Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 80

Morgunblaðið - 21.05.1998, Side 80
80 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ th Arden kynning á morgun, föstudag CRAFARVOGS APÓTEK, Hverafold, sími 587 1200 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Sumarsandalar Teg. 1020 Verð: 3.495,- Litir: Svart, brúnt, og beige. Stærðir: 37-41 Teg. 4493 Verð: 3.995,- Litir: Brúnt, blátt. Stærðir: 37-41 5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE # SKÓVERSLUN SKÓVERSLUN . Sími 551 8519 # Sími 568 9212 V Félagsmálastofnun Rey kj avíkurborgar hefur tekið í notkun nýjar símstöðvar með beinu innvali. Nýtt símanúmer Félagsmálastofnunar: Aðalskrifstofa, Síðumúla 39...............535 3000 Skrifstofa félagsmálastjóra ..............535 3030 Fjármála og rekstrardeild................535 3020 Fjölskyldudeild...........................535 3070 Húsaleigubótadeild .......................535 3010 Starfsmannaþjónusta......................535 3015 Tölvudeild ...............................535 2980 Öldrunarþjónusta ....................... 535 3040 Hverfaskrifstofa fjölskd., Skógarhlíð 6.... 535 3100 Heimaþjónusta............................... 535 3160 Hverfaskrifstofa fjölskd., Suðurlbr. 32 ... 535 3200 Heimaþjónusta............................. 535 3260 Forvarnarsvið.............................535 3270 Hverfaskrifstofa fjölskd., Álfabakka 12 .. 535 3300 Heimaþjónusta............................535 3360 Vinsamlegast geymið auglýsinguna. í DAG VELVAKAVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Orlof húsmæðra ÞRIÐJUDAGINN 12. maí sl. bar „Kjósandi í Reykjavík" fram fyrir- spum í Velvakanda um orlof húsmæðra. Bréfrit- ari kvaðst hafa heyrt að til stæði hjá borgaryfír- völdum að leggja niður starfsemi orlofs húsmæðra í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að þetta er al- rangt. í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 4.600.000 króna framlagi vegna orlofs húsmæðra og óbreyttri starfsemi. Kristín A. Árnadóttir, aðst.kona borgarstjóra. Ánægð með störf borgarstjóra í TILEFNI kosninganna langar mig að láta í Ijósi ánægju með störf núver- andi borgarstjóra, Ingi- bjargar Sólrúnar. I mín- um augum er það per- sónuleiki leiðtoga sem mestu máli skiptir. Ingi- björg Sólrún hefur flest það til brunns að bera sem góður stjórn- málamaður þarf að hafa. Hún er ekki bara eldklár og dugleg, - hún er jákvæð, hefur ríka kímnigáfu og er alltaf skemmtileg. Það var reyndar mál til komið að veita Sjálfstæðisflokkn- um hvíld í borgarforyst- unni og þó fyrr hefði ver- ið. Ekki ætla ég að tala mikið um Ama litla og D- listann sem reyna að halda á lofti neikvæðum áróðri og ódrengilegum á stundum. Þeir tala mikið um Geldinganesið en þeir muna líklega ekki eftir því eins og ég þegar byrgt var fyrir útsýnið út í Viðey af Kleppsveginum með lengjunni sem hýsir heildverslanir. Þetta var þegar D-listinn réði ríkj- um. Það var stórslys. Hvað með byggingu gamla Morgunblaðshúss- ins, sem engan veginn fellur inn í miðbæinn gamla? Þetta á ekki að vera neikvæð upptalning um 50 ára stjórn D-list- ans í Reykjavík. Eitt mikilvægasta at- riðið í mínum augum er að uppvaxandi kynslóð í landinu sjái að í æðstu embættum sitji jafnt kon- ur sem karlar. Þetta styrkir sjálfstæði kvenna og hvetur þær til dáða. En erum of seinar í svif- um að komast í sveitar- stjórnir og þingsæti. Þai- á að vera sem jöfnust skipting milli kynja. Við erum fyrsta lýðveldið með konu sem þjóðhöfðingja og eins