Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 46

Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ fHOTguitÞliifrlft STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRl RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ OG KOSNIN G AB ARÁTT AN Leikskólamál í Reykjavík og nágrenni Foreldrar fá valkost eða tryggingu IMORGUNBLAÐINU í dag birtist grein eftir Bryndísi Hlöðversdóttur, einn af alþingismönnum Alþýðubandalags- ins, sem sýnir svo ekki verður um villzt, að þingmaðurinn skilur ekki um hvað fjölmiðlun nútímans snýst. I grein þessari fjallar Bryndís Hlöðversdóttir m.a. um Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins sl. sunnudag og segir: „... hafi einhver trúað því, að Morgunblaðið væri blað allra landsmanna, þá afsannast það svo sannarlega við lestur umrædds Reykjavíkurbréfs ... I Reykja- víkurbréfí ... gengur svo Morgunblaðið til liðs við áróðursöfl Sjálfstæðisflokksins og í þetta sinn algerlega grímulaust ... Morgunblaðið, sem hefur í seinni tíð reynt að selja þá hug- mynd, að það sé blað allra landsmanna, sýnir það svo ekki verð- ur um villzt í þessu Reykjavíkurbréfí, að svo er ekki.“ Grein eða greinar af þessu tagi hafa birzt hér í blaðinu frá einhverjum stjórnmálamanni á vinstri kantinum fyrir flestar ef | ekki allar kosningar á þessum áratug. Nokkrum dögum fyrir ' kosningar er því alltaf haldið fram í þessum greinum, að nú hafí Morgunblaðið kastað grímunni og sýnt sitt rétta andlit. Morgunblaðið er og hefur verið um langt árabil sjálfstætt dagblað, sem er ekki í neinum tengslum við stjórnmálaflokk og tekur sjálfstæða afstöðu til þeirra mála, sem eru á döfinni hverju sinni. Hlutverk þess er margþætt. Einn veigamesti þátt- ur í starfsemi blaðsins er fréttaþjónusta. Enginn stjórn- málamaður getur haldið því fram með nokkrum rökum, að fréttir blaðsins séu litaðar af þeim skoðunum, sem birtast í rit- stjórnargreinum. I þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yf- ir, hefur enginn af talsmönnum Reykjavíkurlistans borið við að halda slíku fram enda væri ekki hægt að finna þeim orðum stað. Þeir sem helzt hafa haldið upp slíkum áróðri gegn Morg- unblaðinu á undanförnum árum eru talsmenn útgerðarmanna, sem hafa ekki þolað afstöðu blaðsins til kvótakerfísins og kröfu þess um að veiðileyfagjald yrði tekið upp. Annar veigamikill þáttur í útgáfu Morgunblaðsins er að blaðið er fyrir löngu orðið vettvangur fyrir skoðanaskipti landsmanna allra, hvar í flokki sem þeir standa, hvort sem er fyrir kosningar eða á milli kosninga. Enginn stjórnmálamaður eða yfírleitt nokkur annar hefur haldið því fram, að Morgun- blaðið mismuni fólki eftir stjórnmálaskoðunum við birtingu slíkra greina. Sem vettvangur skoðanaskipta fólks er Morgun- blaðið svo sannarlega blað allra landsmanna, sem Bryndís Hlöðversdóttir efast um að það sé. Enn annar veigamikill þáttur í útgáfu Morgunblaðsins er umfjöllun blaðsins sjálfs um þjóðfélagsmál. Þeirri umfjöllun má skipta í tvennt. Annars vegar fréttaskýringar og úttektir blaða- manna, sem skrifaðar eru undir nafni og taka ekkert mið af þjóðmálastefnu blaðsins en er fyrst og fremst ætlað að miðla . upplýsingum, sem lesendur geta dregið sínar eigin ályktanir af. Hins vegar er stefnumörkun blaðsins sjálfs, sem lýsir skoðun- um sínum í ritstjórnargreinum, þ.e. forystugreinum