Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 37 „Eg læt ekkert trufla mig við ritstörfín44 IRINA von Martens fæddist med Downs-heilkenni og læknar töldu að hún myndi aldrei geta lært að lesa og skrifa. Nú er hún 34 ára, hefur lesið allar bækur Astridar Lindgren og skrifað sína eigin bók „Irinas bok - Ronjas nya liv“. Bókin var gefin út 1994 og naut strax mikilla vinsælda og var sett upp sem leikrit í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Bókin er mjög ljóðræn og falleg; full af óvenjulegu mynd- máli og undarlegri orðanotkun svo hún minnir helst á meistaraverk módernismans. Raunveruleiki og ímyndun skarast hvað eftir annað og inn í söguna um Ronju, Birki, Emil og aðrar sögupersónur úr skáldaheimi Astridar Lindgren fléttast hugrenningar Irinu sjálfrar; vangaveltur um það hvort hún eigi að þvo gleraugun sín með sápu eða ekki og hvort hljóti ekki að vera erfitt að ala ókunnugt barn. Við lestur bókarinnar þarf maður að hafa sig allan við að ruglast ekki í rýminu þar sem sögupersónurnar eru ýmist raunverulegar eða ímyndaðar, dánar eða lifandi, end- urfæddar eða andar; stundum þær sjálfar og stundum í dulargervi. En ef maður sleppir hendinni af sínum kreddufulla raunveruleika og lætur berast inn í heim skáldsögunnar verður allt í lagi. Þegar ég bað um viðtal við Irinu, sagði pabbi hennar að hún neitaði yfirleitt viðtölum vegna tíma- skorts. Sænska sjónvarpið og stærsta dagblað Svía fengu til dæm- is ekki að tala við hana. „Ég læt ekkert trufla mig við ritstörfin," segir hún ákveðin. En þar sem hún er að fara til íslands til að fylgjast med uppsetningu leikritsins Nýja lífið hennar Irinu og er forvitin um allt íslenskt, gerði hún undantekn- ingu. Ég fer til Kyrkslátt, smábæjar í Finnlandi og hitti hana á elliheimil- inu, þar sem hún vinnur fyrir hádegi við að vaska upp. Svo göng- um við í gegnum þorpið heim til hennar. Hún býður mér inn og sýn- ir mér stolt sína eigin íbúð. Hér hef- ur hún búið einsömul í átta ár. A veggnum fyrir ofan rúmið eru myndir af „Ungu Klöru“ og Jesú Kristi og á skrifborðinu ritvél og nokkrar bækur. „Ég byrja á því að skrá dagsetn- inguna og hef svo algjöra þögn í kringum mig í tvo tíma meðan ég skrifa fimm til sex síður. Læt svo pabba fá bunkann, um þrjátíu síður, á laugardögum og bið hann um að lesa yfir,“ segir hún. Pabbi hennar, Paul von Martens, sem sjálfur er þekktur ritöfundur, lætur textann sjálfan ósnertan en skikkar hann svolítið til og bætir við punktum. „Henni er ekkert vel við að nota punkta“, segir hann, „en er ekki eins í nöp við kommurnar." Þau feðgin þjarka um tungumálið og það er auðheyrt, hversu vænt þeim þykir um það. Nokkrir kaflar í bókinni hennar fjalla um sænsk- una sjálfa eins og hun sé hlý og góð móðir. Kannski verður tilfinningin fyrir móðurmálinu sterkari vegna þess að þau búa í öðru málsamfélagi, eru sænskumælandi Finnar. Og kannski er skynjun Irinu á hinu svokallaða eðlilega lífi á borð við að keyra bíl og ala upp börn á sama hátt sterkari, þar sem hun sér það úr fjarlægð; getur sjálf ekki eignast börn eða keyrt bíl. Við setjumst við eldhúsborðið og móðurlega hellir hún appelsíni jafnt í glös handa okkur. Ég spyr hana um bókina, hvemig hún hafi orðið til. „Ronja kom oft til mín þegar ég var að sofna og hjálpaði mér að Nýjar bækur • ÍSLENSK málsaga og textafræði. Rit Stofnunar Sig- urðar Nordals 3. Bókin er 152 bls. og hefur að geyma ellefu fyrirlestra sem fluttir voru á alþjóðlegri ráðstefnu í Norræna húsinu dag- ana 14. og 15. september 1996. Ráð- stefnan var haldin til að minnast tíu ára afmælis stofnunarinn- ar.. ÚlfarBragason Þeir sem eiga errndi í bókinni eru Anatoly Libermann prófessor í Minneapolis, Britta Olrik Frederiksen lektor í Kaup- mannahöfn, Emst Walter pró- fesssor emeritus í Greifswald, Guðrún Þórhallsdóttir lektor, Halldór Armann Sigurðsson prófessor, Jón G. Friðjónsson prófessor, Magnus Rindal pró- fessor í Ósló, Odd Einar Haugen prófessor í Björgvin, Oskar Bandle prófessor emeritus í Zúrich, Svavar Sigmundsson dó- sent og Veturliði Öskarsson lekt- or í Uppsölum. Fjalla fyrirlestr- amir um heimildir málsögu, málsögurannsóknir og texta- fræði og ritun málsögu. Stofnun Sigurðar Nordals gef- ur út Ritstjóri bókarinnar er Úlfar Bragason. Hún er sú þriðja í flokki rita Stofnunar Sig- urðar Nordals. Utgáfuþjónustan Skerpla sá um umbrot Valur Skarphéðinsson hannaði kápu. Steindörsprent-Gutenberg ehf. prentaði. Hið ísíenska bók- menntafélag annast dreifingu. Bókin kostar kr. 1.900. aðalhlutverk í þínum heimi?