Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 68
*S8 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Jóhannes Gísiason fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923. Hann lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík hinn 14. maí síðastliðinn. Foreldrar Einars voru Gísli Jónsson, útvegsbóndi á Arn- arhóli, f. 23. janúar 1883, d. 25. október 2 1977, og kona hans Guðný Einarsdóttir, húsfreyja, f. 10. maí 1885, d. 31. mars 1956. Systkini Einars voru: Guðný Svava, f. 1911, búsett í Vestmannaeyjum; Salóme, f. 1913, d. 1996; Óskar Magnús, f. 1915, d. 1991; Hafsteinn Ey- berg, f. 1921, d. sama ár; og Kristín Þyrí, f. 1925, d. 1992. Hinn 23. maí 1948 kvæntist Einar fyrri konu sinni, Guðnýju Sigurmundsdóttur, f. 1. janúar 1926, d. 6. október 1963. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Margrét, f. 16. desember 1949^ meðferð- arfulltrúi hjá SÁA, býr í Reykjavík, og á hún tvö börn. 2) Guðni, f. 23. febrúar 1953, blaðamaður á Morgunblaðinu, býr á Kjalarnesi, kvæntur Guð- finnu Helgadóttur og eiga þau fjögur börn. 3) Sigurmundur Gísli, f. 26. september 1957, framkvæmdasijóri UV, býr í Jesús vill að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lík hvellum lúður hljómi... Þessi orð Passíusálmanna eru ^eins og lýsing á prédikun Einars J. Gíslasonar. Hann var eflaust ein- hver öflugasti kennimaður þessarar þjóðar. Mælskan einstök, kraftur- inn og orðkynngin, og húmorinn, sú dýrmæta Guðs gjöf. Ást hans á Guðs orði var einlæg og falslaus, trúin skírð eldi hvítasunnunnar, með djúpan hljómbotn íslenskrar alþýðuguðrækni. Þar voru Hall- grímssálmar nærtækir og ótæm- andi sjóður Ijóða og sagna. Margur hlaut blessun af boðun hans, og ekki síður fyrirbænum hans og hollráð- um, hjartahlýju og góðvild hins nærgætna sálnahirðis. Hann var fyrstur utan-þjóð- kirkjumanna kjörinn í stjórn Hins . .jslenska Biblíufélags og þar munaði um hans góðu krafta sem og hvar- vetna er hann lagði hönd og huga að verki. Hið íslenska Biblíufélag og öll íslensk kirkja og kristni stendur í þakkarskuld við Einar J. Gíslason. Drottinn blessi minningu hans, huggi og styrki ástvini hans og varðveiti málefni þau er honum voru kærust. Karl Sigurbjörnsson. Mínar fyrstu minningar um Ein- ar afa eru frá því ég var lítil stúlka og var hjá honum á Laugamesveg- inum. Þrátt fyrir annríki sitt átti hann alltaf stund aflögu fyrir litlu stelpuna sem hann kallaði gjaman „Eddu grikkamið“, sem þýðir víst lítið lamb! Hann hafði það fyrir venju að lesa dagblöðin þegar hann kom heim að loknum vinnudegi, en það er til marks um það hve hænd ég var að honum að ég hafði jafnan ómældan áhuga á fréttum dagsins, allavega lá ég gjaman við hlið hans og rýndi í blöðin, þó enn væri ég ólæs. Ég man þegar hann kenndi mér að dýfa kringlu í mjólk sem hann blandaði með heitu kaffi og þegar hann sagði mér sögur af sjálfum sér ‘Sftem ungum Eyjapeyja. Ég gleymi seint þeim ferðum sem ég fór með afa til Eyja til að vera með honum yfir sjómannadagshelg- ina. Það var ævintýri líkast að ferð- ast með honum. Hann þekkti skip- stjórann á Herjólfi og ég fékk að fara með honum upp í brú á leiðinni. Þegar við nálguðumst Eyjarnar fór- Wb n við út á dekk og hann sagði mér Vestmannaeyjum, kvæntur Unni Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn. Hinn 11. aprfl 1964 kvæntist Einar eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigur- línu Jóhannsdóttur, f. 11. júlí 