og Vigdís Finnbogadóttir styrkti sjálfsmynd kvenna hefur Ingibjörg Sólrún líka gert það. Eg trúi því að allir Islending- ar séu stoltir af þeim, hvar í flokki sem þeir standa. Það er reisn yfír Ingibjörgu Sólrúnu, hún hefur sterka leiðtoga- hæfíleika og mín ósk er að við njótum hennar lengi enn. _ Vigdís Ágústsdóttir. Hver er spurningin? í VINAHÓPI, sem öðru hvoru hittist hér í borg yfír kaffibolla og ræðir málefni dagsins, hefur komið upp skoðanaá- greiningur um það, hvort ungu mennirnir tveir, sem eru í fyrsta og þriðja sæti á framboðslista R- listans til borgarstjórnar, væru vanhæfír vegna þess hvimleiða orðróms, sem gengur um borgina um fjármálaferil þeirra, til að fara með fjármál borgarinnar eða ekki, ef þeir kæmust í þá aðstöðu eftir kosningar. Okkur flestum í hópn- um finnst spurningin ekki snúast um það, hverjir hafa einhvem tíma lent í fj árþrengingum, gjaldþroti og því um líku, eins og sumir vilja snúa út úr umræðunum með. Það þurfa ekki að vera fjárglæframenn þó að þeir hafi lent í slíku, það vitum við öll. Spurningin er, hvort það nálgist ekki dónaskap við kjósendur þegar búið er að ásaka tvo af frambjóðendum R- listans um fjárglæfrahátt, og það fyrsta og þriðja mann á listanum, að fær- ast undan að taka þetta mál alvarlega. Ef allt er í lagi, sem þeir virðast ekki í neinum vafa um, ætti það að vera frambjóðendum, ekki síst meðlistamönnum þessara tveggja manna, umhugað að upplýsa okkur hin um hið sanna í þessu máli. Annað bara gengur ekki. Borgarstjóri getur hreint ekki afgreitt þetta sem „rógsherferð". Kjósandi. Fólksflutningar fyrir kosningar í LÍTILLI sveit á Suður- landi, þ.e.a.s. í Austur- Eyjafjallahreppi, hefur íbúafjöldi fólk með kosn- ingaaldur aukist um ríf- lega 17% frá 1. desember 1997 og er aukningin langmest í apríl síðast- liðnum, eða rúmlega 14%. M.ö.o. hafa 20 manns flust inn í sveitina á síð- ustu mánuðum og eru nú 135 manns á kjörskrá. Fjölgaði um 1 í heimili hjá oddvitanum og tvo hjá varaoddvitanum svo eitthvað sé nefnt. En fleiri voru nú vildarmenn hreppsins sem ólmir vildu setjast hér að og í samfélagi þar sem svo fá- ir búa telst það mikil fjölgun að allt í einu bæt- ist við átta nýir heimilis- menn á 3 bæi vestarlega í sveitinni. Þykir sveita- mönnum jaðra við að það svæði geti talist kaup- staður ekki síst þar sem þangað í hjarta bæjarins er hægt að sækja hina ýmsu þjónustu. Auðvitað hljótum við að gleðjast yfír því að þessi hreppur skuli eiga svo marga vild- armenn sem vafiaust koma til með að greiða sitt útsvar til hreppsins næstu árin og ekki veitir sveitarfélaginu af. En það væri nú ekki slæmt ef börnin fæddust með kosningarétt. Þá væri þessi atkvæðasmölun ut- an hrepps með öllu óþörf en ef til vill þyrfti þá að sýna aðeins meiri fyrir- hyggju en nú hefur verið gert. Líklegt þykir einnig að samviska meirihluta yrði betri ef björninn yrði unninn með þeim aðferð- um í stað þeirra sem nú eru viðhafðar. Sveitungur. Djásnið dýra, móðurhlutverkið DJÚPVITUR kona, Steinunn Bjamadóttir, einn stofnenda Kvennaat- hvarfsins, skrifaði eftir- farandi í grein í Morgun- blaðinu í des.’89: „Það, sem í upphafi voru stórir draumar og fagr'ar hug- sjónir hefur leitt konur á villigötur. Framkvæmdin á ,jafnrétti“, þessu útþynnta hugtaki sem fer afskaplega í taugarnar á mér, hefur verið upp og ofan, en ég held að konur hafí fórnað of miklu fyrir það. Eg vil ekkert jafn- rétti fyrir konur. Eg vil annan rétt fyrir konur, að þær fái að vera konur og haldi sínum sérmálum. Karlmenn ganga ekki með börn, þeirra hlut- verk í fjölskyldunni er einfaldlega annað. Það er þetta dýra djásn, móður- hlutverkið, sem við misst- um úr hendi okkar. Eg bara skil ekki að konur skuli sjálfar hafa stuðlað að þessu slysi.