“ spyr ég. „Nei, Ronja og Birkir verða alltaf vinir mínir og leika þar med stórt hlutverk í verkum mínum áfram. Emil er sniðugur strákur en bara sögupersóna greyið og enginn sérstakur vinur minn, ég veit ekki hvort hann verður með áfram.“ Hvaða persónu þykir þér vænst um?“ „Mömmu Ronju, Lenu. í bók- inni, sem ég er að skrifa núna er hún orðin að Mörtu, konunni sem var yfirmaður minn í eldhúsinu á elliheimilinu. Lena er með ljóst hár en Marta dökkt en þær eru samt eins. Og þær eiga skilið að vera alltaf aðalpersónur vegna þess að þær hafa gular hugsanir og góð hjörtu," segir hún alvarleg. „Samt er ég í rauninni alltaf aðalpersónan vegna þess að ég er inni í bókinni og ákveð hver fær að.vera með og hver ekki“. „Lína Langsokkur er stund- um svolítið einmana og útundan í síðustu bók,“ segi ég, „varst það þú sem vildir ekki leyfa henni að vera með?“ „Nei, það er aldrei neinn útundan í mínum bókum - nema kannski ég, og ég er einmitt Lína,“ segir hún og hlær. „Það er aldrei neinn útundan í mínum bókum.“ Það er að koma sumar og þá byrjar hún að mála, auk þess að skrifa. Leikur síð- an með leikfélagi fatlaðra. Tekur hún sér aldrei frí? „Ég skil ekki spuminguna," segir hún undr- andi, „frí frá hverju?" En alla vega ætlar hún að fara í skemmtiferð til Islands. „Ég býð frænda mínum með, er búin að leggja fýrir pening- ana, sem ég fékk fyrir bókina." „Talandi um að setja hér punkt aft- an við viðtalið,“ segi ég, „af hverju er þér svona illa við að setja punkta í bækumar þínar?“ „Mér er ekkert sérstaklega illa við það,“ segir hún kímin, „það em bara þessi vandræði med Ronju, hún vill aldrei setja punkt!“ hugsa. Hún kom yfir andlit- ið á mér og bjó mér til drauma,“ segir hún og sýnir með höndunum hvemig andinn kom yfir hana. „I gær kom gula herbergið yf- ir andlitið á mér og í því var leikkonan sem lék Ronju, Thorell, og hún hjálpaði mér að sofna“. „Er Ronja sjálf þá hætt að koma?“ spyr ég. „Nei, ertu ekki búin að sjá leikritið? Thorell er Ronja!“ Ég spyr hana, hvað hún sé að skrifa núna. „Nýja bókin heitir „Irina áður en hún deyr“ og fjallar um Ir- inu Thorell, dóttur leikkon- unnar, sem lék Ronju. Og sú dóttir er einmitt rithöfund- ur! Hún er að bíða eftir að mamma hennar svari bréf- inu, sem hún sendi henni,“ segir hún dapurlega, en dettur síððan snjallræði í hug. „Thorell les örugglega Morgunblaðið, þegar hún kemur til íslands, svo þú gætir skrifað í viðtalið að hún eigi að senda mér bréf sem fyrst!“ Hún skrifar mörg bréf. „Ég skrif- aði Astrid Lindgren bréf og fékk kort frá henni til baka en við höfum ekkert skrifast á síðan. En mig langar mjög mikið til að ræða meira við hana.“ Reglulega skrifast hún á við Susanne Osten og leikhópinn „Ungu Klöm“. „Ég hef mikinn Morgunblaðið/Oddný Eir Ævarsdóttir IRINA von Martens með föður sínum Paul von Martens. Irina heldur á mynd, sem hún hefur málað. áhuga á að vita allt um þau vegna þess að þau em aðalpersónumar í nýju bókinni minni“, segir hún til að útskýra af hverju hún viti að tveir leikaranna séu að fara að gifta sig og sú þriðja hafi nýlega eignast dóttur. „Em þá persónumar úr heimi Astridar Lindgren hættar að leika Rumfatalagerinn Smáratorgi kynnir: Dúndur-sprengja fataefnum! A morgun föstudag, 22 maí kl. 10.00, hefst dúndur tilboðsveisla á alls konar tískuefnum og öðrum efnum í fatnað. Athugið að þessi tilboðsveisla er aðeins í Rúmfatalagernum við Smáratorg í Kópavogi og stendur aðeins út mánuðinn. Aðeins fjögur verð: 99,- / 399,- / 690,- og 990,- pr. m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.