Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 57
Almenningur
og upplýsinga-
samfélagið
VARLA líður sá dagur
að ekki sé rætt og
ritað um upplýsinga-
samfélagið og þær
miklu breytingar sem
það hefur í för með sér
fyrir líf okkar og störf.
Ljóst er að aðgangur
fólks og kunnátta í að
nálgast og nýta sér
upplýsingar verður sí-
fellt mikilvægari. Sam-
keppnishæfni fyrir-
tækja byggist í aukn-
um mæli á þeim þekk-
ingarbrunnum sem
þau hafa aðgang að,
sem og færni í að nýta
sér upplýsingarnar.
Samkeppnishæfni þjóða fer einnig
eftir því hversu vel tekst að
aðlaga og nýta upplýsingatækn-
ina.
í nýlegri úttekt Samtaka iðnað-
Fólk kemst ótrúlega
fljótt upp á lag með að
nýta sér tölvutæknina
til upplýsingaöflunar og
skemmtunar, segir
Vilmar Pétursson, ef
það einungis fær að-
gang að nauðsynlegum
tækjum og efni.
arins er t.d. líkum að því leitt að
verðmætasköpun í sjávarútvegi
hafi náð jafnvægi og aukist því
óverulega í framtíðinni. Krafan
um meiri lífsgæði muni hins vegar
aukast verulega, sem leiðir af sér
aukinn innflutning og bilið milli
innflutnings og útflutnings vex að
öðru óbreyttu. Aukin stóriðja nær
engan veginn að brúa þetta bil og
því þarf að leita nýrra
leiða í verðmætasköp-
un þjóðarinnar. Þar
hljóta menn að líta til
upplýsingaiðnaðarins
sem veigamikils þátt-
ar. Með upplýsinga-
iðnaði er ekki einungis
átt við þróun
tölvutækni og forrita
heldur einnig söfnun
og vinnslu upplýsinga
á öllum sviðum,
þannig að þær verði
aðgengilegar á raf-
rænu formi til
verðmætasköpunar og
skemmtunar. Þróunin
er hröð og því ljóst að
ríki og sveitarfélög verða að axla
þá ábyrgð að opna almenningi
möguleika á að nýta sér gæði
nýrra tíma.
MIDAS-NET og bókasöfnin
Evrópusambandið leggur mikla
áherslu á að styrkja samkeppnis-
hæfni evrópsks upplýsingaiðnaðar
og auka tækifæri almennings til
að nýta sér hann. Á vegum IN-
F02000-margmiðlunaráætlunar-
innar eru t.d. reknar 23 upplýs-
ingaskrifstofur sem kallast
MIDAS-NET og er ein slík starf-
andi hér á landi. Auk Evrópusam-
bandsins standa að þeirri skrif-
stofu Samtök iðnaðarins,
Rannsóknarþjónusta HÍ, SÍTF og
Starfsmenntafélagið.
Ein leið MIDAS-NETS á ís-
landi til að glæða áhuga og vitund
almennings á möguleikum upplýs-
ingasamfélagsins er að lána marg-
miðlunartölvur á almennings-
bókasöfn. Fyrstu bókasöfnin þar
sem þessu var hrint í framkvæmd
eru Bókasafn Kópavogs og Bóka-
safn Reykjanesbæjar. Reynslan
þar leiddi ýmislegt athyglisvert í
ljós: Aðgangur að tækninni getur
áorkað miklu. Fólk kemst ótrú-
Vilmar
Pétursson
lega fljótt upp á lag með að nýta
sér tölvutæknina til upplýs-
ingaöflunar og skemmtunar ef
það einungis fær aðgang að nauð-
synlegum tækjum og efni. Tæknin
sjálf er ekki áhugaverð heldur
þeir nýju möguleikar sem hún
veitir í aðgangi að upplýsingum
og skemmtun. Gott dæmi um
þetta er að fátt eldra fólk hefur
áhuga á hversu stórt innra minni
tölvunnar er, en það hefur hins
vegar áhuga á að nýta sér tölvuna
til ættfræðigrúsks.
Gamall nemur ungur temur
Margir þeir eldri eru hræddir
við hina nýju tækni. I Kópavogi
urðu menn hins vegar vitni að því
að foreldrar eða afar og ömmur
sátu hjá börnunum og fylgdust
með þeim í tölvunum. Þeir full-
orðnu fóru síðan smám saman að
ýta á takka og takka og ísinn var
brotinn. Dæmi voru um það að
ellilífeyrisþegar spurðust fyrir um
hvort hægt væri að fá tilsögn eða
námskeið í nýtingu hinnar nýju
tækni.
Lestraraukning
Margir óttast að lestur eigi
undir högg að sækja með tilkomu
tölva. Reynslan úr Bókasafninu í
Kópavogi er hins vegar allt önnur.
