Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
Shönd og barna okkar þakka Sveini
og einnig Elínu konu hans, alla vel-
vild þeirra og greiðvikni í okkar
garð. Börnum þeirra, tengdaböm-
um og bamabömum vottum við
samúð. Megi minningin lifa.
Guðbr. Þorkell Guðbrandsson.
Sveinn Guðmundsson, fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Skagfirðinga, lést í Reykjavík 12.
maí sl. 85 ára að aldri.
Sveinn var ráðinn kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Skagfirðinga árið
1947 og gegndi hann því starfi
samfellt í 26 ár.
Þegar Sveinn tók við félaginu
var það orðið allöflugt fyrirtæki og
hafði komist yfir þær þrengingar,
sem fylgdu kreppunni á fjórða ára-
tugnum og léku fyrirtæki og ein-
staklinga grátt. Hugur Sveins stóð
ekki til kyrrstöðu eða þess að halda
;| aðeins vel í horfinu. Hann vildi
Igera veg félagsins sem mestan, því
hann skynjaði að aukin umsvif þess
þýddu framfarir og bættan hag
Skagfirðinga í heild.
Á starfstíma Sveins hjá félaginu
varð mikil uppbygging á vegum
þess og vil ég geta þess að nokkm.
Reist var myndarleg mjólkurstöð
um 1950 og starfsemi gömlu
Jstöðvarinnar flutt þangað. Þessi
mjólkurstöð er enn í notkun,
| stækkuð og endurbætt og hefur
I reynst mikil lyftistöng fyrir skag-
firskan landbúnað. Um það leyti er
Sveinn tók til starfa var byggt slát-
ur- og frystihús, mikil bygging,
sem þá þótti nýtískuleg. Rétt áður
en Sveinn lét af störfum var hafist
handa við byggingu á nýju og enn
stærra og fullkomnara sláturhúsi í
samræmi við kröfur þess tíma.
Eftir því sem Sauðárkróksbær
stækkaði þótti nauðsynlegt að end-
* urskipuleggja verslunina. Reynt
| var að fá lóð á hentugum stað fyrir
aðalstöðvar félagsins en gekk illa.
Var þá brugðið á það ráð að reisa
kjörbúðina við Skagfirðingabraut,
sem einnig hýsti kjötvinnslu
félagsins. Síðar var kjörbúðin við
Smáragrund reist. Árið 1968 var
opnað glæsilegt útibú félagsins í
Varmahlíð. Einnig má nefna að
I skömmu eftir að Sveinn tók við
j stjóm félagsins var Fiskiðja
I Sauðárkróks stofnuð í félagi við
' Sauðárkróksbæ. Skömmu síðar tók
kaupfélagið eitt við rekstrinum og
hefur rekið Fiskiðjuna síðan. Árið
1968 var Útgerðarfélag Skag-
firðinga stofnað og var kaupfélagið
þátttakandi í því. Af þessari upp-
talningu, þótt ekki sé hún tæm-
andi, er Ijóst, að á þeim 26 árum,
■ sem Sveinn stjórnaði Kaupfélagi
Skagfirðinga, voru miklir upp-
I gangstímar hjá félaginu, auk þess
| sem kaupfélagið stuðlaði að upp-
byggingu í héraðinu með margs-
konar fyrirgreiðslu. Þótt margir
kæmu að sjálfsögðu að
ákvarðanatöku fyrir hönd félagsins
á þessum tima er hitt tvímælalaust,
að Sveinn var þama í forystu og í
hans höndum var öll framkvæmd,
sem reyndist ömgg og farsæl.
Ég átti þess kost að kynnast
Sveini nokkuð. Fyrstu kynnin voru
um 1969, er samningar áttu sér
stað um sameiningu Kaupfélags
Austur-Skagfirðinga og KS. Eg
minnist þess að mér þótti Sveinn
halda óþarflega fast fram hags-
munum Kaupfélags Skagfirðinga.
Síðustu tvö árin, sem Sveinn var
kaupfélagsstjóri, sat ég í stjórn
félagsins. Mér kom hann ætíð fyrir
sjónir sem ákaflega traustur og
heilsteyptur stjómandi. Hann vildi
hag og viðgang félagsins sem mest-
an og lagði þar í metnað sinn og
hlífði sér hvergi til að ná því mark-
miði.
Sveinn Guðmundsson var heið-
ursfélagi Kaupfélags Skagfirðinga.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd Kaupfélags Skagfirðinga
færa þakkir fyrir giftudrjúg störf
Sveins í þágu félagsins, sem lengi
mun sjá stað.
Aðstandendum votta ég samúð.
Stefán Gestsson, formaður
stjórnar Kaupfélags
Skagfirðinga.