1929. Dóttir þeirra er Guðný, f. 15. mars 1965, húsmóðir í Englandi, gift Ro- bert Pearson. Einar bjó í Vest- mannaeyjum til 1970 og vann þar við vélgæslu, útgerð og sjómennsku með Ósk- ari bróður sínum. Hann var fyrsti skoðunarmaður björgun- arbáta í Vestmannaeyjum, véla- eftirlitsmaður og eftirlitsmaður Skipaskoðunar ríkisins. Þá var Einar verkstjóri á grafskipinu Vestmannaey og var á lóðsbátn- um Létti. Einar gekk í hvíta- sunnusöfnuðinn sextán ára gamall, fór á biblíuskóla í Svíþjóð, var forstöðumaður Bet- elsafnaðarins í Vestmannaeyj- um 1948-70 og forstöðumaður Ffladelfíusafnaðarins í Reykja- vík 1970-90. Einar verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni Ffladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, á morgun, föstudaginn 22. maí, og hefst at- höfnin klukkan 14. sögur af atburðum sem tengdust þeim stöðum sem íyrir augu bar. Hann var sem hafsjór af fróðleik og þekkti hvern krók og kima, enda voru þetta heimahagar hans sem hann unni svo heitt. Ég minnist hans með hlýhug og geymi í hjarta mínu þær góðu stundir sem við áttum saman. Edda Jónsdóttir. Frá því ég var lítill drengur voru heimili föður míns, Óskars Magnús- ar, og heimili Einars Jóhannesar tengd saman traustum böndum. Þeir bræður, Óskar og Einar, ráku sameiginlega útgerð og stóðu sam- an í forystu Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum. Þegar litið er yfir æviferil Einars leikur ekki nokkur vafi á því að það er starf hans í þágu Guðs ríkis sem varpar ljóma yfír æviferilinn. Eftir- farandi frásögn er dæmi upp á þetta. Einhverju sinni var haldin úti- samkoma miðsvæðis í Vestmanna- eyjakaupstað, á svokölluðu Stakka- gerðistúni. Það var hásumar og veð- ur með eindæmum gott. Fjöldi manns var samankominn þarna á túninu gagngert til þess að hlusta á Einar tala. Til þess að ná betur eyr- um samkomugesta með fagnaðarer- indið var ætlunin að notast við úr sér genginn lampamagnara sem virkaði illa þegar til átti að taka. Guðsþjónustan hófst samt á tilsett- um tíma. Á sama tíma höfðu lunda- veiðimenn í Bjarnarey gert hlé á veiðum og tekið sér náðuga stund við veiðikofann. Þá gerist það í einni svipan að lundaveiðimennimir eru staddir á miðri útisamkomu hjá hvítasunnu- mönnum og er það Einar Gíslason sem er að prédika. Það sagði mér Hlöðver Johnsen, einn Bjarnarey- inga sem á ræðu Einars hlýddu, að hvert einasta orð hefði heyrst eins skýrt og skilmerkilega þarna úti í Bjarnarey eins og menn hefðu verið staddir niðri á Stakkagerðistúni í eigin persónu. Þetta þótti þeim Bjarnareyingum mikil undur haf- andi það í huga að loftlína milli Bjarnareyjar og Stakkagerðistúns er um 5 km. Sagðist Hlöðver aldrei hafa upplifað neitt í líkingu við þennan atburð fyrr eða síðar. Einar lifði sjálfur samkvæmt orðinu sem hann prédikaði. Einar notaði Biblíuna sem leiðarvísi á lífs- brautinni og tók hana daglega sér í hönd á heimili sínu. Einar var orðheppinn með afbrigðum og þeir voru margir sem reyndu með sér við hann í orðsins list hvenær sem færi gafst. Einhverju sinni mætti Einar ung- um manni, undir áhrifum. Hafði ungi maðurinn séneversflösku í buxnastrengnum og var með mannalæti. Maðurinn spjrr Einar hvernig honum lítist á herlegheitin? Einar svarar: „Þú ert með óvin þinn í buxnastrengnum og hann mun ekki gera þér neitt gott, heldur aðeins illt!“ Maðurinn segir hvefs- inn: „Heyrðu Einar! Stendur það ekki í hinni helgu bók að menn eigi að elska óvini sína?