Fólk fékk gjarnan lánaðar bækur
um áhugaverð efni sem það hafði
kynnst með aðstoð margmiðlunar-
tölvanna.
Flest almenningsbókasöfnin eru
vanbúin í að veita almenningi
tækifæri til að kynnast og nýta sér
möguleika upplýsingasamfélags-
ins. Á Bókasafni Kópavogs er t.d.
einungis ein tölva til almennings-
nota. Ekki er ósennilegt að misjafn
aðgangur að upplýsingum verði
eitt stærsta jafnréttismál komandi
ára. Nýleg könnun Gallups hér á
landi undirstrikar þetta, því þar
kemur fram að kyn, tekjur og bú-
seta virðast vera ákvarðandi þættir
varðandi aðgang og notkun á inter-
netinu. Því er ekki óraunhæft að
gera þær væntingar og kröfur til
sveitarfélaga að þau komi á fót vel
tækjum búnum upplýsinga-
miðstöðvum með aðgangi að marg-
miðlunardiskum og gagnabönkum
sem almenningur, skólar og at-
vinnulíf geta nýtt sér.
Höfundur er verkefnastjóri
MIDAS-NET og SÍTF.
Innihaldslaus leiðindi
MÉR leiðast þær
vægðarlausu árásir
sem uppi hafa verið
gegn þeim minnihluta
fólks sem býr utan
höfuðborgarsvæðisins.
Tilefnið að þessu sinni
ekki merkilegt. Til
stendur að lögfesta
mörk sveitarfélaga,
þannig að allt landið
tlheyri tveimur
stjórnsýslustigum,
landsstjórn og sveitar-
stjórn.
Núna eru mörk
sveitarfélaga á hálend-
inu sums staðar óljós
og sum svæði, s.s. jökl-
ar, tilheyra engu sveitarfélagi. í
einhverjum tilfellum hefur ríkt
stjórnleysi á þessum svæðum, lít-
ið eftirlit með umferð og skálar
reistir án umhverfismats eða til-
skilinna leyfa.
Undanfarin ár hefur verið lögð
vinna í að semja um mörk milli
sveitarfélaga með það að mark-
miði að koma öllu landinu undir
lög. Samkomulag þar að lútandi
liggur fyrir, að undanskilinni
Þórsmörk, þar sem sveitarfélög
koma sér ekki saman um
markalínur.
Málið var lagt fyrir Alþingi til
að lögbinda samkomulag sveit-
arfélaganna, sem ríkisvaldið hafði
reyndar átt frumkvæði að. Jafn-
framt voru lögð fyrir þingið frum-
varp um þjóðlendur
sem tekur á eign-
arrétti lands í óbyggð-
um og frumvarp um
eignarhald á auðlind-
um í jörðu sem tekur
á nýtingarréttinum.
Þegar sveit-
arfélagafrumvarpið
kom fyrir þingið brá
svo við að stór hluti
stjórnarandstöðu lýsti
yfir fullkomnu van-
trausti á hendur þeim
sveitarfélögum sem ná
inná óbyggðirnar.
Vikum saman lögðu
andstæðingar frum-
varpsins nótt við dag í
þinginu til þess að tala niður til
íbúa sveitarfélaga sem eiga
lögsögu á hálendinu.
Mér gremst þegar tiltölulega
fámennur hópur leggur fjölmiðla
landsins undir sig til þess að tala
illa um fólk sem á þess lítinn kost
að svara fyrir sig. Það er talað um
landsbyggðarmenn eins og ein-
hverja bjálfa, annars flokks þjóð-
flokk, sem skyndilega er ekki
treystandi til þess að fara með
verkefni sem sama Alþingi hefur
falið þeim með lögum og hingað
til hafa verið framkvæmd af sveit-
arfélögum án þess að spurt sé
hvar þau eru staðsett á landinu.
Þetta gera menn kinnroðalaust
þó að hér sé hvorki verið að tala
um eignarhald á landi né nýting-
arrétt auðlinda. Ekki verið að tala
um almannarétt til umferðar sem
fer eftir lögum um náttúruvernd
og ekki heldur um breytingu á
skipulagsmálum sem fara eftir
skipulagslögum.
Full ástæða er til að
ræða nýtingu og
skipulag hálendisins.
Arni Gunnarsson
hvetur áhugamenn um
náttúruvernd og útivist
til að taka þátt
í þeirri umræðu.
Ég tel fulla ástæðu til þess að
ræða nýtingu og skipulag hálend-
isins og hvet alla áhugamenn um
náttúruvernd og útivist til þess,
eindregið, að taka þátt í þeirri
umræðu. Við getum haft misjafn-
ar skoðanir á þessum málum en
við verðum að leggja það á okkur
að ná sameiginlegri niðurstöðu
sem allir geta sæst á. Því miður
hefur þessi hálendisumræða
aldrei komist á það stig að fjalla
um náttúruvernd eða landnýt-
ingu.