dag hvern og í Reykjavíkurbréfí á sunnudögum. Það er grundvallarmisskilningur, sem skýtur aftur og aftur upp kollinum hjá vinstri mönnum, að með því að reka faglega fréttaþjónustu og að vera opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti landsmanna hafí Morgunblaðið lýst yfir hlutleysi í þjóðmála- baráttu samtímans. Þvert á móti. Blaðið hefur jafn ákveðnar skoðanir og áður og lýsir þeim. Blaðið tekur afstöðu með og móti mönnum og málefnum, eftir því sem við á hverju sinni. Þessi stefnumörkun Morgunblaðsins fer hins vegar eingöngu fram í ritstjórnargreinum og hefur engin áhrif á aðra þætti í útgáfu blaðsins. M.ö.o. áskilur Morgunblaðið sér rétt til að lýsa sínum skoðunum alveg með sama hætti og Bryndís Hlöðversdóttir og hvaða einstaklingur sem er hafa rétt til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þess vegna er umfjöllun í Reykjavík- urbréfí um borgarstjórnarkosningar ekki til marks um, að Morgunblaðið hafi kastað einhverri grímu heldur er hún þáttur í sjálfsagðri umfjöllun blaðsins um mikilvægar kosningar, sem framundan eru. Þótt Bryndís Hlöðversdóttir kunni ekki að meta afstöðu Morgunblaðsins til borgarstjórnarkosninganna kann vel að vera, að þingmaðurinn eigi samleið með blaðinu á öðrum sviðum eins og t.d. í fískveiðistjórnunarmálum. En Morgunblaðið fagnaði einmitt frumkvæði Alþýðubandalagsins fyrr í vetur í þeim efnum. Það er mikilvægt fyrir umræðurnar í þjóðfélaginu, að hér séu til dagblöð, sem hafí skoðanir og lýsi þeim en greini ræki- lega á milli fréttaflutnings og annarra þátta í starfsemi sinni og þeirrar stefnumörkunar, sem fram fer í ritstjórnargreinum. Asakanir af því tagi, sem Bryndís Hlöðversdóttir hefur uppi á hendur Morgunblaðinu eru bæði gamaldags og þar að auki hef- ur þingmaðurinn ekki nokkur efnisleg rök fyrir sínu máli. Ólíkar áherslur eru í stefnu stærstu flokk- anna í leikskólamálum í Reykjavík. Báðir flokkar leggja mikla áherslu á fjölskyldumál en hafa mismunandi hugmyndir um hvernig foreldrar geti eytt meiri tíma með börnum sínum á næsta kjörtímabili. Þóroddur Bjarnason kynnti sér stefnu flokkanna í þessum efnum. ISTEFNUSKRÁ sinni lofar R- listinn svokallaðri dagvistar- tryggingu þar sem þeir ætla með byggingu nýrra leikskóla og öðrum úrræðum að tæma biðlista og bjóða öllum sem þess óska upp á heilsdagsdvöl fyrir börn sín. D-íisti Sjálfstæðisflokks setur dæmið öðru- vísi upp, en komist þeir í meirihluta ætla þeir að bjóða fólki upp á valkosti í þessum málaflokld. Þeir sem vilja hafa bömin á leikskóla geta gert það en þeir sem vilja dvelja heima með bömunum í lengri eða skemmri tíma eiga rétt á að fá greitt allt að 25.000 krónum með hverju bami, sem ann- ars fæm í niðurgreiðslu leikskólapláss fyrir bamið. Biðlisti eftir leikskólaplássi í Reykjavík er samkvæmt ársskýrslu 1997 um 1.600 börn en var í upphafí kjörtímabilsins um 2.400 böm. Ollum bömum 1-5 ára verður tryggð ömgg niðurgreidd dagvist samkvæmt stefnuskrá R-listans og ætlar listinn einnig að beita sér fyrir því að fæðingarorlof verði lengt þannig að foreldrar geti verið heima hjá böm- um sínum fyrsta árið. Fyrirhuguð er bygging 5-7 leikskóla á næsta kjörtímabili og munu þeir leikskólar ásamt öðrum lausnum verða til þess að losa biðlist- ann. Mest er þörfín á plássi fyrir börn yngri en tveggja ára og mest plássþörf í