“ „Jú, það er rétt,“ segir Einar, „en það stendur hvergi í henni að menn eigi að svolgra þá í sig.“ í Betel, kirkju hvítasunnumanna í Vestmannaeyjum, mátti heyra Einar Gíslason prédika af slíkri andagift að ógleymanlegt var þeim er á hlýddu. Hann notaði mikið myndmál úr daglega lífinu og talaði á því máli sem allir skildu. Ég man ekki til þess að nokkur kennimaður annar en Einar hafi verið hvattur að lokinni langri prédikun til þess að halda áfram af áheyrendum sínum. Þessi einstæði atburður gerðist á samkomu í Betel í byrjun sjöunda áratugarins. Ræðuefni Einars var endurkoma Jesú Krists og hvernig Biblían greinir frá atburðum tengdum Isra- elsríki sem spádómlegri fyrirmynd að endurkomu Drottins, en endur- koman var Einari ákaflega hugstæð. Einar var burtkallaður úr þess- um heimi við upphaf hins svokallaða „Fagnaðarárs" í tímatali ísraels- manna, en það hófst á miðnætti hins 14. maí. Fagnaðarárið, samkvæmt Gamla testamentinu, var haldið 50. hvert ár. Það einkenndist af því að þá urðu allir samningar lausir eða gengu til baka. Lendur og náttúru- auðæfi hurfu aftur til ættkvíslanna og menn byrjuðu upp á nýtt. Einar frændi minn og vinur er nú burt- genginn inn til fagnaðar Herra síns og ég sakna hans mjög, en það skyldi þó aldrei vera, að tímasetn- ing burtköllunar þessa Guðs þjóns hafi táknrænt gildi fyrir okkur hin sem eftir erum að nú sé sá tími runninn upp að spádómar Biblíunn- ar gagnvart Israelsríki uppfyllist. Hið fimmtuga Israelsríki hafi geng- ið inn í hið svokallaða „Fagnaðarár" sitt með alla samninga lausa og nú vérði byrjað upp á nýtt? Gísli Jóhannes Óskarsson. Einar var föðurbróðir minn og þeir bræður einatt saman. Þannig var Einar einn af þessum sjálfsögðu þáttum i lífi mínu, jafn sjálfsagður eins og Heimaklettur tilheyrir Vest- mannaeyjum. Vegna hins mikla samgangs varð einnig til fjöldi at- vika sem yið eigum saman af súru og sætu. Ég naut góðs af þessari frændsemi því heimili hans var mér ávallt opið og var ég heimagangur þar. Best kom það í ljós er Einar og Sigurlína fluttust til Reykjavíkur 1970. Þá vorum við inná heimili þeiiTa annan hvern dag. I mínu barnsminni var Einar kennarinn í sunnudagaskólanum í Betel. Salurinn var fullur af börn- um, vel á annað hundraðið og sung- ið var hátt svo að við urðum kafrjóð af áreynslunni þegar sungið var um Daníel sem var fylltur hetjumóð! Eftir það kom Biblíusagan og á eftir hetjusagan af Kalla trúboða í Afríku sem átti ljónið Elsu. Enginn kærði sig um að missa af framhaldinu næsta sunnudag. Við unglingsárin tók ég betur eft- ir Einari sem boðberanum á pallin- um í Betel. Það var vakningarsam- koma og hann að prédika um Jesú Krist. Ræðustíllinn hans einkennd- ist af tilvitnunum í Biblíuna þegar hann hélt henni til hliðar við sig, hallaði sér fram á púltið, lyfti auga- brúnum og las innanbókar Guðs orð. Jafnhliða var vitnað í Passíusálma Hallgríms Péturssonar svo glöggt að enginn velktist í vafa um að hér talaði maður sem kunni skil á efninu. Raddblærinn var öll- um kunnur, fjær og nær, enda fylgdi sá böggull skammrifi að mað- ur var minntur á Betel með „tónin- um“ ef einhver vildi minna mig á að ég tilheyrði Betel. Það fylgdi jafnan Einari að hinar ýmsu sögur voru sagðar af honum og Oskari bróður hans. Flestar þeirra voru skemmtisögur sem sköðuðu engan og fannst þeim báð- um gaman að heyra þær hvort sem sögurnar voru sannar eða lognar. Oft hló Einar að spaugilegum atvik- um sem hann upplifði bæði