Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 74

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 74
,4 74 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagur blóðgjafa á laugardag Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Helgu Sigurjónsdóttur, bæjarfull- trúa: „Þar sem fjölmiðlar hafa í engu látið þess getið að undirrituð, Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfull- trúi Kópavogs, er ekki í Kvenna- listanum heldur óháður bæjarfull- trúi síðan í mars 1995 skal eftir- farandi komið á framfæri: 1. Helga Sigurjónsdóttir var kjörin bæjarfulltrúi Kópavogs fyrir Kvennalista vorið 1994. I prófkjöri Kvennalistans þá um haustið gaf Helga kost á sér og hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti. Löglegur félagsfundur Kvenna- lista samþykkti í desember 1994 að úrslit prófkjörsins væru bind- andi fyrir þrjú efstu sætin. Þrátt fyrir það ákvað meirihluti Kvennalista að ógilda fundar- samþykktina og endurtaka próf- kjörið. Þar með braut Kvennalisti allar viðteknar starfsaðferðir í lýðræðisþjóðfélagi. í kjölfar þess sagði Helga, og margar aðrar konur, sig úr Kvennalista en hélt lögum samkvæmt sæti sínu sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs. 2. Andstæðingar Helgu í Kvennalistanum í Kópavogi söfn- uðu liði gegn henni og reyndu að þvinga hana úr bæjarstjóm m.a. með vantraustsyfírlýsingu. Það tókst ekki. 3. Undirrituð tekur ekki þátt í starfi Kópavogslista og styður hann ekki í komandi kosningum. Að fenginni reynslu hef ég sann- færst um að kvenfrelsis sé ekki að leita innan vébanda svokallaðra félagshyggjuafla, hvorki í Kópa- vogi né annars staðar á landinu. 4. Þrátt fyrir minnihluta- aðstöðu í bæjarstjóm Kópavogs hef ég hreyft mörgum góðum málum og flutt tillögur um þau, t.d. um frágang miðbæjarsvæðis- ins, um athugun á högum aldraðra, um ráðningu fjölskyldu- ráðgjafa, um könnun á ástæðum þess að böm „falla“ í grunnskól- um, um frekari varnir gegn slys- um á bömum o.fl. o.fl. A-flokkarn- ir hafa sjaldnast stutt tillögur mínar eða séð ástæðu til að ræða þær. Aðeins ein tillaga mín hlaut stuðning; tillaga um að ráða málfarsráðunaut að leik- og grunnskólum bæjarins. Hún var samþykkt. samhljóða." BLÓÐBANKINN mun í samráði við Blóðgjafafélag Islands halda upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa 23. maí nk. í fyrsta sinn á Islandi. Dag- urinn verður helgaður blóðbanka- og blóðgjafaþjónustu og verður Blóðbankinn með opið hús fyrir gesti og gangandi þar sem almenn- ingi verður gefinn kostur á að kynna sér starfsemina. Forseti Is- lands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, er vemdari dagsins. A vegum Alþjóða blóðgjafasam- bandsins IFBDO (Intemational Federation of Blood Donor Organ- izations) hefur 23. maí verið helgaður málefnum blóðgjafa- og blóðgjafaþjónustu. Dagurinn var haldinn hátíðlegur víða um lönd í fyrsta sinn árið 1995. Tilgangurinn með alþjóðlegum blóðgjafadegi er að vekja athygli almennings og stjómvalda á málefnum blóðgjafa- og blóðbankaþjónustu. Blóðgjafafélag Islands er vett- vangur blóðgjafa til að hafa áhrif á málefni blóðgjafastarfsemi á Is- landi og í löndum IFBDO. Þannig vill Blóðgjafafélag Islands vera í forsvari fyrir hagsmuni blóðgjafa okkar og blóðgjafa annarra landa innan alþjóðlega samtaka svo sem CE, WHO og EU/EES. Hagsmunamál blóðgjafa á ís- landi er fyrst og fremst sjálfbæri, gæði og öryggi þjónustunnar og fleiri virkir blóðgjafar. Blóðgjafa- félagið starfar í nánum tengslum við starsfólk Blóðbankans. Starfsemi Blóðbankans er nauð- synlegur þáttur í nútíma heil- brigðisþjónustu. Starfsemi Blóð- bankans byggist alfarið á framlagi blóðgjafa auk velvilja og skilnings almennings. Blóðbankinn 45 ára á þessu ári Á þessu ári verður Blóðbankinn 45 ára, en hann tók til starfa 14. nóvember 1953 í núverandi húsnæði á horni Barónsstígs og Eiríksgötu. Árleg söfnun blóðs á Islandi er 16-17 þúsund einingar og er blóðið notað við meðferð 4 þúsund sjúklinga á ári hverju. Átta til níu þúsund