Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 85

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 85 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Borgar- bíó á Akyreyri sýna hrollvekjuna Scream 2 sem er nýjasta afurð spennu- meistarans Wes Cravens og framhald myndarinnar Scream. Með aðalhlut- ____verk fara David Arquette, Neve Campbell og Courtney Cox._ Hryllingur og hræðsla Frumsýning AÐ eru tvö ár liðin síðan morðaldan reið yfir smábæinn Woodsboro í Kaliforníu og Sidney Prescott (Neve Campbell) er komin í Windsor kvikmyndaskólann þar sem hún er að Ijúka sínu fyrsta námsári. Lífið er loksins farið að brosa við henni eftir að mamma hennar, pabbi og besta vinkona voru myrt af kærasta hennar og vini hans. Hún er búinn að eignast nýjan kærasta (Jerry O’Connel) og her- bergisfélagi hennar (Elise Neal) er orðin besta vinkona hennar og einnig er Randy (Jamie Kennedy) í skólan- um en hann lifði einnig af atburðina sem sagt var frá í kvikmyndinni Scream sem óvænt sló rækilega í gegn árið 1996. Þannig að lífið virðist blasa við Sidney á ný. En það breyt- ist allt þegar kvikmyndin Stab er frumsýnd, en hún er gerð eftir metsölubók sem fréttakonan Gale Weathers (Courtney Cox) skrifaði um morðin sem framin voru tveimur árum áður. Um leið og myndin er frumsýnd byrja morðin á nýjan leik og fyrsta manneskjan á staðinn er að sjálfsögðu fréttakonan Gale. Enginn er óhultur og lögreglumaðurinn Dewey Riley (David Arquette) kem- ur til að bjarga Sidney, en hann er reyndar hættur í löggunni eftir at- burðina í Woodsboro. Dewey er ekki par hrifinn af því að Gale sé á staðn- um. Hann var sannfærður um að þau ættu sér samtvinnaða framtíð en hún gerði bara lítið úr honum í bókinni sinni þannig að þau tvö eru engir félagar lengur. En sögur geta breyst og það getur fólk einnig og dánar- tíðnin hækkar stöðugt. Allir gruna alla og enginn veit hver deyr eða hver drepur næst. Á svipaðan hátt og Scream fjallaði mikið um hryllingsmyndir fjallar Scream 2 um framhaldsmyndir og hvort þær eigi rétt á sér. Það virðist að minnsta kosti eiga við í þessu til- felli því bæði gagnrýni og aðsókn sem myndin hefur hlotið hefur verið betri en Scream hlaut og það hljóta að teljast góð meðmæli því fyrri myndin fékk frábæra dóma og fór yfir hundrað milljón dollara markið í aðgangseyri í Bandaríkjunum. Neve Campbell leikur Sidney sem morðin virðast íylgja. Hún er uppal- in í Toronto í Kanada þar sem hún lærði ballett en frumraun hennar í leiklistinni var í Phantom of the Opera í leikstjórn Hal Prince. Hún lék í unglingahrollvekjunni The Craft áður en hún sló í gegn í Scr- eam. Bráðlega mun hún sjást með gamanleikaranum Mike Myers í mynd sem kallast 64 og myndinni Wild Things með þeim Kevin Bacon og Matt Dillon. Courtney Cox leikur sjónvarps- konuna sem enginn þolir en hún er betur þekkt sem Monica í sjónvarps- þáttaröðinni Friends sem hefur sleg- ið í gegn um allan heim. Hún var uppgötvuð þegar hún dansaði í myndbandi hjá rokkaranum Bruce Springsteen við lagið Dancing in the Dark. Wes Craven leikstýrir Scream 2 eins og fyrri myndinni en hann hefur verið mjög duglegur við það að hræða fólk allt frá því að hann gerði sína fyrstu mynd, Last House on the Left, en hana gerði hann að öllu leyti einn árið 1972. Hann gerði einnig mannætumyndina The Hills Have Eyes sem er í uppáhaldi hjá mörgum hryllingsaðdáendum og fyrir löngu orðin klassísk. Hann sló síðan ræki- lega í gegn árið 1984 með Nightmare on Elm Street þar sem Freddy Kru- ger var kynntur til sögunnar, en klærnar hans áttu eftir að valda martröðum hjá fjölda manns. Cra- ven á einnig að baki myndir eins og The People Under the Stairs (1991), Shocker (1989) og Deadly Friend (1986). sefiilöð! ie myndlampa, Nicam Stereo o.fl. TOSHIBA 207 ProÐrum myndbandstæki með Long Play (tvöfalt lengrí upptaka / 4 klst á 2 tíma spolu) ///* Einar Farestveit & Co. hf. Borsaruíni ?8 S: 56? ?901 os 56? ?900 www.mbl.is/fasteignir uppgrip fyrir p# jr m 9 :j|j maitilbi Uppgrip eru á eftirtöldum stöðum: @ Sæbrautvið Kleppsveg ® Mjódd i Breiðholti @ Gullinbrú í Grafarvogi ® Hamraborg í Kópavogi Álfheimum við Suðurlandsbraut Hafnarfjarðarvegi í Garðabae^ ® Háaleitisbrautvið Lágmúla Vesturgötu í Hafnarfirði Ánanaustum ® Langatanga f Mosfellsbæ ® Klöpp við Skúlagötu Tryggvabraut á Akureyri olis ELANCY EXTREME MINCEUR Nýttu þér EXTREME MINCEUR á einstöku kynningartilboði Aðeins 1.950,- krónur ALGJÖR BYLTING FULLKOMINN ÁRANGUR Á14 DÖGUM EXTREME MINCEUR er ný og mjög virk líkamsvara sem vinnur á erfiðustu tilfellum af appelsínuhúð og styrkir húðvefinn þannig að húðin fær jafnari og fallegri áferð EXTREME MINCEUR inniheldur óvenjuhátt hlutfall kafffns og kafffnsalta eða 7% sem orsakar niðurbrot fitu og kemur í veg fyrir uppsöfnun fitulaga. EXTREME MINCEUR er fyrsta vaxtamótandi líkamsvaran sem pökkuð er í dagsskammta - 14 hylki fyrir 14 daga. 14 SKAMMTAR-14 DAGAR FULLKOMINN ÁRANGUR GALÉNIC ------paris------ eiANcn Btojn uv á höuja vönutKsui-avk sem hjáua tés AO VBHAÍDA FEGURD ÚKAMANS 365 DAGA Á ÁE
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.