Höfundur er formaður Sambands
ungra framsóknarmanna og aðstoð-
armaður félagsmálaráðberra.
Árni
Gunnarsson
Biðlaun
alþingismanna
í 10 ÁR, upp-
styttulítið, hafa menn
teygt lopann um bið-
laun Sverris Her-
mannssonar frá
Alþingi og aldrei farið
rétt með. Upphafmu
stýrði þáverandi fjár-
málaráðherra og for-
maður Alþýðubanda-
lagsins - sá hinn sami
og samdi við Björgvin
Vilmundarson um
greiðslu á 106 millj. kr.
skuld Þjóðviljans í
Landsbankanum - og
sveik. Tilgangurinn var
að reyna að hafa æruna
af Sverri eins og furðu-
lega margir virðast sækjast eftir.
Sannleikur biðlaunamálsins var
Aðvörunum mínum var
í engu sinnt, segir
Sverrir Hermannsson,
og lögin sett.
þessi: Þegar borið var fram nýtt
lagafrumvarp á Alþingi um biðlaun
þingmanna, þar sem beinlínis var
tekið fram að þingmenn skyldu fá
greidd biðlaun þótt
þeir tækju samstundis
við nýju starfi, hærra
launuðu ef svo vildi
verkast, þá varaði
Sverrir Hermannsson
við slíkri lagasetningu
og taldi hana byggða á
misskilningi á eðli bið-
launa. Aðvörunum
Sverris var í engu sinnt %
og lögin sett. Þegar svo
kom að framkvæmd-
inni runnu tvær grímur
á menn og kjarkinn
brast. Þáverandi fjár-
málaráðherra sá sér
hinsvegar fyrrnefndan
leik á borði. Til vonar
og vara létum við forseti Sam-
einaðs þings, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, umboðsmann
Alþingis skera úr málinu, sem
felldi þennan úrskurð, að Alþingi
bæri að greiða biðlaun skv. lögum,
sem þingmenn settu vitandi vits
þrátt fyrir aðvaranir Sverris Her-
mannssonar.
Þetta er öll sagan. Göbbels heit- r
inn sálugi kunni aðferðina. Að ljúga
nógu oft því sama svo trúað yrði.
Höfundur er fv. bankastjóri.
Sverrir
Hermannsson
Rétt skal
vera rétt
ÁÐUR en lengra er
haldið skal það tekið
fram að með eftirfar-
andi pistli er ekki ætl-
unin að hefja bréfa-
skipti um landvernd-
armál heldur koma á
framfæri leiðrétting-
um við grein eftir
Herdísi Þoi-valdsdótt-
ur sem birtist í Mbl.
fimmtudaginn 30.
apríl og bar nafnið
„Hvar liggur vandi
sauðfj árbænda?“
Svar greinarhöfund-
ar við spurningunni
var: „Hann liggur íþví
að of margir eru að
framleiða kjöt sem ekki selst"
(leturbr.mín). Þetta er alls ekki
rétt, dilkakjöt selst nú nokkuð
Það er skoðun mín,
segir Álfhiidur Ólafs-
dóttir, að íslenskir
sauðfjárbændur hafa
ekkert minni áhuga á
gróðri og velferð lands-
ins okkar en Herdís
Þorvaldsdóttir.
jöfnum höndum. Skal í því sam-
bandi bent á að síðastliðið sumar
hófst dilkaslátrun strax í júlí og
birgðir eldra kjöts voru nær upp
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!
gengnar í ágústlok. Og
það koma fleiri rang-
færslur: „Útflutningur
borgar sig ekki þar
sem greiða þarf millj-
ónatugi úr ríkissjóði í
niðurgreiðslur með af-
urðinni." Þetta er líka
kolrangt og sýnir að
greinarhöfundur
fylgist hreint ekkert
með tímanum. Út-
flutningsbætur voru
aflagðar árið 1992 og
allur útflutningur
kindakjöts er nú á >-»
ábyrgð bænda og af-
urðastöðva. Þess má
geta að bændur hafa
ástæðu til að binda við útflutning-
inn vaxandi vonir.
Að öðru leyti ætla ég ekki að
fjalla um grein Herdísar en vona
að hún geti komið skoðunum sín-
um á framfæri í framtíðinni án
þess að grípa til ósanninda. Ég vil
einungis lýsa þeirri skoðun minni
að yfirgnæfandi meirihluti ís-
lenskra sauðfjárbænda hafi hreint
ekkert minni áhuga á gróðri og
velferð landsins okkar en Herdís
Þorvaldsdóttir. Að lokum. Sagt er
að jákvæðnin geri okkur gott.,
Myndin sem bar nafnið'
„Rányrkja - ræktun“ hefði alveg
eins getað heitið „Sjáið hvað
blessuð lúpínan getur gert“. Þetta
er bara spurning um hugarfar.
Höfundur er forstöðumaður Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Álfhildur
Ólafsdóttir.