Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 39
1= MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 39 LISTIR BJARNI Jónsson Iistmálari hefur um árabil fengist við að gera myndir sem lýsa lífi og störfum forfeðra okkar til sjós og lands. OIÍU- Og vatnslita- myndir í Eden BJARNI Jónsson listmálari hefur opnað sýningu á litlum olíu- og vatnslitamyndum í Eden í Hveragerði. Hann hefur um árabil fengist við að gera myndir sem lýsa lífl og störfum forfeðra okkar til sjós og iands og frætt skólabörn víða um land, þar sem hann hefur verið með sýningar um hvernig fólkið lifði fyrrum. Þetta er sölusýning sem stendur frá 18. maí til 1. júní. www.mbl.is Árlegt kóramót eldri borgara HIÐ árlega kóramót eldri borgara að þessu sinni verður haldið í Tónlistarsal Varmár- skóla í Mosfellsbæ, sunnudag- inn 24. maí og hefst það kl. 17. Þátttakendur eru kórar frá Akranesi, Selfossi, Hafnarf- irði, Reykjanesbæ og Mosfells- bæ. Kórarnir á Selfossi, Akra- nesi og Reykjanesbæ eru þeg- ar búnir að halda mót síðast- liðin þrjú ár og nú er komið að Mosfellsbæ og svo væntanlega Hafnarfirði 1999. Tónlistarsalurinn í Vai-már- skóla er nýbyggður og hefur nú þegar verið nýttur mikið til tónlistarhalds enda öll aðstaða góð, stórt svið, sæti fyrir á þriðja hundrað manns og hljómburður talinn góður. Aðgangseyrir er 500 kr. Galdur og hamskipti Morgunblaðið/Þorkell ÖLL atriðin einkennast af fjörugu ímyndunarafli, einstakri útsjónar- semi og sköpunargleði, segir m.a. í umsögninni. LEIKLIST Þjóðleikhúsið LE CERCLE INVISIBLE Höfundar og flytjendur: Victoria Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée. Lýsing: Laura de Bernardis. Leik- mynd og búningar: Ilaria Innocenti og Olivier Ernoult. Hljóð og búnaður: Gianni Cosentino. Störa sviðið, þriðjudaginn 19. maí. HJÓNIN Victoria Chaplin og Je- an-Baptiste Thieirée hafa í tæpa þrjá áratugi unnið saman að sirkussýningum, í upphafi í sam- starfi við fjölda listamanna en nú ferðast þau um heiminn með sinn tveggja manna sirkus sem þau kalla Ósýnilega hringinn og eru hingað komin í boði Listahátíðar. Fyrsta sýning þeirra var á stóra sviði Þjóð- leikhússins síðastliðið þriðju- dagskvöld og mun sú sýning vafa- laust lifa lengi í minni ánægðra áhorfenda. Hér er þó enginn „venju- legur“ sirkus á ferð. Sýningunni í heild er betur lýst sem listgjörningi þar sem saman fara atriði sem ein- kennast af ljóðrænum leikspuna - þar sem húmorinn er oftar en ekki í forgrunni - í bland við einföld trúðs- atriði og aðrar hefðbundnar sirku- slistir, svo sem töfrabrögð, loftfím- leika og línudans. Öll atriðin ein- kennast af fjörugu ímyndunarafli, einstakri útsjónarsemi og sköpunar- gleði. Sýningin byggist að miklu leyti upp á andstæðum og á það bæði við um umgjörð, efni og flutning atriða. Þannig skiptast þau Victoria og Je- an-Baptiste á að koma fram, nema í þeim fáu atriðum þar sem þau leika listir sínar saman, og eru þau í mjög ólíkum hlutverkum. Hann er trúður- inn, með frosið bros á andlitinu, og fremur trúðslæti og galdrabrögð til skiptis. Áhersla er lögð á einfald- leika og skop, oft eru brögðin „af- hjúpuð“ eða ganga jafnvel ekki upp. Mismunandi var hversu atriði Jean- Baptiste náðu að fanga hugann, eftirminnileg- ust eru kannski örstutt atriði þar sem brugðið var upp fáránlegum aðstæðum og mikið var hægt að hlæja að flutningi hans ásamt óvenjulegum „leikbrúðum" á þekktri óperuaríu. Hlutur Victoriu í sýningunni er gjörólíkur hlut eiginmanns hennar. Hún fremur list sem er nautn að upplifa en erfítt að lýsa. Atriði henn- ar byggjast á hárnákvæmri líkams- beitingu (sem hún hefur ótrúlegt vald á) og mikilli hugkvæmni í notk- un á búningum og „fvlgihlutum", sem hún hannar og býr til sjálf. Lyk- ilorðið í listgjörningi Victoriu er um- breyting og það er göldrum líkast hvernig hún tekur hamskiptum á sviðinu. Líkamann virðist Victoria geta sveigt og beygt á alla kanta, jafnvel látið hann hverfa, ef svo ber undh'. Hún býr yfir tækni sem mað- ur á fremur von á að sjá hjá þrautþjálfuðum, liðug- um unglingi en konu sem komin er fast að fimmtugu! Andstætt gáska og gríni Jean- Baptiste einkenndust atriði Victoriu af Ijóðrænu og angurværð, sem kannski er dálítið í ætt við list föður hennar, Charlie Chaplins. Ljóst er að hún hefur hlotið vænan skammt af hæfileikum hans í arf. Þau Victoria og Jean-Baptiste áttu hug og hjarta áhorfenda sinna á þessari sýningu og þeir sem hafa tryggt sér miða á aðrar sýningar Ósýnilega hringsins geta farið að hlakka til. Hinir verða að sitja eftir með sárt ennið, þvi það ku vera upp- selt á allar sýningar. Soffía Auður Birgisdóttir SHAPE SHAPE COSMO TWIST REGGAE w MS/£t0 cco l^ oö A&O' ...þá gengur þér betur í góðum skóm Gangur lífsins r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.