einstökum hverfum er í Grafarvogi og í Árbæ/Selási. Hvert leikskólapláss er nú niður- greitt um 30.000 krónur á mánuði. Jafnvel ódýrara „Sjálfstæðismenn vilja bjóða for- eldrum valkost í umönnun barna sinna,“ segir Guðrún Pétursdóttir, níundi maður á lista sjálfstæðis- manna í Reykjavík. „Okkar stefna er að bjóða fólki að setja böm sín á leikskóla eða notfæra sér aðra möguleika, og þar er átt við fólk með böm allt niður í 6 mánaða gömul en í dag býður borgin engin úrræði fyrir börn á þeim aldri,“ segir Guðrún. Með þessu segja sjálf- stæðismenn að náist fram sparnaður, ekki síst í byggingarkostnaði. Hafa verði í huga að leikskólarými séu dýr- ari fyrir yngri böm en þau eldri. Einnig ætlar D-listinn að fjölga fag- menntuðum starfsmönnum inni á leikskólunum og stórbæta endur- menntun allra starfsmanna að sögn Guðrúnar. „Fólk virðist eiga erfitt með að trúa að fjölskyldugreiðslumar geti orðið að vemleika, en þetta er dæmi sem gengur upp og er ekki dýrara en það sem fyrir hendi er. Til lengri tíma getur þessi kostur jafnvel verið ódýrari fyrir borgarsjóð ef eitthvað er,“ segir Guðrún. Guðrún tekur dæmi um hvemig fjölskyldugreiðslurnar geti komið út: „Leikskólagjald fyrir barn er 18.750 kr. og fjölskyldugreiðsla fyrir hvert bam er 25.000. Ef tvö böm em heima eru þetta því tæpar 90.000 krónur á mánuði.“ Heildarkostnaður við leikskólavist fyrir hvert bam í Reykjavík, ef talinn er með byggingarkostnaður og niður- greiðsla, er um 1,5-2 milljónir króna segir Guðrún. „Okkar reikningsdæmi gengur út á það að ef fólk nýtir sér þann kost að vera með börnin heima í einhverjum mæli minnkar þörfín á nýbyggingum. Talin er þörf á að byggja fyrir allt að 3 milljarða ef hug- myndir sitjandi meirihluta um leikskólapláss fyrir alla ná fram að ganga. Peningana sem hefðu farið í nýbyggingar má nota í fjölskyldu- greiðslurnar.“ Auka þarf námsframboð starfs- fólks leikskóla Guðrún nefnir einnig að hjón sem vilja skipta á milli sín deginum heima hjá bami sínu geti gert svo og verið bæði í hlutastarfi. „Til þess þarf að hvetja atvinnurekendur, að veita fólki meiri sveigjanleika í vinnutíma. Reykjavíkurborg getur riðið á vaðið með sína 9.000 starfsmenn og sýnt gott fordæmi. Það gæti birst í fleiru heldur en sveigjanlegum daglegum vinnutíma. Starfsfólk gæti fengið að minnka starfshlutfall sitt tímabundið á meðan bömin em ung, en farið svo í fullt starf aftur þegar það hentar fjöl- skyldunni. Reykjavíkurborg þarf að taka upp virka fjölskyldustefnu fyrir sína eigin starfsmenn. Það verður gott fordæmi fyrir aðra atvinnurek- endur.“ Annar málaflokkur, sem er mjög brýnn, að sögn Guðrúnar, er mennt- unarmál leikskólakennara eða ann- arra starfsmanna leikskóla. „Það er mjög mikill skortur á fag- menntuðu starfsfólki á leikskólum borgarinnar. Úr þessu verður að bæta, og þar skipta launakjörin auðvitað máli. Það þarf að laða fleira fólk til náms í Fósturskólanum, bæði karla og konur. Þessi lausn tekur tíma. Jafnframt verður því að huga að námsframboði fyrir þá sem þegar starfa á leikskólunum með því að bjóða sérhæfð námskeið í miklum mæli og gera starfsfólkinu kleift að sækja þau,“ segir Guðrún að lokum. Stór stökk Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna í Reykjavík, segir tölur um aukningu dvalar- stunda á leikskólum borið saman við fjölda barna á