blóðgjafar standa undir ár- snotkuninni. Til að auka þjónustu Blóðbank- ans og að ná til fleiri blóðgjafa er farið í sérstakar blóðsöfnunarferðir til þéttbýlisstaða í nágrenni Reykjavíkur auk þess sem farið er á stærri vinnustaði. Laugardaginn 23. maí verður opið hús frá kl. 10-15 og vill Blóð- bankinn bjóða sérstaklega vel- komna fyrrverandi, núverandi og tilvonandi blóðgjafa, auk þess sem fjölskyldufólk og börn þeirra er boðið velkomið. Harpa hf. ver einni milljón króna í málning- arstyrk til góðra verkefna HARPA HF. veitir á næstunni nokkra styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líkn- arfélaga, sjálfboðaliða, þjónustu- félaga, menningarsamtaka og ann- arra þeirra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Víða um land starfa margs konar félög og félagasamtök sem jafnan leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið t.d. með því að mála og fegra mann- virki. Það getur falist í endurbótum á sögufrægum húsum, kirkjum, byggðasöfnum, sæluhúsum, björg- unarskýlum, íþróttamannvirkjum, elliheimilum og barnaheimilum, svo eitthvað sé nefnt. Harpa hf. vill með þessum hætti hvetja fólk til að mála og fegra um- hverfi sitt og styðja félög og samtök sem hafa forystu um góð málefni af þessu tagi. Harpa hf. ver að þessu sinni einni milljón króna til málningarstyrkja sem verða á bilinu 100 til 300 þúsund krónur eftir verkefnum. Þeir sem vilja leita eftir styrkjum eru beðnir um að skila umsóknum fyrir 5. júní nk. til Hörpu hf., Stór- höfða 44, Reykjavík. Gera þarf grein fyrir verkefninu, senda mynd af því mannvirki sem ætlunin er að mála og gefa upp áætlað magn Hörpumálningar vegna verksins. Þriggja manna dómnefnd velur úr umsóknum. Hana skipa Ólafur ■ THE DUBLINER Á fimmtudagskvöld leika Logan & Cassidy og á fóstudags- og laugar- dagskvöld leika Raggle Taggie Gypsies Á sunnudag er síðan Ceól Chun 01. ■ BJARNI ARA OG MILLJÓNAMÆRING- ARNIR leika á stórdansleik í Árskógi fóstu- dagskvöld kl. 23-3. AJdurstakmark 18 ára og að- gangur 1.000 kr. ■ CAFÉ MENNING Á fimmtudagskvöld verða tónleikar með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Berglind Björk Jónasdóttur þar sem þær flytja lög úr Walt Disney-teiknimyndum. Að- gangseyrir 1.000 kr. Á laugardagskvöldinu munu PKK skemmta á neðri hæð á Café menn- ingu. ■ MICHAEL ANDERSON Fyrirhuguðum Jónsson, fyrrverandi fonnaður Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, Vigfús Gíslason, sölustjóri hjá Hörpu og Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hörpu. Styrkþegar sjá alfarið um kostnað við framkvæmd verkefna. Tilkynnt verður um niðurstöður 15. júní n.k. tónleikum Chigagobúans Michaels Anderson á íslandi hefur verið aflýst, en vegna óviðráðan- legra ástæðna kemst hann því miður ekki til landsins. Hann starfrækir einsmannshljómsveitina Drekka, en hún átti að leika ásamt Curver og Paul Lydon á Rósenberg í kvöld, fimmtu- dagskvöld, 21. maí og á síðdegistónleikum Hins hússins, föstudaginn 22. maí. ■ HÓTEL VALASKJÁLF, EGILSSTÖÐUM Hljómsveitin 8-vilIt fóstudagkvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin Lóttir sprettir leika fimmtudags-; föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. Á fostudags- og laug- ardagskvöld leikur trúbadorinn ómar Diðriks- son. Skemmtanir í * f I * Js NJAPIS Stórviðburður í íslensku tónlistarlífi Jordi Savall, Montserrat Figueras & Rolf Lislevand á Listahátíö í Hallgrímskirkju mánud. 25. maí. Jordi Savall, Montserrat Figueras Hesperion XX, La Capella Reial de Catalunya, Le Concert Des Nations. CAPUT • Sveinn Lúðvífe Björnsson CAPUT • Haukur Tómasson Fjórði söngur Guðrúnar Jordi Savali a tímamótum með nýtt útgáfu- fyrirtæki Al.IA\W lordi Savall tók saman og flutti tónlistina í kvikmyndinni Allir heimsins morgnar ' r 'mk'l 20P/o yfir 80 utgafur faanlegar. afsláttur af öllum útgáfum þeirra listamanna sem heimsækja Verið velkomin í Listahátíð. nýja stórglæsilega klassíska tónlistardeild að Laugavegi 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.