MINNINGAR
RAGNHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Ragnhildur
Guðmundsdóttir
fæddist á Húsavík
14. desember 1905.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Eir 15.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Bjarnason, verslun-
arstjóri á Seyðis-
firði og Breiðdals-
vík, en síðar kaup-
félagsstjóri og
kaupmaður á
Seyðisfirði, og kona
hans Guðbjörg Guð-
mundsdóttir. Bæði voru þau
hjón af austfirskum ættum.
Systkini Ragnhildar voru
Jóhanna og Baldur og eru þau
bæði látin.
Ragnhildur giftist 21. sept. 1935
Benedikt Þórarinssyni, banka-
fulltrúa á Seyðisfirði, sfðar
kaupmanni í Reykjavík, f. 20.
mars 1904, d. 27. aprfl 1959.
Foreldrar hans voru Þórarinn
Benediktsson, bóndi og sfðar
bankagjaldkeri á Seyðisfirði, og
Ragnhildur Guðmundsdóttir, eða
Hulla eins og hún var jafnan nefnd
af fjölskyldu sinni og vinum, fékk
hægt andlát á Hjúkrunarheimilinu
Eir sl. föstudag, en þar hafði hún
dvalið síðustu misserin við góðan
aðbúnað og sérstaklega gott atlæti.
Hulla var orðin háöldruð, heilsu
hennar farið að hraka og því kom
dauðinn henni ekki á óvart. Hún
fæddist í byrjun aldarinnar, og eins
og margir af hennar kynslóð bar
hún æðruleysi með sér og tók því
sem að höndum bar. Hún gerði
fyrst og fremst kröfur til sjálfrar
sín en ætlaðist ekki til of mikils af
öðrum.
Þegar ég kveð Hullu, hvarflar
hugurinn ósjálfrátt til bernsku
minnar á Seyðisfirði, til áranna við
upphaf heimsstyrjaldarinnar, þegar
ég fer að skynja tilveruna í kring
um mig að einhverju marki. Þá
höfðu þau Hulla og Benedikt móð-
urbróðir minn verið gift í nokkur ár
og eignast börnin sín tvö. Þau
bjuggu í Baldurshaga ásamt afa og
ömmu, foreldrum Benedikts. Voru
þar þrjár kynslóðir saman í heimili
og fór mjög vel á með þeim.
Um þetta leyti varð móðir mín
ekkja með þrjá unga syni og hafði
hún mikinn stuðning af nágrenninu
við Baldurshaga, þar sem við bræð-
urnir áttum einnig öruggt athvarf.
Fjölskyldumar höfðu smábúskap
með höndum, tvær kýr, nokkrar
kindur og garðrækt. Hér var um
samvinnubúskap að ræða, allir
hjálpuðust að við þessi störf. Á
þessum árum helgaði Hulla heimil-
inu starfskrafta sína. Auk annarra
heimilisstarfa lagði hún mikla rækt
við hannyrðir og bar heimilið þess
merki. Ég man að mér fannst heim-
ilishald allt í Baldurshaga í föstum
skorðum. Þar voru margir fallegir
hlutir, sem maður leit á með til-
hlýðilegri virðingu.
Um þetta leyti verða hins vegar
miklar breytingar á högum fjöl-
skyldunnar í Baldurshaga. Barátta
Benedikts við alvarlegan og torskil-
inn sjúkdóm, sem gert hafði vart við
sig allmörgum árum fyrr, hefst nú
fyrir alvöru. Barátta þessi stóð það
sem hann átti eftir ólifað og lagði að
vonum miklar byrðar á fjölskyld-
una. í því langa stríði sýndi Hulla
jafnan mikinn dugnað og staðfestu.
Hún greip til ýmissa úrræða á
Seyðisfirði til að afla heimilinu
tekna, seldi fæði, kenndi handa-
vinnu við barnaskólann og fleira í
þeim dúr.
Þegar þau hjón fluttust til
Reykjavíkur settu þau á fót litla
verslun við Laugaveg, sem þau
nefndu Bjólf. Þarna unnu þau sam-
an meðan Benedikt entist heilsa, en
mjög reyndi á Hullu í þeim rekstri.
Hún hélt áfram með verslunina í
nokkur ár að Benedikt gengnum, en
hvarf síðan til verka hjá öðrum síð-
kona hans Anna
María Jónsdóttir.
Börn Ragnhildar og
Benedikts eru tvö:
Guðmundur, f. 22.
sept. 1936, rafverk-
taki í New York,
kvæntur Ásthildi
Þórðardóttur, og
Anna Þóra, f. 6.
ágúst 1937, endur-
skoðandi í New
Jersey, gift Arnold
Manger.
