Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Keikó tær triö. Guðjón telur peningunum hafa ** •verið vel varið en bfaðið bað hann að spá ( Framtíðina. „Það er ljóst að hér verðui; ekki sama nálgun _ við Keikó og var í Newport. Nú verður net sett yfir kvína og Keikó —- MESTU fjölmiðlaveislu síðari tíma lauk á óvæntan hátt Morgunblaðið/Kristinn FRÁ blaðamannafundi VR og Samtaka verslunarinnar. Frá vinstri: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Rannveig Sigurðardóttir og Magnús L. Sveinsson, frá VR, og Stefán Guðjönsson, og Guðrún Ásta Sigurðardóttir, frá Samtökum verslunarinnar - Félagi fslenskra stórkaupmanna. Samstarf gegn kynferðis- legri áreitni á vinnustað SAMTÖK verslunarinnar - Félag íslenskra stórkaupmanna og Versl- unarmannafélag Reykjavíkur hafa í sameiningu gefið út bækling og veggspjald í sameiginlegri baráttu gegn kynferðislegri áreitni á vinnu- stöðum. Bæði félögin hvetja félagsmenn sína til að leita til sín eftir aðstoð um hvernig bregðast eigi við þegar kyn- ferðisleg áreitni kemur upp á vinnu- stöðum. VR hefur í hyggju að bjóða félagsmönnum sínum sérfræðiað- stoð, þar á meðal sálfræðiaðstoð, vegna kynferðislegrar áreitni. A blaðamannafundi sem Samtök verslunarinnar og VR héldu í tilefni af því að sameiginleg nefnd þeirra hefur fjallað um efnið og látið útbúa fyrrgreint kynningarefni kom fram að upphaf samstarfsins hefði verið það að félagsmenn beggja hefðu í nokkrum tilvikum leitað til þeirra vegna kynferðislegrar áreitni. Fram kom að ekki væri um mörg tilvik að ræða en Magnús L. Sveins- son, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði þegar félagsmenn VR leituðu til félagsins vegna þessa væru þeir yfirleitt búnir að segja upp störfum sínum vegna þess að þeim væri álagið vegna áreitninnar óbæri- legt. Þess væri einnig dæmi að starfsmanni hefði verið sagt upp fyr- ir að kvarta undan áreitninni. Þolandinn kona, gerandinn karl Margi-ét Kristmannsdóttir, starfs- maður Félags íslenskra stórkaup- manna, sagði að í dæmigerðum mál- um vegna kynferðislegrar áreitni væri þolandinn kona en gerandinn karlmaður, yfirmaður konunnar. „Það hefur oft verið spaugað með kynferðislega áreitni en það liggur töluverð alvara á bak við þetta mál,“ sagði Margrét. Niðurstöður könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni á vinnustöð- um hérlendis liggur ekki fyrir en Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, hag- fræðingur VR, sagði að Vinnueftirlit ríkisins og Jafnréttisráð hefðu unnið að könnun málsins frá árinu 1996. Stefán Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar, sagðist vilja hvetja félagsmenn til að hafa samband við samtökin komi upp vandamál vegna kynferðislegr- ar áreitni á vinnustað og muni sam- tökin verða þeim innan handar við að meta rétt viðbrögð við málinu. Hann sagði að með þessu framtaki vildu samstarfsaðilarnir koma af stað umræðu um kynferðislega áreitni á vinnustöðum og væri út- gáfa bæklingsins og veggspjaldsins leið til að opna umræðuna. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að næsta skref VR í bar- áttu gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum yrði að útbúa fræðslu- efni, sem kynnt verður trúnaðar- mönnum á námskeiðum þar sem fjallað verður um hvernig þeir geti veitt einstaklingi aðstoð sem verður fyrir kynferðislegri áreitni. Málörvun barna með down-heilkenni Tákn með tali opnar stærri heim Irene Johanson IRENE Johansson prófessor hafði nóg fyrir stafni í íslands- heimsókn sinni í vikunni. Irene er einn af frum- kvöðlunum fyrir því að nota tákn með tali í tjá- skiptum við böm með downs-heilkenni og miðl- aði Islendingum af 20 ára reynslu sinni á því sviði. Leikir og lærðir sóttu í smiðju Irene enda eiga Islendingar talsvert í land að ná eftirsóknarverðum árangri á sviði málörvun- ar bama með downs-heil- kenni. Meginástæðan fyr- ir því að mælt er með því að tákn séu notuð með tali í tjáskiptum við börn með