leikskólum frá 1993 segja ákveðna sögu í þróun leikskólaplássa. „Árið 1993 varð mikil aukning á dvalarstundum. Komu þar til kjarasamningar leikskólakennara og nýir leikskólar. Árið 1993 eru dvalarstundir 26.329 og börn á leikskóla eru 4.558 en árið 1997 eru dvalarstundir komnar upp í 37.442, talan búin að fara í stórum stökkum ár frá ári eftir hægfara breytingar árin á undan, og böm á leikskólum orðin 5.546,“ segir Bergur. Dvalarstundum hefur fjölgað meira en börnum á leikskóla, sem skýrist af aukinni heilsdagsdvöl á skólunum. Sex nýir leikskólar hafa verið byggðir að sögn Bergs og byggt hefur verið við fimmtán deildir og samsvarar það byggingu fimm þriggja deilda leikskóla. Að auki hef- ur nokkrum skóladagheimilum verið breytt í leikskóla. „Það eru í raun til pláss fyrir öll börn 2-5 ára. Það á í raun bara eftir að byggja yfir eins árs bömin. Ég tel að foreldrar um 50% þeirra vilji setja börn sín á leikskóla og það þýðir 800 pláss, sem þýðir þá að þörf væri fyrir byggingu 7-8 leikskóla til að fullnægja þörfinni.“ Fimm til sjö leikskólar byggðir Á kjörtímabilinu hafa dagvistarmál batnað verulega að mati Árna Þórs Sigurðssonar, borgarfulltrúa R-list- ans, sem skipar 10. sæti á lista flokksins í ár. Biðlistar hafa minnkað og munu fara nálægt því að hverfa á komandi kjörtímabili, segir Árni. Hann segir að það muni takast bæði með byggingu 5-7 leikskóla eða ígild- um nýrra leikskóla á næsta kjörtíma- bili. Það segir Árni að eigi að kosta um 700 milljónir en til samanburðar má geta þess að á þessu kjörtímabili hefur verið eytt 1,5 milljörðum í viðbótarleikskólapláss. „Mest þörf er á að bæta úr ástand- inu fyrir eins árs gömul börn, en börn yfir tveggja ára eru flest með leikskólapláss," segir Árni. í ársskýrslu kemur fram að um 1.600 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Þar af eru 200 eldri en tveggja ára. 700 eru eins til tveggja ára og 700 á aldrinum sex mánaða til eins árs. í leikskólum borgarinnar eru 64% barna á aldrin- um 1-5 ára, 4,77% þess aldurshóps eru á einkareknum leikskólum, 1,58% á leikskólum sjúkrahúsa, 10,47% hjá dagmæðrum og utan dagvistar eru 18,67%. „Biðlistar eru dálítið sveigjanlegir og margt sem þarf að líta á. Til dæm- is eru einhver þessara bama þegar í hálfsdagsvist en jafnframt á biðlista eftir heilsdagsvist. Það má einnig segja um ung börn sem eru á einka- reknum skólum að þau eru kannski líka á biðlista hjá borginni," sagði Árni. 83,5% fímm ára barna, 90,35% 4 ára bama, 81% 3 ára, 67% tveggja ára barna og 17% ársgamalla barna em á leikskólum borgarinnar. Greiðslan fer að hluta til ríkisins Ámi hefur ýmislegt að athuga við hugmyndir sjálfstæðismanna um heimgreiðslur. Hann telur að verið sé að ýta konum inn á heimilin aftur, enda er andinn í þjóðfélaginu ekki þannig, að hans sögn, að viðbúið sé að karlar fari að dvelja heima hjá börn- um sínum í einhverjum mæli. „Ég tel að ef gefa á fjölskyldum tækifæri til að eyða meiri tíma saman þurfi að stytta vinnutíma og minnka launa- mun kynjanna. Þessar greiðslur em nokkurs konar barnabætur að mínu mati og það er hlutverk ríkisins að greiða þær. Bamabætur þarf að auka en þar þarf að koma frumkvæði frá ríkinu. Mest þörf á leikskóla- plássum fyrir eins árs gömul börn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 47 * Morgunblaðið/Porkell FRÁ opnun