Fyrir hjónaband
starfaði Ragnhild-
ur hjá Landssíma
íslands á Seyðisfirði auk þess
sem hún var við nám og störf í
Danmörku. Eftir að hún flutt-
ist til Reykjavíkur rak hún
verslun ásamt manni sínum og
síðan ein að honum látnum.
Síðustu starfsár sín vann
Ragnhildur við skrifstofustörf
íReykjavík.
Utför Ragnhildar fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun,
föstudaginn 22. mai, og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
ustu starfsár sín. Lífið færði Hullu
þannig ærin verkefni, sem hún
leysti af hendi með prýði. Hún gaf
sér einnig tíma til að njóta lífsins
þegar færi gáfust. Hulla las jafnan
mikið og hafði gaman af að ræða
það sem hún las. Hún var mjög fróð
um Seyðisfjörð og Seyðfírðinga á
fyrri hluta aldarinnar. Naut ég þess
í seinni tíð að hlusta á hana tala um
þau efni.
Bömin hennar tvö, sem bæði eru
búsett í Bandaríkjunum, reyndust
móður sinni styrkar stoðir, þegar á
þurfti að halda. Hulla var líka dug-
leg að heimsækja þau og dvelja hjá
þeim fram á efri ár.
Við leiðarlok sendi ég þeim og
fjölskyldunni allri innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minningin
um trausta og góða móður milda
sorg þeirra.
Helgi Hallgrímsson.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
mágkona mín fékk hægt andlát að
kvöldi fóstudagsins 15. þ.m. eftir
langan og strangan vinnudag, 92
ára að aldri. Hún var jafnan kölluð
Hulla af kunnugum. Hún var ein í
hópi álitlegra ungra kvenna sem
settu svip á bæjarlífið á Seyðisfirði
þegar ég var að alast þar upp, á ár-
unum fyrir og um 1930, og hún var
sú sem Benedikt bróðir minn, f.
1904, valdi sér að lífsförunaut. Eða
hún hann. Þau gengu í hjónaband
haustið 1935.
Bæjarbragur á Seyðisfirði var á
þessum tíma um margt ólíkur því
sem gerðist í öðrum austfirskum
sjávarþorpum þar sem allt snerist
um sjósókn og sjávarafla. Víst var
sjórinn líka sóttur frá Seyðisfirði,
einkum fyrir hrunið 1930. En þar
voru einnig aðrir vinnustaðir, þar
sem starfsfólkið kom prúðbúið til
vinnu sinnar hvem dag og átti
einatt aflögu stundir til skemmtun-
ar og upplyftingar. Þama var annað
af tveimur bankaútibúum á Austur-
landi, og Landssíminn hafði þar
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjöri útfararstjöri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 « Sixni 581 3300
Allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 67*
einskonar miðstöð símaþjónustu
fyrir landið allt, enda var það þar
sem Island tengdist umheiminum
þegar sæsíminn kom að landi 1906.
Benedikt vann í bankanum, fyrst
íslandsbanka hinum fyrri og síðan
Utvegsbanka íslands, að afloknu
námi í Eiðaskóla og Gagnfræðaskól-
anum (sem síðar varð Menntaskól-
inn) á Akureyri. Hulla vann á sím-
anum eftir að hún hafði verið tvo
vetur á Kvennaskólanum á Blönd-
uósi og milli þess sem hún for-
framaðist í hússtjómar-, verslunar-
og málanámi í Danmörku. Þetta
munu ekki hafa verið hálaunastörf,
en þeim fylgdi starfsöryggi sem
ekld var algengt á þessum tímum,
og það var glaður hópur ungra
manna og kvenna sem þarna var að
verki meðan allt lék í lyndi.
Ragnhildur hætti störfum hjá
símanum þegar þau Benedikt gift-
ust. Þau settu saman bú í Baldurs-
haga, sem Benedikt átti og hafði
verið heimili fjölskyldu okkar frá
því 1926, en húsið hafði nú verið
stækkað og að ýmsu leyti fært til
nútímalegs horfs. Þar fæddust böm
þeirra tvö á næstu árum, og hefði
mátt ætla að framtíðin brosti við
þeim.
En Benedikt var haldinn sjald-
gæfum sjúkdómi, sem hagaði sér
meinleysislega í fyrstu en ágerðist
mjög á næstu ámm. Þetta var ekki
„illkynja“ sjúkdómur eins og nú er
kallað, heldur einkonar óregla á
starfsemi vélindans, sem kom
þannig fram að hver máltíð varð
honum kvöl, og raunar var hann
langtímum saman mjög þjáður.
