Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 78

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 78
 78 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Rcykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Hreinni borg Frá Guðmundi Bergssyni: EINS og eðlilegt er hafa D-lista- menn skrifað í Morgunblaðið og talað í útvarp, mest á Bylgjunni, um væntanlegar borgarstjómarkosn- ingar og oftast ef ekki alltaf rætt um holræsagjaldið. Ég skal viður- kenna að þegar ég fékk fyrsta seðil- inn þá rauk ég upp og vandaði ekki ummælin um R-listann, því ég var að hætta að vinna og allir vita að þeim sem hafa verið í lægstu launa- flokkunum er ekki ætlað að lifa í vellystingum í ellinni, vægast sagt. í Vesturbænum Ég átti heima í Vesturbænum þegar allt rusl var sett á Eiðis- grandann. Loguðu þar eldar og í sv- átt lagði reykinn frá eldunum yfir íbúana með tilheyrandi lykt. Þá var ófagurt oft á að líta við Selsvörina eftir sv-storm og brim þegar sjórinn var búinn að hreinsa til á haugunum og hlaða öllu ruslinu upp á götuna þar sem nú er komið hringtorg. Þá byggði borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, skamaverk- smiðju og var gerður áburður úr sorpinu. Haugarnir lagðir niður, lyktin hvarf og Vésturbæingar gátu andað að sér hreinu sjávarlofti. Tengdur höfninni Ég er búinn að vera tengdur höfninni nálægt 60 ár og veit hvern- ig útlitið var meðan menn hentu allskonar rusli í hana og rneiri mun er ekki hægt að hugsa sér, að sjá allt núna eða það sem var. Allir þeir sem fóru um gömlu Skúlagötuna gátu ekki komist hjá því, ef þeir vora á ferð um fjöra, að sjá þann óþverra sem vall úr holræsunum og þá var ekki betra í vesturbænum frá fiskverkunarhúsunum enda lifðu svartbakur og sílamáfur lúx- uslífi. Ég fer margar ferðir með sjónum út á Granda mér til gamans og hef séð þann mikla mun sem orðinn er með hreinsun strand- lengjunnar og hættur að hafa orð á holræsagjaldinu. Gullinbrú Gullinbrú hefur verið mikið í um- ræðunni eftir að Grafarvogsbúar lentu í erfíðleikum einn morguninn í vetur en minna hefur verið rætt um þann litla spotta sem á vantaði á breikkun vegarins frá Grafarlæk að Keldnaholti sem af óskiljanlegum ástæðum var skilinn eftir, en það hefði að stórum hluta getað bjargað í þessu tilfelli. Gullinbrú er ekki ýkja gömul og hefur ekki verið byggð fyrir framtíðina. Var hún þó talin mikið mannvirki á sínum tíma. Áður gerst Arið 1968 hafði snjóað mikið eins og oft áður en svo gerði asahláku og allur Elliðaárdalurinn fór á kaf í krap og vatn flæddi yfir veginn og ekki fært yfír brúna í hálfan sólar- hring, auk þess að hestamenn voru í stórhremmingum. Þá var gamla brúin bara ein á ánni og var frá 1940 og þetta var eina Ieiðin út úr borginni, líka fyrir öll Suðurnesin. Það eru því ekki aiveg nýjar fréttir að fólkið í Reykjavík komist ekki leiðar sinnar. Reykvíkingai' ættu allir að gleðjast yfír að hafa sem hreinasta borg árið 2000, enda er það mikið afmælisár hjá þjóðinni og Reykjavík er ætlað að vera ein af menningarborgum á því ári. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Ætla ræningjarnir að stjórna Kardimommubæ? Smáfólk /THI5 I5THE 6E5TTHIN6 YOU’VE ever LURITTEKI V IF IT 6ET5 ACCEPTEP, YOU MAf HAVE TO 60 ON A BOOKTOUR.. I DON T PO PAU) PR.INT5.. Veröld án katta. Þetta er það besta sem Ef það verður tekið við Ég geri ekki loppu- þú hefur nokkru sinni henni, þá gætirðu þurft að prent... skrifað ... fara í kynningarferð ... Frá Baldri Hermannssyni: RÆNINGJARNIR voru í sjálfu sér ekki vondir menn, en þeir voru illa upp aldir, ósiðlátir, dálítið heimsldr, virtu ekki rétt annarra og gerðu ekki skýran mun á réttu og röngu, en þegar þeir rændu Soffíu frænku kom þó í ljós að það leyndist manntak með þeim, innst inni langaði þá til að verða nýir menn og betri. Helgi Hjörvar og Hrannar Arn- arsson eru ekki endilega vondir menn þótt þeir hafí átt í óreiðu og fjármálasukki, þvert á móti eru bjórar í piltum þessum, og hver veit nema þeir verði einhvern tíma nýtir menn, en fyrst þurfa þeir að vaxa úr grasi og læra að umgangast fémuni annarra með talsverðri virðingu. Með óráðsíu og fyrirhyggjuleysi hafa þeir haft fimmtíu milljónir króna af öðrum mönnum, og það er svaðaleg fjárhæð, miklu hærri en sú sem varð Sverri Hermannssyni og þeim laxabræðrum að aldurtila. En sem sagt, fjármálasukkið eitt og sér gerir ekki piltunga þessa að misyndismönnum. Verra er að þeir skuli vera svo forhertir að ásælast fjármálavöld í höfuðborg landsins, meðan allt í kringum þá sjálfa er ein rjúkandi rúst og eldar gjaldþrota- sukksins hvergi nærri kulnaðir. Þeim ber skylda til að fara sér hægt, koma undir sig fótum, byggja upp hag sinn og sanna að þeir séu traustsins verðir, þá fyrst er þeim stætt á því að gefa kost á sér í æðstu stöður samfélagsins, til dæm- is eftir tíu-tólf ár eða svo. Einna verstar eru rökstuddar ásakanir um að þeir hafi rekið um- fangsmikla svarta atvinnustarfsemi um árabil. Þetta verður skilyrðis- laust að rannsaka. Svartur atvinnu- rekstur er lireint lögbrot, og reyn- ast þessar ásakanir réttar, mun fleirum þykja stungin tólg en Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og þá er líka einboðið að þeir félagar, Hrannar og Hjörvar, sýni af sér þann manndóm að segja sig af R- listanum þegar í stað, því annars er hætt við því að kjósendur hans bindi ráð sitt við refshala, þegar kjördagur rennur. BALDUR HERMANNSSON, Krummahólum 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.