nýjasta leikskólans í Kópavogi, leikskólans Dals í Funalind, 11. maí síðastliðinn. Börnin sem klippa á borðann eru þau Bryngeir Ari Kristins- son, fulltrúi fyrir böm fædd árið 1993, Hildur Helga Jóhannsdóttir, fyrir börn fædd 1994, Hákon Atli Bryde, fyrir börn fædd 1995 og Ástrós Bjarkadótt- ir, fulltrúi bama fæddra árið 1996. ára. Á móti var einni af eldri deildun- um breytt úr hálfsdagsdeild í heils- dagsdeild. Alls em 275 börn í þeim þremur leikskólum sem starfræktir eru í bænum. Ásgeir Eiríksson for- stöðumaður fræðslu- og menningar- sviðs Mosfellsbæjar segir að eitthvað af bömum sé á einkareknum leikskól- um og leikskólum sjúkrahúsa. „Við greiðum 6.000 krónur með hverju þeirra bama. Til dæmis em mörg börn úr Mosfellsbæ á leikskólanum Birkibæ á Reykjalundi,“ sagði Ás- geir. f fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 2,1 milljón í niður- greiðslu dagvistar fyrir börn úr Mos- fellsbæ á einkareknum leikskólum og leikskólum sjúkrahúsa. Svipaðir biðlistar í Hafnarfirði undanfarin ár í Hafnarfirði vom samkvæmt árs- skýrslu 507 böm á biðlistum í október á síðasta ári, en sú tala hefur haldist svipuð undanfarin ár að sögn Sigurlaugar Einarsdóttur, leikskóla- fulltrúa hjá skólaskrifstofu Hafnar- fjarðarbæjar. „í dag er biðlistinn 200 böm en hann breytist mjög mikið á einu ári og ég á von á að hann verði aftur orðinn um 500 í haust.“ Bærinn hefur á tímabilinu tekið við rekstri þriggja leikskóla sem vora einka- og foreldrareknir og byggður hefur verið einn nýr skóli. Á bæjarráðsfundi í vikunni var samþykkt stækkun á leikskólanum Hörðuvöllum að sögn Sigurlaugar og 1. júlí verður opnaður leikskólinn Hraunkot, sem áður var _______________ foreldrarekinn, en hann tekur við börnum allt nið- ur í eins árs og þangað fara 120 börn. í ársyfirliti yfir leikskóla Hafnarfjarð- ar 1997 kemur fram að 30% barna, eða 507 böm, á Morgunblaðið/Ásdís LEIKSKÓLINN Hulduheimar við Vættaborgir í Grafarvogi er einn af nýjum leikskólum í borginni. í Húsahverfi í Grafarvogi er þörfin á leikskólaplássi mest og mörg dæmi eru um að þriggja ára böra fái ekki þá vist sem óskað er eftir á meðan önnur hverfi í Reykjavík geta tekið við eins árs börnum inn á sína leikskóla. Þessar greiðslur eru einnig skatt- skyldar, sem bæturnar era ekki, og því tel ég illa farið með útsvarsfé borgarbúa ef það fer aftur til ríkisins að einhverjum hluta en ekki inn í rekstur borgarinnar," sagði Ami. Ef borin er saman þörf á leikskólaplássum milli hverfa kemur í ljós að í Grafarvogi og í Árbæ/Selás- hverfi er mest þörf. Þar er enn nokkuð um að þriggja ára börn fái ekki þá vist sem óskað er eftir en á meðan fá til dæmis eins árs gömul börn í öðrum hverfum vist. Borgin styrkir einkarekna leikskóla og dagmæður auk þess að niðurgreiða gjald foreldra til dag- mæðra og segir Árni að þar hafi Reykjavíkurborg rutt brautina, enda séu önnur sveitarfélög að feta í þeirra fótspor. Vill hækka rekstrarstyrki í gær bar Árni upp tillögu í borg- arráði um hækkun á rekstrarstyrkn- um, sem nemur 2.000 krónum á hvert barn. Styrkurinn hefur farið stig- hækkandi frá því í upphafi kjörtíma- bils. „Við getum auðvitað ekki skilyrt að styrkurinn fari í að lækka gjald foreldranna. Þetta gæti líka farið í að bæta rekstrarstöðu viðkomandi leikskóla eða launakjör dagmóður til dæmis.