“ Eg er sammála Ingu Jónu Þórðardóttur um að R-lista framboðið sé kommúnistaframboð. Það, hvernig Ingibjörg Sólrún heldur dauðahaldi í það stefnumál sitt að reka fleyg milli móður og sex mánaða barns með 6- 9 þús. kr. styrk til geymslu hjá dagmóður, sannar það. Rannveig Tryggvad. Fyrirspurn til Sjálfstæðisflokksins ÞAÐ er grein í dag, þriðjudaginn 19. maí, í Morgunblaðinu eftir Ágústu Johnson um fjöl- skyldugreiðslur sem eru á loforðalista Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningar. Þar segir Ágústa að for- eldrar leikskólabarna með 2 börn á leikskóla- aldri eigi að fá um 83 þús. á mánuði eða um 1 millj. á ári. Og því spyr ég, sem foreldri tveggja barna: Hvað þarf ég að borga mikið í skatt af milljón- inni minni? Ég get ekki séð að ég græði neitt á þessu. Arndís Jónasdóttir. Dýrahald Grár fress týndur GRÁR fress týndist frá Vatnsstíg sl. mánu- dagskvöld. Þetta er inniköttur. Þeir sem hafa orðið varir við hann eru beðnir að hringja í síma 898 7037. Kettlingar fást gefins GREINDIR og fallegir kettlingar, kassavanir, óska eftir kærleiksríku og menningarlegu heim- ili. Upplýsingar í síma 552 0834. Víkverji skrifar... HALLDÓR Laxness er engum líkur. Vinur Víkverja, sem reiðinnar býsn hefur lesið eftir Nóbelsskáldið, hefur gluggað mikið í bækur hans á ný eftir andlát hans, og notið þeirrar snilldar sem fínna má í verkunum. Hann benti Víkverja m. á eftirfarandi úr Sjálfstæðu fólki: „Hann kom heim um kvöldið með fresskött í poka og hvolfir úr þesu á loftskörinni, og hvað er þetta, sögðu börnin, og það er köttur, sagði hann, og það var ánægja um kvöldið, með- an sagan fór einsog veðrabrigði um hreppinn og allir sögðu: rottan í Sumarhúsum. Þarna stendur fress- kötturinn á loftskörinni grábröndótt- ur og tortrygginn og lítur varkárlega í kríngum sig, stórum útglentum sjáöldrum, stígur í þrjá fætur og mjálmar í fullkominni eymd, án þess þó að missa kjarkinn; kötturinn gef- ur frá sér það eymdarlegasta hljóð á Islandi, og þó kann einginn sögu af því að köttur hafí gefist upp, kettir gefast ekki upp, - bara passa að tíkin og hann fari ekki saman, sagði Bjart- ur. Útundir vegg fór hann að hugsa um það, hvort hann mundi ekki vera orðinn vitlaus að hafa komið með kött.“ Er þetta ekki alveg dæma- laust? xxx VÍKVERJI nefndi í pistli á dögun- um að hann hefði hvergi fundið nýjustu geislaplötu kanadíska djas- spíanistans Oscars Petersons. Lana Kolbrún Eddudóttir, umsjónarmaður djassþáttar á Rás 1, sendi Víkverja línu af þessu tilefni. Þar segir: „Ég get glatt viðkomandi með því að nýjustu plötur Petersons fást örugglega í 12 tónum á horni Grett- isgötu og Barónsstígs. Sú verslun er með umboð fyrir Telarc, útgáfufyrir- tækið sem Peterson er samnings- bundinn. Bestu kveðjur úr Efstaleitinu!“ Víkverji þakkar kveðjurnar og sendir bestu kveðjur til baka til Lönu Kolbrúnar, með þökk fyrir góða þætti. Þær upplýsingar fengust reyndar í 12 tónum að platan væri ekki komin, en hún er á leiðinni og ætti að vera komin í búðina í næstu viku. Að sögn afgi'eiðslumanns í versluninni fæst mikið gamalla og nýlegra diska með Peterson og félög- um hans í 12 tónum og er Víkverja sönn ánægja að benda aðdáendum kanadíska snillingsins á það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.