downs-heilkenni er að börnin eiga oft í erfiðleik- um með að skilja og tjá sig í töl- uðu máli. „Ein af ástæðunum fyrir því að börnin eiga oft í erfiðleikum með að gera sig skiljanleg er að vöðvamir í talfæmnum era of slakir til að talið sé nægilega skýrt. Fólk getur átt í erfiðleik- um með að gera sér grein fyrir því hvað bömin era að segja og jafnvel litið svo á að þau séu meira á eftir en raun ber vitni. Börnin fá ekki tækifæri til eðli- legi-a tjáskipta og örvunar til áframhaldandi þroska. Erfið- leikar í tjáskiptum geta valdið einangrun og haft í fór með sér dapurleika. Að halda því fram að fólk með downs-heilkenni sé sérstaklega hamingjusamt er aðeins ósk- hyggja. Fólk með downs-heil- kenni er jafn ólíkt og ég og þú. Um leið hefur það sömu þarfir og langanir og annað fólk og ein af meginþörfunum er auðvitað að eiga góð samskipti við sína nánustu og svo auðvitað út á við. Fólk með downs-heilkenni á auðveldara með skilning í gegn- um sjón en heym og því hentar táknmál ágætlega með tali.“ - Hvenær er best að byrja á því að kenna táknmálið? „Við höfum unnið með tákn með tali í Karlstad í um 20 ár með góðum árangri. Bestur ár- angur fæst með því að byrja að kenna barninu táknin á fyrstu vikunum. Með tali opna táknin stærri heim fyrir barninu og gefa því þar með tækifæri til að þroskast með eðlilegri hætti. - íslendingar hafa nokki-a reynslu af táknum með tali. Hvað hefur mest ver- ið spurt um í tengsl- um við reynslu Svía? „Mér skilst að Is- lendingar séu að velta því fyrir sér hvernig best sé að tryggja samfellu í táknmáls-náminu. Hjá okkur í Karlstad hefur verið byggð upp sérstök miðstöð til að veita foreldram og öðram að- standendum fatlaðra barna stuðning. Meðal verkefna mið- stöðvarinnar er að veita foreldr- um og öðrum sem koma að upp- eldi barnsins leiðsögn í tákn- máli. Foreldrar hafa verið afar áhugasamir og er hægt að nefna að 98% foreldra barna á fyrsta ári nýttu sér leiðsögn í táknmáli árið 1996. Afar, ömmur og aðrir aðstandendur barnanna hafa ► Irene Johanson er fædd 24. febrúar árið 1947 í smábæ í Svíþjóð. Irene stundaði nám í uppeldis- og málfræði við há- skólann í Umeá. Að námi loknu hefur hún aðallega stundað rannsóknir á sviði málþroska og málörvunar barna með downs-heilkenni og er einn af frumkvöðlunum fyrir „tákn með tali“. „Tákn með tali“ fel- ur í sér að táknmál er ásamt tali notað til tjáskipta við börn með downs-heilkenni. Irene er prófessor í málfræði og uppeldisfræðum við háskól- ann í Karlstad í Svíþjóð. Félag áhugafólks um downs-heil- kenni stóð fyrir viku Islands- heimsókn Irene dagana 13. til 19. september. nýtt sér aðstoðina að ógleymd- um fjölmörgum leikskólakenn- uram og öðru uppeldisstarfs- fólki. Oftast era börnin á al- mennum leikskólum og því fer þar fram stór hluti af tjáskipt- unum.“ - Eru leikskólakennararnir skyldaðir til að nýta sér leið- sögnina? „Enginn er neyddur til að fá leiðsögn í táknmálinu. Reglan er einfaldlega sú að bjóða öllum í nánasta umhverfi barnsins upp á táknmálsleiðsögn. Þeirra er svo að þiggja eða hafna.“ - Hvernig fer námið fram ? „Við höfum alltaf lagt áherslu á að námið fari fram í daglega lífinu. Smám saman bætast við tákn og auðvelt er að leita uppi tákn fyrir hluti eða fyrirbæri í eins konar orðabók. Með reglu- legu millibili líta svo ráðgjafar frá mið- stöðinni inn og svara spurningum. Við er- um vön að svara spurningum eins og „Við sáum krókódíl í dag. Hvernig er táknið fyi-ir krókadíl?" Ekki má heldur gleyma því að reglulega era haldnir fundir með öllum þeim sem hafa ákveð- ið að þiggja leiðsögn okkar í miðstöðinni. A fundunum er far- ið yfir færni barnsins og rætt um hvaða verkefni sé eðlilegt að leggja yfir það næst. Táknin fyrir orðin era svipuð og í táknmáli heymarlausra og ekki alveg þau sömu á milli landa. Hljóðfræðin er líka tals- vert ólík. „Öllum í nán- asta umhverfi er boðið upp á leiðsögn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.