann var vel kynntur í tveimur bókum sem helgaðar voru norrænni ljóðlist og út komu fyrir þremur árum á Spáni. Var önnur þeirra, Poesía Nórdica, gefin út í tengsl- um við norræna menningarhátíð á Spáni, þar sem Jóhann var meðal skálda sem lásu úr verk- „Landslagsmálari sálar og jarðar“ Jóhann José Antonio Hjálmarsson Femández Romero um sínum. f ritinu, sem er mikið vöxtum, eru 260 ís- lensk ljóð, þar á meðal mörg eftir Jóhann. Þá kom út um líkt leyti önnur bók, 101 poemas nórdicos, þar sem Jóhann var einnig kynntur. Allar þýðingarnar úr íslensku í bókunum tveimur eru eftir Femández Romero og fékk hann æðstu þýðingarverð- laun spænska ríkisins fyrir hlut sinn í Poesía Nórdica. Poesía Nórdica greiddi götuna Bækurnar, einkum Poesía Nórdica, vöktu at- hygli á Spáni en í hópi þeirra sem luku lofsorði á verkið var Nóbelsskáldið Camilo José Cela. Gerði hann það í heilsíðu- grein í spænska dagblaðinu ABC. Upp frá því ákváðu Javier Tenfas og Raúl Herrero, sem rit- stýra ljóðabókafíokknum hjá Colección E1 último, að ráðast í útgáfu Antología de Jóhann Hjálmarsson. Þýðandinn, Femández Romero, er dósent í spænskum málvisindum við hugvísindadeild háskólans í Vigo í Galesíu. Hef- ur hann dvalist á íslandi og þýð- ir úr íslensku. Lýsir Jóhann hon- um sem góðum íslenskumanni sem sé vel að sér í fornum bók- menntum og nýjum. Næsta bók eftir íslending sem kemur út í spænskri þýðingu Fernández Romero verður að óbreyttu Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Jóhann kveðst ágætlega sátt- ur við val Fernández Romero á ljóðum í bókina, þó sjálfur hefði hann kannski hagað valinu með öðmm hætti. „Þegar ég fór að skoða bókina komst ég að raun um að þ'óð, þar sem hin suðrænu tengsl mín eru áberandi, eru fyrirferðar- mikil. Nefni ég tilvistar- heimspeki Alberts Camus. Þá hafa alþjóðleg efni í ljóðum mínum augljóslega höfðað til hans og súrreal- isminn, sem var og er mjög áhrifamikill í skáld- skap og listum á Spáni. Hann snerti mig á sínum tíma eins og sjá má í sum- um bóka minna,“ segir Jóhann sem margoft hefur dvalist í Suðurlöndum, aðallega á Spáni, allt frá árinu 1959. Hefur liann um langt árabil þýtt bók- menntir spænskumælandi þjóða á íslensku, svo sem verk Federicos García Lorca og Oct- avios Paz. Söngvari hversdagslífsins í inngangi að bókinni fjallar þýðandinn um Jóhann Iljálmars- son og skáldskap hans. Þar kall- ar hann Jóhann söngvara hvers- dagslífsins, skáldskapur hans sé alls staðar og í öllum hlutum. „Jóhann Hjálmarsson er lands- lagsmálari sálar og jarðar.“ Myndskreytingar í bókinni eru eftir Alfreð Flóka, en þær hafa áður birst í islenskum út- gáfum bóka Jóhanns. Segir skáldið það við hæfi að verk Al- freðs Flóka prýði bókina, því á þessu ári eru sextíu ár liðin frá fæðingu hans. „Þá er Zaragoza fæðingarborg málarans mikla, Goya, en Flóki hafði einmitt dálæti á honum. Það má því segja að þarna hittist þeir loks, Goya og Flóki, og Zaragoza- menn fá tækifæri til að kynnast list þess síðarnefnda í einhverj- um mæli.“ Það sætir alltaf tíðindum þeg- ar íslensk ljóð eru þýdd á er- lenda tungu, en verk Jóhanns Hjálmarssonar munu senn koma mönnum fyrir sjónir á fleiri tungum en spænsku. Þannig er verið að gefa út úrval ljóða ís- lenskra skálda á kínversku, en þar á hann nokkur Ijóð. Jóhann á einnig ljóð í ljóðasafni eftir ís- lenska höfunda sem senn kemur út í Búlgaríu, auk þess sem verið er að þýða eftir hann ljóð sem munu birtast í tímaritum á Ítalíu og í Litháen. Þá er væntanlegt Ijóðasafn eftir hann í Noregi á næsta ári og í Finnlandi er jafn- framt verið að þýða verk hans. Við þetta má svo bæta að senn kemur út ritlingur á vegum þýðingarstofnunarinnar í Tar- azona á Spáni sem hafa mun meðal annars að geyma fimmtán ljóð Jóhanns. Henni veitir for- stöðu Francisco J. Uriz, sem var aðalritstjóri Poesía Nórdica og er víðkunnur og áhrifamikill bókmenntamaður og skáld. Var hann meðal þeirra sem hvöttu til útgáfu ljóðasafns Jóhanns á Spáni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.