“ Onnur úrræði í dagvistarmálum era til dæmis þjónustusamningar sem borgin gerir við foreldrarekna leikskóla eða að koma inn í rekstur og byggingu leikskóla sem samtök námsmanna standa að. Tveir slíkir eru í stúdentagörðum Háskóla ís- lands og viðræður eru að hefjast við BÍSN og byggingarsjóð námsmanna um samstarf við byggingu leikskóla í nýjum stúdentagarði þeirra. „Ég er mjög sáttur við stöðuna í þessum málum í dag, enda eru fá sveitarfélög sem geta státað af jafn góðum árangri í leikskólamálum eins og Reykjavíkurborg," segir Árni Þór. H-listi Húmanistaflokksins í Reykjavík vill ókeypis dagvistun fyrir alla og mannsæmandi laun fyrir starfsfólk á leikskólum. „Við viljum að leikskólar verði hluti af mennta- kerfinu og að næg pláss séu í boði fyrir öll böm,“ sagði Júlíus Valdi- marsson 6. maður á lista flokksins. Hann segir að menntun og heil- brigðismál séu grandvallaratriði og með forgangsröðun sé hægt að fá peninga inn í leikskólamálin, enda telji Húmanistaflokkurinn að líta eigi á þau sem hluta menntakerfisins. „Við viljum að þetta verði algjör for- gangsmál," sagði Júlíus. Sammála R-listanum Magnús Skarphéðinsson fyrsti maður á L-lista Launalista sagði að Launalistinn hefði enga stefnu í leikskólamálum. „Við eram sammála stefnu R-listans. En við það má bæta að til að leikskólamálin séu £ góðu lagi þarf fjárhagur fjölskyldunnar að vera í lagi og þar getur Reykjavíkurborg riðið á vaðið til úrbóta," sagði Magnús. í nágrannasveitarfélögunum er ástandið misjafnt. I Mosfellsbæ var byggð ein leikskóladeild á kjörtíma- bilinu. Þar er rúm fyrir 23 börn í heilsdagsvist en hún er rekin sem hálfsdagsvist fyrir 46 börn. í stefn- umörkun nýlega samþykktri er gert ráð fyrir að þegar verði hafist handa við hönnun fjögurra deilda leikskóla á svokölluðu Vestursvæði, sem er nýjasta íbúðarsvæðið í bænum. 155 börn era á biðlista eftir leikskólaplássi, þar af era 66 ekki orðin tveggja ára, en ekki er boðið upp á vist fyrir yngri börn en tveggja Starfsfólk gæti fengið að minnka starfs- hlutfall sitt tímabundið leikskólaaldri era á biðlista en 61,5% eru í leikskólunum. Síðan þá hafa pláss orðið til með fyrmefndri yfir- töku bæjarins auk þess sem börn hafa hafið skólagöngu, en árlega fara 200 krakkar úr leikskólanum inn í grannskólana. Mikil eftirspurn er eftir heilsdags- vist, en 396 böm af alls 1.034 börnum á leikskólaaldri era í heilsdagsvist að sögn Sigurlaugar. Mikil fjölgun íbúa og atvinnuupp- sveifla hafa áhrif á eftirspum Samfara mikilli íbúafjölgun í Kópa- vogi hefur spurn eftir leikskólapláss- um aukist mjög og þrátt fyrir að tveir stórir leikskólar hafi verið teknir í notkun á þessu ári, við Amarsmára og í Funalind, grynnkar lítið á biðlist- anum. Biðlisti eftir leikskólaplássi í Kópavogi er 437 börn, en hægt er að sækja um dvöl á því ári þegar börnin verða eins árs. Reglur um skráningu barna á biðlista era mismunandi eftir sveitarfélögum og taka þarf tillit til þess þegar litið er á biðlista segir Sesselja Hauksdóttir á skólaskrif- stofu Kópavogsbæjar. „Biðlistinn hefur verið svipaður ár frá ári. Nú er ekki aðeins fólksaukning á svæðinu, þar sem ungt fólk er í meirihluta, heldur er líka uppsveifla í atvinnulífinu. Þegar staðan er þannig eykst eftirspum eftir heilsdagsdvöl í leikskólum en við erum með tak- markað framboð á henni,“ segir Sess- elía. Tólf