í brauðstritinu og á kristilegum sam- komum. Sagan um það þegar keypt var baðkar í Betel og það barst um alla Eyjuna að nú ætti að fara að skíra í söfnuðinum. Menn trúðu þessu auðvitað og á næstu sam- komu fylltist salurinn af forvitnu fólki. Það Iangaði að sjá einhvern fara í bað. Sagan um eplin hefur skemmt ungum sem öldnum í hvorri útgáfunni sem hún er sögð. En sagt var að þeir bræður hefðu ætlað að kenna börnunum um mátt bænarinnar og að Guð heyrði bæn. Þeir undirbjuggu atvikið og fóru uppá loftið fyrir ofan salinn með fullan eplakassa. Svo þegar börnin höfðu kreist saman augun og flutt einlægustu bæn til þessa um að Guð gæfi þeim epli þá átti Oskar bróðir að hafa opnað lúguna og hellt úr kassanum góða niður til barnanna. En í því að eplin eiu fallin niður þá missir Oskar kassann niður til barn- anna. Þá átti Einar að hafa sagt: „Sjáiði hvað Guð er góður, hann gefur okkur kassann líka.“ Tiúin á Jesú Krist tengdi Einar og Oskar bróður þeim böndum sem enginn gat rofið að manni fannst. En þeir áttu einnig saman út- gerð. Vegna sjómennskunnar og trúarinnar varð Einar fastur liður í sjómannadeginum í Vestmannaeyj- um. Hann sá um það vandasama verk að minnast þeirra Eyjamanna sem hafið, björgin og flugslysin hrifsuðu í bíóma lífsins. Og það var eins og hann fengi aldrei leið á því að flétta saman í minningarorðum raunum lífsins og von hins trúaða manns sem hann á í Jesú Kristi, að líta skaparann sinn sér til góðs. Einari var hugleikin sagan af góða hirðinum og hans eigin reynslu af fjárbúskap. Alltaf gat hann miðlað áheyrendum sínum sögum af þeim vettvangi. Það bar til um 1973 að Aril Ed- vardsen, norskur trúboði, var með samkomuherferð í Ffladelfíu í Reykjavík. Einar túlkaði úr norsku og þeim lét einstaklega vel að starfa saman, báðir kraftmiklir í ræðustól. Ræða Arils var um góða hirðinn og að sauðirnir hafí svo lélega ratvísi að þeim sé nauðsyn á hirði sem leiði þá að vatni og bæli. Eitthvað gekk Einari illa að koma þessu til skila á þann hátt sem Aril líkaði. Eftir samkomuna, á leiðinni heim til Ein- ars og Sigurlínu, en þar gisti Aril, hafði hann orð á þessu hvernig hafi staðið á þessu í kvöld: ,Á-ttirðu erfítt með að túlka mig? Skildirðu ekki hvað ég var að fara í ræðunni?“ „Aril, ég hef verið sauðfjárbóndi í mörg ár og á Islandi þekkir féð heimahagana og vatnsbólin og ég gat ekki túlkað þessa sögu svo ég varð að útskýra fyrir áheyrendun- um að þetta ætti aðeins við um sauðféð í Israel, það væri ekki sömu eiginleikum gætt og á Islandi.“ Aril hló við og þótti gott hvernig Einar bjargaði honum út úr þeim ógöng- um að kenna þaulvönum rollubænd- um eitthvað sem þeir vissu miklu betur en hann nokkurn tíma. Aril sagði mér þessa sögu í fyrra og hafði hina mestu skemmtan af. Ég vil með þessum glefsum þakka Einari fyrir samfylgdina og trúmennskuna sem hefur verið kennd bæði í orði og verki, enda lifir hinn trúaði á stöðugu samfélagi við Guðs orð, bænina, Guðs söfnuð og Guðs þjóna. Með þessum orðum vil ég senda fjölskyldu Einars og afkomendum samúðarkveðjur frá fjölskyldunni á Faxastíg 2b í Vestmannaeyjum. Snorri í Betel. Á morgun kveðjum við einn af stólpum Hvítasunnukirkjunnar á EINAR J. GÍSLASON íslandi. Það er undarleg tilfínning að vera í þeirri stöðu að jarðsyngja þennan mikla trúboða og predikara sem Einar J. Gíslason var. Ég minnist Einars sem barn í sunnudagaskólanum í Betel í Vest- mannaeyjum, en þá var hann for- stöðumaður þar. Gamli