Hann leitaði snemma lækningar í
Reykjavík, en án árangurs. Síðan
fylgdu langdvalir á sjúkrahúsum
hér heima og erlendis. Árið 1945 fór
Benedikt vestur um haf á sjúkrahús
í Baltimore, og gekkst þar undir tvo
stóra uppskurði. Það sumar var ég
hjá honum lengst af í sumarleyfi
mínu frá námi, og finnst mér ég
ekki hafa lifað annan tíma rauna-
legri. Þó bráði nokkuð af honum um
tíma eftir þetta. Hann dvaldist hjá
mér í New Haven, Connecticut,
nokkra mánuði á næsta ári, og þar
var hann þegar allmargir söngmenn
úr Karlakór Reykjavíkur, sem
þama var í tónleikaferð haustið
1946, heimsóttu mig. Það finnst mér
hafa verið síðasta glaða stundin sem
við áttum saman. Þó gat hann aldrei
á heilum sér tekið og enn átti hann
eftir að gangast undir margar stór-
ar aðgerðir á sjúkrahúsum, bæði
hér heima og vestur í Boston í
Bandaríkjunum. Allir þessir miklu
uppskurðir urðu árangurslausir, og
gerðu raunar, sumir að minnsta
kosti, aðeins illt verra. Þetta mein
dró Benedikt bróður minn til dauða
27. apríl 1959. Hafði hann þá háð
sitt stríð í tvo áratugi.
En hann var ekki einn. Ragnhild-
ur kona hans barðist við hlið hans
eins og sönn hetja alla tíð og
heyrðist aldrei kvarta. Hún hélt
saman heimilinu og sá því farborða
þegar hann var fjarri, oft langt.ím- .
um saman, og gaf aldrei upp vonina
um að úr mundi rætast. Um það
leyti sem móðir okkar dó, snemma
árs 1946, og faðir okkar fór hingað
suður, fluttust þau Benedikt í svo-
nefnt Stóra Wathneshús á Seyðis-
firði, sem foreldrar Ragnhildar
áttu, og bjuggu þar síðustu árin
eystra, uns veikindi Benedikts
neyddu þau til að flytjast til Reykja-
víkur 1953. Hefur Ragnhildur án
efa haft mikinn styrk af fjölskyldu
sinni sem var mjög samheldin og
traust. Foreldrar hennar, Guð-^
mundur Bjarnason bóksali og kona
hans Guðbjörg Guðmundsdóttir,
voru mikil merkishjón. Systir Ragn-
hildar var Jóhanna, kona Jóns Sig-
urðssonar, sem lengi var starfsmað-
ur og síðar framkvæmdastjóri
Alþýðusambandsins, síðast formað-
ur Sjómannasambands íslands.
Þær systur voru mjög samrýndar
meðan Jóhanna lifði, þótt ólíkar
væru um margt. Bróðir þeirra,
Baldur, dó ungur og varð mörgum
harmdauði. í Reykjavík bjuggu þau
Benedikt lengst af á Nökkvavogi 35,
en við Laugaveginn settu þau á fót
svolitla fataverslun sem þau ráku
saman meðan Benedikt lifði, og .
Ragnhildur síðan ein um skeið eftir^
fráfall hans. En síðustu starfsárin*’’
vann hún við skrifstofustörf.
Ragnhildur mágkona mín var
mikilhæf kona, ekki mannblendin
en tryggðatröll, og brást við þeim
miklu raunum sem á hana voru
lagðar af óbilandi kjarki og næstum
óskiljanlegu þreki og þolgæði.
Eins og fyir sagði eignuðust þau
Benedikt tvö böm. Þau eru bæði bú-
sett í Bandaríkjunum. Guðmundur
er rafverktaki í New York, kvæntur
Ásthildi Þórðardóttur og eiga þau
tvö böm. Anna Þóra er endur-a*
skoðandi í New Jersey, gift Amold
Manger. Þrátt fyrir fjarlægðina hafa
þau sýnt móður sinni mikla ræktar-
semi og kærleika. Þau hafa haldið
við hana nánu sambandi alla tíð,
heimsótt hana svo oft sem aðstæður
framast leyfðu, og meðan heilsa
hennar var bærileg vitjaði hún
þeirra oft vestur um hafið. Anna
Þóra var við dánarbeð móður sinnar
og gat látið hana skilja að hún væri
þar hjá henni, þótt Ragnhildur væri
lengst af rænulítil. „Eg veit það“
vora síðustu orðin sem hún sagði.
Guðmundur kemur ásamt dóttur-
sinni til að vera við jarðarfórina, sem
fer fram frá Fossvogskapellu fóstu-
daginn 22. maí kl. 10.30. (
Fjölskylda mín mun ætíð minnast
Ragnhildar Guðmundsdóttur með
einlægu þakklæti og djúpri
virðingu.
Jón Þórarinsson.
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
O
l
f HOTEL LOFTLEIÐIR.
OlCELANOAIR HOTEL S
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
'I
!
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkareigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
|| S.HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410