leikskólar eru reknir í Kópavogi og þar af hafa þrír verið teknir í notkun á þessu kjörtímabili. I undirbúningi er bygging leikskóla í * Núpalind og í vesturbæ Kópavogs. Nýlega var samþykkt í bæjarráði Kópavogs að hefja niðurgreiðslur til allra foreldra í sambúð í bænum vegna dagvistarkostnaðar hjá dag- maeðram. Á Seltjarnarnesi er ástandið í leikskólamálum gott að sögn Ingi- bjargar Eyfells leikskólafulltrúa bæj- arins. Nær enginn biðlisti er eftir leikskólaplássum. ,Á biðlista era örfá böm sem nýlega vora skráð hjá okk- ur og á eftir að ráðstafa. Við köllum það ekki biðlista fyrr en böm á skrá era orðin tveggja ára, því við tökum ekki yngri böm inn á leikskólann. Fólk getur byrjað að skrá böm sín árs gömul og getur síðan reiknað með * plássi frá og með hausti á því ári sem bamið verður tveggja ára,“ sagði Ingibjörg. Á Seltjarnamesi era tveir leikskól- ar starfræktir. Leikskólinn Mána- brekka er nýr, var tekinn í notkun árið 1996, en í honum sameinuðust þrír smærri leikskólar. Hinn leikskól- inn, Sólbrekka, er eldri en verið er að endurnýja hluta hans. Að sögn Ingibjargar hefur eftir- spurn eftir morgundvöl og heilsdags- dvöl aukist eftir að grunnskólinn varð . einsetinn fyrir nokkrum áram. „Það verður leyst með opnun leikskóla í sumar en hann verður deild út frá Sólbrekku. Þar er þó ekki um fram- tíðarlausn að ræða.“ Ingibjörg sagði jafnframt að í leikskólunum væri nokkuð af lausum síðdegisplássum en eftirspum væri lítil eftir þeim. „Það er lítil þensla í bænum enda svæðið orðið byggt að mestum hluta og það skýrir líka ástandið í leikskólamálum bæjarins." Umræða um að færa aldurinn neð- ar er að byrja i bænum að sögn Ingi- bjargar en hingað til hefur það ekki verið á stefnuskrá hjá yfirvöldum að færa leikskólaaldurinn niður í eins árs gömul börn. „Foreldrar era farnir að spyrja meira. Nágrannasveitarfélögin bjóða þessa þjónustu fyrir forgangshópa en hér þurfa foreldrar að leita annað eft- ir henni, til dagmæðra og jafnvel til einkarekinna skóla í Reykjavík." Leikskólaplássum í Garðabæ hefur fjölgað um fjórðung á kjörtímabilinu og framboð á heilsdagsplássum á leikskólum Garðabæjar hefur tvöfaldast að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur formanns leikskóla- nefndar Garðabæjar. Síðastliðið haust tók bærinn við rekstri leikskól- ans Sunnuhvols og fjölgaði þar leikskólaplássum um 29. Að auki tók bærinn við rekstri leikskól- ans á Vífilsstaðaspítalanum á kjörtímabilinu og ein deild með plássi fyrir 20 börn hefur bæst við leikskólann Lundarból en _________ frekari viðbyggingar era “áætlaðar við hann. Laufey segir fá böm á biðlista en byrjað er að taka böm inn á skólana um tveggja ára aldur. Búist er við að í framtíðinni verði farið að taka böm allt niður í 18 mánaða inn á leikskólana að hennar sögn. „Biðlistar á leikskólum hafa myndast í tengslum við einsetn- ingu grannskólanna. Konum virðist vera að fjölga á vinnumarkaði, þensla * er í þjóðfélaginu og þetta helst í hend- ur við eftirspum eftir leikskólavistun," sagði Laufey. í dag bíða 14 böm eftir heilsdagsplássi en 60 eftir hálfs- dagsplássi að sögn Laufeyjar. Tillaga um byggingu nýs fjögurra deilda leikskóla í nýju hverfi í Hraun- holti í Ásahverfi hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. *"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.