salurinn í Betel, sem í dag er notaður sem leikskóli, var þéttsetinn sunnudag eftir sunnudag af börnum sem komu í sunnudagaskólann til Ein- ars. Við hlustuðum á sögur hans af athygli og enn man ég eftir sögunni um Kalla og ljónshvolpinn Elsu. Þetta var framhaldssaga, sem Ein- ar sagði sunnudag eftir sunnudag. I lok hverrar stundar hlakkaði maður til næsta sunnudags eftir framhaldi sögunnar. Ekki vissi ég þá að Einar skáldaði söguna um leið og hann sagði hana, en ekki varð hún verri fyrir það. Ég man eftir deginum, þegar ég stóð á pallinum í Betel, þá 11 ára gamall, og tók niðurdýfingarskírn sem Einar framkvæmdi, Ég man eftir jólatrésfagnaðinum í Betel, já það eru margar minningarnar sem ég geymi í huga mínum af Einari í Betel eins og hann var oftast nefnd- ur í Eyjum. Ég minnist einnig ung- lingsáranna hér í Ffladelfíu í Reykjavík en hann var þá orðinn forstöðumaður Ffladelfíu. Ég man eftir vakningarsamkomunum í Ffla- delfíu og tjaldsamkomunum í Laug- ardalnum og sumarmótunum sem haldin voru víða um land þar sem Einar leiddi og predikaði. Margar ræðurnar eru mér enn í fersku minni. Það var ævinlega margt fólk á samkomum hjá Einari og í lok hverrar samkomu komu margir fram til fyrirbæna. Þegar við hjónin bjuggum í Nor- egi var alltaf gaman að fá Einar í heimsókn og heyra hann segja sög- ur að heiman á sinn einstaka hátt. Þar sem Einar var var aldrei logn- molla. Hann var skemmtilegur karakter og mikill vinur. Hann var alltaf tilbúinn að aðstoða og sýna meðaumkun þeim sem höfðu orðið undir í lífinu. Enginn forstöðumað- ur hér í Fíladelfíu hefur verið eins duglegur að heimsækja fangelsin og hlúa að þeim sem höfðu orðið þræl- ar áfengisneyslu og Einar. Sam- hjálp Hvítasunnumanna varð til að hans tilstuðlan. Einar var trúr sinni köllun og hljópst ekki undan merkjum. Hann stóð eins og klettur þar sem Guð hafði kallað, þótt bárumar lemdu og vindarnir blésu. Með Guðs hjálp stóð hann af sér stormana. Fyrir það erum við í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Guði þakklát. Með Einari hefur Hvítasunnukirkjan á Islandi misst einn af sínum bestu mönnum. En hann var tilbúinn að mæta kalli sínu, þrá hans var að fá að líta auglit Frelsara síns, Jesú Krists, sem hann hafði predikað. Nú hefur hann fengið að upplifa orð Jesú í Matteusi 25:21: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfír litlu varstu trúr, yfír mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Með þessum orðum kveð ég kær- an vin og fyrrverandi forstöðumann minn til fjölda ára. Vörður Leví Traustason, núverandi forstöðumaður í Ffladelfíu í Reykjavfk. Ég fékk um það fréttir til Los Angeles, þar sem ég stunda nám um þessar mundir, að forveri minn í starfi forstöðumanns Fíla- delfíusafnaðarins væri látinn. Þessi frétt vakti mig upp við þá staðreynd að hér hefðu mikil tímamót átt sér stað innan íslenskrar kristnisögu. Einar J. Gíslason var einn áhrifa- mesti boðberí trúarinnar sem Is- land hefur alið á þessari öld, og ein- hver litríkasti prédikari íslendinga frá upphafí. Það voru mikil forréttindi að fá að alast upp í því umhverfi sem hann átti ríkan þátt í að skapa í Fíladelfíu í Reykjavík þau tuttugu ár, sem hann veitti söfnuðinum forstöðu. Hann var duglegur að fræða unga sem aldna í Orði Guðs. Sjálfur naut hann lítillar formlegrar skólagöngu á guðfræðisviðinu, en stóðst fylli- lega samanburð við þá, sem ég hef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.