Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 43 Davíð Art Sigurðsson barítonsöngvari þreytir frumraun sína „Tek bara eitt skref í einu“ DAVÍÐ Art Sigurðsson barítonsöngvari heldur sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi í Norræna húsinu laugardaginn 23. maí kl. 16. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Á efnisskrá eru aríur eftir Moz- art, Wagner og Gershwin og lög eftir Schubert, Tosti og Rogers og Hammerstein, auk íslenskra sönglaga. Davíð hóf söngnám við Tónlistarskólann í Garðabæ 1990, undir leiðsögn Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur, en þaðan lá leið hans til Bandaríkjanna, þar sem hann nam á ár- unum 1991-94 söng við Indiana University í Bloomington og Brigham Young Uni- versity í Utah. Meðal kennara hans í fyrr- nefnda skólanum var hinn kunni bassa- söngvari Georgio Tozzi. Davíð hefur sótt einkatíma víða erlendis en frá janúar 1997 hefur söngkonan Lia Frey-Rabine verið kennari hans. Gæti vel hugsað sér að halda áfram á braut barftonsöngvarans Davíð hóf feril sinn sem tenórsöngvari en í samráði við Frey-Rabine skipti hann yfir í baríton. „Raddsvið mitt er mjög breitt og hugmyndin á bak við þessa breytingu var að sjá hvemig röddin kæmi til með að þroskast. Eg er hins vegar mjög ánægður með það sem ég er að gera núna, finn mig mjög vel, og gæti vel hugsað mér að halda áfram á braut barítonsöngvarans. Annars kemur röddin örugglega til með að segja til þegar hún hefur náð fullum þroska,“ segir Davíð. Hann kveðst hafa búið sig af kappi undir tónleikana og hlakkar til að fá tækifæri til að Morgunblaðið/Kristinn DAVIÐ Art Sigurðsson barítonsöngvari kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu á laugardaginn kemur. syngja hér heima. „Samt er skrekkur í mér. Það er erfitt að syngja á íslandi, maður þekk- ir svo marga og þótt ég hafi fundið fyrir hlýju hef ég jafnframt fundið fyrir ákveðnum vænt- ingum. Undir þeim kringumstæðum er maður aOtaf hræddur um að valda einhverjum von- brigðum. Annars þýðir ekkert að fást um það - maður hugsar bara um að gera sitt besta.“ Eðlilegt að gera kröfur til íslenskra söngvara Islendingar eru þekktir fyrir að gera mikl- ar kröfur til söngfólks síns. Telur Davíð að kröfumar séu jafnvel orðnar of miklar? „Nei, fólk á að gera kröfur. Það er eðlilegt. Það má aftur á móti ekki gleyma því að söngvarar em fyrst og síðast mannlegir." Davíð líkir ferli sínum á þessu stigi við opna bók. Hann býr nú hér heima en hefur með haustinu hug á að leita hófanna um at- vinnu erlendis. „Á það ber að líta að ég er með konu og þrjú börn og fyrsta skylda mín er og verður að sjá fjölskyldunni farborða. Eg mun hins vegar reyna að þjóna hinni konunni í lífi mínu, listagyðjunni, líka en draumurinn er auðvitað að geta dregið fram lífið sem söngvari. Ég geri því ráð fyrir að fara utan í haust til að búa mig undir að syngja fyrir umboðsmenn og ópemhús í Þýskalandi og jafnvel víðar. í þessu fagi, sem öðmm, gildir hins vegar sú gullna regla að taka bara eitt skref í einu.“ Listræn sólar- landaferð var gabb London. The Daily Telegraph. ÞAULSKIPULAGT gabb þrettán breskra listaskólanema hefur hrundið af stað deilum um hvað sé list, auk þess sem menn sitja uppi ringlaðir, reiðir og sárir vegna uppátækis nemanna. Þeir fengu 1.600 punda styrk, sem nemur um 195.000 kr. ísi., til að setja upp listsýningu. Kváðust hafa notað hann til að bregða sér í vikuferð til Costa del Sol og fullyrtu að um væri að ræða hug- myndalist. Það vakti gífurlega reiði og stóð til að krefja nemana um endurgreiðslu. í Ijós hefur komið að allt var þetta gabb. Nemendurnir, sem eru á þriðja ári í listadeild háskólans, sögðu ferðina hafa verið „ögrun við við- teknar hugmyndir fólks um Iist“ og að henni hafi verið ætlað að vekja umræður um hvort einhver takmörk væru fyrir því hvað teldist vera list. Nemendurnir þrettán héldu sýningu, sem þeir kölluðu „Á ferð og flugi“. Urðu gestir á opn- unarkvöldinu furðu slegnir er kona í flugfreyjubúningi tók á móti þeim undir dunandi fla- mengótónlist en eini hluturinn á sýningunni var stór skál með sangría-drykk. Ekki minnkaði undrun gest- anna er þeir voru drifnir upp í rútu og keyrðir á flugvöllinn við Leeds, þar sem þeir voru teymdir inn í komusalinn og skildir eftir á barnum. Skömmu síðar horfðu gestimir á listaskólanemana þrettán þramma sólbrúna og sæl- lega í gegnum tollinn, að því er virtist eftir velheppnaða sólar- landaferð. Nemarnir slógust í hóp opnunargesta, skelltu sér á barinn og drakk hópurinn fyrir sem svarar til 220.000 kr. ísl. á meðan hugtakið list var rætt fram og aftur. Nýttu féð vel Uppátækið vakti hins vegar litla kátínu nemendafélagsins við háskólann, sem veitti stærsta styrkinn til sýningarinnar og stóð til að krefja nemanna um endurgreiðslu. Talsmanni háskólans fannst hins vegar nokkuð til koma, sérstaklega í ljósi þess hve vel nemendurnir hefðu nýtt féð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.